Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 4
4 SÉBA — MÓÐV3I JINN — Kimmtudagu.r 2. nópetaber WSL CrtgefaiKii: SameiningarfloJdcur afþýðu — Sósíalistaflokk- urLnn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús' Kjartansson, Sigurður Gudmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Fridþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Tómlæti Jgandaríkin halda áfram að magna tortímingar- styrjöld sína í Víetnaim. Sífellt er bætt við mönnum í innrásarherinn, bseði til þess að fylla upp í skörð þau sem verða æ stærri, og til þess að auka herstyrkinn. Jafínframt leggur Banda- ríkjastjóm vaxandi áherzlu á að kaupa hermenn af leppstjórnum sínum í Asíu; þeim er böðið mun hærra kaup fyrir að berjast í Víetnam en þeir fá í heimalöndum sínum, og að sjálfsögðu greiða Bandaríkin allan kostnað og leggja til öll hergögn. í Víetnam reynir bandaríska herstjómin vígvélar sínar; landið er einskonar rannsóknarstöð fyrir morðtækni. Ogendaþótt Bandaríkjamenn séu engu nær markmiðum síncum en þegar þeir hófu inn- rásarhernaðinn er tortímingin ógnarleg, jafnt í sveitaþorpunum í Suður-Víetnam sem í borgum Norður-Víetnam sem dag hvem verða að þola að dauðanum rigni úr stærstu sprengjuflugvélum. Eftir því sem Bandaríkin auka ofbeldisverk sín verður mönnum um heim allan æ ljósara að þau verða ekki réttlætt með neinum rökuim, þau eru einhver ófrýnilegustu glæpaverk sem um get- ur,í sögu mannkynsins, og að saríia skapi hefur andstaða almennings og ríkisstjóma aukizt. í um- ræðum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust kom skýrt í ljós að æ meiri einangrun um- 'lykur stríðsglæpamennina í Washington. Einn ut- anríkisráðherrann af öðmm bar fram þær kröfur að Bandaríkjastjórn hætti einhliða og skilyrðis- laust loftárásum sínum á Norður-Víetnam til þess að stuðla að friði. í þeim hópi voru fulltrúar ým- issa þeirra ríkja sem íslendingar hafa mest kjmni af, Kanada, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Sví- þjóðar, Hollands og Frakklands, menn með mjög margbreytilegar stjórnmálaskoðanir og enginn þeirra samherji valdhafanna í Hanoi. Áð sama skapi hefur andstaða almennings aukizt, jafnt inn- an Bandaríkjanna sem utan, og eru í fersku minni mjög stórfelldar mótmælaaðgerðir austan hafs og yestan fyrir skömmu. Styrjöldin í Víe'tnam er orðin mælikvarði á siðgæðisvitund manna. . \ * JJn hver er hlutur íslendinga í þessari alþjóð- legu baráttu? Emil Jónsson mátti heita eini utanríkisráðherrann sem .gerðist skilyrðislaust málsvari bandarískra stríðsglæpa á allsherjar- þinginu. Þátttaka íslendinga í hinni alþjóðlegu friðarbaráttu hefur verið ákaflega takmörkuð. Hér var á sínum tíma stofnuð Víetnam-nefnd, og þátttakan í henni og ráðstefnu sem hún boðaði til sýndi að íslendingar báru sama hug til ógnar- atburðanna í Víetnam og fólk í nágrannalöndun- um, án tillits til stjómmálaágreinings. En síðan hefur fátt frá þessari nefnd heyrzt og raunar ekk- ert um margra mánaða skeið; nefndin virtist ekki hafa hugmynd um mótmælaaðgerðir þær sem skipulagðar voru austan hafs og vestan fyrir skömmu. Slíkt tómlæti er þeim mun ömurlegra sem íslenzk stjómarvöld hafa með hernámsstefn- unni gerzt samábyrg valdhöfunum í Washington og óbeinir aðilar að stríðsglæpum. — m. GUÐAÐ Á GLUGGA Yfirlit þess helzta á sjónvarpsskerminum í síðustu viku Stundinni okkar eru oft mislaigöar hendur. Stundum er Ibún aEbragðsgóð, stundnm vœgast sagt léleg. E>að má kannski segja um mig, sem ekki kem þar nærri, að tung- an sé hægur limur. Það er öllum ljóst að Stund- in ofckar er mieð viðkvæmasta og vandmeðfamasfca sjón- varpsefni. Það á að veraand- leg næring þess blómsturs sem er að skjóta frjóöngum símim út í iífið. Þess vegna verður sú fæða að vera holl og góð. Ég álít að í Stundiimi okkar eigi táningadansar með ögrandi mjaðmaskakstri, fá- ráðlegum fettum og bretfcum ekkert erindi. Ferðasaga færeyska drengs- ins var prýðisgóð, Saltkrákan einnig sæmileg. Myndsjáin er fróðlegur og góður þáttur, og þyrfti oftar að sjást. Það voru ekki allir, sem ég hef spurt til, ánægðir með myndina Um hvítasunnu, fannst hún víst of bragðdauf, engin slagsmál, engin skot- hríð. Þetta var að vísu ekki viðamikil mynd. Mér skildist hún vera um hjón, sem voru orðin þreytt á hinum gráa hversdagsleika, og þráðu að upplifa hveitibrauðsdagana, verða aftur ung og ástfang- in. Ég gat ekiki betur séð en' að þeim tæfcist þetta undir lokin. Þess vegna fannst mér persónulega þessi mynd vera góð. Fréttir: Það er gleðiilegt að sjá að andúðin gegn árásar- stefnu Bandaríkjanna fer dag- vaxandi í heiminum. Syrpa: Það var vel til folnd- ið hjá sjónvarpinu að sýna okkur brot af því, sem er að gerast í leikhúsum þorgarinn,- ar. Þó hefði verið betra að fá eitt leikritanna íheilulagi., En það sem gerði þessi brot, svo góð sem þau voru, enn þá betri voru æviágrip höfund- anna og lýsingar á boðskap . verkanna, flutt af Jóni Erni Marinóssyni. Island í augum útlendinga: Þetta var mjög góð mynd, vel fluttur texti af sögu lands og þjóðar. Ég verð illa svikinn, ef þessi mynd á ekki eftir að auka hróður okkar út á við, og um leið auka ferðamanna- strauminn hingað. Nýja stærðfræðin: Það fer ekki á milli mála, að það sem lyftir undir þennan þátt er fhitningur og framkoma Gfuðmundar'Ajyilaugssonar. En tyrfínn þykir hann að öðru leyti, svo eldd sé minnzt á þetta hvimleiða púkablístur, sem hefst áður en hann byrjar. Griðland villidýranna: Svona þættir verða alltaf elgildir, Þeir eru tilhlökkunarefni alla vikuna, og ég veit engan af þessum þáttum, sem hafa brugðizt vonum manna. Almannavarnir: Þvi miður átti ég ekki kost á að sjá fyrri þáttinn af þessu tagi. En ef hann hefur verið éins og þessi, tel ég mig hafa misst af miklu. Þessir þættir eru mjög tímabærir á þessum dögum hraða og slysa og ættu að verða fólki Igerdómsríkir. Það er aldrei hægt að of- lofa þætrtina um fyrri heims- styrjoldina, svo góðir eru þeir og jafnir í sínum hrikaleik, og vel fluttir af Þorsteini Thorarensen. Steinaldarmcnnimir er líf mannanna í spéspegli. Þar fáum við að kynnast afglöp- um okkar, típuskap, fégræðgi og snobbmennsku. Siðasti þáttur fannst mér góður í öillum sínum fáráðlega leik, vegna þess, að þar létu þeir félagar valdhafana lönd og leið, en kusu sína eigin kvinn- ur fegurðardrottningar og óku heim syngjandi þrátt fyrir mikinn úlfaþyt. Sefjun: Þetta var hryllileg mynd. Við hér á nyrzta hjara veraldar eigum bágt með að* trúa slíkúm ósköpum. Það þarf ekki að sakast við sjón- varpið þó svona myndir , nái til bamanna, svo rækilega er tekið fram áður en þær eru sýndar, að þær séu ekki við bama hæfi. Ég var vottur að því fyrir skemmstu, að nokkrir fímm ára drengir léku • dýrlinginn. Einn var Símon Templar, hin- ir glæpamenn. Þeir miðuðu á hvem annan leikfangabyssum, fleygðu sér til jarðar og lét- ust vera dauðir, en yfir þeim stóð dýrlingurinn sigri hrós: andi. 1 okkar ungdæmi vaf sjónvarpið ekki einu sinni orðinn draumur. Við höfðum Islendingasöguipar og lékum lítið frábrugðinn leik með trésverðum. . Æskan hefur í eðli sínu lítið breytzt. Fjöl- miðtunartækninni hefur fleygt fram og fyrir henni verðum við að vemda það bezta og dýrmætasta sem við eigum, æskuna. A blaðamannafundi, um- ræður um smyglmálið mikla og ndkkur önnur sama eðlis. Þetta var ósköp hógvær blaða- mannafundur, daufgerður, engar áleitnar spumingar, ekkert, sem varpaði nýrra ljósi á þetta reginhneyksli annað en það sem almenning- ur vissi, enda ekki öll kurl komin til grafar. Cr einu í annað: Þessiþátt- ur hafði ekkert sérstakt við sig. Erlendu skemmtiatriðin tóku því innlenda ekkert fram. Mexíkanahatturinn var ékk- ert nýnæmi, en það er alltaf gaman að sjá framan 1 vin minn Ása í Bæ, sjá státinn svip hans, gilettnina skína í hverjum drætti eins og lífið væri einn húmor. Og hvað er það annað,’ ef vel er að gáð? Frægustu elskhugar kvik- myndanna: Þessar ástarseriur þóttu nokkuð góðar. Þama voru sýndar hreinar ástir, þar sem hjartað eitt réði, _ einnig ruddalegar, þar sem kýnferð- ið spilaði undir. Ég heif verið beðinu að korna þvi á framfæri, aö sýna meira af geðþekkum myndum en gert hefur verið til þessa á laugardögum. Þessar mynd- ir eru sýndar tvisvar með stuttu miUibili. Þær þykja ekki heppilegar fyrir ung- linga, þó þær séu vel Ieifcn- ar og hafí þoðskap að flytja, sem ekki er skaðnæmur faH- orðnu fólki. Hinsvegar væri engin ástaeða til að afnema þær með öllu, en sýna léttari myndir, eins og Gög og Gokka, CJharles Chaplin-myndir. Hlát- urgas, Rothöggið, Sviðsvörð- urirm, Spjátrungarnir, Hug- raldcur hefðarmaður, Nýi dyravörðurinn, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og ég hef áður teJdð fram í þessum gluggagægjum, hefur sjónvarpið ætið varað við myndum, sem ekki teljast við hæfi barna og unglinga. En það er erfitt að útiloka unglinginn, skipa honum i háttinn þegar slfkra mynda er von. ýið, sem eldri eram ættum þá að gefa betra for- dæmi og horfa ekki á þær heldur. Frú Jóa Jóns: Þetta var mikill harmleikur um konu, sem hefur orðið fyrir svo miklum skakkaföllum í HÐnu, að bjargvættur ailra, sem eiga bágt, frú Jóa Jóns, geturþar engu bjargað. Eftirlitsmaðurinn var á köfkrm sprenghlægilegur, auk þess var þessi mynd hájrbeitt ádeila á skattsvikara, mútu- þega og skriðdýrshátt þeirra stóru, þegar þeir eiga von stærri karla, og bókhaldSð er ekfci eins og vera skak Magnús Jóhannsson frá Hafnamesi. Frétt um launafiokkahækkun borgarstarfsmanna leiðrétt Sú missögn varð í frétt Þjóð- viljans í gær um launaflokka- hækkun borgarstarfsmanna, að 'sagt var að sorphreinsunarmenn hefðu hækkað úr 9. í 10. launa- flokk- Þetta er ekki rétt, það vpru skolphreinsunarmenn sem hækkuðu úr 9. í 10. launaflokk. Þá hækkuðu sótarar einnig úr 9. í ,10. launaflokk. (ekki sóparar eins og stóð í bláðinu, enda er sú stétt borgarstarfsmanna ekki til). Þá urðu og þau mistök, að i setningu handritsins var á tveim stöðum tveim starfshóp- um slengt saman i einn: Hús- gagnameistarar hækka úr 18. í 19. launaflokk og húsameistarar (arkitektar) úr 21. í 22. launa- flokk. Þá hækka kcrfisfræðing- ar I úr 22. í 24. launaflokk en kerfisfráeðingar II úr 21. í 22. launaflpkk. Loks vantaði í upptalinguna einn starfshóp: Vaktformenn SVR hækka úr 14. í 15. launa- flokk. Kjötiðnaðarmenn mótmæla efnahagsmáiafrumvarpinu Þjóðviljanum barst í gær eftirfarandi mótmælasamþykkt gegn efnahagsráðstöfunum rík- isstjómarinnar, sem samþykkt var af Félagi íslenzkra kjötiðn- aðarmanna fyrir nokkru: „Fundur í Félagi íslenzkra kjötiðnaðarmanna haldinn 18. okt. 1967, mótmælir harðlega þeim ráðstöfunum í efnahags- málum, sem ríkisstjórnin kunn- gerði nýlega. Með þeim er kaup allra launþega verulega skert og Iög og samningar, er gilt hafa að undanförnu virt að vettugi. Jafnframt tekur fundurinn eindregið undir ályktunarorð A.S.I., að slíkum ráðstöfunum muni verkalýðshreyfingin ekki una, hún stefnir aftur á móti að því, að dagvinnutekjur verði hækkaðar, svo að þær standi undir mannsæmandi lífskjör- um-. Getraunakeppinni í umferiareglum iokið • Hinn 20. október sl. lauk get- raunakeppni í umferðarreglum, sem samtökin Varúð á vegum stóð fyrir. Sendur var út bæk- lingurinn „Hvað tefur?“ í 20 þúsund eintaka upplagi- Spum- ingamar voru sex, valdar úr umferðarlögunum og merkja- reglugerð- Samtals bárust inn svör frá 271 aðila, þar af voru að ein- hverju leyti 49 röng svör. Svör bárust frá 82 konum og 189 körlum. Yngsti þátttakand- inn var sjö ára bg sá elzti 71, nánar til tekið tveir. Tólf voru yfir sextugt. Rétt svör bárust frá 71 konu og 151 karll. Erfiðast átti fólk með sjöttu spuminguna, hvort akbrautar- merki væri boðmerki, bann- merki eða leiðbeiningamerki. Margir sögðu það leiðbeininga- merki. Svör bárust úr öllum sýslum landsins nema Dalasýslu. Flest frá Reykjavík, Akureyri og Ár- nessýslu. Vinningar voru tíu ábyrgðai tryggingariðgjöld og tíu benzín- eða olíuáfyllingar. Dregið var úr réttum svörum 26- f.m. Vinningshöfum verða sendir vinningamir, en þeim er röng svör sendu verða send rétt svör. Á næstunni munu samtökin. senda út annan getraunabæk- ling um akstur á hálku. (Frá Varúð á vegum). Stöðugar loftárásir HANOI 31/10 — Bandaríkja- menn gera nú látlausar loftárás- ir á Hanoi, segir í ávarpi frá stjóm Norður-Vietnams, sem hvetur ríkisstjórriir allra landa til að mótmæla yfirgangi þeirra. Sagt er að síðustu fimm daga hafi 200 manns beðið bana eða særzt f árásunum og 150 heimili hafi verið eyðilögð. Sprengjurog flugskeyti hafi hæft. hús bæði í úthverfunum og miðþorginni og flisasprengjur hafi kprungið á miklum umferðargötum. t V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.