Þjóðviljinn - 16.11.1967, Page 3
Réttarhöld í ,land-
ráðamáli' í Aþenu
31 Grikki ákærður fyrir að hafa lotið
forystu Theodorakisar gegn stjórninni
AÞ'ENU 15/11 — Gríska tónskáldið Mikis Theodprakis var
of veikur til þess að hægt vær að leiða hann fyrir rétt
í dag með öðrum ákærðum Grikkjum sem sakaðir
eru um neðanjarðarstarfsemi. Theodorakis getur ái't
dauðadóm yfirvofandi.
Sakborningar eru ákærðir fyrir
að hafa lotið forystu Theodorak-
isar i neðanjarðarstarfsemi sem
miðaði að því að steypa herfor-
ingjastjóminni.
Sovéik nefnd skipuð tíl uð
nthugu „fíjúgundi sigðir"
Mikos Theodorakis
Talsmaður ríkisstjórnarinnar
6agði í gær að Tlheodorakis væri
ekki alvarlega sjúkur, en þar
sem búizt er við að réttarhöldin
standi yfir í marga daga með
margra tíma yfirheyrslum á
hverjum degi, töldum við bezt
að leiða hann sérstaklegg fyrir
rétt síðar, sagði talsmaðurinn.
Theodorakis sem varð heims-
fraegur fyrir tónlist við kvik-
myndarinnar Zorba og Phedra
liggur á sjúkrahúsi. Ekki hefur
verið frá því skýrt hvað gangi
að honum.
Theodorakis var handtekinn í
Aþenu í ágúst síðastl. eftir að
hann hafði verið í felum lengi.
Af hinum 31 eru, 15 konur og
em þau ákærð fyrir að hafa
brotið gegn 20 ára gömlum lög-
jm, sem upphaflega voru sett
gegn kommúnistum. Samkvæmt
ákærunni hafa þau reynt að
steypa stjórninni, dreift bæk-
lingum gegn henni og fjandsam-
legum áróðri í útlöndum og fal-
ið Theodorakis eftir valdatöku
hernaðarklíkunnar í apríl.
Theodorakis sem hefur verið
þingmaður EDA (sem er sósíal-
istaillokkur) ihefur einnig verið
leiðtogi hinna bönnuðu æsku-
lýðssamtaka Lambrakis.
Kiaraskerðing
Framhald af 1. síðu.
hefur mest að segja fyrir venju-
legt heimili.
Stjórnarflokkarnir einhuga
um kjaraskerðinguna
Allur fundartími neðri deildar
Alþingis í gær fór í umræður
um kjaraskerðingarfrumvarpið og
var auk fundar á venjuíegum
tima einnig síðdegisfundur. Gerðu
þingmenn stjórnarandstöðunnar
harða hríð að ríkisstjóminni.
Bjarni Benediktsson var nú
heldur hógværari en fyrr og bað
menn að hafa ekki í frammi
neinar hótanir! Ráðherrarnir
væru alllir af vilja gerðir til að
athuga úrræði. Hins vegar væru
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins alveg sammú1a
um að þetta frumvarp yrði a£
samþykkjast. Því yrði ekki a"
stýrt að þjóðin yrði að taka á
sig kjaraskerðinguna, óhugssnch
væri að afstýra því.
Bjarni bar „fróða menn“ fyrir
því að það sem stolið er undan
af söluskatti kynni að nema 50
miljónum.
MOSKVU 13/11 — Nú hefur í
Sovétríkjunum verið skipuð
nefnd vísindamanna og annarra
sérfræðinga til að kanna fyrir-
bæri þau sem nefnd hafa verið
„fljúgandi diskar“ og var skýrt
frá því í Moskvu í dag að eitt
tilefnið hefði verið að yfir Kák-
asus hefði sézt á lofti hlutur eins
og sigð í lögun
Einn nefndarmanna skýrði írá
því að um eitt þessara fyrirbæra
hefðu borizt fimm áreiðanlegar
skýrslu? sjónarvotta. í nefnd-
inni eru 18 vísindamenn, þ.á.m.
stjörnufræðingar. og foringjar
úr flughernum og um 200 menn
munu vinna úr þeim gögnum
sem berast- um fyrirbærin.
Þessi frétt vekur nokkra at-
hygli vegna þess að í Sovét-
ríkjunum hefur jafnan verið
talað háðulega um það mikla
fjaðrafok sem „fljúgandi diskar"
hafa hvað eftir annáð vakið á
vesturlöndum, ekki sízt í Banda-
ríkjunum, þar sem flugherinn
hefur árum saman safnað og
unnið úr gögnum um þessi und-
arlegu fyrirbæri. Einn af sov-,
ézku nefndarmönnunum sagði í
dag að fréttirnar af „fljúgandi
diskum" sem urðu til nefndar-
stofnunarinnar hefðu borizt um
sama leyti og fólk víða í Vest-
ur-Evrópu sá slík fyrirbæri.
Þúsundir munnu gerðu uðsúg
uð Deun Rusk i New York
NEW YORK 15/11 — Þúsundir
manna’ gerðu aðsúg að Hilton-hó-
telinu í New York í gærkvöld
þar sem til stóð að Dean Rusk
utanríkisráðherra héldi ræðu á
fundi og reyndu að koma í veg
fyrir að hann kæmist inn í hús-
ið.
Fjöknennt lögregluilið var sent
á vettvang og varð hörð viður-
eign á götunum við gistihúsið.
Umferð stöðvaðist alveg um
.götumar og ýmis spjöll voru
unnin, en lögreglan beitti kylf-
um sínum til að ryðja göturnar
svo að Rusk kæmist inn í húsið.
DÖMUR
Takið effit’
Tökum upp í dag og næstu daga loðfóðrað-
ar kuldaúlpur með hettu (lítil númer).
Einnig mikið úrval af slám, kjólum, pils-
um og kápum.
Munið hina hagstæðu greiðsluskilmála.
KJÓLABÚÐIN
Lækjargötu 2.
Sími 19250.
KJÓLABÚÐIN
Bankastræti 10.
Sími 24440.
Temple og McCIoskey
Shirley Temple
var gersigruð
SAN MATEO, Kaliforníu 15/11 —
Shirley Temple Black sem lieims-
fræg varð barn að aldri fyrir
leik sinn í kvikmyndum beið
mikinn ósigur í kosningum til
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í
San Mateo í gær. Flokksbróðir
hennar McCloskey hlaut rúm-
lega 55.000 atkvæði, en hún rúm
33.000. Ósigur hennar er talinn
stafa af því að hún beitti sér
mjög fyrir mögnun Vietnam-
stríðsins, en McCloskey lýsti
fylgi sínu við það að bandaríski
herinn yrði smám saman flutt-
ur frá Vietnam.
Aðuifundur
Skautafélags
Reykjavíkur
verður haldinn að Frí-
kirkjuvegi 11 fimmtudag-
jnn 16. nóv. kl. 8,30 stund-
víslega.
Stjómin.
Fimmtudagur 16. nóvember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J
Eiturhernuðurinn í Vietnum
eyðir gróðri og dýrulífi
Þetta er sjálfsagt aðeins enn
ein auglýsingabrellan.
WASHINGTON 15/11 — Eitur-
hemaður Bandaríkjamanna í Vi-
etnam getur leitt til þess að
gróður muni eyðast og eitrað
verði fyrir dýr í landinu um
árabil, segir í skýrslu sem tveir
bandarískir vísindamenn hafa
samið.
Skýrslan birtist í síðasta hefti
timaritsins ,Vísindamaðurinn og
borgarinn“ en það er allt helgað
eiturhernaðinum og eru höfund-
ar hennar þeir dr. Arthur Gal-
ston, forseti bandaríska grasa-
fræðingafélagsins og dr. Jean
Mayer, prófessor í næringareðlis-
fræði við Harvard-háskóla.
Þeir segja i skýrslu sinni að
Bandaríkjamenn hafi eftir öllu
að dæma ekki náð því markmiði
sínu með eiturhernaðinum að
koma upp um felustáði og leyni-
göng skærulliða en hins vegar
hafi notkun eiturefnanna haft í
för með sér miklar skemmdir á
ávaxtarunnum og gúmmítrjám og
emnig spillt uppskeru af ýmsum
neyzlujurtum. "Búast megi við að
eitrið hafi borizt í læki og fljót
og muni eyða þar fiskistofnum.
„Daily Expressu
ræSir við Philby
LONDON 15/11 — Lundúna-
blaðið „Daily Express“ birtir í
dag viðtal sem fréttamaður þess
átti við Kim Philby í Moskvu.
Philby var einn af helztu yfir-
mönnum brezku leyniþjónustunn-
ar um árabil, en flúði til Sov-
étríkjanna 1963. Undanfarið hafa
brezk blöð skýrt frá ævintýra-
legum ferli hans. Philby kvéðst
einskis iðrast af þvi _sem hann
hafi gert, nema þá e.t.v. þess
að hann hefði getað unnið Sov-
étrfkjunum meira gagn með
betra starfi.
LANDSSMIÐJAN
ÍUX
við atvinnuvegi landsins«
PLÖTUSMIÐI
RENNSSMÍDI
VÉLSMSDI
MÁLMSTEYPA
ELDSMÍÐI
RAFVSRKJUN
LANDSSMIÐJAN
SIMI 20680.
Alþýðubandalagsfólk
n
FYRR VAR 0F TI K0TI KÁTT"
en kátara verður í HLÉGARÐI n.k. föstudag, en þar verður árshátíð
Alþýðubandalagsmanna í Reykjaneskjö rdæmi haldin. — Allir eru velkomnir.
SKEMMTIATRIÐI — DANS — KÆTl.
V