Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 6
I 0 SlÐA — ÞJÓÐVHjJINN — Sunnudagur 19. nóvemiber 1967. Ósalt vatn er unnið úr sjó Nú, er sú etund runnin upp, að menn geti eimað sjóinn, og er það gert með kjarnorku. 1 Bandaríkjunum er verið að koma upp stöð, þar sem hreint vatn er unnið úr sjó og kostar það 5 cent, eða rúmar tvær krónur ísl. á hvern rúmmetra. í>að var formaður banda- risku kjamorkunefndarinnar, Nóbelsverðlaunahafinn, Glenn T. Seaborg prófessor, sem talaði í taekniakademm Varsjáf jpegar hátíðahöldunum í tilefni af aldarafmæli' frú Curie var að ljúka. Seaborg sagði að þessi nýja kjamorkustöð, sem mun ráða yfir orku, sem jafngildir 1,8 miljónum kw, muni geta eimað 1200 miljónir lítra á dag. Og bráðum verður. segir hann, eimað sjóvatn ekki dýrara en vatnið í krananum okkar. Oak Ridge hefur gert áætlun um aðra eimingarstöð, sem á að* geta afealtað 1600 miljón lítra á dag. Það mundi nægja til að vökva 100000 ha lands. — Akurlendi af þessari stærð sém vökvað væri hvem dag á þennan hátt, mundi geta skil- að 1 miljarði punda af hveiti á ári, en það mundi nægja handa 2 og hálfri miljón manna. Og af þessu akurlendi mætti fá svo mikið af áburði, að nægja mundi til að bera á fimmtug- falt þetta svæði. Glenn T. Seaborg sagði í lok ræðu sinnar um kjarnorku á komandi tímum: v— Þegar Bandaríkin hafa komið upp fyrstu stöð sinni á tunglinu, þarf næst að 6enda þangað kjamorkukerfi, og til þess að það megi takast þarf að lenda létt og mjúkt, en síð- an á að hafa kjamorkuna til að framleiða andrúmsloft, Ijós og hita, og eldsneyti til að hafa í hin minni farartæki á tungl- inu. Kjamorkuna skal einnig hafa til að sprengja kletta og til iðnaðar. — A ókomnum tíma mun verða höfð kjarnorka til að vinna ís úr jörð tungls- ins að þíða hann. Þá mun verða reynt að hagnýta kjarn- orkuna til framleiðslu matvæla handa tunglbúum, bæði þeim sem starfa þar á rannsóknar- stofum og á sjúkrahúsum. r Um leið og hann minntist með virðingu frú Curie, kon- unnar sem fann geislun þá sem nú má nota til að koma í veg fyrir að líkaminn ráðist á Hk- amsvefi sem græddir hafa ver- ið á, en eru úr öðrum, til þess að tortíma þeim, gat hann einnig um tilraunir til slíkrar ágræðslu, sem nú virðist ætla að fara að takast. Ef þetta tekst, svo sem útlit er fyrir, gerist það fyrr en var- ir, að safnað verður til geymslu likamspörtum til þess að græða á sjúklinga, þegar þörf krefur, jafnt hjörtum sem nýrum, þó ekki öllum líffærum. — Enn þá á langt í land að farið verði að nota vetnisorku til friðsamlegra þarfa, en samt er verið að reyna þetta og útlit fyrir að það muni takast, og má það sýnast næsta furðuleg tilhugsun, að þegar farið verð- ur að nota kjamorku úr sjón- um, eigum við, sem' þessa jörð byggjum, yfir jafnmiklu af orku að ráða, eins og við ætt- um Kyrrahafið 500-falt fullt af steinolíu. (Athugasemd. Þó að það kunni að þykja ekki trúlegt, hefur það gerzt hér á jörð og það fyrir nokkr- um öldum, að menn hafi skiptzt á hjörtum. Það gerðu þau Katrín frá Siena, verndar- dýrlingur Italíu og hinn himn- eski brúðgumi hennar, Jesús Kristur. Hann tók hjarta henn- ar og fékk henni sitt í stað- inn, og þannig lifðu þau í viku. Hring gaf hann henni skreyttan demanti, og var það trúlofun- arhringur hennar. ' Enginn sd hringinn á hendi hennar, nema hún, og hún sá hann ekki ef hún hafði syndgað, hve lítið sem var. — Við brúðkaup þeirra himneskt var mikið um dýrðir. Davíð konungur lék á hörpu og englakór úr súhiahöHinini söng.) Hér eru þúsundir karla og kvenna í haldi í þröngum klef- um eða byrgjum, hungraðar, dauðþyrstar og ofurseldar geð- þótta kvalara sinna. Meðal þessa vansæla fólks eru læknar, lög- fræðingar, vísindamenn, for- menn stéttasamtaka, bændur og iðnaðarmenn. Þegar Rómverjar hinir fomu réðu fyrir þessu landi, var sið- ur að senda dauðadæmda menn út í ey þessa og enginn þeirra kom aftur. Tíberíus keisari, sem orð hefur fengið fyrir ann- að fremur en manngæsku, á að hafa sagt að ekki hæfði að senda dauðadæmda menn þang- að, og skyldi þeim fenginnann- ar dvalarstaður. Þetta ævaforna vigi var ekki opnað aftur fyrr en nazistar tóku landið í síðari heimsstyrjöldinni, og sendu þeir þangað ýmsa þá sem þeir náðu af hinum húgprúðu skæruliðum þjóðfrelsisfylking- arinnar. Margir þeirra þoldu ekki meðferðina og létu þeir lífið. Jafnvel eftir það að Grikkland losnaði við nazistana var haldið áfram að senda þangað andstæðinga Karaman- lis-stjórnarinnar. En eftir að þeir voru allflestir lausir látn- ir, varð enginn eftir á Júra, °gf eyjan varð aftur sú eyði- mörk, sem hún hafði verið um aldir, gróðurlaus með öllu og lifði þar ekki heldur nokkurt dýr, en þar er stormasamt mjög, naktir klettarnir óvarð- ir með öllu fyrir brennandi skini sólarinnar. En þó að Tíberíusi blöskraði að láta flytja þangað fanga, flökrar hinum nýju valdhöfum í Grikklandi ekki við því. Að- faranótt 21. apríl sigldu.grisk herskip hratt um Egiahaf í átt til eyjarinnar, en innanborðs voru handjárnaðar konur og karlar, sem ek;kert höfðu feng- ið að taka með sér nema nátt- fötin, sem þau voru í þegar þau voru vakin til að taka þau höndum. Ekki var þeim leyft að taka með sér yfirhöfn né heldur teppi. Hve lengi eiga þessir menn að ala aldur sinn á þessari Djöflaey? Ekki lengi, veikindi, svo sem berklaveiki og þarmabólgur munu sjá fyr- ir því. Því fangelsin eru gróðr- arstía sjúkdóma, svo ofboðs- legur ér aðbúnaðurinn: Stjóm- in vill samt ekki við það kannast, en framburður hennar ér ekki sanníleikanum sam- Fangelsisbyggingar á eyjunni Júra. kvæmur. Enginn læknir er hafður þama, og engin meðul, né önnur sjúkrahjálp, sumar af konunum eru barnshafandi, aðrar gamlar og heilsulausar. Maturinn er of einhæfur: baun- ir, og annað ekki, sem er ein- hver hin tormeltasta fæða jafn- vél fyrir þá sem heilir eru heilsu. Enginn brunnur er á eynni, og er drykkjarvatn flutt í geymum, en oft \ ill verða misbrestur á að ferskt vatn sé flutt út í eyna í tæka tið, þvi oft er erfitt að lenda þar þegar stormar geisa, og kann þá svo að fara að vatnið verði fúlt og ódrekkandi. Ekki er vandamönnum fenganna leyft að senda þeim mat, föt, lyf eða sængurklæði, við þessu er ekki tekið eða það er ekki sent. Ekkert getur hjálpað þessu .fólki nema ákveðnar ítrekaðar kröfur frá öðrum löndum um að föngunum skuli líknað. Og bið ég því alla sem þetta lesa, að andmæla. En þó að almenn- ingsálit í ýmsum löndum megni ekki að fá þessa illræmdu herra, sem hrifsað hafa völd í Grikklandi, og misnota þau, til að sjá að sér kynni samt sv® að fara áð þetta yrði til þess að fangarnir á Júra yrðu fluttir til einhvers skárri stáð- ar. Linnum ekki kröfu okkar um að fangamir á Júra fái betri aðbúnað, þurfi ekká að sofa á beru steingólfi og leggja sér það til rmirms sem ekká er hundi bjóðandi. Edita Morris. (Þýtt úr Vi kvinnor). Bók um dulræn efni eftir Bínborgu Lór. Bókaforlagið Skuggsjá í Hafn- arfirði hefur sent frá sér nýja bók eftir Elínborgu Lárusdótt- ur og tvær býddar skáldsögur. Bók Elínborgar nefnist „Dul- ræn reynsla mín“ og fjallar eins og nafnið bendir tiú um dulræn efni. í formálsorðum segir höfundur m.a.: ....... I þessari bók segi ég frá dul- rænni reynslu minnl. Þe6si reynsla varð mér dýrmæt. 1 gegnum hana hef ég öðlazt vissu um framhaldslífið. Mig hefur dreymt drauma, dreymt fyrir öllu, sem borið hefur við í lífi mínu. Stundum hafa þessir draumar verið fyrir daglátum, sem svo er kallað, og hafa komið fram daginn eftir eða næstu daga. Sumár hafa átt sér lengri aldúr og eru merkari. Þá læt ég í þessa bók, þá 6krifaði ég strax og hafa þeir því ekk- ert brenglazt .... “ Bókin „Duttræn reynsla mín“ er 160 blaðsíður. önnur þýddu bókanna er „Maður handa mér“ (The Mah for me) eftir Theresu Charles. Andrés Kristjánsson ritstjóri þýddi. Bókin er 184 síður. „Skyttudalur“ nefnist hin þýdda bókin, höfundur C.H. Paulsen, þýðandi Skúli Jensson, 176 blaðsíður. , Þrjór nyjor, jjýddar bækur Hörpuútgófunnar, Akrunesi Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér þrjár þýdd- ar bækur, ein hefur að geyma frásagnir úr síðasta heimsstríði, önnur er skáldsaga, þriðja bók fyrir drengi. Ein þessára bóka nefnist „Til síðasta manns“ — Sarnar frá- sagnir úr stríðinu. 1 þessari bók eru birtar frá- sagnir hermanna er þátt tóku í síðustu heimsstyrjöld. Hér segir m.a. frá bardögum ,við Anzio á Italíu, hrakningum sjó- flugmanna í 21 dag eftir nauð- lendingu á Kyrrahafinu, flug- slysum og bardögum í lofti, sjó- Framhald á 8. saðu. i <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.