Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 7
 StmrHidagur 19. nóvember 1967 — ÞJÓÐVmiNN — SlÐA J Bðekur, sem rrúkió vedur heí- ur verið gert út af, áður en út hafa konrið, hafa oft valdið vonbrigðum, þegar þaer koma í dagsins Ijós. Og okkur hefur lærzt að líta þær tortryggnis- augum, ekki sízt þegar augljóst er frá upphafi, að ýmsar mið- ur hreinar hvatir liggja að baki áróðrinum. Þannig fór mér gagnvart bréfnnum hennar Svetlönu Jós- epsdóttur Stalínu. Af öllu þvi, sem ýms ísl. þlöð höfðu látið frá sér fara um þá bók, dró ég þá einu ályktun, að bókin vœri fremur ómerkileg. En nú hafa bréf þessi borizt mér í hend- ur i danskri þýðingu. Dönsk bókmenntakona, Ester Henius, þýddi beint úr frummálinu. Enga aðstöðu hef ég til að dæma um, hversu vel og ná- kyæmt er þýtt, en mál er gott, að svo miklu íleyti sem ég hef vit á þar um að dæma, og mál- blær allur fellur sérlega vel að efni bréfanna. En það er skemmst frá að segja, að bréfin hennar Svet- lönu hef ég lesið mér til ó- blandinnar ánægju. Og þar sem mér, er kunnugt um, að all- margir trúa því staðfastlega, að hér muni ekki um merkilega bók að ræða, þá finn ég mér skylt að vekja eftirtekt á þvi, að hér er um að ræða ósvikn- ar bókmenntir. Það hefur mikið tiíl síns máls að skilgreina þessi bréf sem játningar konu, sem hefur af að segja fjölbreytilegri og þungri lífsreynslu. Einhvers staðar sá ég minnzt á Játningar Ágústín- usar kirkjuföður til samanburð- • ar, og hefur það vissulega við nokkur rök að styðjast. Með sömu rökum mætti einnig nefna sjálfsævisögur séra Jóns þumlungs, séra Jóns Stein- grímssonar og Jóhannesar Birkilands. Það er í mikið ráð- izt að gera játningu í þeim 6kilningi að afhjúpa fyrir sjálf- um sér og öðrum það sem mestum sársauka veldur. sem fleinn í sálinni, enda hafa ýmis ódauðlegustu verk bókmennta- sögunnar orðið til við þau átök. Að öðru leyti eru bréf þessi næsta ólík hinum nefndu rit- um. Þar eru engar knúsandi syndajátningar eins og hjá kirkjuföðurnum, enda virðast engar ástæður til skerandi sám- vizkubits hjá Svetlönu. Haríi- neskja lífsins er allt önnur í hennar garð en þeirra séra Jóns Steingrímssonar og Jóhannesar Birkilands, enda hefur hún ekkert af að segja íslenzkri ör- eigð né baneitruðu lofti Skaft- árelda. Það er helzt að Berfa minni þó nokkuð á djöfulinn, 6em Jón þumlungur barðist við allt sitt h'f, en Bería er miklu minni þáttur í tjáningu Svet- lönu- 1 fyrsta af sínum tuttugu bréfum dylur Svetlana þaö ekki, hvílíkt átak bíður hennar, þegar hún tekur sér þessar bréfaskriftir fyrir hendur, og í fleirum bréfanna kemur hið sama í ljós. Hún gerir sér Ijóst, að hún hefur ekki frá neinu þvi að segja, sem lesendum er nauðsyn að meðtaka. Það er svo fjarri því; að með bréfum sínum ætli hún sér að bjarga heiminum, svo sem hvarflað getur þó að góðutn rithöfund- um, Skriftamálin eru nauðsyn hennar sjálfrar og hennar einn- ax. „Það er hugsanlegt, að ég geti með því að skrifa þetta velt af herðum mér hinni ó- bærilegu byrrði“ segir hún 1 fyrsta bréfi sínu, „þá fyrst get- ur Hf 'rnitt hafizt“. Og í eftir- mála bréfanna íýsir hún því fagnandi yfir, að sál sín hafi varpað af sér hinni ákafllega þungu byrði, henni finnst sem hún hafi um langa tið Mifið fjall og standi nú loks á hæsta tindi og líti niður hýrar hlíðar allt um kring, í dölunum glitra árnar, og yfir ljómar himtnn. Svetlana á barnsaldri, ásamt föður sínum og Kiroff. voðalega ljótt. Auðvitað kemur faðir hennar hér mjög við sögu. En saga haris liggur henni ekk- ert á hjarta utah þess, sem viðkemur hennar persónulegu lífsreysnlu. En hann er tengd- ur henni á dýpri og varanlegri hátt eri nokkur annar. í bréf- unum sér þess víöa merki, að samband hennar við föðurinn Íf" ifl Svetlana . , . og maður hennar Shingh. upphafinn og friðsæll. Hún hef- ur laugað sig í lind skrifta- málanna. Stjórnmálamaðurinn danski Aksel Larsen skrifar um bréfin i króniku Kristilegs dagblaðs og skilgreinir bókina i undir- fyrirsögn sem Sögu um föður. Þetta tel ég mjög hæpið sjónar- mið. Þetta er saga Svetlönu Jósepsdóttur, við það er öll frá- sögnin miðuð, og það er henn- ar höiuðstyrkur. En Aksel er farið eins og fleirum, að vilja liafa það, að þegar dóttir Stal- íns grípur pennann, þá skrifi hún fyrst og fremst um þennan mann, sem heimurinn viH allt- af fá meira og meira að heyra um og sérstaklega eittfhvað hefur valdið henni ýmissa þeirna sára, sem hún þoldi sízt að blæddi inn. Það er ekki til- viljun, að þar hefur hún end- urminningar sínar, er Sovét- leiðtogar kalla hana úrfrönsku- tíma við háskólann 2. marz 1953 að dánarbeði föður síns. Þegar hún lítur yfir farinn veg tíu árum síðar, en þá skrifar hún bréf sín, þá lítur hún á þá stund sem hin miklu þáttaskil í lifi sínu og þó með spurning- armerki. Hún spyr sjálfa sig: „Var það raunverulega lok tímabils og upphaf nýs?“ Og hún svarar: „Ég get ekki á- kvarðað það, við skulum bíða og sjá hvað setur“. Af því að samskipti þeirra feðginanna eru svo persónuleg og dóttirin hefur svo lítinn á- huga á því að lýsa föður sínum að öðru en því, sem viðkemur þeirra persónulegu samskiptum, þá sjáum við hann hér frá nýj- um hliðum og fáum af honum mynd, sem getur orðið talsvert önnur en við höfum áður gert okkur af gerð hans, hvort sem við höfum litið á hann sein höfuðfjand-mann mannlegs lífs á jörðinni eða frelsara þess eða staðnæmzt einihvers staðar þar í milli. Eftir lestur bréfanna kemur hann mér fyrir sjónir sem miklu mildari en áður. Mér virðist sem harka hans, er sum- ir vildu nefna grimmd, muni ekki af rótum upplags, heldur ásetnings af skyldurækni við hlutverk, þar sem vettlingatök gátu verið lífshættuleg. Hann skyldi þó aldrei hafa tekið sér Stalínsnafnið sem áminningu til sjállfs síns, þar sem honum hafi fundizt hann fyrst og fremst skorta hörku stálsins? Harð- lyndi af ,þeim toga verður tíð- um öðru harðlyndi sízt mildi- legra. Þegar ég virði sögu Sov- étríkjanna fyrir mér í því ljósi, sem Svetlana varpar yfir manngerð föður síns, þá finn- ast mér ýmsir atburðir þessará ára verða Ijósari. En það verð- ur ekki nánar rætt á þessum vetfvangi. Frá bernskuárum minnist Svetlana föður síns sem ástríks föður. Móðir hennar var ströng, og þegar hún lamdi fast á flng- ur kómungrar dóttur sinnar, af því að hún hafði klippt upp í nýjan dúk, og litla stúlkan grét óskaplega, þá kom pabbi, kyssti hana og róaði. „Hann gat ekki þolað barnsgrát", segir Svet- lana, en móðirin ásakar hann fyrir dekur við krakkann. Svet- lana birtir fjölda bréfa, sem hún fékk frá pabba sínum, þeg- ar hann var í sumnrleyfum sín- um suður við Svartahaf eða þegar Svetlana er á Krím með fóstru sinni. Þau bréf koma sjálfsagt fleirum en mér á ó- vart. • Bréfin eru þmngin éf ástríki, leik og gamansemi. Leikur hans er að vera dóttur sinni 'undirgefinn cg heimtar af henni tilskipanir. Og hún gefur tilskipanir um bíó og leikhús og ferð út í sveit o.s.frv Og þegar hún er 12 ára að aldri, þá hugkvæmist henni að gefa tilski-pun um, að hann skuli fara i loðfeldinn, af því það er svo kalt. Þessi látlausu v bréf fara ekki fram hjá heiðar- legum lesanda. Svo breytist þetta allt samkvæmt náttúrunn- ar lögmálum. Styrjöld hefst, og samskipti þeirra verða minni og enginn tími til bréfaskrifta. Og svo gengur hún inn á tán- ingaskeiðið. Afskiptasemi hans fer ógurlega í hennar ung- meyjartaugar, svo að enn svið- ur það í blóðinu eftir þrjátíu ár. Pilsið er allt of stutt og það er eins og stökkt sé vatni á gæs, þótt hún tilkynni, að i svona pilsi sóu allar stelpur. Svo fer hún að elska, og ekki tekur þá betra við. Þá lýstur hann hana kinnhest eins og Gunnar Hal-lgerði forðum daga og vellur henni u-mmæli, sem undan sveið þó hálfu meira. Föður sínum er Svetlana að jafnaði eftirlát, en þó kemur þar, að hún gefur ekki eftir, en hefur sitt fram. Þegar reka á henn-ar babúsju af heimilinu, af því að efazt er um, að hún sé örugg pólitískt, þá grerijar Svetlana og grenjar, þangað til Stalín gamli tekur á honum stóra sínum, leggur Öfeigshnef- ann á borðið og harðbannar að hreyfa við þessari gömlu konu. Svetlönu er gaman í huga, þeg- ar hún lýsir viðureigninni við föður sinn, er hún vill losna við sinn verndarár, sem gekk að baki hennar við hvert henn- ar fótmál, og Stalín gamli gafst upp með þessum orðum: „Farðu þá til fjandans og láttu drepa big“. Svetlana er bundin föður sín- um sterkum dótturböndum til hans síðustu stundar, elskar hann, metur hann og firmur sig jafnframt undir einhverju ægivaldi af hans hálfu. Allir þessir þræðir snúast í einn þátt í afstöðu hennar til föðurins. Hún ka-us sér bókmenntir sem námsgrein í háskóla. Þar lét hún undan stálhörðum viilja föður síns, sem ákvað, að hún Svetlana er mikill rithöfund- ur, og hún dregur upp frálbær- lega skýrar myndir bæði af persónum ' og atburðum. Það hafa ekki van-tað sögumar af Nödju móður hennar og örlög- um hennar. Örlög þessarar ó- hamingjusömu konu hafa um áratugi verið bráð móðursjúkra hatenda sósíalismans, Sovétríkj- anna og StaMns, þar sem hún ýmist hefur ^verið drepin að undirlagi manns síns eða hún sjállf svipt sig Mfi að skipun hans, og fylginautur sögunnar var ekkert annað en hrylling- ur einn og sálsýkin. En í bréf- um Svetlönu lesum við einn hjartaskerandi harm-þátt mann- legra. öriaga. Við sjáum Ijóslif- a-ndi fyrir okkur grúsisku meyj- una með tatarablóð í æðu-m og aðrar skaperfðir fóstraðar ■ af - suðrænni sól. Innan tvítugs festir hún ást á fertugum ekkjumanni, sem hefur gengið í gegnum hverja fangelsisvist- ina af a-nnarri austur í Siber- íu ,og hefur gert það að lífs- hugsjón sinni að vera harður sem stál og láta hvergi undan síga. En hann á glóð brennandi hugsjónar í augum og staðfast- an ásetning að gera þá hugsjón að veruleika, hvað 6em það kostar. En fjórtán ára sambúð þeirra Stallíns og Nödju lýkur á þann veg, að húsfreyjan fremur- sjálfsmorð, og það hleypti af stokkunum þeim hryllingssögnum, sem áður sr vikið að. Að frásögn Svetlönu urðu atburðir þeir, í fám orð- um, að Stalín móðgaði konu sína með ruddalegri framkomu í allfagurri veizlu í Kneml, þar sem fjöldi var tiginna gesta, og Nadja stóð á fætur, gekk til svefnstofu sinnar og gerði endi á Hfi sínu. Þetta eitt gefur litla skýringu á sjélfsmorðinu. En Svetlana leggur miklu meira fram. Hún dylur það ekki, að móðir hennar hafði árum sam- an búið við mikla óhamingju. Brennandi hugsjónamaðurinn, sem unnið hafði hjarta hennar, hvarf innan skamms að tjalda- baki, en í sviðsljósinu stóð aldraður stálkarl, sem Mfði sínu lífi í þvargi daglegrar baráttu, þar sem enn vantaði fast undir fótum og hann fann sig neydd- an til aðgerða af ýmsu tagi og æði oft í nokkuð grófri mótsögn við draumsýnir hugsjónanna Þetta var enginn eiginmaður fyrir tvítuga konu, sem var þrungin suðrænum blóðhita, og hún gat ekki þolað skugga falla á Hfsdrauma, sgm_ voru skirðir í eldi brennandi hugsjónar. ÆttfóHk Nödju var ört og hreint í lund og lét hvína, það sem þvi bjó í brjósti, og varð ýms- um ærið dýrkeypt. Nadja geymdi í hljóði það sem henni lá á hjarta og varð þungbær- ara að sama skapi. Svetlana fer ekki með það sem neitt leynd- armál, að móðir hennar var ó- hamingjusöm í hjónabandi. Framhald á 9. síðu. skyldi lesa sögu. Við það sætti hún sig þvi betur sem lengra leið og viðurkenndi það sjónar- mið föður síns, að sagan var hin ákjósanlegasta undirstöðu- grein. Aðeins einu sinni bregð- ur fyrir samvizkubiti í bréfum hennar, og það er í sambandi við vanrækslu gagnvart föður sínum á efri árum hans. Hún segir, að ýmsir felli yfir sár þunga dóma vegna þeirrar van- rækslu, svo mjög sem faðir hennar var einmana síðustu æviárin. „Ef til vill hafa þeir rétt fýrir sér“, segir hún, en hún afsakar sig og varpar um leið ljósi yfir það, hve sam- band hennar við föðurinn er viðkvæmt. Þegar hún hringix til hans og hún heyrir ergilega ' rödd hans: „Ég er önnum kaf- inn“, og svo er lagt á, þá verð- ur henni svo mikið um, að það tekur hana vikur að jafna sig svo, að hún geti gert nýja til- raun til að ná samíbandi við hann. En jafnframt dylur Svet- lana það ekki, að yfir tíkbörum hans finnst henni. að átt hafi sér stað lausn í einni eða ann- arri mynd, .Jausn fyrir alla og líka fyrir mig undan einhverju fargi, sem kramdi sálina, hjart- að og skilninginn með ægileg- um þunga“. III. GUNNAR BENEDIKTSSON: Bréfin hennar Svetlönu i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.