Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 8
'v g SÍÐA — ÞJÓÐVXUXJSTN ■— Stmnudagur 19. nóvember 1967* 8.30 Hollywood Bowl hljóm- sveitin leikur göngulög og Osipoff balalajkuhljómsveitin rússn^k þjóðlög. 9.25 Háskólaspjall. Jón Hnefill Aðallsteinsson fil. lic. rseðir við Jóhann Axelsson prófess- or, 10.00.Morguntónleikar. a. Dans- ar op. 20 eftir Hindemith. Sinfóníuhljómsveitin í Bam- foerg leikur; J. Keilberth stj. b. Gloria fyrir sópran, kór og hljómsveit eftir F. Poulenc. Eosanna Carteri, kór og hljómsveit franska útvarpsins flytja; G. Prétre stj. 10.40 Prestvígslumessa í Dóm- klrkjunni. Hljóðrituð s.l. sunnudag. Biskup Islands, herra Sigurbjöm Einarsson, vigir Kolbein Þorleifsson cand. theol. til Eskifjarðar- prestakalls í Suður-Múla- prófastsdaemi. Yígslu lýsir séra Þorsteinn Bjömsson fri- kirkjuprestur, sem þjónar fyrir altari ásamt með séra Erlendi Sigmundssyni bis'i^- upsritara. Vígsluvottar auk þeirra; Séra Þorgeir Jónsson fyrrum prófastur og séra Xng- ólfur Ástmarsson á Mosfelli. Hinn nývígði prestur prédik- ar. Organleikari: Ragnar Bjömsson. 13.15 Menning og trúarlíf sam- tíðarinnar. Séra Guðmundur Sveinsson skólastjóri flytur fyrsta hádegiserindi sitt. 14.00 Miðdegistónl. a. H'ljóm- sveitarþaettir úr „Seldu brúð- inni“, ópem eftir Dvorák. Konungl. fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur; R. Kemae stj. h. Átta sönglög eftir Rich. Strauss. Viorica Ursuleac syngur; C. Krauss leikur á píanó. c. Kvintett op. 43 eftir . Carl Nielsen. Blásarakvintett- inn i Fíladelfíu leikur. d. Pí- anókvartett í Es-dúr op. 47 eftir Schumann. Píanókvart- ettinn í Bamberg leikur. 15.30 A bókamarkaðinum. Vil- hjálmur t>. Gíslason útvarps- stjóri kynnir nýjar bækur. <$> 17.00 Bamatími: Ingibjörg Þor- bergs og Guðrún Guðmunds- dóttir stjóma. a. Börn á Ak- ureyri skemmta: Þrjár tíu ára, teflpur syngja. Emilía, Hreindís og Margrét — og systkinin Guðrún, Halla og Þráinn fara með' skrftlur, húsganga o.fl. b. Saga úr sveitinni: „Sigga sækir kýrn- ar“. c. Ævintýri frá ítalíu: „Froskakóngsdóttirin“ d. Leik- ritið „Árni í Hraunkoti" eftir Ármann Kr. Einarsson. Leikstjóri og sögumaður: Klemenz Jónsson. Leikendur i 4. þætti „Atburðinum í flugskýlinu": Borgar Garðar- son, Jón Júlíusson, Gísli Al- freðsson. 18.05 Stundarkorn mcð Fauré: Gérard Souzay syngur tvö lög, og ICathleen L«ong leik- ur tvö næturijóð á píanó. 19.30 Andrés Bjömsson les ijóðaþýðingar eftir Grím Thomsen. 19.50 Tónllist eftir tónskáld mánaðarins, Páll ísólfsson. Guðmundur Jónsson syngur fjögur lög. Undirieik anriast Ölafur Vignir Albertss., Guð- rún Kristinsdóttir og Sinfón- íuhljómsveit Islands. 20.10 „Ástir samlyndra hjóna“. Þorsteinn ö. Stephensen les kafla úr nýrri skáldsögu eft- ir Guðberg Bergsson. 20.35 Sónata.op. 1 eftir Alban Berg. Yvonne Loriod leikur á pianó. 20.45 Á víðavangi. Árni Waag ræðir um náttúmvemd við Jon B. Sigurðsson kennara. 21.00 Skólakeppni útvarpsins. Stjórnandi: Baldur Guðlaugs- son. Dómari: Jón Magnússon. í öðmm þætti keppá nem- endur úr Menntaskólanum á Akureyri og Verzlunarskóla Islands. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Danslög. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dag- skrárlok. Mánudagur 20. nóvember. 13.15 Búnaðarþáttur: Um vecr- arfóðmn kúnna. Jóhannes Ei- ríksson ráðunautur talar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Guðjón Guðjónsson endar lestur þýðingar sinnar á „Silfurhamrinum", sögu eftir Veru Henriksen (30). 15.00 Miðdegisútvarp. Renate og Werner Leismann syngja lagasyrpu. Hljómsveitin „101 strengur" leikur ensk lög. Burt Ives syngur barnalög og The Supremes vinsæl lög. Joe Loss og hljómsveit hans leika , danslög. 16.05 Guðmundur Guðjónsson söngvari og Sinfóníuhljóm- sveit íslands flytja þrjú lög eftir Pál ísólfsson: Proinnsias O'Duinn stj. Konungl. fíl- harmoníusveitin í Lundúnum leikur hljómsveitarverk eft- ir Delius; Sir Thornas Beech- ham stjómar. Pilar Lorenger syngur aríur úr þremur óper- um eftir Puccini. Útvarps- hljómsveitin í Beriín leikur Stundadansinn eftir Ponchi- elfli og Vals eftir Tjaíkovskij; F. Fricasay stj. 17.05 Endurtekið efni. Ævar R. Kvaran leikari flytur er- indi: „Mjór er mikils vfsir" (Áður útv. 15. f.m.) 17.40 Börnin skrifa. ■ Guðmund- ur M. Þoriáksson les bréf frá börnunum. 18.00 Tónleikar. 19.30 Um daginn og veginn. Sigurður Helgason lögfræð- ingur talar. 19.50 Kreóflarapsódía eftir Duke Eliington. Höfundurinn og hljómsveit hans leika. 20.00 Útvarp frá Alþingi. Þriðja umræða í Neðri deild um frumvarp til llaga um efna- hagsaögerðir. Hver þingflokk- ur hefur til umráða 45 mín- útur í tveim umferðum, 25-35 mín. í fyrri umferð og 10-20 í hinni síðari. Röð flokkanna. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- 1 bandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur. Fréttir og veðurfregnir laust eftir kl. 23.00. Dagskráriok. sjónvarpið Sunnudagur 19. nóvember 18.00 Helgistund. Séra Frank Halldórsson, Nesprestakall. 18.15 Stundin okkar. limsjón Hinrik Bjarnason. Efni: 1. föndur — Gullveig Sæmunds- dóttir. 2. Nemendur úrBarna- músikskólanum leika. 3. „Á sprekamó". Höfundur og sögu-maður: Eiríkur Stefáns- son. 4. „Bangsi litli í um- ferðinni" Biiiðuleikhús Mar- grétar J. Björnsson. Hlé 20.15 Myndsjá. Fjallað er um pappír, framleiðslu hans og notkun, rætt um upphaf lit- sjónvarps í Frakklandi og Rússlandi og brugðið upp myndum af ýmsum dýrum. Umsjón: Ólafur Ragnarsson. 20.40 Maverick. Myndaflokkur úr villta vestrinu. Aðalhlut- verkið leikur James Garner. Islenzkur texti: Kristmana Eiðsson. 21.30 Svíða sætar ástir. (Ar- ranged For Strings) Kvik- mynd gerð fyrir sjónvarp. Aðalhlutverk leika David Buck, Nyree Dawn Porter og Riohard Thorp. Islenzkur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 22.15 Dag Ilammarskjöld. Kvik- mynd þessi- lýsir störfum og ævilokum Dag Hammar- skjölds, framkvæmdastjöra S Þ, er íórst með flugvél suð- ur í Afríku fyrir nokki-um árum, eins og mörgum er enn I i fersku minni. Rannsókn flugslyssins er rakin í ein- stökum atriðum, en ýmsar tilgátur voru uppi um orsök þess. Myndin er flutt mcð sænsku tali án íslenzkra skýringa. Mánudagur 20. nóvembcr 20.00 Fréttir. ’. 20.30 Skcmmtiþáttur Lucy Ball. Islenzkan texta gerði Óskar Ingimarsson. Þessi þáttur . nefnist: „Lucy gengur gróða- veginn“. 20.55 „Enn birtist mérídraumi” Flutt verða lög eftir Sigfús Halldórsson. Flytjcndur auk hans: Guðmundur Guðjóns- son, Inga María Eyjólfsdóttir. Ingibjörg Björnsdóttir og fleiri. 21.25 Á fremstu nöf. Björgun- arsveitin Cliff Rcscue Squad í Ástralíu hefur getið sér mikið frægðarorð. Hefur hún einkum lagt sig fram eftir að bjarga þeim, sem hrapað hafa fyrir björg, ofan í gjár og því um líkt. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 21.50 Bragðarefimir. Þessi mynd nefnist: „Heimanmundurinn” Aðalhflutverkið leikur Gig Yong. Islenzkúr texti: Dóra Hafsteinsdóttir. íslenzkar kvikmyndir Framhald af 3. síðu. leitt skýr og skilmerkilegur e:i þó ber það við að einstakar full hátíðlegar setningar eins og siitna úr tengslum. Inn í myndina eru fléttaðar frásagnir fjögui'ra manna uni ýmsa viöburði þessara ára scm að þeim sneru. Jón Eyþói-sson segir frá ái’ásinni- á Landssíma- húsið, Oddur Kristjónsscn frá fyrsta hernámsdeginum við höfnina, örn Johnson frá skipt- um hernámsliðsins og Flugfé- lags íslands og Njöi'ður Snæ- hólm scgir frá norskri flugsvcit sem hér var. Þessar frásagnir eru skemmtilegar, persónulegar og lil'andi; kannski ívið lang- dregnar sumar hverjar, sérstak- lega mynd þcirra á tjaldinu, og hefði þó gjarnan mátt gera, meira af því að tcngja atburði hernámsins við nútímann með því að fá jafnvel fleiri . frásögumenn og gera meira af því að nota frá- sagnir þeirra sem texta viö ^ myndir írá þessum árum. Það verður tilhlökkunarefni að sjá' seinni hluta myndarinnar, sem verður sýndur í febrúar eða marz næstkomandi og á- stæða til að ætla að cfnið krefjist þess aga af höfundi að myndin vérði markvissari, vandaðri og áhrifameiri heimild — því lengi getur gott batnað. Niðurstaðan af skoðun þess- ara íslcnzku mynda hlýtur að vcra sú: að höfundar eru full- þroska Iistamenn og beztu at- riðl mynda þcirra eru tvímæla- laust á heimsmælikvarða. En engin listgrein hérlendis á meira undir skilningi ráða- manna, og nú þegar við höfum komið upp sjónvarpi af mikil- um dugnaði hlýtur það að verða nassta knýjandi mál á dag- skrá að efla ísil. kvikmynda- gerð. Og það eru raunar tölu- verðar ástæður til bjartsýni: hér er nægur efniviður og snjallir höfundar, sem hafa þegar sýnt að þeir gætu gert verk sem vakið gætu athygli á íslenzkri menningu víðar en Friðrik Ólafsson og Halldór Laxness til samans. ☆ Það getur orðið glæsilegur kafli í menningarsögu okkar sém hefst, þegar að þvi kérriur að ráðamönnum verður métriáðar- mál að þessi megingrein nú- tímamenningar þrífistsem bezt með okkar ágætu handritaþjóð. Magnús Jónsson. Bækur frá Hörpuútgáfunni Framhald af 6. siðu. slysinu mikla þegar bandariska beitiskipinu Indianapolis var sökkt o.fl. frásagnir. Bókin er prentuð í Prent- verki Akraness h.f. „Dularfulla leynivopnið11 er nafnið á drengjabókinni, um flughetjuna og leynilögreglu- manninn Hauk flugkappa, sem stöðugt eignast fleiri lesendur hér á landi sem anhars staðar. Flugorustur, dularfufllir atburð- ir og tæknilegir leyndardómar eru sögusvið bókanna um hann. Þýðinguna gerði Skúli Jensson. Bókin er prentuð í Prentverki Akraness h.f. Loks er að geta bókarinnar „Laun ástarinnar“, læknaskáld- sögu eftir Shane Douglas. Á síðasta ári kom út í islenzkri þýðingu hjá Hörpuútgáfunni, bókin „Blind ást“ eftir áströlsku skáldkonuna Shane Douglas. Hlaut hún miklar vinsældir og var uppseld hjá útgefanda viku fyrir jól. Skúli Jensson þýddi bókina ,,Laun ástarinnar“ sem er prentuð í Prentverki Akraness h.f. SÆNGUR Endurnýjuro gömiu eæng. umar, eiguro dún- og Cð- urheld vet og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Sími 18740. (örfá skref frá Laugavegi) GOLFKLÆÐNING í FLÍSUM OG ROLLUM FRÁ DLW FÆST i ÖLLUM GÓÐUM SÉRVERZLUNUM UM LAND ALLT TILKYNNiNC TIL ÍSLENZKU ÞJÓÐARINNAR Hinn 9. nóv. sendi Andlegt Svæðisráð Bahái í Reykjavík fyrsta bréf af fjórum, sem send verða öllum prestum og safnaðarformönnum á íslandi, þar sem þeim er gefinn kostur á að’ fá í hendur bókina „PROCLAMATION OF BAHÁ’U’LLÁH“ (Yfirlýsing Bahá‘u‘lláh), svo þeir geti kynnzt kenningum hans af eigin raun. Ástæðan til útsendingar þess'ara bréfa er sú, að 100 ár eru liðin frá því, er Bahá’u’lláh, þá fangi í Adrianopel, sendi helztu konungum, keisurum og trúarleiðtogum þess tíma, yfirlýsingu um stöðu sína sem spámaður guðs fyrir nýtt tímabil í sögu mannkynsins, og bauð þeim að hlýða á orð sín. Almenningi er því hér með bent á að snúa sér til viðkomandi safil- aðarprests um upplýsingar varðandi innihald bréfanna. — Þeir sem æskja upplýsinga beint frá Andlegu svæðisráði Bahá’i í Reykjavík, geta sent beiðni þaraðlútandi til ANDLEGT SVÆÐISRÁÐ BAHÁ’I í Reykjavík, c/o P. O. Box 1336, Reykjavík. Reykjavík, 19/11 1967 ANDLEGT SVÆÐISRÁÐ BAHÁ’I I RÉYKJAVlK, i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.