Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.11.1967, Blaðsíða 9
i Sunmidagur 19. nóvember 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA Q Bréfin hennar Svetlönu Framhald af 7. síðu. Einu sinni hvarf hún frá manni sínum og flutti með börn sín til ættfólks síns í Leníngrad. Svetlönu fatast ekki tökin, beg- ar hún segir frá þeim atburð- um. Stallín hringir til konu sinnar sem hinn iðrandi synd- ari . og býðst til að. koma eftir henni, en þá segir hún án allr- ar tilfinningasemi, að það sé ó- þarfi að kosta svo miklu til, það sé nser að verja þeim skdld- ingum til einhvers þarfara, og hún kemur aftur til Moskvu með bömin sín. Um skeið stóð til að þau skildu og Nadja fseri með börnin til systur sinnar í Karkoff og fengi sér þar at- vinnu. En af þvi varð ekkert, „hún var alltof ströng við sjálfa sig' til þess að af þvi yrði“, segir dóttir hennar. Svetlana á þá einu skýringu á þvi, að móðir hennar skildi' ekki við mann sinn, að þar sem hún eitt sinn hafði gefið honum hjarta sitt, þá var það ékki aftur tekið. Án hans gat hún ekki lifað, og með honum gat hún ekki lif- að. Af þeim, sameiginlegu for- sendum var dauðdagi hennar rökrétt afleiðing. Spennan var hasrri en svo, að naemar taug- ar hennar fengju afborið. Menn vissu, að hún gekk ekki heil til skógar. Þess vegna verður viðstöddum biHt við, er hún rís úr sæti sínu og arkar út. Vin- kona hennar eltir hana og skilur ekki við hana, fyrr en hún er háttuð og virðist þá fullkcmlega róleg. Það er ekkert fum i framkvæmdum Nödju. Þegar hún er orðin ein, þá sezt hún við að skrifa bréf til mannsins síns. Það er hennar uppgjör við eiginmanninn, sem hún elskar svo heitt, að hún gat ekki slit- ið sig frá honum nema á þenn- an eina hátt. Það bréf fannst hjá líki hennar um morguninn. Hér skyldi allt vera á hreinu. Dóttur' héttnar, sem ekki veit, hvernig dauða hennar bar að höndum fyrr en hún las það í erlendu blaði á menntaskólaár- um sínum, verða örlög hennar áleitið viðfangsefni. öðrum þræði ann hún móður sinni þess að hafa losnað við árin, sem á eftir komu og hún telur víst, að hefðu orðið henni of- viða. Og hún getur ekki neitað sér um. að láta í ljós aðdáun á tiltæki móður sinnar. Hún dáist að hinum heitu og hreinu tilfinningum hennar, sem kýs heldur að losa sig við lífið en að ætla að sætta sig við ósæmi- legt hlutskipti. Svetlana segir föður sinn vart hafa verið mönnum sinnandi fyrst á éftir þessum atburðum. Hann leið eþki aðeins af sorg, ef til ekki f'yrst og fremst af sorg. Hann var bólginn af reiði í garð lát- innar konu sinnar. Með dauða sínum hafði hún veitt honum það högg, sem hann riðaði við, og hún skrifaði honum til að láta hann vita, að þetta högg var honum reitt sem síðasti lið- ur í samskiptum þeirra. I frá- sögn sinni allri dregur Svetlana fram einn hinna átakanlegustu harmleikja mannlegra örlaga með þeim næmleika og nær- færni, sem skipar bréfum henn- ar í flokk fagurbókmennta. „Rök veru hennar voru skáld- ræn“, segir dóttir hennar. Hún valdi sér sama dauðdagann og stórskáld ýmissa tíma og ekki sizt 20. aldarinnar völdu gjarn- an þeim persónum sínum, er þau höfðu mestar mætúr á. IV. leikinn, sem til þeirra andar, er gersneyddur allri væmni, og frásögn hennar getur leiftrað af léttri kímni við hinar harm- rænustu aðstæður. Við sjáum ekki aðeins einstakar persónur Ijóslifandi fyxir okkur, heldór einnig ættareinkenni þessarar grúsisbu fjölskyldu, sem teng- ist Stalín á svo örlagaríkan hátt: hiti í skapi, hreinleiki i lund og dirfska í málflutningi, trúmennska við sinn innri mann. en skortir styrkleika í fárviðr- um taugastríðsins. Svetlana tal- ar með aðdáun um þá, sem sviptu sig h'finu, þegar ekki varð lifað í samhljómi við rödd hjartans, svo sem móður henn- ar hafði gert. Hin suðræna skapgerð varð örlagavaldur ætt- ingja hennar. Bróðir hennar varð drykkjusjúklingur, og á- stæður þess verða að miklum hliuta raktar til aðstæðna þeirra, sem hann lifði við. Móðursyst- ir hennar lifði síðustu ár sín utan raunveruleikans heims, alltaf hin sama í afstöðu sinni til lífsins og einkum olnboga- barna þess. Enn aðrir voru nokkru hreinskilnari í orðum sínum en hæfa þótti á þvi skeiði byltingarinnar og voru fyrir vikið teknir úr umferð. Hjartahlýleiki Svetlönu er ekþi sá sami í garð allra og hennar nánustu. Hún virðist mjög ung vera komin í upp- reisnarhug gegn formum þess ríkisvalds, sem hefur tekið að sér að vernda hana gegn öllum hættum þessa heims. Það fer ekki þjá þvi, að nokkurs kulda kenni í garð þeirra, sem settir eru henni til verndar á göngu hins daglega lífs. Aðrir hljóta þó hlýhug hennar og þakklæti. þar á meðal er verndari henn- ar, sem snýr sér undan, þegar hún njdur sinnar fyrstu ástar. Og einn - fegursti kafli bókar- innar er um fóstru hennar, ■hennar babúsju. Minnist ég vart að hafa lesið fegurri lýs- ingu af mannveru, sem rís í •hæðir menningar hjartans við hin hversdagslegustu þjónustu- störf. Frásögnin um sikipulagn- ingu heimilishafnarinnar í formi herfylkingar neitar sér ekki um skemmtun við hinn óskemmti- legasta hlut. Það er eins og ver- ið sé að færa upp gamanleik, þegar babúsja hefur hlotið n'afnbót af hárri hergráðu. Aðeins einu sinni vottar fyr- ir því, að h ugarj afnv^gi bréf- ritara raskist. Það er þegar hún minriist Beríu við dánarbeð föður hennar í upphafi bréf- anna. Þá verður frásögn henn- ar svo þrungin heift og hatri,- að orð hennar hljóma hreint ekki sannfærandi. Hún fullyrð- ir, að Beria hafi verið föður hennar illi andi og hinn raunverulega ábyrgi þeirra at- burða, sem mestum skugga hef- ur varpað á hálfrar aldar sögu Sovétríkjanóa. I seinni bréfum sínum kemur hún nckkrum sinnum að því sama og þá á miklu hófsamari hátt, enda færir hún þá allsterk rök fyr- ir skoðun sinni. Ekki skulum við telja, loku fyrir það skotið, að frekari gögn verði dregin fram í þeim málum. En eins og nú horfir, eru tímamót til meira frjálsræðis og afnáms of- sókna og hreinsana bundin frá- falli Stalíns. En litlu 'eftir frá- fall Stalíns er Bería einnig af sviðinu, svo að þar fæst enginn úrskurður þess máls. V. Þegar við höfum lesið bréfin hennar Svetlönu, þá kemur • okkur ekki á óvart, að áhugi hennar beindist að bókmennt- um þegar í æsku.. Einfaldleik- inn er drottnandi einkenni í frásögn hennar. Þáð bregður hvergi fyrir tilgerð, og maður hlýtur að dást að því, hve full- komið er jafnvægi þessarar lífs- reyndu konu, þegar hún skrif- ar um ættfólk sitt og aðra ycnzlamenn, svo átakanleg sem hcnni urðu örlög þejrra. Hlý ur, sem hefur skrifað um mannlegt líf í Sovétríkjunum. Hún virðist ekkert vita, hvað gerist í efnahagsmálum þjóð- félagsins í gegnum hverjafram- leiðsluáætlunina af annarri, ^ eða hafa engan áhuga fyrir því. Hún tíundar vandlega starf sitt á bernsku- og æskuárum, skóla- göngu sína og nám i tónlist, málurn, sögu og bókmenntum og getur gengis síns í þeim greinum. Aðeins á einum stað getur hún þess, að hún er í samtökum Ungherja, en hún segir ekki eitt einasta orð um starf sitt þar. Það er ekki minnzt einu einasta orði á styrjöldina við Finna, það mun einhverjum Finnafrændum á Islandi þykja þunnar traktér- ingar. Urri gang heimsstyrjald- arinnar fræðist maður í raun og veru um það eitt, að Moskva er um skeið í hættu, ef. maður skyldi ekki vita það áður. Og frá þessu er sagt af þeim sök- um, að Svetlana er flutt til Kúbeséff ásamt fleiri Moskvu- búum og það veldur truflun í persónulegu lífi hennar og ekki sízt að því leyti, að þá losnar um samband hennar við föður sinn. Eitt dagblaðanna hefur lagt mikla áherzlu á það, hví- Ifkum syndaþunga hún veltir á „kerfið“, og blaðið fær það út, að með því sé hún að fordæma stefnu Sovétríkjanna. Þetta er hreinn misskilningur, ef ekki annað Verra. „Kerfið" er í hennar munni alveg óháð stjórnmálastefnum, en á við skipulagsform stjórnarhátta þeirra tíma, sem um ræðir. Hún fagnar breytingu, sem orð- ið hefur síðustu árin. ■ ;,Allir anda nú ' frjálsara“. segir hún. „Hin þunga byrði sem hvildi á öllum, er nú á bak og burt. En því miður er margt enn ó- breytt, og Rússland er alltaf íhaldsamt, fjötrað í eigin erfða- venjur. Aldagamlar venjur þess eru allt of voldugar". Þetta segír hún í síðasta bréfinu sínu. í gegnum allt varðveitir hún bjartsýnina, sem hún hlaut í arf frá hreinum og heitum hugsjónum ættmenna sinna, og hún játar trú sína á hið góða og vitræna. Niðurlagsorð bréf- anna eru þessi: „Og allt, sem lifir, andar og hrærist, ljómar, blómstrar og ber ávöxt, getur aðeins öðlazt tilveru fyrir Hið góða og fyrir Mannvitið, og allt þetta er til á okkar elskuðu og þjáðu jörð aðeins í nafni Mannvits og Hins góða.“ Svet- lana hefði tvímælalaust getað orðið afburða prédikari. VI. I sambandi við umsagntr um þessi bréf þykir mér gæta nokkuð ríkrar tilhneigingar til að lesa úr þeim rneira en þar stendur. Það væri að fara í geitarhús að leita ullar að ætla sér að sækja í þessi bréf heim- ildir um sögu Sovétrfkjanna á bví tímabili, þegar harmsaga bréfanna gerist. Allt sem gerist án náinnar snertingar við hið persónulega líf Svetlönu, er henni ókunnur heimur út frá bréfunum að dæma. Hún er einhver ópólitískast.i rithöfund- Þessi tuttugu bréf skrifar Svetlana í nokkurs. konar sum- arleyfi 1963 á þrjátíu og fimm dögum. Bréfin stílar hún tfl vinar sfns. Hún- nafngreinir ekki þennan vin, sem hún ððru hverju ávarpar í 2. persónu og þá einkum, þegar hún kemur að einhverju, sem liggur henni nærri hjarta. En f inngangi læt.- ur hún í ijós þá ósk, að sér- hver lesandi taki bréfin sem persónuleg bréf til sín. Það hef ég líka gert og það vil ég ráð- leggja hverjum þeim, sem' fær þessi bréf í hendur. Þessi bréf flytja trúnaðar- mál til mín og þín frá harm- þrunginni konu. Til þess að létta á hjarta sínu hefur' hún trúað okkur fyrir öllu því, sem hún hefur orðið að líða um lff- dagana, og það er margt og mikið, þótt hún sé ekki nema 37 ára. Henni hlýtur að þykja það miður, ef við gerum okk- ur ekki far um að skilja orð hennar rétt. Það er mikill á- byrgðarihluti að bregðast trausti harmþruinginnar konu. Bréf þéssi þykja mér góðar bók- menntir, og ég get mjög vel skilið það, að konu, sem hefur skrifað þessi bréf, sé það lífs- nauðsyn að koma þeim á fram- færi, jafnvel þótt hún fyrir það þyrfti að láta ættjörð sína og samvistir við böm og aðra nán- ustu og hljóta í staðinn for- dæmingu þeirra, sem halda nú hæst á loft merki föður henn- ar um framkvæmd sósíalism- ans í ættlandi hennar. Ég þakka hennd kærlega fyrir bréfin og óska þess, að ekki þurfi lang- ir tímar að líða, áður en hún fær að njóta þess, að landar hennar megi ohindrað njóta framlags hennar til dramatískra bókmennta heimsins. Gunnar Benediktsson. ÖNNUMSI ALLfl H J ð LB ARÐflÞ J Ó NIISTU, FLJÚIT OG VEL, MEO NÝTÍZKO TÆKJUM m- NÆG BÍLASTÆÐl QPIÐ ALLA DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 HJOLBflRÐflVIÐGERÐ KOPflVOGS Kársnesbraut 1 . - Sími 40093 úr og skartgripir K0RNELIUS JÚNSS0N skálavöráustig 8 Sigurjón Bjömsson sálfræðingur Viðtöl skv umtali. Símatími virka daga kl. 9—10 f.h. Dragavegi 7 Sírni 81964 RAFLAGNIR ■ Nýlagnir. ■ Viðgerðir. ■ Sími 41871. ÞORVALDUR HAFBERG rafvirkjameistari. Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur - ÆÐARDÚNSSÆNGUB GÆSADÚNSSÆNGUB DRALONSÆNGUR SÆNGURVER LÖK KODDAVER trúðin Skólavörðustig 21. t&iltíÞdk óuvmmoK ttaifeB VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. SKK3 OSKATÆKI Fjölskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum; • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Allir stillár fyrir útvarp og sjónvarp í læstri veltihurð • ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um Iand. Aðalumboð: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. Mávahlið 48. Siml 23970. Smurt brauð Snittur brauð boe — við Oðinsiorg - Sími 20-4-90. HÖGNI JONSSON Lögfræði- og fasteignastofa Bergstaðastrætl 4. Simt 13036. Heima 17739. BRl DGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannargæðin. BiRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Aflt til RAFLAGNA ■ Rafmagnsvörur. ■ Heimilistæki. ■ Útvarps- og sjón- varpstækL Rafmagnsvöru búðin s.f. Suðurlandsbrant 12 Siml 81670. NÆG BtLASTÆÐl. *-elfur Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 Við getum boðið viðskipta- vimxm okkar úrval af vönduðum bamafatnaði. ☆ ☆ ☆ Dagiega kemur eitthvað nýtt ☆ ☆ ☆ Oog eins og jafnan áður póstsendum við um allt land. VQ lR -VísuuxXöý 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.