Þjóðviljinn - 23.11.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1967, Blaðsíða 3
Fimmtudag'ur 23. nóvember 1967 — ÞJÖÐVILJXNN — SÍÐA J Styrjðld yfirvofandi milli Grikkja og Tyrkja á Kýpur ANKARA - NIKOSIU - AÞENU 22/11 — Tyrkneska stjórn- in hefur hafnað tilboði um viðræður við grísku stjórnina um Kýpurmálið og krefst ítarlegs svars við kröfum sínum í málinu m.a. um að 15 þús. manna grískt herlið verði á brott frá eynni. Tyrkneski herinn er reiðubúinn til bar- daga og 80 þús: manns fóru í kröfugöngu í Isíanbul í daer og kröfðust stríðs gegn Grikklandi. lausnar um leið og blaðið hvetur til þess að sjálfstæði Kýpur sé j virt- Sakar blaðið herforingja- stjórnina grísku um leið um að vilja gera Kýpur að herstöð NATO og koma þar á svipuðu stjórnarfari og nú er í Grikklandi sjálfu. Tyrkneska stjórnin sakar þá grísku um að reyna að tefja lausn málsins með undanbrögð- um og krefst ítarlegs svars við kröfum sínum innan 48 stunda. Demirel forsætisráðherra heldur áfram viðræðum við herforingja sína og tyrkneski flotinn er þeg- ar reiðubúinn til innrásar á Kýp- ur. Tyrkneskar njósnaflugvélar flugu hvað eftir annað yfir Kýp- ur í dag. Stúdentasamtök skipulögðu 80 þús. manna kröfugöngu um göt- ur Istanbuls í dag. Undir tyrk- neskum fánum og hermúsík var þess krafizt að Kýpur verði her- tekin svo og Aþena. Stríðsæði hefur runnið á menn víða um landið. Grísk flutningaskip hafa flúið tyrkneskar hafnir. Tyrk- neska útvarpið segir að Tyrkland sé nú komið á leiðarenda og muni ekki sætta sig við undán- brögð og fláttskap Grikkja. Ceylon fellir gengi rúpíunnar GEYLON 22/11 — Stjórn Ceylon hefur ákveðið að fella gengi rúpíu sinnar um 20% og lækka þá helztu útflutningsvörur landsins, te og gúmmí, að miklum mun. Ceylon var í fyrra næst stærsti teframleiðandi heims og í þriðja sæti ý gúmíframleiðslu eftir Mal- asíu og Thailandi. Þessi ákvörð- un setur Indverja í nokkum vanda, en þeir eru mestu te- fpamleiðendur heims og hafa á- kveðið að félla ekki gengi 6inn- ar rúpiu- Tyrkir munu krefjást þess að 15 þús- manna grískt herlið verði á brott frá Kýpur og að Grivas hershöfðingi, sem verið hefur yf- ir því, segi af sér. Þá krefst hún skaðabóta fyrir tyrkneska Kýpur- búa sem fallið hafa í átökum þar, afvopnun samtaka grískra V ýpurbúa og að létt verpi „þvingunum“ á Tyrkjum eyjar- innar. Grivas hefur þegar boðizt til að segja af sér, en ástandið hef- ur ekki batnað við það. Makari- os Kýpurforseti er sagður mjög áhyggjufullur vegna hótana T.yrkja á Kýpur er því haldið fram að gríska heriiðið á eynni komi í veg fýrir að þjóðirnar tvær sem ’.andið byggja leggi í blóðug fijaðningavíg. Þá segir hið- áhrifamikla gríska Kýpur- blað, Agon, að ef Tyrkir geri inn- rás, muni hún fyrst bitna á Tvrkjum eyjarinnar, því grísku- mælandi menn ætli ekki að láta hérúð Tyrkja verða sem rýtings- stungu í bakið meðan barizt er við innrásarherinn. Leiðtogi Tyrkja á eynni, dr. Fazil Kuchuk, varaforsæti Kýp- ur, sagði í viðtali við AFP í dag, að nú væri £ reynd ekki lengur forsendur fyrir friðsamlegri lausn mála. Varpaði hann sökinni á yf- irgang grískumælandi manna. Kanadamenn hafa borið fram tillögur um lausn deilunnar fyr- ir Pipinellis utanríkisráðherra Grikkja. _ Lúta þær að eflingu gæzluliðs SÞ á eynni og auknu valdi þess. Bretar og Bandarikja- menn eru sagðir styðja þessar tillögur. Sovézka stjómarblaðið Izvestía hvetur til friðsamlegrar ksnaslys á árum í Noregi versnar Mikillgin- og klaufaveiki- faraldur geisar í Bretlandi LONDON 22/11 — Brezkir bændur ætla að leggja fyrir stjómina í dag reikning upp á sex miljónir punda fyrir 142 þúsund húsdýr sem slátrað hef- ur verið í sambandi við versta gin- og klaufaveikifaraldur sem yfir Bretland hefur gengið. Þeg- ar hefur frétzt um 746 sjúk- dómstilfelli og enn bætast ný við á degi hverjum. Hætta er á að mikið atvinnu- leysi meðal landbúnaðarverka- manna fylgi í kjölfar niðurskurð- arins. en nú um hríð hafa þeir starf við að grafa fjöldagraf- ir fyrir þau dýr sem slátrað hefur verið Bændur, lögreglumenn, her- menn og dýralæknar gera sitt bezta til að veikin breiðist ekki út fyrir vesturhluta landsins. Eftirlit er með umferð og írska stjórnin hefur bannað bifreið- Sfórtíðindi í skurðiæknínpm STOKKHÓLMI 22/11 — Fyrir skömmu tókst í fyrsta sinn að græða lifur í menn sem þetta þýðingarmikla líffæri hafði ónýtzt í. Gerðist þetta við Colo- radoháskóla í Bandaríkjunum og telja sænskir sérfræðingar að þetta séu einhver mestu tiðindi sem orðið hafi í skúrðlækning- um síðan í lok fyrri aldar. Sænskur skurðlæknir, dr. Carl- ÍJustav Groth, tók þátt í þess- um aðgerðum. um frá Stóra-Bretlandi að fara inn fyrir landamærin. Ekki er talin hætta á kjötskorti í Bret- landi vegna niðurskurðar. OSLO 22/11 — Á umferðar- málaráðstefnu sem haldin er í Osló kom það fram í dag að um 80 þúsund manns hafa lent i bílslysum i Noregi á síðustu tíu árum og 4000 þeirra biðu bana af. Haldi sama þróun á- fram án þess að til róttækra ráðstafana verði gripið má bú- ast við tíu þúsund dauðsföllum af völdum umferðarslysa á næstu tíu árum. Þá kom það og fram að 1800 manns slasast svo alvarlega á ári hverju að þeir eru dæmdir til að sitja í hjólastól upp frá því. Forstjóri stofnunarinnar Örugg umferð lýsti umferðarslysum sem hin- um skaðvænlegasta þjóðarsjúk- dómi sem þjóðfélagið hefðl leyft að herja hindrunarlaust. Særðir og fallnir flut ir frá vigstöðvunum. Mesta mannfall Bandaríkja- manna í Vietnamstyrjöldinni SAIGON 22/11 — Herferð Bandarikjamanna í hæðadrögum í Suður-Vietnam miðju, skammt frá landamærpm Kambodja, hefur kostað þá fleiri manns- lif en nokkur hernaðaraðgcrð önnur í stríðinu. í morgun voru 246 bandarískir hermenn sagöir fallnir og 860 særðir, en Valdbeiting gegn vinstristjórn Pólitískar óeirðir í Cakutta í gærdag CALCUTTA 22/11 — Til mikilla pólitískra óeirða kom í Calcutta í dag eftir að indverski sambandsherinn hafði ver- ið látinn víkja frá stjórn Vestur-Bengals. stjóm vinstrifylk- ingar sem sögð er undir kommúnískri forystu. Kom til götubardaga milli reiðs mannfjölda og lögreglu og voru 80 manns handteknir. tjónið er talið meira. Enn var barizt • hárðlega við Dak To í dag. Harðast var barizt við svo- nefnda 875-hæð. Sóttu banda- rískir fótgönguliðar þar fram í skjóli mikils sprengjuregns flug- véla á stöðvar hermanna þjóð- frelsishreyfingarinnar, sem í þessu tilviki eru sagðir frá N- Vietnam. Voru um tíma ekki nema 170 metrar milli andstæð- inganna. Bandarikjamepn vildu sækja lík sinna manna sem fallið höfðu áður og létu und- an síga er þeir höfðu náð nokkrum þeirra. Þjóðfrelsisherinn hefur haldið hæðinni síðan á sunnudag þrátt fyrir gífurlegar loftárásir og benzínhlaupssprengjur. Banda- ríkjamenn segja baráttuhug and- stæðinganna mikinn og varnar- kerfi þeirra ótrúlega flókið. Thailendingar, sem nú hafa 2200 hermenn í Suður-Vietnam, hafa lofað að senda 10.500 til viðbótar þegar þeir hafi fengið þá hernaðaraðstoð sem Johnson Bandaríkjaforseti hefur lofað þeim. Westmoreland, yfirmaður her- afla Bandaríkjamanna, lét í dag í ljós þá skoðun að orustan við Dak To væri upphaf mikils 6- sigurs fyrir Norður-Vietriam. Hann sagðist um leið vera and- vígur vopnahléi um jól og nýár. Kröfugöngufólk kastaði grjóti að lögreglunni sem beitti kylf- um gegn því og skotið var á hóp manna sem hafði kveikt í lögreglubíl. Ekki er vitað um slys á mönnum en nokkrir for- ystumenn vinstrifylkingarinnar PunJið fatöð, kem - ur doiiarinn næst? LONDON 22/11 — I dag ríkti mikil spenna á gullmarkaðnum í London, og halda sum brézk blöð V erkf allsboðun Framhald af 1. síðu vík, Sveinafélag skipasmiða, Reykjavík, Vélstjórafél. Gerpir, Neskaupstað, Verkalýðsfélag Norðfirðinga, Neskaupstað, Járn- iðnaðarmannafélag Árnessýslu, Ökuþór, Selfossi, Verkalýðsfélag Patreksfjarðar, Verkalýðsfélag Tálknafjarðar, Verkalýðsfélagið Vörn, Bíldudal, Verkalýðgfélag- ið Brynja, Þingeyri, Verkakvenna- félagið Framtíð.'Eskifirði, Verka- lýðsfélag Breiðdælinga, Breið- dalsvík, Verkalýðsfélag Reyðar- fjarðarhrepps, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Fáskrúðsfjarðar, Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvarfjarðar, Verkamannafélag Borgarfjarðar, Borgarf. eystra og Verkalýðsfélag Stykkjshólms. voru fluttir á sjúkrahús í gær- kvöld eftir að lögreglan hleypti upp fundi samtakanna. Alls hafa 70 vinstrisinnaðir stjórnmálamenn, verkglýðsfor- ingjar og stúdentar verið hand- teknir í Calcutta samkvæmt lög- um sem heimila að halda mönn- um í fangelsi án dóms og laga í allt að sex mánuði. Skipuð hefur verið ný stjórn í Vestur- Bengal, sem hefur bannað atl- ar kröfugöngur og fundi. Vinstriöflin hvöttu til verk- falls í dag og lokuðu allar stjórnarskrifstofur og skólar og almenningsfarartæki störfuðu ekki. Fallin er fylkisstjórnin í Pun- jab, sem einnig er vinstrisinn- uð, en þar hættu 17 þingmenn stuðningi við hana. Þá hefur sambandsstjórnin skipað nýja stjórn í hinu norðlæga sam- bandsríki Haryana. í ýmsum ríkjum Indlands hefur verið efnt til kröfugangna til stuðn- ings þeim pólitísku öflum sem stjórnin í Delhi ofsækir Er | þetta ekki í fyrsta sinn að sam- bandsstjórnin beitir valdi gegn , þeim stjómum einstakra rikja scm hún telur of róttækar. því fram að de Gaulle standi að baki hinni miklu eftirspum eft- ir gulli og ætli nú að vega að dollaranum eftir að pundið hefur fallið, en Frákkar hafa fulan hug á því að breyta hinu alþjóðlega peningakerfi Og fá gullverð hækkað. Gullverð hækkaði á markaði og nálgaðist það 35,40 dollara hámark fyrir únsu sem banda- ríska stjórnin hefur sett — en ef enn verður þjarmáð að gull- markaðnum gæti sá grundvöll- ur peningamarkaðs raskast. Tilkynnt var í París í dag að Frakkar væru reiðubúnir til að leggja fram 230 miljónir dollará af þeim 1400 milj. sem Bretar hafa beðið um til lánfe hjá al- þjóða gjaldeyrissjóðnum. Um leið sagði Debre fjármálaráðherra að Bretar hefðu farið mjög vægt í sakirnár með 14,3% gengisfell- ingu og hefði hún ekki breytt Blaðið segir 88 kommúnista- neinu sem máli skiptir um aðild flokka í heiminum og styðji 70 Breta að Efnahagsbandalagi'nu. þeirra slika ráðstefnu. Aövörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heim- ild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu- rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt III. ársfjórðungs 1967, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu' gjöldum ásamt á- föllnum dráttarvöxtum og kestnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar. Amarhvoli Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. nóvember 1967. SIGURJÓN SIGURÐSSON. 70 kommúnistaflokkar hlyntir alþjóðaráðstefnu MOSKVU 22/11 — Það kemur fram í grein í Sovézka blaðinu Sovétskaja Rossía að 18 komm- únistaflokkar eru andvígir eða neita að styðja hugmyndina um alþjóðastefnu kömmúnistaflokka. • 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.