Þjóðviljinn - 23.11.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINiNr — Fimjntudagnr 23. nówesrrtoer 1967. Dtgefandl: aiþýöu — Sósfalistaflokk- Magnús Kjartansson, Sameiningarflokkur urinn. Ivax H. Jónsson, (áb.), Sigurður Guömundsson. Siguröur V. Friðþjófsson. Sigurður T. Sigurðsson. Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Ritstjórar: FYéttaritstjóri: Auglýsinggstj.: Framkvstj.: Vald verklýðssamtakanna 'J'ugir verklýðsfélaga um land allt hafa nú þegar tilkynnt þátttöku sína í þeirri varnarbaráttu sem ráðstefna Alþýðusambands íslands gerði ein- róma tillögu um og eru tilbúin að taka þátt í alls- herjarverkfalli lsta desember, ef rétturinn til ó- skertrar vísitölu verður ekki staðfestur. Ályktun ráðstefnunnar um þessa baráttu heldur. ennþá gildi sínu — það er alger rangtúlkun sem fram hefur komið í blöðum að bréytt viðhorf hafi gert þessa ályktun úrelta. Einhvern daginn má vænta þess að kauplagsnefnd birti vísitölu nóvembermánað- ar, samkvæmt verðlagi um síðustu mánaðamót, ásamt kauplagsvísitölu sem samkvæmt samning- uim og lögum á að koma til framkvæmda frá og með lsta desember. Þá eiga launamenn að fá bæt- ur fyrir þær stórfelldu verðhækkanir sem orðið hafa á mjólk og mjólkurafurðum, kjöti, kjötvörum og kartöflum. Fyrir alþingi liggur hins vegar enn frumvarp um að ræna þessari vísitöluuppbót, og sú .tillaga hefur ekki verið aftur tekin. Því er við- búnaður verklýðsfélaganna -alveg jafn brýnn nú og harin var í upphafi. §ú staðreynd að gengislækkun er síftan komin á dagskrá eykur að sjálfsögðu nauðsyn þess að félögin séu undir það búin að vernda hagsmuni verkafólks. Það er augljóst af skrifum Morgun- blaðsins og Alþýðublaðsins að stjórnarvöldin búa sig undir mun stórfelldari gengislækkun en unnt er að rökstyðja með fordæmi Breta. Slík gengis- lækkun hefur þau áhrif sem allir þekkja, verðlag á innfluttum neyzluvöruim snögghækkar og sú hækkun hleður síðan utan á sig eins og snjóbolti. Kjör manna eru undir því komin að launin haldi í við þessa verðhækkunarskriðu. Fyrir því er hins- vegar reynsla frá fyrri gengislækkunum þessarar ríkisstjómar 1960 og 1961, að tilgangurinn er ekki sízt sá að velta verðhækkununum yfir á launafólk bótalaust. Árið 1960 var vísitölukerfið bannað sam- fara stórfelldri gengislækkun og það tók verklýðs- félögin fjögurra ára baráttu að fá þær öryggis- ráðstafanir leiddar í lög á nýjan leik. Launafólk hefur fulla ástæðu til að óttast það að viðreisn- arstjómin hafi ekkert lært og engu gleymt. JJíkisstjómin hefur skýrt svo frá að hún vilji ha'fa samíráð við verklýðshreyfinguna um ráðstafanir sínar. Áhrif þau sem fulltrúar verklýðshreyfing- arinnar kunna að hafa í þeim viðræðum fara ekki eftir röksemdum þeirra og málstað, heldur eftir því valdi sem þeir hafa að bakhjarli. Þess vegna munu ákvarðanir ríkisstjórnarinnar þessa dag- ana fara eftir því hversu einörð verklýðssamtök- in eru í viðbúnaði sínum; saimstaða launamanna nú hefur úrslitaáhrif á það hversu erfið þau verk- efni verða sem framundan bíða. Þess vegna er á- stæða til að hvetja verklýðsfélög um land allt til þess að búa sig undir það af fullri alvöru að tryggja hagsmuni verkafólks og heiður samtaka sinna. — m. I GUÐAÐ Á GLUGGA Ég minnist þess ekki að haía séð Stundina okkar jaín góða, tónlistartíma Egils Frið- leiíssonar og barnanna úr Öldutúnsskóla, myndina af hömstrunum og naggrísunum, Rannveigu og krumma, og síðast en ekki sízt nýju myndasöguna hans Ragnars Lár. Þríhjól fyrir tvö var ágaet mynd, textinn prýðilegur. Spumingakeppni sjónvarps- ins: >ví eru fyrirtæki utan af landsbyggðinni sett hjá í þessari keppni? Teljast þau ekki hlutgeng fyrirtækjum úr höfuðborginni? Hefði ekki verið eðlilegra að hafa þessa keppni með svipuðu sniði og þegar sýslumar, kaupstaðim- ir og hreppamir hösluðu sér völl í hljóðvarpinu og þótti takast vel, heldur en að vera að apa eftir bandarískum . þáttum úr Keflavíkursjón- varpi? * Þetta með hjásetu fyrir- tækja og einstaklinga utan af landi minnir á þegar olnboga- börnin voru látin éta það sem aðrir leifðu. Magurt þykir mér flyðrið í Tungu, sagði blindi niðursetn- ingurinn, en hann fékk ekki annað en beinin, sem feitin hafði verið sogin úr. Þessi keppni virtist mér, auk hins, heldur flausturslega undirbú- in. Leið krossfaranna: Þessi mynd háskólamanna frá Cam- bridge var í meðallagi góð. Unga kynslóðin: Athyglis- verð mynd fyrir þær sakir, að hún sýnir uppreisnaranda fáu myndir, sem komið hafa fram í sjónvarpi, eins og Slys Rejmis Oddssonar, Labbað urn Lónsöræfi, Sjómannalíf og Jeppaferð upp á Esju. Þessar tvær síðast töldu myndir, og þó sérstaklega Sjómannalíf, glitraðu af list- fengi. Harmonikkumúsikin Yfirlit þess helzta á sjónvarps- skerminum í síðustu viku æskunnar fá útrás í tryllings- legri tónlist gegn vitskertri samtíð. Úr Himalajafjöllum: Ekki hefði okkur íslendingum þótt beisin vinnubrögðin þeirra Tíbetbúa í vegavinnunni. En hvað um það, myndin var góð. Um segulmagn og segul- svið: Það sem lífgaði upp á þennan fræðsluþátt voru kennslutækin og áheyrilegir menn Ef þetta tvennt væri ekki til staðar, yrðu þessir þættir sem aðrir slíkir, þurr- ir og leiðinlegir. Tvær ís- lenzkar kvikmyndir: Það leik-' ur ekki á tveim tungum að íslenzkir kvikmyndatökumenn standa jafnfætis erlendum í kvikmyndagerð, það sýna þær fyllti myridina angurværð Þessar myndir hafa það einn- ig sér til ágætis fyrir utan allt hitt, sem vel er í þeim gjört, að í þeim er hvergi eyða. Þær streyma fram eins og lífið sjálft með jafnri ljóðrænni hrynjandi, gleðja hugann og augað. Ásgeir Long á þakkir skilið fyrir þetta framlag si-tt . til kvikmynda- gerðar. Munir og minjar: Þetta er sóma þáttur eins og hinir sem á undan eru gengnir. Það er ekki einungis að okkur séu sýndir munir liðinna tíma, einnig saga þeirra og kynslóð- ar, sem þá handfjölluðu. Gæti ekki verið styttra bil milli þessara ágætu þátta? Einleikur á píanó: Tónlist hlýtur að eiga rétt á sér í sjónvarpi. þó ekki geti. hún talizt til léttmetis. Þó ég beri lítið inngrip í tónlist, hafði ég mikla ánægju af þessum tón- leikum. Sérstaklega hreif mig siðasta verkið, sem leikið var. Úr fjölleikahúsunum: Þetta vora óvenjuskemmtilegir og fjölbreyttir fjölleikar. Frú Jóa Jóns: Eins og oft vill verða með framhalds- myndir, þar sem hver partur fyrir sig er sjálfstæður að efni til, verða þeir misjafn- ir að gæðum. Þannig er því varið með Jóu Jóns myndim- ar. Engin þeirra hefur þó ver- ið fyrir neðan allar hellur eins og sagt er um mjög slæmar myndir. Þvert á móti hafa margar þeirra verið ágætar, þó ekki sé hægt að segja að í þeim hafi örlað á listrænni tilhneigingu. Sjón- varpið hefur í mörg hom að líta. Einn biður um list, ann- ar um skemmtiefni, þriðji um fræðslu. Þessu kvabbi reyn- ir sjónvarpið að sinna. Við getum því ekki búizt við ein- tómum perlum og hörpudisk- um frá hendi þess. Blái lampinn: Það fer nú að verða nóg komið af þessum millibils sakamálamyndum um misheppnuð ungmenni, sem leiðst hafa út á braut misindis og glæpa þar sem aðeins einn vegur sker úr um örlög þeirra. fangelsið og gálginn. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. ! I I I k i Barnaheimilið að Tjaldanesi í Mosfellssiveit. Kabarett-kvöld til styrkt- ar heimilinu að Tjaldanesi □ Á föskidaginn efnir Lionsklúbburinn Þór til kabarett-kvölds að Hótel Sögu. Koma þar fram margir þjóðkunnir leikar- ar og söngvarar og efnt verður til glæsilegs happ- drættis. — Allur ágóði af skemmtuninni rennur til Barnaheimilisins að Tjalda- nesi í Mosfellssveit. Fyrir nokkrum áram stofn- uðu 30 menn með sér félags- skap og keyptu land í Mosfells- sveit, þar sem bamaheimilið að Tjaldanesi hefur nú verið Kaupið Minningakort Slysavarnafélagí tslands. starfrækt í tvö ár. Vistmenn eru 10, en þegar nýtt hús fyrir starfefólk verður tekið í not- kun, sem verður alveg á næst- unni, er hægt að auka tölu vistmanna um allt að helming. Mjög mikiil aðsókn er að heim- ilinu, en þar dveljast böm sem hafa orðið fyrir áföllum, en era ekki fædd vangefin. Böm^ ' þessi eiga ekki samleið með heiibrigðum skólabörnum og stofnendum áðurnefnds félags- skapar, sem heitir Styrktarfé- lag Barnaheimilisins að Tjalda- nesi, þótti það ómannúðleg meðferð á börnunum að láta þau dveljast á fávitahælum. Kostnaður við byggingar, landakaup, húsbúnað og annað tilheyrandi nemur um 5 milj- ónum króna, þar af eru áhvíl- andi og ógreiddar skuldir lið- lega ein miljón. Styrktarsjóður vangefinna hefur lagt fram nú þegar 1.750 þúsund kr., borg- arsjóður hefur styrkt heimilið með árlegum framlögum 1 og Menntamálaráðuneytið greiðir kennaralaun forstöðumanns. Fjöldi einstaklinga, félaga og fyrirtækja hefur styrkt heimil- ið á margvíslegan hátt, oghefur þar mest munað um styrk frá Lionsklúbbnum Þór, sem nú þegar hefur gefið heimilinu um 250 þúsund kr. og er nú að hefja stórátök heimilinu tjl styrktar. Mikil verkefni og fjárfrek eru framundan t.d. bygging vinnuskála og föndurstofa og heita forstöðumenn heimilisins á alla góða menn og konur að mæta á skemmtuninni annað kvold og styrkja með því gott málefni. Meðal síkemmtikrafta verða: Brynjólfur Jóhannesson sem syngur gamlar og nýjar gam- anvísur, Magnús Jónsson, óp- erusöngvari, Friðbjöm Jónsson, söngvari og nemendur í Dans- skóla Hermanns Ragnars. — Stjórnandi fagnaðarins verður Indriði G. Þorsteinsson. Hljóm- sveit hússins leikur fyrir dansi. Aðgöngumiðar fást í Bókabúð Lárasar Blöndal og á Hótel Sögu. Teflt á tvær hættur „Teflt á tvær hættur" nefn- ist ný bók, sem Skuggsjá gef- ur út. Höfundur hennar erPer Ilansson, Skúli Jensson þýddi. I bókinni, sem er 175 blað- síður, segir frá ungum manni, sem lifir friðsælu lifi í Suður- Noregi, unz Þjóðverjamir réð- ust á Noreg. Á hemámsáranum varð Gunvald Tomstad aðaxla byrðar, sem enginn getur borið án þess að bera þess merki allan aldur, Hann varð að leika hið svivirðilega hhxtverk svik- arans, til þess að leysa ejhendi störf sín i þágu upplýsinga- þjónustu Bandamanna. Engir sérfræðingar höfðu kennt Gun- vald Tomstad að leika þennan hættulega leik. Hann var á- hugamaður í þessu hættulega starfi, en lfklega þarf að leita lengi í annálum styrjaldanna til að finna mann, sem í mán- uði og ár lék þetta tvöfalda hlutverk með svo góðum ár- angri við svona hræðilega erf- Framhald á 9. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.