Þjóðviljinn - 23.11.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1967, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. nóvember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Stefán Bogason lœknir: Heimilislœknaþjónustan og vandamál hennar Þjónusta heimilislækna og vandamál hennar var eitt umræðueínanna á ráðstefnu þeirri um heilbrigðismál, sem Læknafélag fslands gekkst fyrir hér í Reykjavík um síðustu helgi. Um þetta efni hafði Stefán Bogason læknir framsögu og fer erindi hans í heild hér á eftir (með millifyrirsögn- um Þjóðviljans). Vandamál heimilislœknis- þjónustunnar í Reykjavík eru í meginatriðum þau sömu og héraðslaeknisþjónustan á við að etja, og aðalvandinn er sá sami, nefnilega sá að sífellt hafa faerri og færri læknar viljað leggja fyrir sig almenn læknisstörf en fleiri og fleiri tekið fyrir sémám. Almenna læknisþjónustan í nágranna- löndum okkar bæði austan hafs og vestan hefur einnig átt við svipuð vandamál að stríða og þróunin víðast orðið með svip- uðum hætti og hér. Þróunin síðustu áratugi Áður en raett er um heimilis- læknisþjónustuna hér, er rétt að gera sér ofurlitla grein fyr- ir þeirri þróun, sem leitt hefur til skorts á almennum lækn- um, og athuga þá fyrst hvað véldur því, að ungir læknar hafa á undanförnum áratugum fremur lagt stund á sérnám en almennar lækningar. Áður fyrr var hlutverk hins almenna læknis miklu eðlilegra og skiljanlegra bæði í augum hans sjálfs og annarra. Lækna- vísindin voru ekki umfangs- meiri en svo að hann gat til- einkað sér þau að mestu leyti og beitt þeim í starfi sínu. Hann varð að fást við ílest mannleg mein og gerði það, því í önnur hús var naumast að venda. Nú hefur orðið mik- il breyting á. Læknavísindin hafa orðið svo umfangsmikil að nú er ekki á nokkurs manns færi að hafa þau öll á valdi sínu. Læknisfræðin hefur skipazt í sérgreinar. Sérfræð- ingar með skýrt mörkuð verk- svið hafa orðið til en jafn- framt hefur hlutverk hins al- menna læknis orðið óljósara. Hinar geysimiklu vframfarir læknavísindanna, einkum sið- asta aldarfjórðunginn, hafa léitt til þess að læknisfræðin hefúr klofnað í stöðugt fleiri og fleiri deildir og hver deild þarf á lágmarki sérfræðinga að haldá. Rannsóknar- og vís- indastörf lækna eru umfangs- mikil, tæki sem læknar nota eru flókin og vandmeðfarin. Allt skapar þetta aukna þörf fyrir sérfræðinga og ýmislegt veldur þvi að þeirri þörf er fullnægt á kostnað almennra lækninga. Sérfræðistörfin þykja eftirsóknarverðari. Fábrotin störf hins almenna læknis unnin í kyrrþey vekja ekki eins mikla athygli og störf sérfræðinganna, margbrotin tæki þeirra og tiifæringar. Framfarir og, uppgötvanir i læknisfræði eru vinsæl efni í fjölmiðlunartækjum nútímans. Allt skapar þetta dýrðarljóma yfir sérfræðingnum, en hinn almenni læknir fellur í skugg- ann eða allt að því gleymist. Sérfræðinám opnar mcllinum leið til vegs og virðingar með vísindastörfum, háskólakennslu og fleiru, en sá sem lagt hefur íyrir sig almenn læknisstörf er útilokaður frá þessu. Hann er þegar kominn á leiðarenda. Ekki má gleyma þætti lækna- kennslunnar, en hún miðar að ])ví að ala upp tilvonandi sér- fræðinga. Kennslan er ein- göngu framkvæmd af sér- fræðingum, sem kenna sinar sérgreinar. Námsstörf lækna- nema og kandidata eru ein- göngu spítalastörf. Almenn læknisstörf eru hvergi kennd. og læknaneminn kemst ósjálf- rátt á þá skoðun að hér sé um óæðrí störf að ræða. Lækna- kandidatar eru skyldaðir til að gegna læknishéraði stuttan tíma. Vafasamt er að slík nauð- ung örvi áhuga fyrir staríinu og hæpið að fela mönnum þá ábyrgð að starfa einir í héraði, eins og undirbúningi undir starfið er háttað. Ekki getur verið áslæða til að rekja ]x»sa sögu lengur til 'Jað sjá; aðv almcnnu læknis- störfin standa mjög höilum íæti gagnvart sérfræðistörfun- þeirri þróun. Menn hafa íarið að vel)a því fyrir sér, hvort hinn almenni læknir hafi ein- hverju ákveðnu hlutverki að gegna í heilbrigðisþjónustunni, hlutverki, sem hann væri hæf- ari til að gegna en sérfræðing- arnir. Flestir hallast að þeirri skoð- un að svo sé, en til þess þurfi að endurskoða og endurskipu- leggja nám og starf hins al- menna læknis, Þetta er nauðsynlegt vegna þess, að hann heíur staðið í stað og ekki fylgzt með þró- un tímans. Hér má geta þess að L.í. er að kanna álit ungra lækna og læknanema á þcssu. Niður- stöður liggja ekki íyrir, en allir sem svarað hafa tclja, að almennar lækningar hafi íram- tíðarhlutverki að gegna og flostir, 'að þær eigi að vera sérfræðilegt viðfangsefni, sem gefi tilefni til framhaldsnáms. Það hefur mikið verið rætt og ritað um þessi mál og mik- ið unnið að þeim, margar nefndir starfað og mörg neínd- arálit séð dagsins Ijós, sem í aðalatriðum eru sammála. Það er ómaksins vert íyrir okkur að heyra hvað aðrir hafa til málanna að leggja og íæra okkur í nyt reynslu ]>eirra, enda eru þegar komnar til frnmkvæmda ýmsar endurbóta- tiliögur og nokkur reynsla fengin. Við stiklum á stóru og samfellda meðferð í sjúkdóm- um. Ef almenni læknirinn á að íylgjast með timanum þarf hann að vera undir það búinn að sinna hlutverki sínu. mennt- un hans þarf að vera full- nægjandi á því sviði, og hann þarf að hafa sómasamlega vinnuaðstöðu. Almenn læknisstörf þurfa að vinna sér álit til jafns við önn- ur læknisstörf. Sluðla þarf að virkri þátt- töku í vísindaslörfum og rann- sóknum, án þess er hætta á stöðnun eða afturför. Álit al- mennra lækninga byggist að nokkru á gæðum þeirra rann- sókna og hlut þeirra í lækna- visindum. Leggja ber megin- áherzlu á menntun almennra lækna bæði sérmenntun þeirra, sem íæri íram að loknu prófi, og einnig einhverja kennslu í almennum lækningum á lækna- skólum. og er |eðlilegast að sú kcnnsla sé íramkvæmd af almennum læknum. Ekki er síður nauðsynlegt að stuðla að því að almennir læknar við- haldi og auki þekkingu sína eftir því sem kostur er. Hvernig er á- standið í Rvík Ég hefi nú rætt nokkuð or- sakir þess, að almennum lækn- um heíur fækkað. Ég hefi enn- bi’ðstofum lækna í Rcykjavík er oftast ]>éttsetinn bckkurinn. um í samkeppninni um ungu læknana. Við sjáum að straum- urinn liggur eðlilega til sér- fræðinganna og mikið mun þurfa til að breyta þeirri rás. Endurskoðunar er þörf Nú er ekki óeðlilegt að menn spyrji: Er nokkur ástæða til •breylinga, er þetta ekki þróun tímans, eru ekki almennir læknar orðnir úrelt fyrirbrigði á okkar tímum, er ekki eðlilegt að sérfræðingar vinni öll lækn- isstörfin? Þessarar spurningar hefur verið spurt, bæði hér og þó sérstaklega í nágrannalöndum okkar, nú í allmörg ár, þar sem skortur á almennum læknum hefur verið vaxandi og þar sem ýmis vandamál hafa skapazt, eins og hér af styðjumst aðallega við grein- argerð nefndar, sem starfaði á vegum Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, en sú stofnun hefur öðrum fremur borið hag almennra lækna fyr- ir brjósti. Almenni læknirinn stendur í fremstu víglínu í bar- áttunni við sjúkdómana, fólk- ið getur leitað beint til hans án milligöngu annarra og það leitar yfirleitt fyrst til hans. Þáð er áætlað, að hann eigi að geta afgreitt 80—90% af öllum þeim k-vörtunum, stór- um og smáum, sem til hans berast og hann á að bafa bezta aðstöðu til að leiðbeina , fólki í völundarhúsi sérfræðinnar. Almenni læknirinn takmarkar ekki starfsemi sína við ákveðna sjúkdóma eða aldursflokka heldur veitir sem víðtækasta þjónustu og hugsar um sjúk- linginn í heild, líkama, sál og umhverfi, og hamn sér um fremur hallazt að þeirri skoð- un, að þetta sé ekki heppileg þróun og betur mætti íara, ef við hefðum fleiri almenna lækna og bezt, að þeir væru sérmenntaðir í sinni grein. En hvernig er svo ástandið hér í Reykjavík og hvað mætti verða til úrbóta? Almenna læknisþjónustan hér er með heimilislæknafyrir- komulagi, þ.e. fólkið velur sér lækni, sem það hefur aðgang að eftir þörfum og hann er skyldugur að sinna þvi. Fyrirkomulag heimilislækna- þjónustunnar ákvarðast af samkomulagi milli L.R. og S.R. þannig að L.R. tekur að sér að sjá meðlimum S.R. fyrir almennri læknishjálp. S.R. annast greiðslur að mestu leyti, með föstu árgjaldi fyrir hvern meðlim. Seinni árin hafa sjúklingar þó greitt sjálfir anáupphæð Stefún Bogason læknir. fyrir viðtal á stofu og fyrir vitjanir. Samningar við S.R. hafa staðið síðan 1936. Veiga- miklar breytingar urðu á þeim 1962. Fram að þeim tíma var ekki tilfinnanlegur skortur á heimilislæknum, vegna þess að litlar hömlur voru lagðar á það að spítalalæknar og sérfræð- ingar gegndu heimilislækna- störfum samhliða að vild. Flest- ir heimilislæknar voru því einnig sérfræðingar og íiestir gegndu heimilislæknisstörfum í hjáverkum. Samningarnir 1962 áttu að öðrum þræði að stuðla að ákveðinni verkaskiptingu milli lækna. Sú hefur einnig orðið raunin á að miklu leyti. Allmargir læknar hafa síðan lagt fyrir sig heimilislæknis- störf eingöngu, en hinir eru þó öllu fleiri, sem hafa lagt þau störf niður, m.a. vegna þeiíra takmarkana, sem fram koma í samningunum. þannig að af- leiðingin hefur orðið vaxaridi skortur á heimilislæknum. í áðumefndum samningi var á- kveðið að læknar í fullu starfi megi hafa allt að 100 sjúkra- samlagsnúmer, sérfræðingur sem ekki er í föstu starfi allt að 500 númer, heimilislæknir, sem ekki stundar önnur störf allt að 1750, þetta síðastnefnda hámark hefur orðið að hækka um stundarsakir upp í 2100 númer, til þess að geta staðið við samninga, þar til úr ræt- ist á einhvern veg. Rétt er að geta ]>ess hér, að nefnd á veg- um borgarstjórnar ReykjaVík- ur, Læknisþjónustunefnd, vann að tillögum til lausnar þessara mála írá febrúar 1964 til febrú- ar 1966, er hún sendi stjóm L.R. þær til umsagnar. Stjórn L.R. hefur ekki enn mótað stefnu í málinu, en skipaði nefnd til að vinna að því og hefur hún ekki lokið störfum. Vinnutilhögun heimilislækna í Reykjavík er í stuttu máli á þessa leið: Heimilislæknir er skyldugur til að sinna sjúk- lingum sínum og raunar ábyrg- ur íyrir þeim hvcrn virkan dag frá kl. 8—17; á þeim tíma skal hann hafa lækningastofu opna minnst 1 '/2 klst. og símaviðtals- tíma 1 klst. Auk ]>ess, sem hann skal sjá til þcss að vitj- anabciðnum sé veitt viðtaka. Til öryggis er svo alltaf einn læknir til taks á svokallaðri neyðarvakt, til þess að sinna bráðatilfellum, ef ekki næst til heimilislæknis. Á timanum frá kl. 17 til kl. 8 næsta morgun og á helgidögum annast einn varðlæknir í senn almenn læknisverk. Dagsverk heimilis- læknisjns er að sinna því fólki, sem valið hefur hann íyrir heimilislækni. Hann þarf allt- af að vera viðbúinn að fara í viljanir íyrirvaralaust, en það getur rekizt á fastákveðinn viðtalstima á lækningastofu og sima. Heimilislæknar vinna þessi störf hver fyrir sig án teljandi samvinnu og aðstoðarfólk hefur ekki verið notað að neinu ráði. Samt hefur færzt í Vöxt á seinni árum sameiginleg sima- og biðstofuþjónusta. Starfssvið heimilislækna er hvergi skýrt ákveðið og hefur raunar verið að breytast. í samningunum við S R. segir: „Gegn föstu árlegu gjaldi skal heimilislæknir veita samlags- mönnum sínum alla þá lækn- ishjálp, sem telst til heimilis- læknisstarfa, en það eru vitj- anir til sjúklinga og venjuleg sjúkraviðtöl og skoðanir, rann- sóknir og aðgerðir á lækninga- stoíu“. Heimilislæknir getur eftir ]>ví sem hann telur þörf á, íengið gerðar allskonar rann- sóknir á sjúklingum sínum, vísað þeim til sérfræðings eða lagt þá inp á sjúkrahús. Heim- ilislæknir hefur því nokkuð frjálsar hendur í starfi. Aftur á móti er starfið mjög bind- andi. Hann getur" ekki tekið spr frí nema útvega staðgeng- il fyrir sig, en það verður sí- fellt erfiðara, eftir því sem heimilislæknum fækkar. Atriði sem betur mættu fara Ýmislegt mætti telja sem bet- ur gæti farið í starfi heimilis- lækna. Það mætti t.d. létta ögn á vinnuálaginu með auknu samstarfi og verkaskiptingu. Hjúkrunarkonur, ritarar og annað aðstoðarfólk gætu unn- ið mörg þau störf, sem læknar annast nú. Raunar má skipu- leggja almenna læknaþjónustu hér í borg á marga vegu, eftir þvi sem mönnum sýnist hag- kvæmast; en um það er til- gangslaust að ræða, ef heimilis- læknum heldur áfram að fækka. Þær einu ákipulags- breytingar þjóna tilgangi, sem laða unga lækna til starfa. Heimilislæknaskorturinn er orðinn svo alvarlegur, að nú- verandi heimilislæknafyrir- komulag er að þrotum komið og má ekki við neinum skakka- föllum. Þessu verður ekki bjargað með skipulagsbreyting- um, nema fleiri almennir lækn- ar fylgi í kjölfarpð. Fækkun heimilislækna leiðir ekki *til annars, en að hlutur þeirra í læknisþjónustunni minnkar. Það er víða talið eðlilegt og hagkvæmt að almennir læknar annist^ að minnsta kosti 80% þeirra, sem Iseknis leita. Ef við teljum þetta einnig hagkvæmt fyrir okkur, þá er ekki að verða seinna vænna að spyrna við fótum. Ég hef fyrr í erindinu rakið ýmsar ástæð- ur þess að ungir læknar hafa fremur kosið sérfræðistörf. Ef við ætlum að breyta þessu verður að gera almennu lækn- isstörfin eins eftirsóknarverð og önnur sérfræðistörf. Við þurfum að byrja á því að kanna gaumgæfilega viðhorf og álit ungra lækna og lækna- ■ nema á þessu máli til að vita hverju þarf að breyta til að þeir hafi ekki síður áhuga á almennum læknisstörfum, en sérfræðistörfum. Við getum nú athugað ofur- lítið nokkur atriði, sem vafa- litið koma til með að verða rædd í þessu sambandi Framlhald á 9. síðu. 4 1 «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.