Þjóðviljinn - 23.11.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.11.1967, Blaðsíða 12
I ! Ýmis nauðsynjainnflutningur stendur höllum fæti: # Væntanleg gengisfelling hefur þegar skapað ofsagróða hjá kaupmönnum \ n ! Mikið ramakvein heyrist f rá innflytjendum um þessar mundir í tilefni af væntan- legri gengisfellingu allt að 30 prósent og telja sumir for- svarsmenn hennar framundan vísan kollhnís hjá hluta af stéttinni. Hljóðar fer um þá innflytj- endur er raka saman ofsa- gróða þessa dagana í kaupæði og hamstri fólksins, — og þeir hafa allt sitt á þurru. Þjóðviljinn hafði samband í gærdag við nokkra aðila hér í borginni til þess að afla sér vitneskju á því, — hvað væri. raunverulega að gerast í verzl- uninni og hafði tal af em- bættismönnum, bankamönn- um og kaupsýslumönnum. Allt er það með hliðsjón af gengisfellingu allt að 30%. Þannig náðum við tali af Ingólfi örnólfssyni í gjaldeyr- isdeild bankanna til þess að forvitnast um, — hvaða vör- ur væru keyptar með gjald- fresti til landsins og hvaða vörur mætti ekki flytja inn til landsins á stuttum víxlum. Árið 1963 og aftur árið 1964 gaf Viðskiptamálaráðuneytið út bannlista yfir þær vöruteg- undir, sem ekki mætti taka lán á erlendis og yrðu að greiðast með staðgreiðslufyr- irkomulagi. Ég myndi telja, að 1/4 hluti innflutningsins til iandsins í heild væru vörur á þessum bannlista. Þar er bó ekki reiknað með báta-. flug- véla- og skipakaupum. Þann- ig er 3/4 hluti innflutnings- ins fluttur inn á stuttum vöru- kaupavíxlum, — venjulegast til 90 daga. Árið 1963 lentu á þessum bannlista öll rafmagnsheimil- istæki og bifreiðar, — árið eftir jókst þessi bannlisti stór- um og lentu þar inn erlendar iðnaðarvörur eins og tilbúinn fatnaður. kvenskófatnaður. snyrtivörur, hljóðfæri, sjón- vörp, útvörp og erlend hús- gögn og bannig mætti telja, sagði Ingólfur að lokum. Mikil sala hefur verið und- anfarna daga á sjónvörpum, ískistum, húsgögnum og alls- konar rafmagnsheimilistæki- um. Engar af þessum vörum , eru á lánum erlendis og inn- kaupsverð vörunnar erlendis er takmarkaður hluti af út- sölúverði hér heima, þar sem þessar vörur eru á háum toll- um, — 80 til 90 prósent, — rakar þannig verzlunin saman miklum gréða á sölu á bess- um vörum sfðustu daga. Allar þessar vörur koma til með að hækka eftir gengis- feliingu. — sú hækkun er að stórum hluta tollar og rennur tiii' ríkissjóðs, — verzlunin hefur allt sitt á þurru í þess- um efnum. En hvar .standa kex oa tertubot.nainnflytiendur með tillitj til gengisfellingar? Viðreisnarstjórnin hefurtal- ið súkkuiaðikex og tertubotna svo veigamikla nauðsyn ( innflutningi. að innflytjendur Jiafa mátt flytja bað inn með greiðslufresti.' Hitt er svo annað mál, hvað útistandandi skuldir eru miki- ar erlendis á því. Vöruskuldir erlendis eru taldar nema nær átta hundr- uð miljónum króna. Þeir inn- flytjendur er flytja inn nauð- synjavörur með lágri heiid- söluálagningu. — ýmsar nauð- synjavörur bundnar vísitö1- unni lenda harðast úti. f matvörunni má þó aðeins flytjS inn á níutíu daga gjald- fresti sekkjavörur eins og hveiti, sykur, hafragrión. — bá kaffi, te, kakó og salt. Hrá- efni í kaffiiðnaði og smiör- Ifkisiðnaði lenda hart úti. Þá standa höllum fæti inn- flytjendur í veiðarfæraiðnaði og öðrum rekstrarvörum til sjávarútvegsins, — allur inn- flutningur þar er yfirleitt með allt að ársgjaldfresti. Þó mun sá háttur vera ‘á með síldar- nætur, — að útgerðarmenn flytja þær beint inn sjálfir og innflytjendur taka aðeins um- boðslaun þar af. Útgerðar- mennirnir semja þannig um lánsfrestinn sjálfir erlendis, — .greiða til dæmis 1/5 hluia andvirðis síldarnótar við mót- töku og afganginn 4/5 á fjór- um þriggja , mánaða víxlum. Hver borgar brú^ann undir svoleiðis kringumstæðum. Það er útgerðarmaðurinn. Stór sildarnót kostar í dag um tvær miljónir króna og með 30 prósent gengisfellingu væi'i það hær hálf miljón aukning skuldarinnar, — hefði hann fest kaup í nót fyrir helgi. Sömu sögu er að segja um rekstrarvörur til landbúnað- arins, — þær eru fluttar inn með greiðslufresti erlendis. I byggingarvöruiðnaðinum lokuðu sumar verzlanir í gær- dag eins og J. Þorláksson & Norðmann eða stöðvuðu sölu á ýmsum vörutegundum eins og í Byggingarvöruverzlun Kópavogs og Timburverzlun Árna Jónssonar. Margar vörutegundir til bygginga eins og timbur, þil- plötur, sement, hreinlætistæki eins og vaskar og klósett eru fluttar inn á lánsfresti. Innflytjandinn, sem er í mörgum tilfellum . smásalinn lika, — eykur skuldabyrði sína erlendis og tapar raun- verulega á því að selja þess- ar vörur núna í gríð og erg til neytenda. Þar er að finna skýringuna á sölustöðvun ým- issa fyrirtækja í þeirri grein. Innflutningur á bílum má fara fram með gjaldfresti er- lendis, — töluverður kippur hefur venið í bílasölu þessa dagana og eru bílainnflytj- endur á grænni grein. Hins- vqgar munu varahlutir til bif- reiða fluttir inn með gjald- fresti erlendis, — yfirleitt á 90 daga víxlum. Hjólbarðainnflytjendur fara illa út úr því, — þeir afgreiða yfirleitt hjólbárða beint úr tollvörugeymslunni til neyt- enda, en hafa skrifað sig fyr- ir 3 mánaða víxlum erlendis fyrir vörunni. Þannig má nefna ýmsar lagervörur upp á krít erlend- is farnar beint til neytenda, — sá viðskiptahéttur mun vera furðu almennur, — það er hinsvegar ekki háttur fjársterkra aðila. Þá blæs ekki byrlega fyrir fataiðnaðinum eins og fyrri daginn. Fatadúkur er yfirleitt fluttur inn með greiðslufresti erlendis, — en tilbúinn fatn- aður er hinsvegar á áður- greindum bannlista. Skókaupmenn mega ekki flytja inn kvenskófatnað með greiðslufresti, — hinsvegar er karlmannaskófatnaður og barnskófatnaður leyfður með greiðslufresti erlendis og höfðu margir bii-gt sig upp fyrir jóláverzlun. Einn stórkaunmaður sagði í' viðtali við Þjóðviljann í gær- dag: Með væntnnlegri gengis- fellingu í huga berum við tjón á.tvennskonar hátt. Ann- arsvegar eykst skuldabyrði er- lendis á stuttum vörukaupa- lánum og hinsvegar rýrnar rekstrarfé við gengisfellingu. Maður kaupir inn minna magn af vörum eftir gengis- fellingu en fyrir . Það er fyr- ir sömu upphæð í krónutölu. Þó mun óhætt að spyrja á þessu stigi. Verður ekki al- menningur látinn borga brús- ann að lokum? ! ! ! i Lúxusflakk Natóþingmanna: Kostar álíka og verðhækkun- in á 150.000 mjólkurhtrum! Matthías Á. Matthiesen Akvörðun ríkisstjórnarflokk- anna um stórfelldar verðhækkan- ir á brýnustu lífsnauðsynjum al- mennings hafa aukið útgjöld barnmargra fjölskyldna svo að nemur meir en 2000.00 kr. á mánuði hjá mörgum. Samtímis er haldið uppi í stuðningsblöð- um stjómarflokkanna látlausum áróðri um, að nú verði allir landsmenn að sýna þegnskap og taka með umburðarlyndi þessum nýju álögum, sem harðast bitna á bamafjölskyldum og ellilífeyr- isþegnum. Umfram allt verði rík- issjóður að fá aukið rekstrairfé og þess vegna verði að spara sem mest fjárveitingar til nið- urgreiðslna á matvörum. Það væri að sjálfsögðu til of mikils ætlazt af stjómarflokk- unum, að þeir spöruðu ríkissjóði önnur útgjöld fremur en þau sem varið hefur -verið til niður- greiðslna á vömverð, en líklega mun mörgum þykja ósvífni þeirra ganga nokkuð langt, þegar þeir á sama tíma stórauka alger- lega óþörf útgjöld. Það er fróðlegt fyrir al- menning, sem nú er verið að brýna á þegnskyldu, að vita, að eitt af því, sem nota á sparnaðinn á niðuirgreiðslun- um til, er að AUKA UM 20% kostnað við sendiför þriggja alþingismanna Natóflokkanna á hemaðarráðstefnu í Belgíu eða úr 240 þúsund krónum í\ 300 þúsund krónur. Til þess að standa undir þessari skemmtiferð þeirra Friðjóns Þórðarsonair, Matthíasar A- Matthíesen og Jóns Skafta- sonar þarf að nota fjármuni úr ríkissjóði sem svara til nýju verðhækkananna á 150 þúsund mjólkurlítrum. Þær vita það nú húsmæðurnar þessa dagana, þegar þrír vara- þingmenn eru kallaðir til Alþing- Friðjón Þórðarson is í stað hemaðarsérfræðinganna, til hvers verðhækkunin á mjólk- inni fer meðal annars. Fimmtudagur 23. nóvember 1967 — 32. árgangur — 266. tölublað. Afarmikil bárhvala- vaða við Færeyjar ÞORSHÖFN 22/11 — Hópur 100—200 búrhvelu hefur villzt inn í sundið mi,lli Straumeyjar og Austureyjar í Færeyjum og er hætt við því að þau strandi við bæinn Hvalvík. Það er talið mjög fátítt að búrhveli sjáist í svo stórum vöðum. Það er talið mjög erfitt verk að drepa hvali þessa sem hafa margra sentimetra þykkt spik- lag og því ekki hægt að skera með þeim áhöldum sem viðhöfð eru við grindadráp. Fyrir tíu árum voru átta hval- bátar sendir á vettvang til að Drengur varð fyrlr skellinöðru Drengur varð fyrir skellinöðru um hádegið í gær á mótum Háa- leitisbrautar og Miklubrautar. Meiðsli drengsins eru ákunn, en hann var fluttur á Slysavarðstof- una. Alþýðubanda- lagið í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópavogi hefur myndasýningu í Félags- heimili Kópavogs sunnudaginn 26 nóvember kl. 4 síðdegis fyr- ir böm félagsmanna og þátt- takendur í berjaferð félagsins á sl. hausti. Sýnd verður m.a. kvikmynd sem tekin var í beria- ferðinni. Kl. 21 um kvöldið verður mynda- og kaffikvöld fullorð- inna í Fólagsheimilinu, efri sal. Allt Alþýðubandalagsfólk og gestir þess er velkomið en sér- ef vænzf að þeir m foru 1 skemmtiferð Alþýðu- bandalagsins á Snæfellsnes sl sumar mæti og taki með sér myndir úr ferðalaginu. Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Alþýðubandalagið á Suður- nesjum heldur fund í Aðalveri í Keflavík n.k. sunnudag kl. 3 eftir hádegi. — Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið. Frummæl- andi er Hannibal, Valdimarsson. Alþingi kýs ráð og nefndir Sameinað þing kaus í gær ráð og nefndir sem lögboðið er að kjósa á fyrsta þingj eftir al- mennar kosningar. Norðurlandaráð í Norðurlandaráð voru kosnir Magnús Kjartansson, Ólafur Jó- hannesson, Sigurður Ingimund- arson, Sigurður Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen. Vara- menn: Karl Guðjónsson, Jón Skaftason, Birgir Finnsson, Ól- afur Björnsson, Friðjón Þórð- arson. Menntamálaráð Kosnir voru í menntamála- ráð: Magnús Torfi Ólafsson, Kristján 'Benediktsson, Helgi •Sæmundsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason og Baldvin Tryggva- son. Varamenn: Sigurður Líndal, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Halldór Halldórsson, Jóhann Hannesson skólameistari, Sig- urður Guðmundsson. Stjórn Vísindasjóðs f stjórn Vísindasjóðs voru kosnir: Páll Theodórsson, Hall- dór Pálsson, Ármann Snævarr, Einar Ólafur Sveinsson. Vara- menn: Bjöm Þorsteinsson, Guð- mundur Guðmundsson, Magnús Magnússon, Steingrímur J. Þor- steinsson. Útvarpsráð í útvarpsráð voru kjömir: Björn Th. Björnsson, Þórarinn Þórarinsson, Þorsteinn Hannes- son, Benedikt ÍJröndal, Sigurður Bjarnason, Þorvaldur Kristjáns- son, Kristján Gunnarsson. Vara- menn: Óskar Halldórsson, Tómas Karlsson, Ólafur Ragnar Gríms- son, Stefán Júliusson, Rögn- valdur Kjartansson, Gunnar G Schram, Valdimar Kristinsson. Framhald á 9. síðu slátra 90 hvölum sem höfðu villzt inn á grynningar. Þá voru þeir drepnir með skutulbyssum. En nú eru engir hvalbátar eftir við Færeyjar. S.A.M. segir frá leikhúslífi í Austur-Berlín Sigurður A. Magnússon íslenzk-þýzka menningarfélag- ið heldur skcmmtifund í I,eik- húskjallaranum í kvöld fimmtu- dag, kl. 9. Á fundinum segir Sigurður A, Magnússon rithöfundur frá leik- húslífi í Austur-Berlin. Kaffi- veitingar verða, á boðstóltim. — Félagsmenn eru hvattir til að sækja fundinn. 0 rval Ijóða Jéns úr Vör á 50 ára afmæli skáldsins Jón úr Vör Helgafell hefur gefið út b ina „100 kvæði" eftir Jón Vör. Kemur bókin í bókavei anir í dag, þegar rétt 30 eru liðin siðan fyrsta bók 1 undar sá dagsins ljós. „100 kvæði“ hefur að gey úrval Ijóða úr fyrri bókum Ji úr Vör. Þrjú ljóðanna h; þó ekki áður verið prent Einar Bragi hefur valið kv: in og ritar alllangan form um höfundinn og skáldsl hans. Bókin er tæpar 200 bl síður. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.