Þjóðviljinn - 22.12.1967, Síða 3
Föstudagur 22. desember 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Gin- og klaufa-
veikin á
undanhaidi
LONDON 21/12— Brezki land-
búnaðarráðherrann Frederick
Peart sagði í dag að yfirvöldin
hefðu rökstudda von um að gin-
og klaufaveikin sem gengið hef-
ur í landinu að undanfömu hefði
nú náð hámarki.
Sjúkdómurinn sem komið hef-
ur í ljós á 2000 bæjum er nú
á undanhaldi en það kemur enn
um nokkra hríð ekki til greina
að draga úr varúðarráðstöfun-
um til að hindra að sjúkdómur-
inn breiðist út.
M.a. hafa allir flutningar á
búfé verið bannaðir, svo og
íþróttamót svo sem veðreiðar og
einnig landbúnaðarsýningar.
Um 350.000 dýrum hefur ver-
ið slátrað á síðastliðnum átta
vikum í baráttunni gegn gin- og
klaufaveikinni.
MYNDIN er tekin á flokks-
skrifstofu Vinstrisósíalista í
Kaupmannahöfn, en þar láta
menn heldur betur hendur
standa fram úr ermum þessa
dagana. I fyrradag tókst hin-
um nýja flokki að safna 30.
000 dönskum krónum og á
fyrista degi meðmælendasöfn-
unarinnar söfnuðust 1000 und-
iskriftir í Háskólanum I
Kaupmannahöfn, en alls söfn-
uðust 3000 undirskriftir fyrsta
daginn.
Deildir SF flokksins um allt
land eru að klofna þcssa dag-
ana og þegar síðast fréttist
höfðu 29 bæjarfulltrúar víða
um land gengið í VS, 36 höfðu
setlð um kyrrt í SF og fimm
voru óráðnir-
Æskulýðssamtök SF flokks-
ins ganga í heilu lagi í
Vinsbrisósíalista og sömulciðis
stúdentafélög SF við alla þrjá
háskólana í Danmörku.
Innrás?
WASHINGTON, PHNOM PENH
21/12 — Bandaríska herforingja-
ráðið athugar nú alvarlega mögu-
leika á því að hefja óslitna eft-
irför á eftir n-vietnömskum her-
mönnum og skæruliðum ÞFF,
sem flýja yfir í héruð sem eru
innan landamæra Kambodja eða
Laos.
Bandaríkin vilja koma upp
gerfilýðræði í Grikklandi
STOKKHÓLMI 21/12 — Það er sameiginlegt verkefni lýð-
ræðisríkja í Evrópu að vemda lýðræðið og því ættu þau að
koma til ráðstefnu til að rœða það, hvað hægt sé að gera
fyrir Grikkland, sagði útlægur aðalritari Miðflokkasam-
bandsins gríska, Nikolai Nikolaidis á blaðamannafundi í
Stokkhólmi í dag.
Það verður að vemda Evrópu
fyrir frekari útbreiðslu fasism-
ans, sagði aðalritarinn og verða
lýðræðisríki að bregðast skjótt
við annars geta þau átt það á
hættu' að nýtt Vietnam skapist í
Grikklandi.
Þar sem landið liggur á hags-
munasvæði bæði austurs og
vesturs getur borgarastyrjöld í
landinu auðveldlega snúizt upp
í stórveldaátök.
Aðalritarinn sagði að mat
flokksins á Konstantín konuhgi
hefði ekki breytzt eða mildazt
þrátt fyrir misheppnaða valda-
töku konungsins.
Við höfum aldrei borið neitt
traust til hans og með fram-
komu sinni ruddi hann herfor-
ingjunum braut til valdaránsins
í apríl síðastliðnum.
Þegar herforingjaklíkunni
verður steypt mun Miðflokka-
sambandið beita sér fyrir því
að lýðveldi verði komið á í land-
Nikolaidis sagðist vonsvikinn
yfir afstöðu Bandaríkjamanna
til atburðanna i Grikklandi. Á
ferðalagi um Bandaríkin nýlega
segist hann hafa komizt að því,
að Bandaríkin %dldu halda frið
við grísku herforingjastjórnina
og láta sér nægja að fá hana
til , að setja nýja stjórnarskrá
og Iáta kosningar fara fram.
En kosningarnar verða áreið-
anlega ekki frjálsari en t.d. þær
sem fram eru látnar fara á
Spáiii.
Svo virðist sem Bandarikin
ætli sér áð koma á nokkurs
konar gerfilýðræði í Grikklandi.
Konstantín
AÞENU, RÓM 21/12 — Gríska
stjórnin mun birta nýja stjórn-
arskrá innan mánaðar og búast
má við einhverjum lýðræðisbót-
um, er haft eftir áreiðanlegum
heimildum í Aþenu.
Þessi ákvæði eru sögð geta leitt
til sátta Konstaníns konungs og
herforingjasjómarinnar.
Konungur dvaldi með fjöl-
skyldu sinni f Róm áttunda dag-
inn í, dag pg sáust jþess
merki að samningar ættu sér
stað um heimför hans-til Grikk
lands.
Eftir sama höfurtd
og Fjallavirkið
og Gullkjölurinn
Desmond Bagley
FELU
BYLUR
Fellibylur. þriðja bók Desmond Bagleys, stendur
fyllilega á sporði tveim fyrri bókum þessa vinsæla
höfundar, Gullkilinum og Fjallavirkinu, sem náðu
óhemju miklum vinsældum og eru nú víðast hvar
uppseldar. — Fellibylur er sjálfsögð jólagjöf í ár.
Verð kr. 349,00 með söluskatti.
Jafnrétti og jafnvel sjálf-
stæði á dagskrá í Grænlandi
KAUPMANNAHÖFN 21/12 — Kosningabaráttan á Græn-
landi mun ekkert gefa eftir kosningabaráttunni í Danmörku.
Krafa Grænlendinga um jafnrétti verður höfð á oddin-
um og flokkur Eskimóa, Inuit-flokkurinn hefur ákveðið
að bjóða fram eigin frambjóðendur í báðum kjördæmum
á Grænlandi.
' f 2. kjördæmi á Grænlandi
verður kosið sama dag og í Dan-
mörku, 23. janúar. í 1. kjördæmi
sem nær yfir norðurhluta Græn-
jands verður aftur á móti ekki
kosið fyrr en 29. febrúar.
Það er kosið svona seínt í
þessu kjördæmi vegna þess að
íSinn í lok febrúar er orðinn
traustari, þannig að auðveldara
verður að flytja atkvæðaseðlana
saman frá hinum dreifðu og
smáu kjörstöðum.
Tónninn í grænlenzku kosn-
íngabaráttunni er þegar orðinn
mjög harður og krafan um sjálf-
stæði Grænlands hefur þegar
verið sett fram.
Fyrrverandi formaður Inuit-
flokksins, Ulrik Rosing, hefur
VARSJÁ 21 /4.2 — Utanríkisráð-
herrar frá mörgum Austur-Evr-
ópulöndum luku þriggja daga
umræðum í Varsjá í dag. Sam-
eiginleg opiijber yfirlýsing um
fundinn verðjlr gerð á morgun.
sagt í viðtali við Grænlands-
póstinn nýlega að hann ætli að
stofna Sjálfstæðisflokk.
Inuit-flokkurinn sjálfur er
einnig mjög hlynntur þessari
hugmynd. Formaður flokksins,
Thomas Bertels, sagði fyrir
skömmu, að verði ekki jafnrétti
Grænlendinga og annarra
danskra ríkisborgara látið koma
til framkvæmda hið bráðasta
verði Danir að reikna með þvl
að Grænlendingar muni vinna
að því að fá fullt sjálfstæði
eins og aðrar fyrverandi ný-
lendur.
jólaumbúðapappír
40 og 57 cm rúllur
HEILDSÖLUBIRGÐIR
Eggert Krístjánsson & Co. b.f.
VERÐ KR.
295,-
VÖRBUFEll
...ijöamiiii mikuii
Snilldarlega skrifuð njósnabók eftir meistara slíkra
skáldsagna, Jhon Lé Carré, höfund metsölubókarinnar
„NJÓSNARINN, SEM KOM INN ÚR KLÍLDANUM."
Bókaútgáfan VÖRÐUFELL - Bókaútgáfan VÖRÐUFELL - Bókaútgáfan VÖRÐUFELL - Bókaútgáfan VÖRÐUFELL