Þjóðviljinn - 22.12.1967, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1967, Síða 8
3 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 22. desember 1<)67. Rammíslenzk bókaútgáfa Þorsteiim Jósepsson: — Harmsögur og hetjudáðir. Bókaútgáfan öm og ör- lygur hf. Reykjavik 1967, 157 bls. Myndskreyting: Hringur Jóhannesson. Á bók þessa eru skráðirfrá- söguþaettir af mannraunum í hörðum veðrum. Flestir eru þeir skráðir eftir viðtölum við þá, sem atburðina lifðu, enstund- um er stuðzt við prentaðar heimildir eða reynslu höfund- arins. Þeir voru skráðir á nær 30 ára blaðamennskuferii Þor- steins Jósepssonar og hafa nær allir birzt áður á prenti í ein- hverri mynd. Styrkur þáttanna felst í greinagóðri staðfræði og skýrum lýsingum lands ogveð- . urs. Framsetning efnisins er heldur handahófskennd. Er t.d. lítt um það hirt að skapa spennu í frásögn og þess oft- ast getið í upphafi hvort sögu- hetjurnar hafi komizt Mfs af. Ekki er lögð rækt við mann- lýsingar en nöfn persóna og staða eru nákvæmlega tilgreind. 1 flestum þáttanna er greint frá einstökum atvikum en í nokkrum eru raktar frásagnir af atburðum sem gerast ásömu slóðum s.s. Holtavörðuheiðd og Reykjaheiði. Hringur Jóhannesson listmál- ari hefur teiknað myndir íbók- ina. Heilsíðumyndimar verða nokkuð einhæfar sem og efnið stendur til, en í þeim nær lista- maðurinn oft að túlka á á- hrifamikinn hátt þá iðulausu stórhríð sem geisar á síðum bókarinnar, smærri teikningar ------------------------------$ Irskt blóð í æðum rann Irving Stone: SJÓARI Á HESTBAKI. — Ævisaga Jacks London. Gylfi Páis- son þýddi. Isafoldar- prentsmiðja hf. Reykja- vík 1967. 312 bls. Þetta verk er samið af mik- iili kunnáttu. Efnistök eru skáldsins frekar en vísinda- mannsins. Strax f upphafi «;r lesandinn staddur mitt í æsi- legum viðburðum. Átök milii foreldra Jaoks London verða blaðamatur meðan hann er í móðurkviöi. Hann er deiluefn- ið og aldrei gekkst faðirinn við syninum. Saman héngu foreldr- amir í eitt ár. Móðirin var af velsku bergi brotin, en faðir- inn hreinræktaður Iri. 1 mörgu minnir ævi Jacks London á aðra írska jöfra. Logandi lífs- lyst sem ögrar öllum takmörk- um, örlæti og persónutöfrar minna æðioft á Oscar Wilde en bjartsýn trú á skynsemi og framfarir qg innblásin barátta fyrir hugsjónum sósíalisma leiðir hugann að Bernard Shaw. Samúð með lítilmagnan- um annarsvegar en einstak- lingshyggja, sem stundumjaðr- ar við hégómaskap hinsvegar virðist aftur hafa verið sam- eiginleg Irum þessum, sem hver á sinn hátt skráði mikilsverða þætti í bókmenntum á enska tungu. • Irving Stone beitir gjaman þeirri aðferð í sögu sirrni að greina frá því á víxl hvemig aldan ris og hnígur í lífi sögu- hetju sinnar. Lýsingar á ótrú- legu basli og vonbrigðum vegna rangsleitni þjóðfélagsins vega á móti lýsingum hinna glöðu stunda velgengni og frama. Raunar er þessi aðferð nátengd sveiflunum í skapi skáldsins og ævintýramannsins. Hann hlaut stöðugt að reka sig á. í barátt- unni við óblíð náttúruöfl hefur hann jafnan sigur en í gUmu hans við mennina æði misjafna Jack London ættingja, vini og samstarfs- menn er ósigurinn jafnan á næsta leiti. Náttúruna skynjar hann . næmum og öruggum skiln- ingi og fatast ekki tökin í tví- sýnni glímu við hafrót í Norð- urhöfum, hitamollu Suðurhafa né heldur Alaskavetur. Skiln- ingur hans á mönnunum tak- markast aftur á móti af því að hann einblínir á hinn betn mann með góðvild og tak- markaiausu umburðarlyndi. — Hugsjón sósíalisma boðaðihann í ræðum og ritum sínum með eldmóði þess sem ekki kann að efast. En vonbrigðin verðá sár. Enda þótt auður tæki að berast með sívaxandi frægð og vinsældum skáldsins hverfur hann jafnharðan með fúslegri aðstoð ættingja og blendinna vina og samstarfsmanna. Einn- ig olli þar miklu um tatomarka- laust örlæti og dirfskufullar framkvæmdir í siglingum og búskap, sem síðustu ævi- ár tók hug sægarpsins. Hann er svikinn og prettaður við smíði óskasnekkju til hnatt- siglingar og nóttina áður en flytja á í nýtt hús sem hann hafði lagt alúð og stolt sitt í, brennur það á dularfullan hátt. Þessi atburður skipti sköpum í ævi Jacks London. „Hann var þess fullviss, að einhver, sem hann hafði sýnt vinarhót, hefði kveikt í úlfsbæli. Hann hryllti við þessari tilhugsun. Honum bauð ekki aðeins við viður- styggð eyðileggingarinnar, þar sem útveggir hússins stóðu sót- ugir með gapandi gluggatóft- ir, heldur hafði hann misst trúna á mennina og ástina á þeim, þær eigindir, sem höfðu tekið flestar hans stundir og einkennt líf hans. Augu hans opnuðust skyndilega fyrir því, sem hann hafði ekki áður séð, eða hann sá, en lokaði augun- um fyrir“. Eftir þetta bugast þrek og Mfelöngun. Spenna og list hverfur úr skáldverkunum. Veikindi og veilur skapgerðar- innar ná yfirhöndinni og leið- arlokin eru skammt undan. Þetta er ekki þurr ævisaga. Jack London verður söguper- sóna. Atburðarásin fær listræn- an farveg og æviritarinn gerist um sumt fróðari en vísinda- manni myndi leyfast. En list- ræn vinnubrögð og skáldlegt innsæi hans valda því að les- andinn fær spennandi sögu og eftirminnilega mannlýsingu. □ Þýðandi hefur snúið verkinu á vandað og látlaust mál. Það ber við, að hann setur orð úr góðu og gildu sjómannamáM innan gæsalappa og virðist það óþarfa varfærni. Hörður Bergmann. Mikill dráttur oft á greiðslu iauna til járniinaðamanna Ráðherrum ritað bréf um þetta vandamál Eins og oft hefur verið vikið að hér í Þjóðviljanum mun samdráttur sá er orðið hefur í atvinnulífinu að undanfömu hafa bitnað einna harðast á ýmsum iðnaðarmönnum, t.d. járnsmiðum, en mjög alvarlegt ástand er nú ríkjandi í jámiðn- aðinum í landinu. Þannig er ekki nóg með að eftirvinna, sem er drjúgur hluti af árs- tekjum járniðnaðarmanna, hali að mestu eða öllu fallið niður, heldur hefur það og bætzt ofan á að jámiðnaðarmenn eiga í miklum erfiðleikum með að fá kaup sitt greitt frá atvinnufyr- irtækjunum. Hefur þetta geng- ið svo langt að stjóm Félags járniðnaðarmanna hefur séð sig tilknúða að snúa sér með þetta mál til bæði iðnaðarmála- ráðherra, Jóhanns Hafsteins, og Félagsmálaráðherra, Eggerts G. Þorsteinssonar, og hún ritað ráðherrunum eftirfarandi bréf um þetta mál .Er það dagsett 14. þ.m.: „Stjórn Félags jámiðnaðar- manna vill með bréfi þessu vekja athygli háttvirts ráðherra á því, að alvarlegur rekstrar- fjárskortur háir starfsemi járn- iðnaðarfyrirtækja í Reykjavfk og nágrenni. Afleiðing þessa rekstrarfjár- skorts hefur komið þungt niður á Iaunþegum í jámiðnaði þann- ig, að launa- og orlofsgroiðsiur hafa raskazt og dregizt fram yfir ákveðna gjalddaga. Máiaferii vegna innheimtu á launa- og orlofsgreiðslum eru nú að verða algeng, en voru áður nær óþekkt f járniðnaði. Röskun á samningsbundnum Iaunagreiðslum atvinnurekcnda til launþega, samfara minnk- andi launatekjum vegna sam- dráttar í atvinnu er óviðunandi ástand. Rekstrarfjár- og verkefna- skortur mun einnig valda ó- vissu varðandi starfsemi ým- issa Jámiðnaðarfyrirtækja og stálskipasmíðastöðva. Trúnaðarmenn félags vorshjá Framhald á 13. síðu. Þorsteinn Jósepsson á spássíum eru fjölbreytilegri og njóta sín vel. Gísli B. Bjömsson hefur séð um útSlit bókarinnar. Er hún höfð það breið að lesturinn verður óþarflega erfiður þótt spássíur séu allbreiðar. Þætt- irnir eru í virðulegum búnaði. Útgefendur á Islandi hafa víst komizt að raun um að enn finnist þjóðinni þættir sem þessir eiga heima í dýrri og vandaðri bók. Hörður Bergmann. Fjallkonan hirtir Trítil Þú lofaðir því að láita ekki landið falt við Kana. Svo lagðirðu það í hemámshlekki og hœldist um af vana. í þinni ætt var enginn svona lítill. — Svartur blettur á tungu þinni, Trítill! Þú lofaðir því að láta ekki landhelgina fala. Svardagar tnii ég suma blekki, og svona er ljótt að tala. Þá var margur maðurinn lítiU. — Svartur blettur á tungu þinni, Trítill! Þú lofaðir því að lána ekki lendingu við Hvalfjörð. Þar fórstu enn með fals og hrekki. Fymist seint þín misgjörð. Margoft varstu minni en lítill. — Svartur blettur á tungu þinni, Trítill! Þú lofaðir því að lækka ekki lægðina í okkar krónum. Sú mun þó bíða heljar hnekki. í hana þú læstir klónum. Þú ert og varst og verður lítilL — Svartur blettur á tungu þinni, Trítill! N. N. frá Nesi. Starf handritastofnunarinnar Starf Handritastofmmar Is- lands siðasta áx hefur verið allfjölþætt, þóit enn sé starfslið alltof fátt, að því er prófessor Einar Ólafur Sveinsson lét uppi á fundi með blaðamönnum í fyrradag, og framlag til stofnun- arinnar á fjárlögum ekki nema rétt á aðra miljón í laun, svipað til útgáfustarfa og 200 þúsundir til annarra starfa. Prófessor Einar Ólafur Syeins- son, forstöðumaður Handrita- stofnunarinnar kvaðst þó bjart- sýnn á framtíð hennar er hann skýrði blaðamönnum frá starf- semi stofnunarinnar á þessu ári. Auk útgáfustarfsins, sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær, hef- ur Handritastofnunin sent sér- fræðinga sína tiil að skrá íslenzk handrit erlendis, þau sem ó- skráð eru eða miður vel skráð. Hefur stofnunin notið til þess stuðnings frá UNESCO. I fyrra var Jónas Kristjánsson cand. mag. nærri 6 mánuði við skrán- ingu handrita í Noregi og Svi- þjóð, en í haust hefur Ölafur Halldórsson cand. mag. unnið að skráningu íslenzkra handrita í Skotlandi og írlandi. Síðar er ætlazt til að láta prenta þessar skrár, en fá þar að auki filmur eða ljósmyndir allra þessara handrita hingað til lands, svo framt þær eru ekki til hér áð- ur. Þá gat Einar Ólafur um störf Hallfreðar Amar Eiríkssonar að söfnun þjóðfræða. Mest kapp hefur verið lagt á söfnun þjóð- kveðskapar, þjóðsagna og ævin- týra. En auk þess nokkuð þjóð- laga, rímnalaga og gamalla sálmalaga. Þannig hefur Hall- freður tekið upp á segulband söng systkina í Homafirði á ná- lega öllum Passíusálmum — með styrk frá Kirkjuráði. Allmikið hafa ýmsir Norðurlandafræði- menn sýnt áhuga á þessum efn- um; þannig hafa danskir menn, frá Dansk Folkemindesamling safnað nokkur sumur hér — með Hallfreði, ekki sízt rímnalögum Á þessu ári hefur verið veittur styrkur úr Menningarsjóði Norð- urlandp til slíkrar söfnunar, og var Hallfreður og einn danskur maður við það nokkurn tíma í haust. Fyrirhugað er að reyna að fá meira fé til þvílíkrar söfn- unar og munu aðiljar frá öllum Norðurlöndum standa að því. Þá hafa þeir Hallfreður og Árni Bjömsson flutt mikið af fyrirlestrum í útvarpi um þjóð- fræði og hefur því verið vel tek- ið, og sérfræðingamir Jónas og Ólafur hafa ritað greinar, eða flutt fyrirleetra, um íslenzk hand- rit og handritamálið, hæði hér á landi og erlendis. Vísindalegar ritgerðir hafa þeir og skrifað, auk þess sem þeir hafa lagt til rita stofnunarinnar. Svavar Sigmundsson cand. mag. hefur unnið að könnun ör- nefna sem Fomleifafélagið og Þjóðminjasafn höfðu látið draga saman, og hefur það verið und- ir stjóm þjóðminjavarðar, en Handritastofnunin hefur kostað verk Svavars að miklu leyti. Nú er ætlazt til að Svavar fari til Uppsala, en þar er mjög frægt ömefnasafn. Prófessor Einar. Ólafur minnt- ist byggingar Ámagarð, húss Handritastofnunarinnar og Há- skóla íslands sem rísa á á svæð- inu milli Háskólans og prófess- orahverfisins. Er gert ráð fyrir að byggingin verði fokheld næsta sumar, en fullbúin eftir tvö ár. Kvaðst próféssorinn þess fullviss að þótt Alþingi veitti fé til bygg- ingar safnhúss, væri þess enn langt að bíða að hún risi, og ó- gjömingur hefði orðið að bíða eftir því fyrir Handritastofnun- ina. Hins vegar álitu bæði hann og próf. HalHdór Halldórsson, sem sæti á í stjóm stofnunar- innar, að ekkert væri því til fyrirstöðu síðar meir, ef til kæmi, að stofnunin flytti, enda gæti Háskólinn alltaf notað húsnæðið og hefði fulla þörf fyrir það. Hann gat einnig ýmissa góðra gjafa er stofnuninni hefðu borizt, m.a. eiginihandar skrauthandrits 3>--------- ---------------------- sem Ásgeir Magnússon á Fróðá hefði gefið, 100 þús. kr. frá for- stjóra Brunabótafélagsins og arfs sem Steinn Dofri hefði látið stofnuninni eftir, bæði fjármuni og talsvert safn bóka, mest úr íslenzfcum fræðum af því tagí sem ætla má að mikið verði not- uð. Prófessor Einar Ólafur skýrði frá þvi að ætlazt væri til að Handritastofnunin varðveitti þau handrit, sem vænta mé að Danir skili íslendingum samkvæmt tvö- faldri samþykkt þjóðþingsins danska. Er þá og gert ráð fyrir að stofnunin gefi út 1) ljósmynd- ir handrita, 2) prentanir heimilda eftir sem fullkomnasta rannsókn allra handrita hverrar heimaldar, en þegar þar að kemur kynni stofnunin að hefja útgáfu rann- sókna íslenzks máls, bókmennta eða sögu. Auk þess er tiltekið í lögum um stofnunina, að skipta megi henni i deildir, og er þar sérstaklega minnzt á þjóðfræði og ömefni. Stjórnin var kosin í annað sinn i fyrra (1966), og er for- maður. Einar Ólafur Sveinsson, sem einnig er forstöðúmaö'jr stofnunarinnar. Af Háskólaráði eru kosnir: prófessor Halldór Halldórsson, Hreinn Benedikts- son og Guðni Jónsson, en vara- menn þeirra eru prófessorarnir Bjami Guðnason, Steingrímúr J. Þorsteinsson, Magnús Már Lárus- son. Auk þess eru þrir fasiir menn í stjórninni: landsbóka- vörður, þjóðskjalavörður og þjóð- minjavörður. Stéttarsamband bænda: Greinargerð um verðlagningu /andbúnaðarvara nú i haust Þjóðviljanum barst í gær eft- irfarandi greinargerð frá Stétt- arsmbandi bænda um gang verðlagningar á landbúnaðar- vörum og niðurstöður hennar: Verðlagningu landbúnaðaraf- urða fyrir verðlagsárið 1967— 1968 er nú lokið. Fulltrúar bænda í Sexmanna- nefnd lögðu fram tillögur sínar um nýjan verðlagsgrundvöll 5. sept. sl- en venja er að verð- lagningu sé lokið 20. sept. ár hvert. Fulltrúar neytenda lögðu fram sínar tillögur á fundi með sáttasemjara 6. okt. Mikið bar á milli og náðust ekki samningar í nefndinni og var málinu vísað t'il yfirnefnd- ar 11. okt. sl. Yfirnefnd felldi úrskurð sinn um verðlagsgrundvöll 1. des. Breytingar skv. úrskurðinum á búvöruverði til bænda frá fyrra ári var 0,23% til hækkunar. En tilfærsla var gerð á verði ullar og kjöts þannig, að ullin lækkaði um fimro krónur kg. en kjötið hækkaði um sextíu aura pr. kg- af þeim sökum. Ekki náðist heldur samkomu- Framhald á 13. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.