Þjóðviljinn - 23.12.1967, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 2S. desember 19CT.
Ctgefandl:
alþýð'u — Sóslalistaflofck-
Magnús Kjartansson,
Samein in garfl ofcfcur
urínn.
tvar H. Jónsson, (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Sigurður V Friðþjófsson.
Sigurður T Sigurðsson.
Eiður Bergmann.
Ritst.ióm. afgreíðsla. auglýslngar. prentsmiðja Skólavörðustlg 19
Sími 17500 (5 Ifnur) — Áskriftarverð kr 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð fcrónur 7.00.
Ritstjórar:
Fréttaritstjóri:
Auglýsingastj.:
Framfcvstj.:
„Á réttri leið
■■
|>að er mikill háttur í stjórnmálaumræðum á ís-
landi að gera mönnum upp skoðanir og atyrða þá
síðan fyrir kenningar sem þeim hafa aldrei til hug-
ar komið. Þannig er því nú haldið fram af nýstár-
legri samfylkingu sem spannar frá Alþýðublaðinu
til Frjálsrar þjóðar og Verkamannsins á Akureyri,
að Þjóðviljinn vilji sem minnst gera úr gagnsemi
verðlagseftirlits og sé jafnvel orðinn andvígur því.
Fyrir slíkri kenningu er að sjálfsögðu ekki flugu-
fótur; Þjóðviljinn hefur löngum fjallað einn ís-
leniL ra blaða um verðlagsmál og verðlagseftirlit,
til að mynda á undanförnum árum þegar Alþýðu-
flokkurinn hefur tekið þátt í því ásamt Sjálfstæð-
isflokknum að gefa kaupsýslumönnum sjálfdæmi
um álagningu sína.
JJins vegar mótmælir Þjóðviljinn afdráttarlaust
þeirri kenningu að nýjar álagningarreglur séu
fullnægjandi svar launamanna við stórfelldri árás
stjórnarvaldanna á lífskjörin, að álagningarreglur
þessar séu hvorki meira né minna en einhver mesti
sigur sem verklýðshreyfingin hafi unnið, að þær
geti komið í staðinn fyrir kjarabaráttu launa-
fólks.. Frá því hefur verið greint opinberlega að !
hinar nýju álagningarreglur muni hafa það í för
með sér að verðlag hækkí um 7,5 vísitölustig, en
samkvæmt tillögum kaupsýslumanna hefði vísi-
talan hækkað um 9 stig. Það viðfangsefni sem um
er deilt í verðlagsnefndinni jafngildir sem sé 1,5
vísitölustigum. Lýst hefur verið yfir því að hinar
nýju álagningarreglur eigi aðeins að gilda í nok^r-
ar vikur, síðan eigi að auka hlut kaupsýslumanna,
og forsætisráðherra hefur lýst því markmiði sínu
að álagningarhömlurnar verði afnumdar eftir eitt
ár eða svo,« svo að enn er öldungis óvíst hverjar
niðurstöðurnar verða á þessu sviðr. En jafnvel þótt
þær álagningarreglur héldust sem nú hafa verið
settar stendur eftir 7,5% verðhækkun sem launa-
menn eiga að bera bótalaust.
Hvað. vakir fyrir þeim mönnum sem telja slík
málalok stórglæsilegt afrek og einhvem mesta
sigur sem verklýðshreyfingin hafi unnið? Þannig
hefur Þjóðviljinn spurt án þess að nokkur svör
hafi sézt. Sú staðreynd er hins vegar kunn að al-
þýðusamtökin hafa lýst yfir því að það sé félags-
legt ranglæti að skerða kjör launamanna og a?
slíkri árás verði ekki unað. Það er semsé stefna
verklýðssamtakanna að fá hið stórfellda kauprán
að fullu bætt; það eitt getur talizt viðhlítandi ár-
angur. Þeir menn sem telja tímabundnar álagning-
arreglur einar samah næsta óviðjafnanlegan stór-
sigur hljóta að miða við aðía mælikvarða en þá
sem verklýðshreyfingin hefur samþykkt, mark-
mið þeirra hljóta að vera önnur en þau sem sam-
tök launamanna stefna að. Þeir hafa nú fengið við-
urkenningu í öðru aðalmálgagni ríkisstjórnarinnar
að þeir séu „á réttri leið“, en.leið ríkisstjórnarinn-
ar er ekki hin sama og leið verklýðshreyfingar-
innar. — m. ,
Jackié og Möggu prínsessu fyrst mætt
meí óánægjupúi, síðan með léfatuki
\
Einn af meiriháttar viöburð-
um á því ári sem senn er lió-
ið var opnun heimssýningar-
innar í Móntreal. Margt og
mikið hefur verið skrifað um
sýningu þessa t>g einstakar sýn-
ingardeildir og margar myndir
verið birtar. Hér koma tvær
myndir til viðbótar, þó að seint
sé og nú sé nokkur tími liðinn
síðan hliðum sýningarsvæðisins
var lokað.
•
Myndir þessar eru frá deild
Tékkóslóvakíu á sýningunni,
þeirri sýningardeildinni sem
hvað mesta athygli vakti. Alls
komu í tékkneska sýningarskál-
ann um sjö miljónir manna.
Löng biðröð var að jafnaði
fyrir framan skálann, þar biðu
menn jafnvel klukkustundum
saman eftir að komast inn.
Langflesir þeirra tignarmanna
og þjóðhöfðingja sem skoðuðu
heimssýninguna komoi við í
skála Tékkóslóvakíu. Var þeim
þá hleypt framhjá fjöldanum
sem stóð í biðröðinni og er
sagt að oft hafi verið nokkur
kurr í mönnum vegna þess.
Blöð skýrðu til dæmis frá því,
að menn hafi látið heldur betur
í sér heyra, er þær komu í sum-
ar til að skoða tékknesku sýu-
ingardeildina Jaqueline Kenne-
dy ekkja Bandaríkjaforseta og
Margrét prinsessa Breta. Ó-
ánægjuraddirnar breyttust þó
í fagnandi lófatak, þegar menn
áttuðu sig á þvi hvaða gestir
hér vorii á ferðinni.
— Myndimar hér á síðunni
sýna gamla og nýja tímann í
tékknesku sýningardeildinni í
Monteral. Á ann,arri sjást mið-
aldamálverk á\ végg, en á stöpl-
um standa maddonulíkneekjur
og helgra manna myndir. Hin
myndin er úr|,deiíd nútíma
tækni og vísinda.
T2r
Dregið i
kvöld
I