Þjóðviljinn - 02.02.1968, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1968, Síða 3
t ílostudagur 2. febrúar 1968 — ÞJÓÐVHjJINN — SÍÐA 2 Sökn skæruliia í S-Vietnam Ný stjórn í Danmörku undir forustu Róttæka flokksins KAUPMANNAHÖFN 1/2 — Leiðtogi Róttæka vinstri- flokksins, Hilmar Baunsgaard, hefur nú lokið myndun samsteypustjórnar borgaraflokkanna þriggja og*verður ráð- herralistinn lagður fram opinberlega á morgun. í henni eiga sæti fimm ráðherrar róttækra, sex íhaldsmenn og sex Vinstrimenn. Poul Hartling, leiðtogi Vinstri flokksins er utanríkisráðherra og Poul Möller, leiðtogi íhaldsflokksins, er fjármálaráðherra. Framhald af 1. síðu. kynnt að þeir hafi komið á fót byltingarstjórn bæði í Saigon og hinni fomu höfuðborg Hue norð- arlega í landinu. Westmoreland, hershöfðingi yf- irmaður bandaríska heraflans í landinu sagði á blaðamanna- fundi í dag, að aðgerðir skæru- liða væru liður 1 áætlun sem stjóm Norður-Víetnams hefði samþykkt í fyrra. Hinn fyrsti væri að snúa almenningsáliti í heiminum gegn loftárásum á N- Víetnam, annar — bessi sem nú stæði yfir, væri fólginn í árás- um gegn s-víetnamskum borg- um og hinn þriðji yrði fólginn í allsherjarsókn' í nyrztu héruðum landsins. Westmoreland kvaðst telja að andstæðingamir gætu haldið áfram árásum á borgir í marga daga. Hann og aðrir Bandaríkjamenn telja mannfall skæmliða mjög mikið (5000 á 3 dögum) en margar tölur og óljós- ar em nefndar. Víða um land WASHINGTON 1/2 — Bandarík- in hafa fallizt á tillögu Norður- Kóreumanna um að taka Pueblo- málið upp á vettvangi vopna- hlésnefndarinnar í Panmunjon á landamærum kórversku ríkj- anna. Tillagan kom frá einum með- lima miðstjómar kommúnista- flakks Norður-Kóreu, sem sagði að stjórn sín myndi ekki fall- ast á neina samþykkt Öryggis- ráðsins í málinu, og vitað var að Norður-Kóreumenn vildu heldur ekki fallast á tillögu Afr- landsins hafa skæruliðar gert andstæðingum sínum lífið mjög leitt. Sagt er að þeir hafi tekið borgina Dalat (40 þús. fbúar) á miðhálendinu — þar ,var ekki bandarískt setulið heldur aðeins „hernaðarráðgjafar“ og aðra borg innar í landinu, Ban Me Thuot- Þeir hafa tekið borgina Phu Loc og hluta af fylkishöfuðborginni Kontum. Þeir ráða nú Kien Hoa og að nokkru My Tho í Me- kongóshólmunum. Auk þess hafa þeir tekið hluta hinnar fomu höfuðborgar Hue í norðri, og komið á fót byltingarstjóm eins og fyrr segir. Ennfremur réðust þeir á bandarísku flugstöðinaa við. Bien Hoa, 25 km. frá Sai- gon. H A N O I 1 Hanoi mun talið að með sókn þessari vilji Þjóðfrelsis- hreyfingin sýna styrk sinn einnig á svokölluðum „friðuðum“ svæð- um og grafa undan þvi trausti, sem sumir landsmenn kunni enn að hafa á herforingjastjóminni. Þá er í blöðum í Norður-Víet- íku- og Asíuríkja um að mæta í Genf til viðræðna um málið. Búist er við því að vopnahlés- nefndin gæti komið til fundar eftir nokkra daga. Hún leysti ár- ið 1963 vanda- sem tengdur var því að tvær þyrlur bandarískar lentu í Norður-Kóreu. Flugmönn- unum var skilað aftur að ári liðnu. Enn hefur eitt bandarískt her- skip, beitiskipið Ranger sem er 60 þús. lestir, bætzt við þann flota sem nú liggur fyrir Kóreu- ströndum vegna Pueblomálsins. nam lögð mikil áherzla á að liðsforingjar úr stjómarhemum hafi hjálpað skæruliðum og að íbúar borganna hafi falið skæru- liða fyrir áhlaupin. Opinber viðbrögð Norður-Víet- namsstjórnarinnar eru sögð þessi: 1. Samræmdar og víðtækar á- rásir sýna að skæruliðar eiga Sókarafl og að valdamiðstöðvar óvinarins eru mjög viðkvæmar. 2. Bandaríkjamenn komast í erf- iða klípu og eru neyddir í vam- arstöðu. 3. Saigonstjómin og lið hennar em í upplausn, valdi hennar er sópað burtu í ýmsum borgum og heilum héruðum á fá- um klukkustundum. 4. Bardögum er ekki lokið, þeir eru aðeins liður af langvarandi aðgerðum. BANDARÍKIN Hið áhrifamikla blað, New York Times, skrifaði f dag að stórsókn Víetkong væri ný sönn- un á takmörkuðu vald( Banda- ríkjamanna í Asíu. Hinar djörfu aðgerðir skæruliða hefðu grafið undan þeirri bjartsýni sem að undanförnu hefði verið flaggað með bæði í Washington og Sai- gon. Hin furðulega hæfni komm- únista til að virkja lið sitt sýndi að hernaðarsigur yrði miklu tor- sóttari og dýrkeyptari en stjórn- in hefur viljað láta í veðri vaka. Lundúnafréttaritari sama blaðs, Anthony Lewis, segir að sókn skæruliða geti haft tvennskonar áhrif í Bandaríkjunum. Annars- vegar muni þau beinast gegn hershöfðingjum og stjórnmála- mönnum, sem hafa látið manna- lega að undanfömu og mörgum mun finnast enn nauðsynlegra en áður að losna úr stríðinu. Hinsveear er einnig hætta á öðr- um viðbrögðum: reiði og von- brigðum' — þess verði krafizt að Tiúka þessu öllu með sprengju- kasti, kannski kjarnasprengjum, murka þetta fólk niður. Lewis telur að mjög verði bjarmað að forsetanum í þessa átt, ekki sízt nú eftir að Pueblomálið kom til sögu líka. HARÐARI tOFTARASIR? McNamara varnarmálaráðherra lét svo ummælt í dag, að hann teldi ekki þurfa að fjölga banda- rískum hermönnum í Vietnam vpgna sóknar skæruliða og lagði áherzlu á mikið mannfall í liði þeirra. Johnson forseti sagði við afhendingu heiðursmerkis í dag, að Bandaríkjamenn ætluðu ekki að hætta loftárásum á- Norður- Víetnam fyrr en þeir hefðu tryggingu fyrir því að ,,kommún- istar ætluðu að hætta árásum“. 1 Hanoi er búist við miklum loftárásum í hefndarskyni fyrir sókn skæruliða og hefur öllum verið sagt að yfirgefa borgina sem ekki vinna að vömum henn- ar. Kjærnorkuknúið flutningaskip KIEL 1/2 — Fyrsta kjamorku- knúna flutningaskip í Evrópu, Otto Hahn, sem er 16.870 smál. var í dag afhent félaginu sem ætlar að reka það. Félagið er stofnað til að meta hagnýtingu kjarnorku til siglinga. Þessi verkasklpting er mjög eftir því sem spáð hefur verið. Meðal annarra ráðherra rót- tækra eru K. Helveg Petersen menningarmálaráðherra og þró- unarlanda og afvopnunar, Helge Larsen, sem er kennslumálaráð- herra (handritamálið heyrir undir hann), ennfremur tekur flokkurinn að sér fiskimál og mál Grænlands — en hann mun ekki líta sérlega hýru auga her- stöð Bandaríkjamanna í Thule, fremur en annað það sem Nato fylgir. * . íhaldsmenn taka að sér vam- armál, dómsmál, innanríkismál og húsnæðismál auk fjámiála og Vinstri flokkurinn kirkjumál, landbúnað. félagsmál og efna- hagsmál. , Hinn nýi forsætisráðherra, Hilmar Baunsgaard, verður 48 ára í þessum mánuði. Faðir hans var yfirmaður vörugeymslu í Slagelse. Baunsgaard hlaut verzlunarskólamenntun. Hann gekk snemma í æskulýðssamtök róttækra og komst þar fljótlega til forystu. Hann var fyrst kos- inn á þing árið 1957 í kjördæmi sem hinn aldraði stjórnmálafor- ingi, Oluf Steen, hafði áður set- ið í. Um það leyti drógu eldri forystumenn flokksins, Bertel Dahlgaard og Jörgen Jörgensen sig í hlé, viku fyrir Baunsgaard og Karl Skytte. Baunsgáard varð verzlunarmálaráðherra þegar Viggo Kampmann endurskipu- lagði sósíaldemókratastjórn sína 1961. Við kosningamar 1964 gekk róttækum illa' og kusu þeir að fara úr stjórn, en studdu þó minnihlutastjórn Krags í þingsölum. Eftir kosningar 1966, þegar sósíaldemókratar * tóku upp samstarf við Sósíalíska al- þýðuflokkinn, kólnaði hin hefð- bundna sambúð sósíaldemókrata og róttækra mjög. Róttækir hafa viljað eiga aðild að stjórn á breiðum grundvelli, en Bauns- gaard mun telja, að nú um hríð sé ekki unnt að mynda hana á vinstrá armi þingsins. Hann hef- ur því kosið að vinna með flokk- NEW YORK 1/2 — Richard Nix- on, fyrrum varaforseti, birti í dag yfirlýsingu sem lengi hefur verið beðið eftir þess efnis, að hann hyggist taka þátt í -próf- kosningum í New Hampshire 12. marz með það fyrir augum að verða forsetaefni Repúblikana í kosningunum í ár. Nixon keppir við George Rom- ey ríkisstjóra í Michigan, sem hefur háð ákafa kosningabarát-tu í New Hampshire í ellefu daga. Verkefni Nixons er, ef vel geng- ur, að sýna fram á vinsældir sínar í prófkosningum repúblik- ana í ríkjum þar sem slíkar kosningar. fara fram og txyggja þannig sterka aðstöðu á flokks- þingi repúblikana. Nixon var varaforseti Eisenhow- ers 1952-‘60, en þá tápaðihann fyr- ir Kennedy í forsetakosningum. um sem standa til hægri við róttæka, en það 'er ekki auð- velt verkefni, því ágreiningur við þá er allmikill, ekki sízt á sviði varnarmála, og þinglið rót- tækra er og mjög ósamstætt. Sprengjuflugið verði bannsð GENF 2/1 — Rosjín, fulltrúi Sovétríkjanna á afvopnunarráð- stefnunni í Genf, bar í dag fram tillögu um eftirlit með flugi með kjarnavopn. Er þar gert ráð fyrir að flugvélum með slíka hleðslu verði ekki leyft að fara út fyrir landamæri ríkis síns. Skömmu síðar tapaði hann ríkis- stjórakosningum í Kalifomíu og hefur síðan haft fremur hljótt um sig. Hann segist í yfirlýsing- unni hafa haft tækifæri til að í- huga málin síðári ár og treysti sér til að taka vandamálin nýj- um tökum. Nixon er sleiþur ræðumaður- og talinn mjög tæki- færissinnaður stjórnmálamaður. Konsiantín kom- ■% inn ti! Hafnar KHÖFN 1/2 — Konstantín Grikkjakóngur kom í einkaflug- vél sinni til Hafnar í dag til að vera viðstaddur brúðkaup' mág- konu sinnar, Benediktu prins- essu, á laugardaginn kemur. Meira en fjórði IfflL hyer miði vinnur^l|W Góðfúslega endurnýið í dag - dregið á mónudag. Vöruhappdrætti SlBS L þessu korti er strikað undir nöfn ýmissa borga sem skæruliðar afa tekið að nokkru eða öliu leyti. Eins og sjá má eru þacsr um " allt landið. 1 mörgum öðrum borgum Pueblomálinu verður skotíð tíl vopnuhlésnefndurínnar Ríchard Nixon hef- ur kosningaslaginn / Skæruliðar nota sovézk vopn MOSKVU 1/2 — Kosygin, for- sætisráðh. Sovétríkjanna, sagði í dag, a,ð það væri ekkert leynd- armál, að skæruliðar í Suður- Vietnam notuðu sovézk vopn. Kosygin hélt ræðu í Kabúl í Afganistan, þar sem hann er í opinberri heimsókn, og sagði að Sovétríkin myndu hjálpa viet. nömsku þjóðinni þar til Banda- ríkjamenn hyrfu á brott frá Vi- etnam. Þetta mun í fyrsta sinn sem sovézkur ráðamaður talar um sovézkar vopnasendingar til skæruliða. Flytjið vöruna f/ug/eiðis Flugfélagið heldur uppi áætlunarflugi milli 13 staða á landinu. Vörumóttakatil allra staða alla daga. í Reykjavík sækjum við og sendum vöruna heim. Þér sparið tíma Fokker Friendship skrú- fuþoturnar eru hrað- skreiðustu farartækin innaniands. Þér sparið fé Lægritryggingariðgjöld, örari umsetning, minni vörubirgðir. Þér sparið fyrirhöfn Einfatdari umbúðir, auðveldari meðhöndlun, fljót afgreiðsla. i ' - ...

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.