Þjóðviljinn - 02.02.1968, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 02.02.1968, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 2. fébrúar 1968. Iltgefandi: áameinmgarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson, , Siguxður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar prentsmrðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 120.00 6 mánuði. — Lausasöluverð kxónur 7,00. Víetnam verður ekki sigrað Ekki væri óeðlilegt að menn teldu líklegt að . hernaðarstórveldi nútímans ættu hægt um vik að gersigra fámennar þjóðir, sem beittu skæruhernaði gegn þrautþjálfuðum atvinnuherj- um með útbúnaði þeim og vopnum sem háþróuð iðnaðarríki hafa yfir að ráða. Þeim mun fremur gætu menn haft þessa trú er í hlut á annað stór- veldið þeirra tveggja sem talin eru ráða yfir mest- um hemaðarmætti á jörðinni, Bandaríkin. Svo er þó ekki, og undanfai^in dægur hafa stórárásir Þjóð- fi-elsishreyfingarinnar í Víetnam vakið meiri at- hygli en nokkur heimsfrétt um langt skeið og skyggja jafnvel á töku bandaríska njósnaskipsins Pueblo viið Kóreuströnd og vopnabrak Banda- ríkjamanna í sambandi við þann atburð. Leiftur- árásir Þjóðfrelsishreyfingarinnar um landið allt, inni í stærstu borgunum og við flugvellina sem Bandaríkjahemum eru ómissandi, hafa sýnt svo ekki verður um villzt að í Víetnam er engin víg- lína nokkurs staðar svo traust að Bandaríkjaher og leppar þeirra geti verið ömggir um sig. Árás Þjóðfrelsismanna á sjálft bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Saigon má kallast táknrænn at- burður, og er líklegur til að valda Bandaríkjunum lítt bærilegum álitshnekki, ekki gízt í Austurlönd- um. Enda er svo að sjá af fyrstu viðbrögðum í Washington, að ríkisstjómin og herstjómin viti ekki sitt rjúkandi ráð. gkæruhemaður fátækra'r þjóðar gegn atvinnu- herjum gráum fyrir jámum er ekki ný húg- mynd, en í kínversku byltingunni varð þetta ó- ljósa hugtak að hernaðarvísindum, fræðilega mót- að í ritum Mao Tse-tungs og þaulreynt í eldhríð- um byltingar og borgarastríðs. Þjóðfrelsishreyf- ingar fátækra nýlenduþjóða hafa fært sér þau fræði og reynslu kínversku kommúnistanna í nyt, í Alsír, á Kúbu og síðast en ekki sízt í Víetnam, og í öllum þessum löndum náð árangri sem varla nokkur utanaðkomandi hefði trúáð fyrirfram. Meginhugsun skæruhernaðarins er sú að mann- inum, mannvitinu, er teflt fram gegn ofurefli vopna og liðs atvinnuhermanna. Manninum gagn- teknum af hugsjón, 'hugsjón um þjóðfrelsi, um þjóðfélagslegt réttlæti, gæddum vilja til baráttu gegn kúgun og fátækt. Skæruhernaður verður ekki háður árangursríkt nema skæruliðamir njóti samhugs mikils hluta þjóðarinnar. Þess vegna sýnir leifturárás Þjóðfrelsishersins í Víetnam, að mestöll víetnamska þjóðin er með honum, slík- ar hernaðaraðgerðir væru óhugsandi án þess. því ber að fagna að átta alþingismenn Alþýðu- bandalagsins og Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að Alþingi leggi því sitt lið að friður mætti komas.t á í Víetnam. ísland á rödd á alþjóðavettvangi og sú rödd þyrfti að heyrast hreinni og íslenzkari en oft vill verða. Svo gæti orðið með samþykkt tillagnanna um Víetnam. — s. Stefán Bjarman vinnumiðlunarstjóri, Akureyri: Langur og tiltölulega fjölsótt- ur fundur, á okkar vísu, var haldinn í Alþýðubandalagsfé- lagi Akureyrar sl. sunnudag hinn 21. þ.m. Að gefnu tilefni kemst ég ekki hjá að minnast nokkuð á fund þenna, og þá fyrst, þótt álappalegt sé, á endi hans, en þá var*ég nýfarinn af fundinum, sökum lasleika. Ég tel algerlega tilgangslaust að fara fram á rúm í Verkamann- inum hér, þar sem ritstjóri hans- neitaði nýskeð að birta hina hógværu grein Jóhanns Páls Árnasonar, menntaskólakenn. ara, er síðar birtist í Þjóðviljan- um hinn 19. þ.m. Verð ég því að hafa sama hátt á og hann. ★ Mér er tjáð, að undir lok of- annefnds fúndar hafi góðkunn- ingi minn (og tvöfaldur flokks- bróðir), Þorsteinn Jónatansson, ritstjóri Verkamannsins, beint orðum til mín undirritaðs, eitt- hvað á þá leið að „Stéfán nokk- ur Bjarman hafi gerzt æðsti prestur og erindreki Einars Ol- geirssonar hér á Akureyri". (Ég þori ekki að ábyrgjast nákvæml. orðanna hljóðan, en eitthvað í þessa veru munu þau hafa ver- ið). Undir venjulegum kring- umstæðum mundi ég frekar reikna mér þessi ummæli til ó-<^ verðugs lofs en lasts, en hið síðar nefnda mun þó hafa verið meining ræðumanns. Kemur mér það þó nokkuð undarlega fyrir sjónir, þar sem ég veit ekki betur en að Þorsteinn „nokkur“ Jónatansson hafi mestan hluta manndómsára sinna verið meðlimur Sósíal- istafélags ■ Akureyrar, og sé það enn, (ég held, meira að segja, varaformaður félagsins), og hingað til hefur Einar Ol- geirsson ekki verið skoðaður sem fjandmaður eða illvirki í þeim félagsskap, né öðrum sam- tökum' vinstri manna hér á landi. Og ég skal fúslega viður. kenna, að EF ég hefði nokkurn tíma haft tilhneigingu eða hæfi- leika til að gerast „erindreki" nokkurs manns, mundi Einar Olgeirsson hafa komið þar einna fyrstur manna til mála, því þótt við höfum ekki ætíð verið á sama máli í ölliJÍm grein- um, þá veit ég hann hafa hrein- astan og óflekkaðastan skjöld allra íslenzkra stjórnmála- manna, að öðrum ólöstuðum. En, því miður, ég hef aldrei verið „erindreki“ eins né neins. Ég er gamall karl, og hef alla ævi verið lélegur félagsmaður, og skammast mín ífyrir. Annars þykist ég vita hver hin raunverulega ástæða þess- arar sérkennilegu „kveðju“ nefnds Þorsteins til mín hafi verið. Einsog allgreinilega er lýst í grein Jóhanns Páls Árna- sonar í Þjóðviljanum þ. 19. þ. m„ lagði varaformaður Al- þýðubandalagsfélags Akureyr- ar, Angantýr Einarsson, fram tillögu á stjórnarfundi félags- ins þ. 15. þ.m„ undirskrifaða af 30 félagsmönnum, þess efnis, að efnt yrði til opinbers félags- fundar hið bráðasta, og boðið á hann formanni þingflokks Al- þýðubandalagsins, Lúðvíki Jósepssyni, til þess að fá sem greinilegastar skýringar á hinni furðulegu afstöðu þingmanns okkar, Björns Jónssonar, og fylgismanna hans, til málefna Alþýðubandalagsins. Mér er ljúft að játa, að ég var einn þeirra manna, er skrifuðu undir þessa málaleitan — ég held að ég hafi verið sá fjórði eða fimmti sem skrifaði undir, en eftir það sá ég aldrei listann fyrr en hann var lesinn upp á féíagsfundinum — en ég vona að hapn komi sem fyrst fyrir almenningssjónir. Báðum liðum tillögunnar var algerlega hafn- að af meirihluta fél^gsstjórnar- . I innar og flutningsmaður hrak- yrtur á hinn ósiðmannlegasta hátt. En samt varð þetta til þess, að meirihluti stjórnarinnar sá sér ekki annað fært, en að boða til félagsfundar þ. 21. þ.m. En í fundarþoðun var umræddrar tillögu hvergi geið, heldur að- eins tveggja málshefjenda, Jóns Ingimarssonar, er talaði um bæjarmál, og Björns Jónssonar, er talaði um stjórnmálaviðhórf- ið. Þetta voru miklar maraþón- ræður, sem stóðu, að meðtöld- um umræðum annarra, í fullar þrjár klukkustundir. Ræða Björns var um margt hin fróð- legasta, en ekki minntist hann einu orði á málaleitan okkar 30- menninganna. Undir .lokin drap hann með nokkrum dæmum á þá rangsleitni, sem honum og Hanníbal Valdimarssyni og fylgismönnum þeirra hefði ver- ið sýnd með kjörum í nefndir og virðingarstörf. Það eina í ræðu hans, sem hægt var að flokka undir málefnaágreining, var það, að á sameiginlegum fundi stjórnarandstæðinga, þar sem rætt var um moguleika á þjóðstjóm (þ.e. stjórn allra flokka hefðu þeir Lúðvík Jós- epsson, (sem hann kvað hinn á- gætasta mann), verið á öndverð- um meið, þar sem Lúðvík, á- samt Eysteini Jónssyni hefði viljað ganga að þjóðstjómar- myndun, en hann (Bjöm) ver- ið því alveg andvígur. Þegar loks þessum þriggja tíma umræðum lauk, gafst flutningsmanni tillögunnar, Angantý Einarssyni, færi á að lesa hana upp, ásamt nöfnum undirskrifenda, og skýra tilefni hennar. Upphófust þá um hríð allæstar og á köflum ekki ó- spaugilegar umræður, en ekki að sama skapi málefnalegar, því þær snerust svo til einvörðungu um hvílík móðgun og svívirða hinum ástsæla verkalýðsfor- ingja, Birni Jónssyni, væri sýnd með undirskriftaskjalinu, án þess að minnast að nokkru á afstöðu hans til Alþýðubanda- lagsins. Að vísu lét einn fund- armanna (Ingólfur Árnason, bæjarstjórnarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins hér) svo um mælt, að bezt væri að kljúfa flokkinn, en gerði ekki að heldur neina tilraun til að benda á málefna- legan ágreining. Lauk fundin- um með samþykkt traustsyfir- lýsingar á Birni Jónssyni, en tillögu Angantýs Einarssonar og Jóhanns Páls Ámasonar, um að Björn Jónsson taki upp aftur samvinnu við þingflokk Al- þýðubandalagsins, var visað til kj ördæmisþings. Þetta var því mjög misheppn- aður fundur. Hér var alls ekki um að ræða verðleika eða vin- sældir verkalýðsforingjans Björns Jónssonar. Þær eru miklar og verðskuldaðar, og ég segi fyxir mig, að ég vildi fús- lega vera meðflutningsmaður traustsyfirlýsingar honum til handa á því sviði, og hið sama býst ég við að allir hinir und- irsirifendur tillögunnar mundu segja. Hér var einvörðungu um að ræða alþingismanninn Björn Jónsson, er bauð sig fram við síðustu alþingiskosn. fyrir AI- þýðubandalagið í Norðurlands- kjörd. eystra, og var réttkjörinn af okkur stuðningsmönnum þess flokks til samvinnu og samstarfs við þingflokk Al- þýðubandalagsins. Þessu skyldu- verki sínu hefur hann brugðizt, einmitt á þeim örlagaríka tíma, þegar verið er að gera úrslita- tilraun til að gera Alþýðu- bandalagið að breiðum, sósíal- ískum stjórnmálaflokki allra vinstri manna landsins; og það án þess að gefa upp nokkrar frambærilegar ástæður, aðrar en grátkonunöldur yfir ag hann og fylgismenn hans hafi ekki verið Framhald á 7. síðu. Mótmæli gegn fyrirmælum menntamálaráðuneytisins á ákvæðum Kjaradóms um dag- Félag háskólamenntaðra kennara hefur sent Þjóðviljan- um til birtingar eftirfarandi á- lyktun stjórnar félagsins, vegna nýútgefinna „fyrirmæla“ fjár- málaráðuneytisins^ um túlkun á Kjaradómi 1967. Ályktun þess- ari var komið á framfæri við fjármálaráðherra í bréfi dag- settu 28. jan. s.l. „Reykjavík, 28. janúar 1968. Herra fjármálaráðherra. Vegna fyrirmæla fjármála- ráðuneytisins um framkvæmd á dómsorðum Kjaradóms, sem dagsett eru 27. des. 1967, vill stjórn Félags háskólamentaðra kennara (F.H.K.) taka fram eftirfarandi: Stjórn F.H.K. mótrpælir ein- hliða ákvörðun fjármálaráðu- neytisins um lækkun á yfir- vinnuálagi, enda verður slík á- kvörðun að teljast bein kjara- skerðing fyrir félagsmenn F.H.K. Stjórnin mótmælir þeirri túlkun fjármálaráðuneytisins, sem liggur til grundvallar þeirri ákvörðun þess, að daglegum vinnutíma kennara skuli ljúka kl. 17 mánudaga til föstudaga og kl. 12 á laugardögum í stað- inn fyrir kl. 16 mánudaga — föstudaga og kl. 11 á laugardög- um. Tekið skal fram, að hvort- tveggja er miðað við, að starfs- tími hefjist kl. 8. Mómæli þessi byggir stjórn F.H.K. á eftirtöld- um atriðum: a) Stjórnin lítur svo á, að fyrrnefnd túlkun brjóti í bága við 3. gr. Kjaradóms frá 1967, en þar stendur, að eigi skuli ákvæði dómsins valda því, að daglegur vinnutími nokkurs starfsmanns lengist frá því sem áður var. b) Fyrrnefnd túlkun mun bitna harðast á þeim kennurum, sem inna verða verulegan hluta kepnsluskyldu sinnar af hönd- um síðdegis vegna skorts á hús- næði fyrir kennslu (tvísetning- ar í skólum). c) Nefna má einnig, að í nú- gildandi erindisbréfi fyrir kennara eru ákvæði um, að daglegum starfstíma skóla skuli Ijúka kl. 17, ef hann hefst kl. 9, annars fyrr. Með tilliti til þessara atriða æskir stjórn F.H.K. þess ein- dregið, að þér hlutizt til um, að fyrrnefnd ákvörðun um lækk- un á yfirvinnuálagi og túlkun legan starfstíma kennara verði endurskoðuð. Virðingarfyllst, Jón Baldvin Hannibalsson. (formaður). Hörður Bergmann (ritari). BORÐIÐ OSTURIALLAR |i/| CTI E31 MALTIÐIR! YC K VALA15-20 r-j i S OSTATEGUNDIl OSTA'OG SMJÖRSALANp SNORRABRAUT 54.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.