Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 2
]
2 SlÐA — ÞJÓÐV’LJINN — Fimmtudagur 8. febrúar 1968.
Karlakórinn Visir asamt söngstjóra smum.
Aðfaranótt sunnudags 21.
janúar s.l. lagði Karlakórinn
Vísir, '47 manna hópur, af stað
frá Siglufirði og var förinni
heitið til Cannas í Suður-
Frakklandi. Hafa varð hraðan
á, því að norðan hríð hafði
skollið á síðari hluta dags, og
var haetta á að leiðin til Sauð-
árkróks tepptist, en á Sauðár-
króki var ákveðið að flugvél
frá Loftleiðum tæki hópinn kl.
8 á sunnudágsmorgni. Ferðin
þennan fyrsta áfanga gekk vel
og með aðstoð snjóýtu skiluðu
, ilangferðabílamir hópnum til
Sauðárkróks í tæka tíð. Þaðan
var flogið til Keflavfkurflug-
vallar og stanzað bar nokkra
stund, en kl. 10,30 var haildið
af stað aftur og nú flogið í ein-
um áfanga til flugvallarins við
Nice, og þar lent eftir 7 klst.
flug.
Aftdragandi verðlauna
veitingarinnar
Skömmu fyrir jólin 1966
komu út á vegum Fálkans h.f.
í Reykjavík tvær hljómplötur
sungnar af Karlakórnum Vísi,
önnur platan með 4 lögum, en
hin með 14. Hljómplötur þess-
ar náðu strax mjög miklum
vinsældum og á rúml. hálfu ári,
eða til 1. júlí 1967, munu hafa
selzt af stærri plötunni um 3500
eintök og mun það vera hæsta
sala á íslenzkri hljómplötu hér
á landi á þessu timabili.
Alþjóðasamband hljómplötu-
framileiðenda, M. I. D. E. M.,
Karlakórínn Vísir hlaut al-
þjóðleg verðlaun / Cannes
veitir árlega verðlaun þeim að-
leikum, í samkomusal sem tek-
ila í hverju landi, innan sam-
bandsins, sem hefur mesta
hljómplötusölu. Að þessu sinni
varð það því Karlakórinn Vísir,
sem þessi verðlaun hlaut, og í
desembermánuði s.l. kom bréf
til Vísis frá Haraldi Ólafssyni
forstjóra Fálkans, þar sem MID
EM kunngerði að Vísir hefði
hlotið þessi alþjóðlegu verðlaun
og jafnframt var kómum boð-
ið til Cannes að kynna sig þar
með söng og veita verðlaunun-
um viðtöku.
Móttaka verðlaunanna
Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
við að fara í svo langt og dýrt
ferðalag, ákváðu Vísismenn
samt að taka boðinu. Lagt var
af stað, eins og áður getur,
þa-nn 21. jan. og komið heim
' þann 28. jan., og þá lent á Ak-
ureyri og farið þaðan til Siglu-
fjarðar með hinum góðkunna
Drang.
Verðlaunaafhendingin fór
Geirharður Valtýsson (Gerhard Schmidt), stjómandi Vísis,
og Sigurjón Sæmundsson formaftur kórsins. — Þeir halda
á verftlaunaplötunni og gripnum góða. — Ljóam. Kr, Möller.
fram laugardaginn 27. janúar i
Cannes á miklum hátíðahljóm-
ur um .1700 manns í sæti. Var
hvert sæti skipað í þessum
stóra sal. Vísir var fyrstur á
dagskránni, kynnti sig með
söng og veitti söngstjófinn,
Gerhard Schmith, verðlaunun-
um viðtöku. Var það kl. 18,10
eftir íslenzkum tíma, en hátíð-
ardagskráin hófst hálfri stundu
fyrr en upphaflega var ákveð-
ið, vegna mikillar þátttökú.
Verðlaunin enj marmaraplata,
með óletruðu naf-ni þess, er þau
hlýtur.
öllu, sem fram fór á þessum
hátíðahljómleikum, var sam-
stundis útvarpað >um þrjár út-
varpsstöðvar i Vestur-Evrópu,
þ.e. Monte Carlo, Luxemburg
og Evrópa I. Auk þess var því
einnig sjónvarpað um franska
útvarpið bæði í iiitum og svart-
hvítu.
Þátttaka í þessari hátíðadag-
skrá var talin hafa mikið aug-
lýsingagildi* fyrir þá, sem þar
komu fram, en meðal skemmti-
krafta á dagskránni mátti sjá
mörg heimsþekkt nöfn. Verð-
laun MIDEM-sambandsins voru
veitt í 29 löndum og komu full-
trúar frá þeim fram á þessari
lokahátíð og veittu verðlaunun-
um viðtöku.
Vikuna frá 21.-28. janúar var
samfelld tónlistarhátíð í Cann-
es. Voru á hverju kvöldi tón-
leikar í tveimur samkomuhús-
um, í öðru klassiskir tónleik-
ar, en i hinu tómleikar af létt-
ara tagi. Voiti þá hljómleikar
hvers kvölds í umsjá einnar
þjóðar, og tónlist þess lands
flutt, og komu þar fram úrvals
listamenn.
Það, sem vakti' sérstaka á-
nægju Vísismanna — auk þess
sem nafn Vísis var á skemmti-
skránni meðal neimsþekktra
skemmtikrafta — var að sjá
fána Islands blakta meðal fána
stórþjóðanna. Voru fánar þátt-
tökuþjóðanna dregnir að hún á
aðalsamkomuhúsinu, og vildi
svo skemmtilega til, að fáni ís-
lands var staðsettur í miðri
fánaborginni. Er vafalaust, að
þessi þátttaka Vísis hefur verið
ánægjuleg og vel heppnuð land-
kynning.
Karlakórinn Vísir hefur beð-
ið Þjóðviljann að færa Gylfa
Þ. Gíslasyni menntamálaráð-
herra þakkir fyrir ágæta aðstoð
og einnig Haraldi Ólafssyni for-
stjóra fyrir mikið undirbún-
ingsstarf vegna ferðarinnar. Þá
færa Vísismenn fararstjóranum,
frú Láru Zoega, beztu þakkir
fyrir ágæta fararstjóm og marg-
víslega fyrirgreiðslu, svo og
fjölda mörgum öðrum er unnu
að þessari ferð Vísis.
Ferðaskrifstofan Útsýn skipu-
lagði ferðina, en Loftleiðir lögðu
til farkostinn, sem var flugvél-
in Þorvaldur Eiríksson.
Söngstjóri Visis er Gerhard
Sehmidt, en formaður Sigurjón
Sæmundsson. 1 Vísi eru nú um
50 söngmenn.
Framangreindar upplýsingar
um söngférð Vísis eru fengnar
hjá formanni kórsins og söng-
stjóra, en til viðbótar fara hér
á eftir nokkrar upplýsingar
Haralds V. Ólafssonar, forstjóra
Fálkans, um hina svonefndu
MIDEM-tónlistarhátíð. Hann
' segir:
Tónlistarhátíð, þessi var nú
haldin í annað sinn, og mun
vera sú stærsta sinnar tegund-
ar, er haldin hefur verið til
þessa. Tóku þátt í henni 40
þjóðdr, 400 listamenn, 500 blaða-
"menh, og voru flutt þar um
4000 lög eða önnur tónverk í
þeim þremur Mjómleikahúsum,
sérri hátíðin fór aðallega fram ‘í.
Tónlistarhátíð þessi er þri-
þætt. í fyrsta lagi er hún mark-
aður, þar sem forystumenn úr
tónlistarheiminum koma sam-
an, hlusta á og semja um tón-
verk og ráða listamenn. 1 öðru
lagi eru hljómleikar haldnir á
hverjum degi þá viku, sem há-
tíðin stendur yfir, og sjá
stærstu hljómplötufyrirtækin
um þá (t.d. E.M.l. Records og
Decca). I þriðja lagi eru sér-
stök hátíðakvöld, þar sem fram
koma þeir listamenn, er hafá
komið fram á hljómplötum
þeim, sem mest hafa selzt á
undanfarandi ári.
Það má geta þess, að Fálk-
inn h.f. fékk sams konar verð-
launagrip og Karlakórinn Vísir
í tilefni af ]fví, að verðlauna-
hljómplatan hafði verið hljóð-
. rituð og gefin út á vegum Fálk-
ans. Veitti fararstjóri kórsins,
frú Lára Zoega, viðtöku verð-
launum þessum fyrir hönd
Fálkans.
St/órn KSI vaknar
af þyrnirósarsvefni
út íyrir öll þau takmörk sem
,,siðaðar þjóðir" hafa sett
styrjöldum sínum; þau eru :
brot á öllum alþjóðalögum,
svo ekki sé minnzt á Niirn- j
berglögin sem Bandaríkin
stóðu sjálf áð eftir stríð. Hvað ]
sem líður stórpólitík og fjár- ]
málalegum hagsmunum gæti
engin ríkisstjóm staðið að *
þvílíkum stríðsglæpum ár eft- :
ir ár nema til komi einnig á- :
kveðnar sálfræðilegar forsend- •
ur, sú viðurkenning á ofbeld-
inu sem eðlilegum viðbrögð- :
um er einkennir Bandaríkin. :
En styip'öldin í Víetnam leiðir
, svo aftur til vaxandi ofbeld- •
isverka heimafyrir; það sem
flokkað er tiil jhetjuverka aust- ]
ur í Asíu verður auðvitað ]
fyrirmynd í heimalandinu •
sjálfu. Þessi vítahringur of- •
beldisins verður bandarísku :
þjóðinni eflaust dýrkeyptur ]
áður en lýkur.
— Austri.
Eins og menn muna boðaði
Björgvin Schram forseti KSl að
fundur skyldi haldinn með for-
ustumönnum knattspyrnumála
hér á landi eftir hinn fræga
„14:2 landsleik" við Dani sl-
sumar. Á fundi þessum skyldi
ræða hin miklu og mörgu
vandamál sem ísl. knattspyma
á við að stríða, og hvemig
koma mætti í veg fyrir að
annað eins og „14 :2“ endur-
tæki sig. Senn em nú liðnir 6
mánuðir síðan' til þessa fund-
ar var boðað. Á blaðamanna-
fundi sem stjórn KSÍ boðaði
til í gær kom fram að sam-
komulag náðist ekki innan KSÍ
Fmmhald á 8. síðu.
0Í-
beldisdýrkun
Oft er maður minntur á þá
staðreynd að ofbeldið er öm-
urlega ríkur þáttur í banda-
rískum lífsháttum. Nýlega
barst til dæmis sú furðulega
vitneskja út um heiminn að
í fangelsi einu í Little Rock
hefðu fangar verið myrtir af
löggæzlumönnum 'á undan-
förnum árum svo ’ að tugum
skipti; það var jafnvel búizt
við því að 100 lík fyndust.
Árlega gerast þau tíðindi að
geðbilaðir menn ástunda
fjöldamorð, ráðast inn í hús
eða klífa upp í tuma og
skjóta hvem þann sem til
næst. Þrír forsetar hafa verið
myrtir í Bandaríkjunum. Þeg-
ar Kennedy var myrtur í
Dallas skýrðu blaðamenn frá
því • að í Texas væri framinn
glæpur á 15 sekúndna fresti
og að f Dallas hefðu 1094
menn verið myrtir á einu ári,
að forseta Bandarikjanna frá-
töldum. í einni saman Dallas
voru fileiri morð framin á ári
en í Englandi öllu, þar sem í-
búamir em þó 54 miljónum
fleiri. 1 mörgum ríkjum
Bandaríkjanna er engu erfið-
ara að kaupa skotvopn en
hversdagslegustu matvæli og
þar eru skatnmbyssur hluti af
daglegum klaeðaburði manna.
Engum dylst heldur að of-
beldið er furðu ríkur þáttur í
skemmtanaiðnaði Bandaríkj-
anna, kvikmyndum, reyfurum,
sjónvarpi, og hefur það við-
horf rikt alla tíð frá því tek-
ið var að dýrka landnema fyr-
ir Indíánamorð.
Sú staðreynd að ofbeldið er
svona ríkur þáttur í banda-
rískum lífsháttum er eflaust
ein skýringin á hryðjuverk-
um Bandaríkjastjórnar 1 Ví-
etnam. Þau miskunnarlausu,
kaldrifjuðu fjöldamorð sem
þar hafö verið unnin árum
saman eru fyrir löngu komin
t
I