Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 3
Fímmtttdagttr 8. febróar 1988 — ÞJÖÐVIUINN — SlÐA 3 f blöðum heimsins hafa birzt myndir að undanförnu sem hafa gert sitt til að eifHa andúð almennings á styrjöldinni og þá sérstaklega atferli Bandaríkjamanna og leppa þeirra. Morgunb'.aðið í gær birti mynd af liðsforingja í Saigonhernum, sem er að skjóta handjárn- aðan skæruliða — hér birtist önnur slík — bundinn skæruliði myrtur. <$>- Vietnam Framhald af 1. síðu. sumir þeirra hefðu beðig um mat og vatn, þegar þeir sáu að verzl- anir vöru lokaðar. Þeir spurðu alltaf en stálu aldrei, sagði hann. Þegar þeir voru farnir kom lögreglan, leitaði í húsunum, braut upp dyr og heimtaði papp- íra. Við vorum mjög hrædd við bandarískar flugvélar sagði mað- urinn ennfremur. Sængurfatnaður HVÍTUR OG MISLITUR — ★ - ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR — * - SÆNGURVER 4 LÖK K.ODÐAVER Þingmenn Verka- mannafiokksins gegn USA LONDON 7/2' — Næstum því hundrað þingmenn erkamanna- flokksins lögðu í gær fram til- lögu á þingi um að brezka stjórnin taki afstöðu gegnstefnu Bandaríkjanna f ietnam. Til- lagan er flutt í sambandi við það, að Wilson forsaetisráðherra heldur í dag til Washington til fundar við Johnson. Skólavörðustíg 21. SKIPAUTGCRB RIKISINS ESJA fer austur um land 1 hringferð 13. þm. Vörumóttaka á fimmtu- dag og föstudag til Djúpavogs, BreiðdalsVíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifj., Norðfjarðar, Seyðisfjarð- ' ar, Borgarf jarðar, Vopnaf jarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsa- víkur, Akureyrar og Sigiufjarðar. BALDUR fer til Vestfjarðahafna 13. þ.m. Vörumóttaka á fimmtudag og föstudag til Patreksfjarðar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suð- ureyrar, Bolungavíkur og Isa- fjarðar. VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 Stjórnarkreppa er skollin á í Belgíu BRUSSEL 7/2 — Alvarleg pólitísk kreppa er skollin yfir Belgíu. Samsteypustjórn frjálslyndra og kristilega sósíala flokksins, sem hefur setið í tvö ár undir forsæti Pauls von den Boeynants, hefur beðizt lausnar sakir málstreitu Flæm- ingja og Vallóna, sem blossað hefur upp í hinum kaþólska háskóla í Louvain. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■" Bótagreiislur almannatrygginganna / Reykjavík Útborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að pessu sinni föstudaginn .9. febrúar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Margir óttast að kreppa þessi geti jafnvel ógnað tilveru belg- íska ríkisins í núverandi formi. Ástæðan til falls stjórnarinnar er sú, að stærsti flokkur landsins, hinn kristilegi, klofnaði í há- skólamálinu. Átta ráðherrar, sem tilheyra hinum flæmska hluta flokksins, voru ekki sammála af- ganginum af stjórninni um að það bæri að hafa bæði flagjnska og franska (fyrir Vallóna) deild í skólanum. Van den Boeynants forsætis- ráðherra hefur í tvo daga reynt að koma á málamiðlun, en það hefur ekki tekizt. Þetta er ekki í fyrsta sinn að stirð sambúð Flæmingja og Vall- óna verða til meiriháttar vand- ræða í Belgíu. Samkvæmt nýjum málalögum eru báðum þjóðum veittur jafn réttur, en háskólinn í Louvain er undantekning. Há- skólaborgin er 10 km. fyrir innan flæmsku mála-„landamærin“ en engu að síður er stór deild við háskólann þar sem kennt er á frönsku — við hana nema um 10 þús. af 21. þús. stúdentum. Ekkjudrottningunni fagnað MADRID 7/2 — Síðustu drottn- ingu Spánar, Viktoríu Evgeníu ekkjudrottningu, sem nú er átt- ræð, var tekið með miklumfögn- uði, er hún steig í fyrsta sinn fæti á spánska jörð í þau 37 ár sem liðin eru síðan konungdasmi var afnumið í landinu. Ekkjudrottningin var gift Alf- ons 13. og var drottning Spán- ar í 25 ár. Hún er komin frá Brezkym togurum bannaðar veiðar um hávetur? LONDON 7/2 — Sendinefnd verkalýðsforingja og eiginkvenna sjómanna undir forystu Lilian Biloccá ræddu í dag við deildar- stjóra í verzlunarráðuneytinu brezka, og fengu loforð um ítar- lega rannsókn í sambandi við togarana þrjá frá Hull sem farizt hafa í norðurhöfum að undan- förnu. Það var einnig gefið til kynna að e.t.v. yrðu veiðar bann- aðar við ísland um háveturinn (frá des. til febr.) en það var helzta krafa nefndarinnar ásamt kröfu* um að móðurskip með sjúkradeild yrði haft flotanum til aðstoðar — en það hafa fiski- skipaflotar ýmissa annarra þjóða. Sviss til að halda undir skírn barnabarnabarni sínu, Felipe prins af Boujbon. Sonur hennar Don Juan af Bourbon, tók á móti henni á flugvellinum, en Franco hefur augastað á syni hans, Juan Carlos prins, í há- sæti Spánar ef konungdæmi verður endurreist að honum gengnum. Þúsundir manna fögnuðu drottningunni er hún ók frá flugvellinum til hallar einnar skammt frá Madrid. Skákþingið Framhald af 12. síðu. kvöld og lauk þá aðeins tveim skákum í A-riðli. Benóný Bene- diktsson vann Jón Þorvaldsson og Björgvin Víglundsson vann Andrés Fjeldsted. 1 B-riðli urðu úrslit þessi í 9. umferð: Jón Kristinsson vann Jóhann Þ. Jónsson, Gylfi Magn- ússon vann Sigurð Kristjánsson, Júlíus Friðjónsson vann Björn Þorsteinsson. Biðskák varð hjá Braga Kristjánssyni og Frank Herlufsen, en Bragi á unna stöðu. Skák Bjarna Magnússonar og Hauks Kristjánssonar var frestað en Leifur Jósteinsson sat hjá. í A-riðli eru þessir efstir að loknum 9 umferðum: 1. Guð- mundur Sigurjónsson 6V2 vinn- ir.g og 1 biðskák eftir 8 tefldar skákir. 2. Gunnar Gunnarsson 6V2 v. úr 8 skákum, 3. Benóný Benediktsson 5 v. úr 8 skákum. 4. Björgvin Víglundsson 41/, v. og 2 biðskákir úr 8 skákum. 5. Andrés Fjeldsted 4 v. og 1 bið úr 9 skákum. Staða efstu manna í B-riðli er hins vegar þessi: 1. Björn Þorsteinsson 7 v. úr 9 skákum. ,2. Bragi Kristjánsson 5% v. og 1 biðskák úr 9 skákum 3. Jón Kristinsson 5 v. úr 8 skákurn, 5. Gylfi Magnússon 4 v. og 1 bið- skák úr 8 skákum. Biðskákir verða tefldar í kvöld og 10. um- ferð á sunmudag. Þörf aðstoð Framhald af 12. síðu. frá miðunum, og væri það eitt sér næg ástæða til, að séð væri fyrir flutningum á aflanum til lands. En þar sem saman fer minni geta skipanna til veiSanna og eins hitt, að í flestöllum tilfellum hafa þau ekki brennsluolíu nema til ferðalaga fram og til baka, þá er ekki síður ástæða til að sjá fyrir flutningi á olíu, vatni og vistum til þeirra, svo að þau gætu varið lengri tíma til veiðanna, er á miðin kemur. Mjög slæm skilyrði eru til þess að hafa samband við land, ef ein. hvers þarf með, svo sem í veik- inda- og slysatilfellum, og kom það glöggt í Ijós á síðasta sumri, er leita þurfti aðstoðar erlendra aðila þar um. Væri full þörf á því að sjá fyrir læknisþjónustu þeim rúmlega 2000 fiskimönnum, sem þarna eru mikinn hluta ársins við hættulegar og erfiðar aðstæður. Sölumarkaðirnlr eru í hættu Það geta flestir séð, að við eig- um á hættu að tapa okkar mörk- uðum á saltaðri og frystri síld, ef ekki er hægt í framtíðinni að uppfylla gerða sötusamninga, þar sem útlendir fiskimenn eru á hraðri leið með að auka fram- leiðslu sína á þeirri vöru, með því að hagnýta og verka aflann á miðunum. Við verðum sjáan- lega að fylgja þróuninni eftir á því sviði, ef við eigum ekki að lenda undir í samkeppninni. Þar sem þjóðin í heild á mikið í húfi, , að þessi atvinnuvegur leggist ekki nær algerlega niður, álítum við, að hún eigi öll að taka þátt í þeim kostnaði og þeirri að- stoð, sem þarna er þörf. Það er ekki við því að búast, að einstak- lingar hafi bolmagn til þess að inna þessa sjálfsögðu þjónustu af hendi. f tillögunni er gert ráð fyrir, að ráðherra skipi nefnd, þ.e. framkvæmdanefnd, sem hefði frumkvæði um viðræður milli aðila, sem sérstakra hagsmuna eiga að gæta við sumar- og haust- síldveiðar, en léti síðan fram- kvæma þ.ær ráðstafanir, sem tal- ið væri að hentuðu til úrbóta og aðstoðar við síldveiðiflotann Eðlilegt er, að samtök útvegs- manna og sjómanna eigi fulltrúa í nefndinni og þar á meðal full- trúa yfirmanna á fiskiskipunum Ofurstinn var dapur í bragði. Væri bara hægt að ljúka þessu stríði með „nokkrum smákjarnasprengjum („baby nukes“)“, en hvar ætti þá að varpa þeim? Ofurstinn velti þessu fyrir sér þungur á svip en fann ekkert svar, saug vindilinn sinn og tók aftur að virða fyrir sér mannfjöldann sem fram hjá gekk. „Veiztu það, Murray", sagði hann, „helmingurinn af þessu-fólki er kommúnistar"? „En hvor helmingurinn er það, of- ursti“? „Ja, ef við aðeins viss- um það, drengur minn. Ef við aðeins vissum það“. Þannig segir fréttaritari brezka „Sunday Times‘< í Saigon, Murray Sayle, frá við- tali sem hann átti fyrir ári við bandarískan ofursta á kaffihúsi þar í borg. Og blað- Helzti fulltrúi Repúblikana í utanríkismálanefnd öldunga- deildarinnar, George Aiken, komst svo að orði: „Ef þetta var ósigur, þá vona ég að Viet. cong vinni aldrei meiriháttar sigur“. Og Demókratinn Frank Church frá Idaho sem á sínum tíma starfaði í njósna- þjónustu Bandaríkjanna í Asíulöndum sagði að ef þetta hefðu verið „síðustu andvörp kommúnista", yrði því ekki neitað að „heilmikið líf væri í því líki“. Athyglisverðust er þó játning Roberts McNamara sem nú er að láta af embætti landvarnaráðherra eftir að hafa gegnt því öll þau ár sem Bandaríkin hafa verig að kenna vietnömsku þjóðinni hvað henni sé fyrir beztu. Mc- Namara sagði i lokaskýrslu sinni til Bandaríkjaþings sem birt var fyrir helgina: „Hversu Eí þeir hefðu vit á þvi ið dregur þá ályktun af at- burðum síðustu viku í Suður- Vietnam, að enn séu Banda- ríkjamenn jafnfjarri því að vita hug þess fólks sem þeir telja sig sjálfkjörna til að vernda fyrir sjálfu sér. Því að um eitt eru fréttamenn sam- mála: Þjóðfrelsisherinn hefði ekki getað komið Bandaríkja. mönnum og leppum þeirra í opna skjöldu í um 50 borgum og bæjum samtímis, ef hann hefði ekki getag reitt sig al- gerlega á ijollustu og þag- mælsku bændanna í byggðun- um umhverfis og hann hefði ekki getað varizt ofurefli liðs og hergagna í Saigon, Hue og fleiri borgum dögum saman, ef hann hefði ekki haft stuðn- ing eða hlutleysi alls þorra þorgarbúa. Þetta er líklega mikilvægasti árangur leiftur- sóknar þjóðfrelsishersins, þótt ekki skuli gert lítið úr hern- aðargildi hennar. Hún hefur gert það lýðum ljóst — einnig því broti vietnamskrar yfir- stéttar sem hefur „kviðið fyrir stríðslokum sem binda myndi enda á ábatasamt gróðabrask" hennar (Stephen Barber í „Sunday Telegraph") — að hig volduga bandaríska her- veldi stendur höllum fæti í við- ureign við sameinaða bjóð sem hefur allt að vinn^ en engu að tapa. Vesturþýzka vikublaðið „Der Spiegel“ komst svo að orði: „Umfram allt hefur viet- nömsku þióðinni verið sýnt og sannað, að hvorki (Saigon-) stjórnin né Bandaríkjamenn eru þess megnug að verja nokkum fyrir skæruliðum, að brottför Bandaríkjamanna úr landinu er eina ráðið til að koma á friði". Og í frétta- skeyti Barbers í „Sundav Telegraph" er sagt: „Hið mikla afrek kommúnista nú i vikunni hefur verið að sýna fram á að brátt fyrir margra ára strit (Bandaríkiamanna) hafa friðunaraðgerðir þeirra farið algerlega út um þúfur“. Ráðamenn í Washington og bandarísku herstjórarnir í Saigon hafa reynt að bera sig mannalega. Johnson for- seti hélt því fram á laugar- daginn að „mestu máli skiptir það að yfirlýstur tilgangur (sóknarlotunnar) að koma af stag allsherjar uppreisn hefur mistekizt". Blaðamenn á borð við Joseph Alsop, sem er einn af örfáum „fálkum“ meðal málsmetandi manna í þeirri stétt í Bandaríkjunum, hafa huggað sig við að sóknarlotan hafi verið „síðustu andvörp“ þjóðfrelsishersins fyrir upp. gjöfina og Westmoreland her- stjóri hefur þótzt jafnviss um að „úthald kommúnista væri að bila“ og hann var öruggur um það fyrir hálfum mánuði eða svo að lokasigur Band'a- ríkjanna væri á næsta leiti, að ekki myndi líða langt þar til þeir gætu farið að fækka í her sínum í Vietnam. Þeir eru víst ekki margir, heldur ekki í Washington, sem tekið hafa mark á þessari kokhreysti. mikið sem við leggjum fram til baráttunnar, getum við ekki látið Suður-Vietnömum í té viljann til þess að lifa af sem sjálfstæð þjóð sem eigi sér sín þjóðlegu markmið og þann hæfileika og sjálfsaga sem er forsenda þess að þjóð geti stjórnað sér sjálf“. Það er liðinn tæpur hálfur annar áratugur síðan Bandaríkja- menn tóku sér fyrir hendur að sýna þeim hluta viet- nömsku þjóðarinnar sem býr fyrir sunnan 17. breiddarþaug fram á að henni væri fyrir beztu að hlíta leiðsögn þeirra. Það tók McNamara sjö ár að játa að hún kærði sig ekkert um þá leiðsögn. Það má segja að betra sé sein en aldrei: öðruvísi hefði þó verið umhvorfs í Vietnam, miljónir manna, hundruð þúsunda bama hefðu haldið lífi og limum, ef Mc- Namara og aðrir bandarískir valdsmenn héfðu látið viet- nömsku þjóðina ráða málurn' sínum í friði, en ekki reynt með öllum sínum fullkomnu morðtólum að neyða upp á hana því stjórnarfari og þeirri skipan mála sem þeir töldu að Bandaríkjunum væri. mestur hagur í. Og jafnvel játning McNamara ber með sér að hann situr enn fastur í þeim lygavef sem ofinn var til að dylja fyrir umheiminum raun- verulegan tilgang Bandaríkj- anna í Vietnam en hefur vafizt svo.fyrir augu upphafsmann- anna ag þeir siá sjálfir ekki 'bað sem nær öllum 'öðrum er löngu lióst: Það er ekkert og hefur aldrei verið neitt til sem heitir „suðurvietnömsk bióð“ eða. „norðurvietnömsk þjóð“, og þess vegna heldur engin ..innrás Norður-Vietnama í Suður-Vietnam“. Vietnamska bjóðin er ein og óskipt og at- burðir síðustu viku sýna að hún á öll — að fáeinum kevDt- um málaliðum og gróðabralls- mönnum undanteknum — í höggi vig hinn erlenda inn- rásarher — Bandaríkjamenn og fvlgisveina þeirra. Sókn þióðfrelsishersins hefur í eitt skipti fyrir öll afsannað bá kenningu. segir danska blaðið „Information“, löngum einn helzti málsvari „frjálsrar menningar“ og „vestrænnar samvinnu". að „Bandaríkja- menn séu í Vietnam til að að- stoða litla þjóð sem á í vök að verjast í baráttu sinni fyrir frelsi. Frelsisbaráttan i Viet- nam síðustu viku hefur sýnl það betur en nokkru sinni fyri að hún er háð af landsmönn- um gegpi aðkomnum innrásar. her“. „Aftonbladet", málgagr sænskra sósíaldemókrata. Ié1 í ljós von um að atburðirnii síðustu daga gætu „komið vit: fyrír Bandaríkjamenn svo a? beir létu Vietnömum loks eft- ir Vietnam. Hver veit nema beir fengju þá að halda sendi- ráði sínu“. Ja, ef þeir hefðii aðeins vit á því. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.