Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 12
Þingsálykfunarfillaga Alþýáubandalagsmanna: Nauðsynleg aðstoð við síld- á fjariægum miðum □ Tveir af þingmönnum Alþýðubandalagsins, þeir Karl G. Sigurbergsson og Lúðvík Jósepsson, flytja í sameinuðu ,þingi tillögu til þingsályktunar um aðstoð við síldveiðiskip á fjarlægum miðum. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera hið fyrsta nauðsynlegar ráðstafanir til stuðnings síldveiðiskipum, sem veiðar stunda á fjarlægum fiski- miðum, á komandi sumri og hausti. í þeim efnum verði m.a. lögð áherzla á eftirfarandi: að gera síldarsöltun á miðunum mögulega, að auka flutninga á síld til vinnslu í landi, að hafa tiltækar á fiskimiðunum allar helztu nauðsynjavörur útgerðarrekstrarins, að hafa á fiskimiðunum nauð- synlega þjónustu fyrir skips- hafnir, eins og t. d. læknis- þjónustu, að skipuleggja öryggisþjónustu á miðunum, m. a. þannig, að tryggt sé, að skipin geti haft eðlilegt talstöðvasamband við land. Til þess að hafa á hendi undir- búning og sjá um framkvæmdir samkv. tillögu þessari skipi sjáv- arútvegsmálaráðhcrra 5 manna nefnd, og skulu í henni vera að minnsta kosti tveir fulltrúar út- vegsmanna og sjómanna. Heimilt er ríkisstjórninni að verja allt að 10 miljónum króna til framkvæmda samkv. þessari þingsályktun." f greinargerð segja flutnings- menn m.a.: f>að má öllum Ijóst vera, hvílík breyting hefur orðið á síldveiðum okkar landsmanna hin síðari ár og vaxandi erfiðleikar, sem skap. azt hafa á þessum árum vegna si- aukinnar fjarlsegðar síldarinnar frá hinúm venjulegu miðum, sem hún var sótt til. Það kom þó enn berlegar í ljós á seinustu síldarvertíð, þar sem saman fór enn aukin fjarlægð á miðin og því nær ógerlegt að koma síldinni ag landi í því ásig- komulagi, að teljast mætti gott hráefni til mjölframleiðslu, hvað þá til manneldis í salt og fryst- ingu, og allir kostnaðarliðir stór- hækkuðu jafnframt í verði. Þótt veðurfar hafi verið með eindæmum hagstætt á hinum norðlægu slóðum síðasta sumar, mun þó ágóðinn af þeim aflafeng, sem sóttur var á þessi fjarlægu mið, hafa verið í öfugu hlutfalli við fyrirhöfnina. Því mætti ætla, að bæði útgerðarmenn og sjó- menn, er þessar veiðar stunduðu, muni ekki treýsta á þær jafnt og verið hefur að öllum aðstæðum óbreyttum. Ungir Keflvík- ingar Suður- nesjamenn Fræðslufundur um her- námsmáil verður haldinn í kvöld, fimmtudag kl. 8,30 í Tjarnarlundi. Á fundinum munu Jón Hann- esson, Halldór Guðmunds- son og Ragnar Stefánsson ræða um stöðuna í her- námsmálunum á íslandi og starfsemi Æskulýðsfylking- arinnar á þessu sviði og svara fyrirspurnum. Sýndar verða tvær stutt- ar kvikimyndir, önnur frá stríðinu í Vietnam, en hin um Keflavíkurgönguna ’67. öllum er heimill að- gangur. Æskulýðsfylkingin. Þjóðhagslegt mál Við flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu gerum okkur ljóst, að ef ekkert verður gert til að undirbúa aðstoð við síldveiðiflotann á næstu sumar- og haustvertíð, verði um mikinn samdrátt að ræða í síldarútgerð á komandi sumri og þar af leiðandi minnkandi aflaverðmæti, sem að landí verður fært, því að allar líkur benda til þess að veiðisvæð- ið verði ekki nær íslandi en á síðasta ári, ef dæma má eftir áliti fiskdfræðinga þar um. Við álítum, að lær sé um svo þjóðhagslegt mál ao ræða, að op- inberum aðilum og þá ekki sízt ríkisvaldinu þeri skylda til þess að hlutast til um, að einhverjar viðhlítandi ráðstafanir verði gerðar til að síldveiðar okkar dragist ekki verulega saman. Ófremdarástand á fjarlægum miðum Það ófremdarástand, sem ríkt hefur á þessum fjarlægu miðum, er vart viðunandi lengur. Veiði- skipin okkar eru meiri hluta tím- ans á fullri ferð um hafið ag og Framháld á 3. síðu Fimmtudagur 8. febrúar 1968 — 33. árgangur — 32. tölublað. Skákþing Reykjavíkur: Staða í meistara- flokki að skýrast +■ Lokið er nú 9 umferðum í meistaraflokki á Skákþingi Rcykjavíkur og er nú nokkuð farið að skýrast hverjir muni Gömul mynd á kirkjuvcgg. Frá vinstri, Jóhanna, Erlendur, E dda, Þórunn, Kjartan, Sigmundur, Daníel, Soffía og ArnhilduK komast í úrslitakeppnina um titilinn „skákmeistari Reykja- víkur 1968“, en fjórir efstu menn úr hvorum riðli meist- araflokks komast í úrslita- keppnina. 5 menn mega nú teljast öruggir í úrslitakeppn- ina: Guðmundur Sigurjóns- son, Gunnar Gunnarsson, Björn Þorsteinsson, Bragi Kristján og Jón Kristins- son. Þá mun Björgvin Víg- lundsson nokkuð öruggur og líklegt að Júlíus Friðjónsson og Benóný Benediktsson hreppi þau tvö sæti sem þá eru eftir. Á sunnudag var'tefld 8. um- ferð í meistaraflokki á Skákþingi Reykjavíkur. 1 A-riðli vannGuð- mundur Sigurjónsson Gunnar Gunnársson, Benóný Benedikts- vann Stíg Herlufsen, Jón Þor- váldsson vann Jón Pálsson, en Bragi Halldórsson og Hermann Ragnarsson gerðu jafntefli. Frest- að var skák Andrésar Fjeldsted og Sigurðar Herlufsen, en Björg- vin Víglundsson sat hjá. I B-riðli vann Jóhann Þórir Gylfa Magnússon, en Bjami Magnússon og Bragi Kristjáns- son, Björn Þonsteinsson og Jón Kristinsson gerðu jafntefli. Leif- ur Jósteinsson vann Frank Her- lufsen og Sigurður Kristjánsson vann Hauk Kristjánsson. Júlíus Friðjónsson sat hjá. 9. urnferð var tefld í fyrra- Framhald á 3. síðu. Nýr leikflokkur vrumsýnir tvo leikþætti í Tjarnarbæ ■ Nýjar myndir og Gömul mynd d kirkjuvegg nefnast tveir leikþættir sem flokkur ungs fólks frumsýnir 1 Tjamarbæ á laugardaginn. Leikendurnir eru allir tiltölulega nýútskrif- aðir úr leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. ■ Hafa þeir ákveðið að sýningar á leikþáttunum tveimur verði örfáar en án efa leikur mörgum forvitni á að kynnast tilraunum unga fólksins. Leikendurnir, sem eru . 9 tals- ins og kalla sig Litla Leikfélagið, hafa unnið algjörlega upp á eig- in spýtur að sýningunni; teikna búninga og leikmyndir, stjórn/i ljósum, selja aðgöngumiða, og hafa auk þess átt mikinn þátt i að skapa annan leikþáttinn, Nýjar myndir. Unga fólkið hefur notið aðstoðar Sveins Einarsson- ar sem er leikstjóri og hefur jafnframt þýtt leikinn Gömul mynd á kirkjuvegg. Síðamefnda verkið er eftir Ingmar Bergman. Er það talið mjög heppilegt verkefni fyrir unga leikara og léku nemendur Ingmars Bergmans það á Dram- aten í Svíþjóð fyrir mörgum ár- um. Uppúr þessu verki samdi Bergman síðar kvikmynd sína Sjöunda innsiglið sem nú er sýnd í Hafnarfirði. Nýjar myndir eru samtfning- ur af söngvum, textum, frétta- tilkynningum og alls kyns atrið- um. Leikendur hafa samið nokkra af söngvum í leiknum en einnig verða sungin þekkt lög. Textamir við lögin eru þýddir af Jónasi Amasyni, Þorsteini Valdimarssyni og Jóni Sigurðs- syni og auk þess eru sungnir textar eftir innlenda höfunda. Nýjar myndir era að mestuleyti soðnar saman á sviðinu, en í leikritinu er að sjálfsögðu ákveð- inn boðskapur. Þess má geta að engin stjóm er í Litla Leikfélaginu heldur er starfið byggt upp á því að allir séu jafnvirkir og hefur hverog einn sitt starfsvið við undirbún- ing sýningarinnar — og allir fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Fyrir stuttu mættu nemend- ur úr Handíða- og myndlista- skólanum ásamt kennara sínum Peter Behrens á æfingu hjá Litla Leikfélaginu. Var verkefni þeirra að teikna myndir-af leikurnum og prentað var au gl jsingaplakat eftir beztu myndinrii. í fyrstu leikskrá Litla Leikfé- lagsins segir m.a. eitthvað á þessa leið: „Við emm ekki að reka leikhús, en höfum unnið saman í leiklistarskóla Leikfé- lagsins og langar til að halda samvinnunni áfram. Hópvinna er eitt af lykilorðuim dagsins í leikhúsinu og við höfum þá trú að hún geti eitthvað gott af sér leitt. Við göngum ekki erinda á- kveðinna stjómmálastefna. Sjáilf höfum við ólíkar stjórnmála- skoðanir, en við erum öll sam- mála í afstöðu okkar gegnstríði; því að láta vopn skera úr ídeil- um manna. Nýjar myndir eru ekki annað en það sem þrengir sét að okkur sem erum ung. Gnýrinn af krossferðum nútím- ans héfur vakið spurn hjá okk- ur og kannski einhverjum fleir- um. Þessi sýning hefur þá á- batavon eina að einhver kynni að styrkjast í þeirri trú að leik- húsið eigi erindi til okkar í dag“. 40 bindi norskra bókmennta OSLÓ 7/2 — Á föstudag kemur út í Noregi mesta bókmennta- safn sem þar hefur verið gefið út. Ritið kemur út í 40 bindum og heitir Norskar þjóðarbók- menntir. 32 höfundar leggja und- ir sig heilt bindi hver. Þrír höf- undan-na eru enn á lífi — Cora Sandel, T^rej Ves&s og Johan Borgen. Sinfóníutónleikar í kvöld: Einleikari er fiðlu- snillingurinn Ricci Síðara starfsmisseri Sinfóníuhljómsveitar íslands 1967— 1968 hefst með tónleikum í kvöld í Háskólabíói. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bohdon Wodiczko en einleikari' að þessu sinni er bandaríski fiðlusnillingurinn Ruggiero Ricci. um efnisskrá tónleikanna segir m.a. svo í fréttatilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni. Jörvagleði hin minni! Næstkómandi sunnu- dagskvöld heldur ÆFR þá árlegu Jörvagleði hina minni, að Tjarnar- götu 20. Lesið verður úr verkum skálda og hugmynda- fræðinga Fylkingarinn- ar. Leikrit. Söngur. Nán- ar auglýst síðar. ÆFR. Tónleikarnir hefjast á kanad- ískum Karnival eftir Benjamin Britten. Verkið var samið skömmu eftir að Britten ákvað að fylgja í fótspor W. H. Audens og halda ti£ Vesturiheims, flýja ófriðar- blikuna í Evrópu 1939. Þetta er létt og gáskafullt verk, í hljóð- falli alþýðlegra dansa. Næsta verk efnisskrárinnar er líka samið undir áhrifum al- þýðlegra dansa, en það er Sym- phonie • espagnole — sinfónía með spánskættuðum stefjum og hljóðfalli þjóðlegra spánverja- dansa eftir Lálo. Einleikin-n á fiðluna í þessu verki leikur bandaríski fiðlusnillinguriAn Ruggiero Ricci. Ricci kom fyrst fram opinberlega 8 ára gamallog _____ ^ síðan hefur líf hans ver- ■ frægðar- ganga- Ruf?R- ■ ■ • l: • - < r A einn hinna núlifandi fiðlusnillinga, sem í erlendum blöðum kalílast ,,alþjóðlegur“. Hann er fiðlari, sem allar þjóð- ir vilja eigna sér. Þá leikur hljómsveitin hið glæsilega sinfóníska ljóð Rich. Strauss, „Don Juan“. Strauss var ungur, þegar ha-nn samdi þessar endurminningar „gamals manns, fyrrverandi „Don Juans“, vegna samnefnds Ijóðs eftir Lenau. Tónleikunum lýkur með öðru leiftra-ndi hljómsveitarverki, — rúmenskri rapsódíu nr. 1 eftir Georgiu Enesco. Enesco var ekki aðeins frægt tónskáld, heldur stjómaði hann og var í fremstu röð fiðlusnilli-nga. Seinustu árin einbeitti hann sér að kenn-slu og meðal nemenda hans var Menu- hin. Alþýðabanda- !ag;ð í Haffnarfirði □ Alþýðubandalagið í Hafnar- firði heldur fund í kvöld fimmtudagskvöld í Góðtemplara- húsinu uppi kl. 8,30. □ Dagskrá: Fjárhagsáætlun Hafn- arfjarðarkaupstaðar. — Stjórnin. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.