Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 7
( ip«psi lii ................. ' , ISi^i A nndanfömum árum hafa olíufélögin byggt upp þrefalt olíudreifingarkerfi um land allt, kcrfi sem hlýtur að vera mjög kostnaðar- Fimmtudagur 8. febrúar 1968 — I>JÓÐVILJINN — SfÐA ' samt i rekstri. Olíuverzlunina veriur að skipuleggja mei allt öirum hætti en verið hefur Frumvarp Alþýðubandalagsins um stofnun olíuverzlunar ríkisins ESns og getið hefur verið í fréttum, flytur einn af þicng- möraium Alþýöubandala gsins, Lúðvík Jósepsson, frumvarp til laga um olmverzlun ríkisins, en samskonar frumvarp flutti hann á síðasta þingi. Frum- varpsgreinamar era svohljóð- andi: 1. gr. Stofna skal olíuverzlun ríkisins. Hún er eign ríkisins, sem ber ábyrgð á skuldbinding- um hennar. Ríkissjóður leggur til nauðsyniíegt stofn- og rekstr- arfé, og er heimilt að taka báð að láni. 2. gr. Hlutverk olíuverzlunar- innar er að annast öll innkaup og flutninga til' Iandsins á brennsluolíum (gasolíu, fuelol- íu, Ijósaolíu, dicselolíu, benzíni og flugvélabenzíni), smurnings- olíum og olíufeiti. Hún skal sjá um flutning olíuvaranna í birgðastöðvar í innflutnings- höfnum. Enn fremur skal hún leitast við að fjölga innflutn- ingshöfnum olíuvara frá bví, sem nú er, í bví skyni að auð- velda dréifingu beirra. 3. gr. Oliuverzhmin skal semja við eigendur olíubirgða- Umferðarörygg- isnefnd stofnuð Umferðaröryggisnefnd Húsa- víkur og nágrennis hefur nú opn- að skrifstofu í félagsheimilinu við Ketilsbraut. VerðUr skrifstof- an opin hHuta úr degi fyrst um sinn. Hlutverk skrifstofunnar er að hafa umsjón með upplýsinga- og áróðursstarfi í umferðarmájum í sambandi við breytinguna yfir í hægri handar umferð. I umferðaroryggisnefndinni eiga sæti 14 fulltrúar bæjaryfir- valda, löggæzlu og ýmissa fé- lagasamtaka í Húsavík, en einn- ig starfa með henni fulltrúarúr nálægum sveitarfélögum, 2 full- trúar úr hverjum hreppi. For- maður nefndarinnar er Guðm. Hákonarson, forseti bæjarstjóm- ar Húsavíkur, en Vigfús Hjálm- arsson slökkviliðsstjóri mun hafa stjóm dsnÖStofmwaar meðbönd- nm. stöðva um leigu þeirra til bcss að tryggja nægöegar birgða- geymslur. Náist ekki samkomu- lag um Ieigusamninga, cr heim- ilt að taka birgðastöðvar leigu- námi. Enn fremur er olíuverzl- uninni heimilt að byggja nýjar birgðastöðvar, ef nauðsyn kref- ur. Þá skal olíuverzlunln leita eftir samningum við starfandi olíufélög um kaup eða leigu á dreifingarkerfi þeirra og smá- söluaðstöðu. Takist ekki samn- ingar, sem tryggi olíuverzlun ríkisins sæmilega aðstöðu til smásöluverzlunar i með olíur, skal heimilt að taka eignir ol- íufélaganna eignar- eöa leigu- námi. 4. gr. Olíuverzlunin selur ol- íuvörur í heildsölu til olíusam- laga, opinberra aðila og ann- arra, scm kaupa mikið magn f cinu til eigin nota, Hún skal cinnig annast smá- sölu með olíuvörur og lcitast við að skipuleggja á scm hag- kvæmastan hátt olíudreifingar- kerfi um allt Iand. Olíuverzlxm ríkisins ska! skylt að sjá um, að jafnan séu í landinu nægar birgðir olíu- vara. 5. gr. Olíuverzlunin skal selja olíuna á kostnaðarverði að við- bættri álagnlngn, sem svarar kostnaði vi'ð rekstur verzlun- árinnar. 6. gr. Stjórn olíuverzlunar- innar skipa 5 menn, sem kosnir eru af sameinuðu Alþmgi ti! fjögurra ára í senn. Ráðhcrra skipar formann úr hópi stjórn- armanna. Einnig skulu á sama hátt kosnir jafnmargir vara- mcnn. Stjórnin ræður fram- kvæmdastjóra og hefur umsjón mcð rekstri verzlunarinnar. Endurskoðunarclcild fjármála- ráðuncýtisins annast endurskoð- skoðun reikninga olíuverzlunar- innar. 7. gr. Olíusamlög eða aðrir aðilar, sem buridnir eru vi'ð- skiptasamningum við olíufélög- in, þegar olíuverzlunin tekur til starfa, skrilu lausir undan þcim samningum án skaðabóta. 8. gr. Birgðir þær af olíuvör- um, sem verða á birgðastöðvum þeim, er olíuverzlunin fær til umráða, samkvæmt ákvarihon 3. gr., skal hún kaupa á kostnað- arverði. Náist ekki samkomulag við eigendur, er heimilt að taka vörurnar eignarnámi. 9. gr. önnur atriði, er snerta framkvæmd þessara laga, þ.á, m. meðferð og sala þeirra birgða, sem fyrir verða á birgða- stöðvum, sem olíuverzlunin tek- ur ekki á leigu, þegar hún tek- ur til starfa, skulu ákveðin í reglugcrð, 10. gr. Brot á lögum þcssum og reglugerðum cða öðrum á- kvæðum, er sett kunna að verða samkvæmt þeim, varða sektum, allt að 200 þúsund krónum, og skal farið mejð mál út af slík- um brotum að hætti opinberra mála. 11. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. sept. 1968. I greinargerð segir: „Með frv. þessu er lagt til, að sett verði á stofn olíuverzl- un rikisins, sem síðan taki i sínar hendur allan innflutning á olíum til landsins og hafi með höndum aHa heildsölu á olíuvörum. Jafnframt er ráð fyrir gert, að olíuverzkm ríkis- ins taki að mestu leyti að sér alla smásölu og dreifingu á ol- íuvöram. Þó er til þess ætlazt, að þau ólíusamlög, sem staria samkvæmt lögum og hafa það að markmiði að selja meðlim- um sínum olíu á sem lægstu verði geti starfað áfram. Þrefalt olíu- dreifingarkerfi Eins og kunnugt er, eru það einkum þrjú stór olíufélög, sem nú annast olíusöluna í landinu. Þaiu hafa á undanfömum ár- um byggt upp þrefalt olíudreif- ingarkerfi um allt land, kerfi, sem hlýtur að vera óhóflega dýrt í rekstri. Víða í þorpum landsins má sjá þrjá birgða- geyma olíufélaganna og all- margar dreifingarstöðvar, þó að augljóslega hefði á þeim stoð- um mátt komast af með einn birgðageymi og eina dreifingar- stöð. 1 Reykjavík og stærstu kaupstöðum landsins hefur fjárfesting oliufélaganna verið gifurleg, og ljóst má það vera hverjum manni, að fjölmargar becnzmafgreiðslustöðvar félag- anina era þar byggðar í við- skiptalegu kapphlaupi án tillits til raunverulegra þarfa við- skiptamannamna. Það hefur verið yfirlýst stefna okkar Alþýðubandalags- manna, að olíuverzlunina ætti að skipuleggja með allt öðrum hætti en verið hefur. Við höf- um því margsinnis ‘áður flutt tillögur til breytinga á þessum máluim og lagt fram frv. á Al- þingi um ríkisverzlun með ol- íur. Innflutningur á olíum til landsdns er meiri en á nokk- urri anmarri vörutegund. Verð- lag á olíuvörum skiptir því miklu máli í þjóðarbúskapnum bg varðar alla einstaklinga að meira eða mdnna leyti. Einokunaraðstaða félaganna Nú hefur háttað svo til í ut- anríkisviðskiptum landsins í allmörg ár, að rikið hefur gert samnimga við önnur ríki um » innkaup á svo til allri olíu, sem landsmenn mota. Skipta þar mestu máli samningar við Sóv- étríkin. Þrátt fyrir þessar að- stæður hefur sá háttur verið hafður á, að ríkið hefur afhent þann samning, sem það hefur gert um innkaup á olíum og flutning til landsins, olíufélög- unum þremur til framkvæmda. Á þann hátt hafa olíufélögin þrjú í rauninni fengið einka- aðstöðu til innkaupa á olíum, og síðan hafa þau ann- azt sjálf alla dreifimgu olfuvar- anna. Þessi þrjú stóru olíufélög hafa með sér mjög náið sam- starf um olíusöluna, að minnsta kosti um verðlagninguna og allt sölufyrirkomulag. Sam- keppni þeirra á milli er því Lúðvík Jósepsson ekki á neinum venjulegum grandvelli. Nokkur olíusamlög eru enn starfandi í landinu.' Þau geta hvergi fengið olíuvörur á eðli- legu heildsöluverði, en neyðast til þess að Sjemja við olíufé- lögin í öllum aðalatriðum á þeim grundvelli, sem félögin á- kveða. Þannig verða olíusam- lögin að selja olíuna á sama verði og olíufélögin gera og með sömu söluskilmálum og þau. Hér er því greinilega um einokunaraðstöðu olíufélaganná að ræða. Með framvarpi þessu er lagt til, að olíuverzlun ríkisins ann- ist ein öll innkaup á olíum til landsins og hafi ein með hönd- um alla heildsölu á olíum. Frá olíuverzlun ríkisins gætu þá ol- íusamlög fengið olíúr á eðlilegu heildsöluverði. Enginn vafí er á því, að með silíkri skipan mundu olíusamlögin strax lækka verðið til neytenda frá því sem nú er, og til mikilla muna í sumum greinum. Þá er gert ráð fyrir því í , frumvarpinu, að opinberir aðil- ar, eins og bæjar- og sveitarfé- lög og ýmsir þeir, sem kaupa þurfa mikið magn af olíu til eigin nota, geti fengið olíur keyptar af olíuverzlun ríkisins á heildsöluverði. Hér er um sanngimismál að ræða og eðli- leg viðskipti í stað þedrra þvingunarviðskipta, sem nú gilda, 1 frv. er svo jafnframt gert ráð fyrir, að oliuverzlun ríkis- ins skipuleggi smásöluverzlun Framhald á 7. síðu. Lögum um atvinnuleysistryggingar; verði breytt hinum tryggðu i hag I Á fundi Verkamannasam- bands íslands var eftirfarandi samþykkt gerð: ,,3. þing Verkamannasam- bands lslands, haldið í Rvík 3. og 4. febrúar 1968, skorar á Albingi að gera hlð fyrsta eft- irfarandi breytingar á lögum um um atvinnuleysistrygg- ingar: 1. Bótagreiðslur verði hækk- aðar, bannig, að bær nemi cigi Iægri upphæð á viku fyrir kvæntan mann, cn sem nemur 80% af viku- kaupi verkamanns í Reykja- vík fyrir dagvinnu og 70% af sama vikukaupi fyrir einhleypan mann. Hámark bóta á viku til ein- staklings, ásamt bótum vegna barna, megi vera sama upphæð og vikukaup verkamanns í Reykjavík fyrir dagvinnu. 2. Numið verði úr lögum bað ákvæði, sem skilyrði fyrir bótagreiðslu, að menn hafi ekki á síðustu sex mánuð- um haft tekjur, sem fara fram úr vissu hámarkL 3. Atvinnuleysisbætur verði greiddar til allra vinnu- færra manna, sem Iögin taka til og atvinnulausir eru, cinnig bótt berr séu orðnir 67 ára og njóti elli- Iífeyris. Greinargerð: Atvinnuileysisbætur fyrir kvæntan mann era nú 931 króna á viku, en það er 45% af kaupi miðað við lágmarks- tímakaup Verkamannaféla^s- ins Dagsbnínar. Einhleypur maður fær nú 823 kr. á viku, en það er 39,7% sí lágmarks- kaupi Dagsbrúnar. Hámark bóta getur nú numið 1256 kr. á viku, eða 60,5% af lág- markskaupi Dagsbrúnar, en það er fyrir kvæntan mann með 3 böm. Augljóst er, hve fjarri þessar upphæðir era því, að nægja til framfeeris, þegar miðað er við núverandi verðgildi peninga. Með tillögum þeim, sem hér era gerðar um upphæðir bóta, ef miðað er við lág- markstaxta Dagsbrúnar, mundi kvæntur maður fá um 1660 kr. á viku, einhleypur maður um 1453 kr. og hámark bóta gæti orðið um 2075 kr. á viku. Nú á sá maður ekki rétt til atvinmileysisbóta, sem haft hefur tekjur á sfðustu sex mánuðum upphæð, sem fer fram úr 75% af tekjum verka- manna eða verkakvenna í R- vík. miðað við almenna dag- vinnu og 300 vinnustundir á ári næst liðið ár. Hér er um alHtof þröngt tekjutakmark að ræða og þykir engin ástæða til þess að það sé neitt, enda þekkjast slík tekjumörk ekki lengur í lögum uim almanna- tryggingar. Samkvæmt atvinnuleysis- tryggingalögunum eins og þau nú eru, fær maður, sem orð- inn er 67 ára og tekur ellilíf- eyri, engar atvinnuleysisbsetur þótt hann missi atvinnu sfna I og sé full vinhufær. Ef sami maður slasast við vinnu fengi hann fullar slysabætur með ellilaununum. Þetta misræmi verður að leiðrétta. Atvinnuleysistryggingasjóð- urinn, sem stofnaður var með samningum f vinnudeilunum miklu 1955, er nú orðinn Öfl- ugastur sjóða í landinu. Við stofnun hans sló verkafólkið af kaupkröfum sínum til að afla honum fjár. Það er hví hluti af kaupi verkafólksms, sem geymdur er á þennan hátt sem tryggingasjóður hess ™ gegn vágestinum mikla, at- vinnuleysinu. Fyrsta skylda sjóðsins er að aðstoða hina tryggðu og enginn á ríkari kröfu til hans en þeir. Hér eru gerðar tillögur um breytingar á lögunum um at- rfnnuleysistryggingar til hags- bóta fýrir hma tryggðu. Breyt- ingar þessar era aðkallandi vegna hins alvarlega atvinnu- leysis, sém nú gerir vart við sig víða um landið." I ! >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.