Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVHvJINN — Fimmtudagur 8. febrúar 1968.
trtgefandi: Sameiningarflokkux alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.). Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19
Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á 'mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Var það hræsni?
_ i
stjórnmálaræðum sínum á undaníörnum árum
heíur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra margr
sinnis lýst þeirri afstöðu sinni mieð áhrifaríkum
orðum, að aldrei m'ætti vera atvinnuleysi á Is-
landi. Hefur hann oft sagt að sú afstaða sé álykt-
un af neyðarástandinu fyrir styrjöldina; til því-
líkra atburða megi aldrei framar koma. Og tal ráð-
herrans um þetta efni hefur haft á sér persónu-
legan blæ, líkt oa það styddist við sannar tilfinn-
ingar — eflaust hafa margið trúað þessum svar-
dögum Bjarna Benediktssonar.
gamt hafa það orðið örlög Bjama eftir að hann
tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum og
oddvitastörfum í ríkisstjórn að leiða yfir lands-
menn víðtækara atvinnuleysi en dæmi eru um
síðan á kreppuárunum fyrir stríð. Það atvinnuleysi
sem nú mótar afkomu verkafólks um land allt er
miklu stórfelldara en svo að það verði skýrt og
réttlætt með gæftaleysi og verðsveiflum á afurð-
um okkar; það ástand á sér miklu lengri aðdrag-
anda. I valdatíð Bjarúa Benediktssonar hefur tog-
umm við veiðar fækkað um tvo þriðju og engin
endurnýjun hefur orðið á togaraflotanum. Hlið-
stæður samdráttur hefur orðið á þeim hluta báta-.
flotans sem aflað hefur hráefnis handa fiskvinnslu-
stöðvunum, mikil fækkun en sáralítil endumýj-
un. Afleiðingin hefur orðið sú að fiskvinnslustöðv-
arnar hefur í sívaxandi mæli skórt hráefni, og á
það ástand að sjálfsögðu ríkan þátt í bágri afkomu
þeirra, auk þess sem atvinna landverkafólks verð-
ur af skornum skammti. Stjómarstefna Bjarna
Benediktssonar hefur leikið aðrar atvinnugreinar
á hliðstæðan hátt; iðnaðurinn hefur til að^ mynda
orðið mjög afskiptur í valdatlð hans, allt frá málm-
iðnaði til neyzluvöruiðnaðar — en iðnaður er sú
atvinnugrein sem tryggt hefur flestum vinnu- Öll
hefur þessi þróun verið að magnast smátt og smátt
á undanförnum árum, en slík hægfara þróun leið-
ir að lokum til kreppu, þar sem fyrirtæki koll-
steypást eitt af öðru. Þvílik otiðindi hafa einmitt
verið að gerast síðustu mánuðina. I heild stafar
ófarnaðurinn af því að stjórn Bjarna Benedikts-
sonar hefur afrækt þjóðlega atvinnuvegi í trú á
úreltar hagfræðikreddur og í trausti á erlendan
atvinnurekstur á íslandi.
► ' '
JJefur þá umtal Bjarna Benediktssonar um böl at-
vinnuleysisins verið eintóm hræsni eða skorti
hann skilning á afleiðingum stefnu sinnar? For-
sætisráðherrann svarar þeirfi spurningu sjálfur í
verki. Hafi honum verið alvara hlýtur hann nú
að breyta þeirri stefnu sem leitt hefur til atvinnu-
leysisins; hann gerir þá óhjákvæmilegar skyndiráð-
stafanir til þess að uppræta atvinnuleysið á .sem
allra skemmstum tíma og hnikar til grundvallar-
stefnu sinni á þann hátt að atvinnuöryggi verði
tryggt til frambúðar. En því miður verður ekki enn
vart neinna tilburða sem sýni að Bjarna Bene-
diktssyni hafi verið alvara í margauglýstri um-
hyggju sinni fyrir atvinnulausu fólki á íslandi.
— m.
ítalinn Nones hlaut fyrstu
gullverðlaunin í 30 k. göngu
íshokkí
□ ítalinn Franco Nones varð fyrstur til að vinna gull-
medalíu á vetrarolympíuleikunum í Grenoble. Odd
Martinsen frá Noregi varð annar og Finninn Eero
Mæntyranta þriðji. Nones hafði forystu alla leiðina.
Sem fyrr segir tók Nones for-
ystu þegar í upphafi og hélt
henni alla leið — hafði beztan
millitíma baeði á 10 km og 20
km. Þetta var mikill ítalskur
sigur og óenjulegur á þessari
vegalengd — áttu þeir einnig
mann í fimmta sœti og hlutu
þar með 9 stig fyrir þessa grein
samkvæmt hinni opinberu
stigatöflu leikanna.
Finninn Mæntyranta þótti
mjög sigurstranglegur og fylgdi
Nones lengi mjög fast eftir —
var aðeins 4 sek. á eftir honum
eftir 20 km. Mæntyranta hefur
unnið öíll fyrstu verðlaun á
þessari vegalengd £ heimsmeist-
arakeppni og Olympíuleikum
síðan í Zakopane 1962, og
spurðu menn sig um tíma hvort
hann ætlaði nú að tryggja sér
eitt gull enh. En Finninn, sem
er þrítugur æsjfulýðsleiðtogi,
hafði ekki úthald á endaspretti
og dróst meira en minútu aft-
ur úr Nones. Norðmaðurinn
Martinsen er sagður hafa skipu-
lagt gönguna vgl, hann fór ekki
ýkja hart af stað, var um hálfa
mínútu á eftir Finnanum við
20 km. markið, en átti drjúga
krafta eftir í endasprett og
tókst að fara fram úr Mæntyr-
anta á síðustu mílunni.
Þetta eru fyrstu olympíuverð-
laun Martinsens, sem er 26 ára
gamail.
Úrslit.
1. Franco Nones, ftalíu
1. klst. 35 mín. 38,2 sek.
2. Odd Martensen Noregi
1:36.28,9
3. Eero Mæntyranta Finnlandi
1:36.55,3
4. Vladímír Voranof Sovétr.
1:37.10,8
5. Guilo de Florian ftalíu
1:37.12,9
6. Kalcu Laurila Finnlandi
1:37.29,8
7. Kaltevi Oikarainen Finn-
landi, 8. Gunnar Larsson Sví-
þjóð, 9. Walter Demel V-Þýzka-
landi, 10. Akentéf Sovét., 11.
Lorns Skjemstad Noregi, 12.
Jan Halvarsson Svíþjóð.
Orslit þessi munu talsverð
vonbrigði bæði fyrir Sovét-
menn og Sviá, sem oft hafa átt
verðlaunamenn á lengri vega-
lengdum.
„Þetta er mesti dagur ævi
minnar,“ sagði Nones, er hann
steig niður af verðlaunapallin-
um og átti stutt viðtal við
blaðamenn. Hann kvaðst hafa
hlaupið 1400 jkm. á skíðurrí á
þeim tíma sem hann tók sér til
þjálfunar fyrir keppnina og
þóttist viss um að geta haldið
ekki minni hraða en hver sem
væri af keppinautum sínum.
Haldið var áfram keppni í
ísknattleik í Grenoble í gær-
kvöldi. Svíþjóð vann Bandarík-
in með 4:3 í A-riðli og voru
öll mörkin nema eitt skoruð í
miðlotu. Júgóslavía vann Japan
með nokkrum yfirburðum í B-
riðli — 5 mörk gegn einu.
Myndin sýnir stökkbrautina í St. Nizier, en þar fer stökkkeppni vetrarolympíulcikanna
fram innan skamms.
Mega hafa vöru-
merki á skíðunum
Alþjóðaólympíunefndin hefur
leyft skíðamönnum að taka
þátt í olympíuleikunum án þess
að taka af skíðum sínum vöru-
merki framleiðenda. Þetta er þó
með því skilyrði að íþrótta-
mennirnir leyfi ekki að Ijós-
mynda sig með þeim hætti að
vörumerkin sjáist — geri þeir
það eiga þeir á hættu að verða
vísað úr leik.
Mikil deila hafði risið um
þetta mál, því íþróttamenn
töldu hæpið að mála yfir hluta
skíða sem svo nákvæmlega er
frá gengið til keppni og þau
sem þeir nota.
2 umferðum lokið i Reykja-
víkurmeistaramótiuu íbridge
Stökkvsrir eru
nú æfa sig
1 gær byrjuðu skíðastökkvar-
ar að æfa sig á æfingapallinum
í Autrans. Tékkinn Divila átti
bezta stökk dagsins, 82 metra,
en nokkrir menn fyilgdu fast á
eftir með 81 metra eða þar yfir.
Þeirra á meðal er von Norð-
manna, Björn Wirkola og
Bandaríkjamaðurinn Watt.
Ný námskeið í
judóávegum
Armenninga
Ný námskeið eru nú að hefj-
ast í judo á vegum judódeildar
Ármanns. Er hér um að ræða
námskeið bæði fyrir karla, kon-
ur og drengi.
Hið nýja byrjendanámskeið
fyrir karla verður á þriðjudög-
um og fimmtudögum, og hefst
kl. 8.15 síðdegis.
Kvennanámskeið verður á
mánudögum og föstudögum kl.
5:30—6.30 síðdegis.
Byrjendanámskeið fyrir
drengi verður á mánudögum og
Þeir, sem byrja að iðka judo
föstudögum.
á þessum námskeiðum eiga þess
kost að njóta framhaldskennslu
hjá hinum nýja, japanska judo-
þjálfara, sem kemur til starfa
hjá Ármanni í næsta mánuði.
Ágæt þátttaka hefur verið
hjá judodeild Glímufélagsins
Ármanns í vetur, endá eru æf-
ingaskilyrði hin beztu. Allar
æfingar fara fram í hinum nýja,
vistlega klúbbi deildarinnar að
Ármúla 14. Innritun fer þar
fram daglega og á kvöldin.
Sími: 8-32-95.
Önnur umferð Reykjavíkur-
meistaramótsins í bridge var
spiluð 4. febrúar sl.
Úrslit urðu þessi
Meistaraflokkur.
Benedikt vann Símon 5:3
Zóphanías vann Ingibjörgu ' 8:0
Hjalti vann Hilmar 6:2
Dagbjartur vann Bernharð 7:1
I. flokkur.
Páll vann Andrés 8:0
Jón vann Hörð 6:2
Gunnar vann Halldór 5:3
Magnús vann Matthías ' 8:0
II. flokkur.
Halldór vann Gísla 8:0
Ármann vann Sigtrygg 8:0
Ari vann Ragnar 8:0
Æfingar hjá ÍR
Æfingar Frjálsíþróttadeildar
ÍR verða sem hér segir á næst-
unni:
Mánudagur ÍR-hús, Túngötu.
Sveinar kl. 17,20—18,30
Stúlkur — 18.30—19,40
Karlar — 20.40—22.20
Miðvikudagar.
Sveinar — 19,00—20,00
Stúlkur — 20,00—21,00
Karlar — 21,00—22,30
Föstudagar.
Karlar — 20.00—21.40
Laugardagur, Láugardalshöll.
Sameiginlegar æfingar karla og
kvenna. Gamlir félagar eru á-
minntir um að mæta vel og tek-
ið er á móti nýjum meðlimum
í ÍR-húsinu á æfingatímum.
(Frá ÍR).
Staðan eftir 2 umferðir:
Meistaraflokkur.
1—2 Benedikts Jóhannss. 13
1—2 Hjalta Elíassonar 13
3 Símonar Símonars. 11
I. flokkur.
1 Magnúsar Eymundss. 13
2 Jóns Stefánssonar 12
II. flokkur.
1 Ara Þórðarsonar 16
3. umferð verður spiluð n.k.
sunnudag 11. febrúar kl. 14.00
í Domus Medica.
Starfsmannafélag ríkisstofnana
AÐALFUNDUR
Aðalfundur SFR verður haldinn í samkomuhús-
inu Lido í Reykjavík fimmtudaginn 14. marz
1968 og hefst kl. 20.
D A G S K R Á:
1. Aðalfundarstörf skv. félagslögum.
2. Kosning 19 fulltrúa og jafn margra til
úara á ping BSRB 1968.
3. Önnur mál.
Athygli félaigsmanna skal vakin á 11. gr. félags-
laga, en þar segir m.a.:
„Heimilt er 25 eða fleiri fullgildum félagsmönn-
um að gera tillögu um einn eða fleiri stjórnar-
menn. Skulu tillögurnax vera skriflegar og ber-
ast stjóm félagsins a.m.k. 25 dögum fyrir aðal-
fund. — Öllum tillögum skal fylgja skriflegt
samþykki peirra, sem stungið er upp á. Vanti
sampykki aðila, skal uppástunga teljast ógild
að pví er hann varðar. Tillögum skulu ennfrem-
ur fylgja glöggar upplýsingar um heimilisfang".
Stjóm félagsins skipa 10 menn; formaður, 6
meðstjómendur og 3 menn í varastjórn.
Um kjör fulltrúa á þing BSRB gilda hliðstæðar
reglur um uppástungur og við stjórnarkjör, sbr.
29. gr. félagslaga.
Reykjavík, 8. febrúar 1968,
TRYGGVI SIGURBJARNARSON, form.
\
f
I