Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.02.1968, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 8. febrúar 1968 — 33- árgangur — 32- tölublað. Dátasjónvarpið til umrœðu á þingi í gœr: t Utanríkisráðherra afsakar vanefndir hernámsliðsins! Tillaga þingmanna Alþýðubandalagsins: Tíu mikilvæg réttindamál tryggð í stjórnarskránni Reisn íslenzkra stjórnarvalda í dátasjónvarps- málinu hefur aldrei verið mikil og ekki var risið hátt á utanríkisráðherra á Alþingi í gær, er hann reyndi að bera í bætifláka fyrir bandaríska her- námsliðið og afsaka og verja vanefndir þess á ský- lausum yfirlýsingum og loforðum um takmörkun á sendingum Keflavíkursjónvarpsins. irspyrjanda ög fyrmefndra ráð- herra, þeir Jónas Ámason, Ragn- ar Arnalds og Eysteinn Jónsson. Tveir þingmenn Alþýdu- bandalagsins, þeir Ragnar Arnalds og Magnús Kjartans- son, lögðu fram í neðri deild Alþingis í gær frumvarp til stjómskipunarlaga um breyt- ing á stjórnarskrá lýðveldis- ins íslands frá 17. júní 1944. ★ í greinargerð segja flutn- ingsmenn, að frumvarpið feli ekki í sér neina heildarendur- skoðun stjómarskrárinnar af hálfu Alþýðubandalagsins, með því sé aðeins vakin at- hygli á 10 mikilvægum rétt- indamálum, sem sjólfsagt sé að sett verði ákvæði um í nýja vstjómarskrá. Þessi atriði eru: DRéttur Aílþingis í sam- bandi við útgáfubráðá- birgðalaga sé betur tryggður en nú er með ákvæði um að þriðjungur þingmanna geti krafizt þess að þing Sé kvatt saman til aukafundar í tilefni útgáfu bráðabirgðalaga. Kosningaaldur verði ekki bundinn með stjórnar- skrárákvæði, heldur fái Al- þingi heimild til að lækka aldurslágmarkið með lögum. Jafnframt verði felld burt skilyrðin um að kjósendur skuli vera fjárráða og hafa óflekkað mannorð. Ákvæði sé sett í stjóm- D/ arsftrá um að 20 þing- menn eða 20% kjósenda geti krafizt þjóðaratkvæðis um sérhvert mál , sem samþykkt er á Alþingi og ráði sú at- kvæðagreiðsla úrslitum. Einn- ig geti 25% kjósenda eða 15 þingmenn krafizt þjóðarat- kvæðggreiðslu um tiltekið málefni og séu úrslitin ráð- gefandi en ekki bindandi. i \ Tryggt verði að knappur x/ meirihluti Alþingis geti ekki selt ríkisvaldið og heim- illdir þess að einhverju leyti í hendur alþjóðlegum stofnun- u-m eða ríkjabandalögum. Aukinn meirihluti sé áskilinn, hvort heldur slík samþykkt er gerð á Alþingi eða iþjóð- aratkvæðagreiðslu. Tryggt sé að allar nátt- J/ úruauðlindir hér á landi haldist í eigu lands- manna með ótvíræðu stjóm- arskrárákvæði. Hið 'sama gildi um fasteignir, en undanþágu- heimildir veittar með lögum. \ Tekin séu af öll tvímæli U/ um það, að óbyggðimar og sú orka og auðævi, sem þar eru, séu ævinlega eignís- lenzku þjóðarinnar, alþjóöar- eign, sem einstaklingar geti ekki sölsað undir sig með neinum ráðum. Við 69. grein stjórnar- 4 / arskrárinnar sem segir að ekki megi leggja nein bönd á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda komi lagaboð til, bætist ákvæði um að öllum sétryggð fulil atvinna og hverskonar vinnuvernd. 0\ Ákvæði 70. gr. stjórn- O/ arskrárinnar verði breytt í það horf sem hæfir nútím- anum: það er samrýmt nú- gildandi tryggingalöggjöf og þó gengið feti framar með því að mæla fyrir um ókeyp- is sjúkrahúsvist. A\ 71. grein stjórnarskrár- j) innar verði breytt til samræmis við gildandi fræðslulög, en jafnframt verði löggjafanum lögð sú skylda á, herðar að tryggja efnahags- legt jafnrétti til menntunar, þ.e. að allir skuli eiga rétt til menntunar í samræmi við áhuga si-nn og hæfileika og sá réttur megi ekki verða háður efnahag eða búsfetu. 75. grein stjórnarskrár- innar orðist svo: „Is- land er friðlýst land. Her- skyldu má aldrei í lög leiða“. Nánar verður skýrt frá frumvarpinu hér í blaðinu síðar. ' Þjóðfrelsisherinn beitir skriðdrekum í fyrsta sinn Bandaríkjamenn eru að gefast upp í Lang Vei skammt frá Khe Sanh Til umræðu var svohljóðandi fyrirspum frá Magnúsi Kjart- anssyni: „Hvenær má vænta ef-nda á því fyrirheiti, að send- ingar bandaríska sjónvarpsins á íslandi verði takmarkaðar við Keflavíkurflugvöll og næsta ná- grenni hans“. Fyrirspyrjandi rakti nokkuð sögu dátasjónvarpsins, einkum eftir að Weymouth hemámsstjóri bauð ríkisstjórninni að tak-marka sendingar þess i septembermán- uði 1966. Minnti Magnús jafn- frarrit á að senn væm liðnir 5 mánuðir síðan sú takmörkun sendinganna átti að koma til framkvæmda og lagði áherzlu á að hernámsliðið hefði vanefnt skýlausar yfirlýsingar og loforð. Emil Jónsson utanrikisráð- herra svaraði fyrirspurninni með því að lesa upp skýrslu for- manns vamarmálanefndar um málið, þar sem segir að her- námsliðið hafi gert margskonar ráðstafanir eftir 15. septembersl. tii takmörkunar á sjónvarpsút- sendingunum með þeim afleið- ingum að sjónvarpsmyndin frá Keflavík væri ónothæf á mikl- um hluta Reykjavíkursvæðisins. Hins vegar hafi ófyrirsjáanlegir tæknilegir erfiðleikar valdið töf- um á ,því að sjónvarpssendingar yrðu takmarkaðar enn betúr, og eins hafi óhagstætt veður kom- ið í veg fyrir að upp væru sett nauðsynleg tæki á sendingamast- ur Keflavíkursjónvarpsins. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra lagði orð í belg í þessum umræðum á Alþingi í gær og jók ekki við fyrri orðstír sinn eða ríkisstjórnarinnar í málinu. Aðrir ræðumenn voru, auk fyr- SAIGON 7/2 — Henmenn Þjóðfrelsishersins réðust í nótt á bandaríska virkið Lang Vei, sem er aðeins 8 km frá Khe Sanh. Beittu þeir skriðdrekum bún- um eldvörpum og er það í fyrsta sinn að þeir nota slík vopn 1 styrjöldinni. í morgun var virki þetta talið fallið, en samkvæmt síðari fregnum vörðust bandarískir hermenn, fjallabúar og hermenn frá Laos þar enn í kvöld. Enn.er barizt í Saigon og Hue. South 0 & China Sea DEMIUtMUEU ■** ZOÍIE LAOS % ,,fvWhe samh’ ’ «0utis . ’ '7' SOUTH ' "4. 'JIWUBAI; ^IETfrAM 'msmáÆ. Kort af nyrztu héruðum Suöur-Vietnam. Lang Vei er örskammt frá Qandamærum Laos eins og sjá má. Lengst til hægri er hin forna höfuð-borg Hue. en þar er enn barizt hús úr húsi. Árásin hófst með stórskotahríð og eldflaugna, sém komu frá La- os, en Lang Vei er aðeins 2 km frá landamærunum. Þá birtust skriðdrekar af sovézkri gerð, hin- ir fyrstu sem Bandaríkjamenn mæta í stríðinu, og segjast þeir hafa eyðilagt fimm þeirra. Tilkynnt hafði verið bæði í Sai- gon og Hanoi að virki þetta væri fállið og setuliðinu eytt, en seinna bárust fréttir frá Saigon um að nokkrir bandarískir her- menn héldu þar enn velli ásamt með fjallabúum og herflokki frá Laos sem flúði yfir landamærin fyrir skömmu. Talsmaður Banda- ríkjahers sagði að mennirnir hefðu fengið skipun um að halda virkinu hvað sem það kostaði. Lang Vei skiptir miklu því skæruliðar þurfa að ná því á sitt vald áður en þeir ráðist á hina miklu herstöð við Khe Sanh, sem nú hefur verið umsetin um nokk- um tíma. Götuvígi í Saigon Skæruliðar hafa haldið frá ýmsum borgum landsins, en búizt er við nýjum áhlaupum af þeirra hálfu. Enn var barizt í dag í hinni fornu höfuðborg Hue og blaktir fáni Þ j óðf relsishreyf ingarinnar tenn yfir borgarvirkinu. Þar er barizt í návígi, hús úr húsi. Skæruliðar sprengdu í loft upp þrjár brýr í borginni í dag. Skæruliðar réðust á lögreglu- stöðvar í þrem borgarhlutum í Saigon í nótt, en lítið hefur verið barizt í höfuðborginni í dag. Borginni er skipt í „örugg“ og „óörugg“ hverfi, eða „blá“ og „rauð“. í „rauðu“ hverfunum í kínverska borgarhlutanum Chol- on hafa skæruliðar að sögn reist götuvígi úr yfirgefnum bílum og olíutunnum. AFP-fréttastofan segir að skæruliðar fari í ýmsum hverfum óhindraðir um götur höfuðborgarinnar, allt að fimm- tíu saman í hóp. Vietnamskur maður, sem flúið hefur frá Cholon, sagði við frétta- ritara AFP, að skæruliðar hefðu komið í tíu manna hópum, og Framhald á 3. síðu. 527 á atvinnu- leysisskrá í gær í Reykjavík Þjóðviljinn átti í gær- kvöld tal við Ragnar Lár- usson hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar og innti hann eftir atvinnuteysis- skráningunni hér í borg- inni. Sagði Ragnar, að s.d. í gær er skrifstofan lokaði hefðu samtals 527 verið skráðir atvinnulausir, þar af 419 karlmenn og 108 konur. Ragnar kvað alltaf hafa bætzt við daglega fólk er léti skrá sig atvinnulaust, hins vegar væri síðustu daga meiri hreyflng á en áður, þannig að sumir kæmust í vinnu aftur en nýir at- ' vinnuleysingjar væru skráð- ir í þeirra stað, t.d. bætt- Ust 7 nýir á skrána ígær- dag, 6 karlar og 1 kona, en 3 karlar er fengu vinnu í gær hurfu af skránni. Ekki hafði unnizt tími til þess að skipta skráðum atvinnuleysdngjum í hópa eftir starfsgreinum, en þar enu verkamenn og verka- konur í miklum meirihluta og síðan koma iðnaðar- menn. Leitin að Heiðrúnu ( • enn árangurslaus Leitinni að Heiðrúnu frá Bolungavík var enn haldið áfram í gær á landi, sjó og úr lofti, en ekkert nýtt kom i Ijós. Með Heiðrúnu voru sex menn, eins og áður hef- ur komið í Ijós í fréttum, og er nú talið vonlítið að þcir hafi komizt lífs af. Við leitina í gær var sem áður. siglt um Isafjarðai'djúp og Björn Pálsson flaug yfir svæðið á vél sinni, og gengið var um' fjörur. Var aðalá- herzlan lögð á leit. á Arn- arnesi, í Alftafirði og Seyð- isfirði og á Hvammsnesi, þar sem helzt hefur fimdizt brak. Ekkert fannst úr Heið- rúnu í gær, en leit verður haldið áfram á landi í dag. Eiginkona Eddons stýrimanns komin Eiginkona Harry Eddons, 1. stýrimanns af Ross 'Cleveiand, kom til landsins I gærkvöld, með þotu Flugfélags Islands, GuIIfaxa. 1 sömu vél var fjöldi brezkra blaðamanna, svo og fulltrúar tryggingafélaga. Brezka blaðið The SUN hafði boðið konunni hingað, ásamt nokkrum ættingjum, móður hennar og bræðrum. Konan sést hér á myndinni sem tekin var á Keflavíkurflugvelli skömmu eft- ir að flugvélin lenti þar í gær- kvöld. Með henni á myndinni er einn af SUN-mönnnnum, s«n gættu þess vandlega, að aðrir blaðamenn næðu ekki tali af konunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.