Þjóðviljinn - 09.02.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.02.1968, Blaðsíða 2
I 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. febrúar 1968. f I Lelðsndaveður - Kynferð- ispróf •4r Frakkar hafa kostað miklu til Olympíuleikjanna í Gren- oble — framlag ríkisins mun nema uim 11 miljörðum króna, Tölvur miklar og aðrar frá- bserar vélar annast skipulagn- ingu auk um tíu þúsund að- stoðarmanna. En þessi mikla yfirbygging sætir mikilli gagn- rýni erlendra gesta, sem telja _ að hún komi að mjög tak- mörkuðum notum. Þeir kvarta til að mynda mikið yfir því að erfitt sé að kom- ast leiðar sinnar um olympíu- svæðið, þótt fullt sé þar af opinberum bflum á ferð — en mjög oft tómum. •Jr Og fbúamir £ Grenoble og olympíúþorpunum þar. í kring eru heldur ekki allir jafn hamingjusamir. Sumir likja gauraganginum við 3. heimsstyrjöldina. Einn rosk- inn íbúi þorpsins Autrans sagði við norska fréttamenn að það væri svosem ágætt að fá vegi, hús, íþróttamanhvirki og annað þessháttar, ög vfst borgaði ríkið þetta að veru- legu leyti. En við vitum lika, sagði þessi monsjör Biquelle, að á næstu árum verðum við að borga 100% hærri útsvör en nú. Við fáum sem sagt bak- hliðina af olympíumedaliun- um — keppnislaust. WMPIQ^ o s° ^A/oble^ •fr Veðrátta er umhleypinga- söm í Grenoble um þessar mundir, eins og sést af öðr- um fréttum hér á síðunni. Svíinn Láftman sem sér um skautahlaupið, segir að ef á- fratn verði jafn hlýtt í veðri og nú, þá verði ómögulegtað fá sæmilega hálku á ísinn. TÍf Iþróttakonur eru nú að ganga undir prófun sem á að taka af allan grun um kyn- ferði þeirra, en i iþróttaheim- inum hafa að undanförnu komið upp erfið mál vegna þess að ýmsar frægar íþrótta- konur reyndust miður kven- legar að líkamsbyggingu. Við höfð er mjög kurteisleg að- ferð — frumugreining í smá- sjá, sem gefur til kynna hvort allt sé í lagi með Jitningana. J W \ Sleðabrautin i Villard de Lans íþrótlaandi eða njósnir? verður hún ekki notuð í ár? Nokkur úrslit í ísknattleik Sleðakeppninni var frestað vegna hálku A miðvikudagskvöld vann sovézka landsliðið mikinn sig- ur á því austur-þýzka í ís- hokkey, skoraði níu mörk, en . andstæðingamir ekkert. Aust- ur-Þjóðverjar fóru sæmilega af stað í fyrstu lotu, en höfðu ekki úthald. Þá biðu Vestur-Þjóðverjar allmikinn ósigur fyrir Kanada — 1:6. Fór eins fyrir þeim og löndum þeirra austantjalds að þeir fóru vel af stað og komu í veg fyrir að Kanadamenn næðu nokkrum árangri gem máli skipti i fyrstu lotu. En í annarri lotu hófu Kánada- menn mikla sókn og skoruðu þrisvar á sex mínútum og ma?ttu, lítilli fypirstöðu . eftir. það. I B-riðli sigraði Rúmenía Austurríki með 3:2. í gærkvöld biðu Vestur- Þjóð- verjar annan ósigur — að þessu sinni fyrir Tékkum. Tékkar skoruðu 5 mörk, þýzk- ir 1. Til fjár Oft er talað um að íslenzk blaðamennska sé ófullkomin, og er auðvelt að styðja þá niðurstöðu með rökum. Við megum samt þakka fyrir að við erum enn vanþróuð þjóð á sviði ’þeirrar æsifrétta- mennsku sem mjög einkennir blöð í ýmsum nágrannalönd- um okkar. Á æsiblöðunum er litið á ótíðindi, náttúruham- farir, slys og afbrot sem sér- stakan hvalreka, kærkomin tækifæri til Jxess að græða fé. Blaðamenn keppast um fréttjrnar eins og trylltir gull- leitarmenn og svífast einskis, það fólk sem lent hefur í miðbiki sögul^gra atburða fær engan frið fyrir miskunn- arlausri ágengni, og sérstak- lega er kappkostað að hnýs- ast í persónuleg viðbrögð manna í gleði og harmi, gera einkamál að féþúfu. Og vegna þess að hér eru fjármunir í húfi eru peningar óspart notaðir til að tryggja „einka- rétt“ á þvílíkum fréttum; fólk er keypt og síðan vak- að yfir öllu athæfi þess. Þegar fréttirnar bárust um að Harry Eddom, stýrimaður á Ross Cleveland, hefðibjarg- azt með þeim hætti sem helzt mátti jafna til kraftaverka, urðu viðbrögð íslendinga undirhyggjulaus gleði, einnig íslenzkra blaðamanna. En úti í Lundúnum var þessi at- burður þegar metinn til fjár. Æsiblaðið The Sun bauðst til að bjóða eiginkonu Eddoms og fjöískyldu til íslands og greiða fé að auki með því skilyrði að blaðið sæti eitt að öllum fréttum um einka- mál fjölskyldunnar — eigin- konan mátti ekki tala við nokkum mann, ekki einusinni orða gleði sína og þakklæti við fslendinga. Fjölskýldan var flutt til fslands, umkringd blaðamönnum frá The Sun og ennfremur kraftajötnum sem beittu afli sínu óspart til þess að tryggja „eign“ sína þegar til íslands kom. Síðan verður fjölskyldan að sæta því hlutskipti að hafa blaða- menn þessa sem vitni að öll- um eínkamálum sínum, leyfa þeim að skrásetja hin við- kvæmustu viðbrögð og selja þau aimenningi. Allt er þetta tii marks um þá siðferðilegu upplausn sem fylgir gróðaþjóðfélaginu. manngildið víkur fyrir pen- ingagildinu. — Austri. VILLARD DE LANS við Gren- oble 8/2 — íþróttamenn telja að ef hlákunni heldur áfram geti svo farið að menn verði að aflýsa með öllu sleðakeppn- inni á þessum olympiuleikum. í morgun átti keppnin að hefj- ast en það varð að aflýsa henni vegna þess að 6 stiga hiti hafði brætt ísinn á braut- inni. í gærkvöld höíðu fyrirsvars- menn liðanna mælzt til þess að sleðakeppninni yrði frestað, en því var ekki sinnt. Þátttakend- ur voru reiðubúnir til atlögu kl. sex í morgun, en hlákan kom í veg fyrir keppni sem fyrr segir. Miklar tilraunir hafa verið gerpar með allskonar málm- blöndur til að fá sleðameið- ana til að renna sem bezt. í Innsbruck fyrir fjórum árum voru stundaðar miklar’ njósnir til að fá upplýsingar um sleða andstæðinganna. Þá var og notuð einföld aðferð, sem er fólgin í því að hita upp meið- ana fyrir keppni, en hún hefur nú verið bönnuð. NTB-fréttastofan segir að norskir sleðamenn lumi á ýms- uril leyndarmálum sem þeir prófi að næturlagi til að ann- arra þjóða menn komist ekki að því hvað þeir eru að bauka. Bruni karla var frestað í gær Ólánið eltir skipuleggjendur ólympíuleikanna: í gær varð að fresta þeirri grein sem beðið var með mestri eftirvæntingu — bruni karla. Fer sú keppni fram í 'dag, föstudag, en ef að- stæður skána ekki á sunnu- dag. Bandaríkjamaðurinn Bill Kidd verður með, en óttazt var að hann kynni að falla úr leik eftir slæma byltu, sem haqn fékk í reynslubruni á miðviku- dag. Peggy Fleming er örugg um sigur i físthluupi kvenna GRENOBLE 8/2 — Bandariski heimsmeistarinn, Peggy’ Flem- ing, hefur tryggt sér öruggt forskot í listhlaupi kvenna á skautum. Hefur hún 77,2 stig fram yfir Gabriele Seyfert frá Austur-Þýzkalandi, sem kem- ur næst. í heimsmeistarakeppn- inni í fyrra hafði hún 69 stig fram yfir Seyíert að loknum sömu atriðum (skylduatriðum svonefndum) og dugði það henni vel til sigurs. Bronsverðlaunahafinn frá heimsmeistarakepninni, Beatrix Schuba frá Austurríki er í þriðja sæti, 25 stigum á eftir Gabriele Seyfert en aðeins 17 stigum á undan Evrópumeistar- anum, Hana Maskova frá Tékkóslóvakiu. Maskova hefur því ágæta moguleika á brons- verðlaunum því hún er talin sterkari í seinni greinum keppninnar. Yngsti þátttakendi leikjanna. Beatrice Hustiu frá Rúmeníu, er nr. 31 af 32 keppendum, Hún er aðeins ellefu ára göm- ur. Röðin er nú þessi: 1. Peggy Fleming 1062, 2. Gabriele Seyfert 984, 3. Beatrix Schuba 960, 4. Hana Maskova 943, 5. Albertina Noyes, Banda- ríkjunum 941, 6. Zsuzsa Alm- assy, Ungverjalandi 910, 7. Kukimo Okawa, Japan 896. Sigrar Watts frá USA í stökki? Stökkmenn héldu áfram að æfa sig í Autrans i gær. Bandaríkjamaðurinn George Krogh kom á óvart og átti lengsta stökk dagsins — 81,5 m. Austurþjóðverjinn Manfred Queck kemur næstur, stökk 81 metra og þá Tékki, sem talinn er allhættulegur keppinautur, Jiri Raska, með 80 m. 'Norð- menn fóru sér að engu óðslega í dag — Björn Wirkola lét sér nægja 76,5 metra. UTSALA ÚTSALA KARLMANNA f SC'H ' K ?? M FOT TWEED- JAKKAR GEFJUN Kirkjustræti » I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.