Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 2
/ 2 SÍÐA— ItiÖÐVTLJmN — 28. felbrtor 1068. 753 félagar eru í Krabba- meinsfélagi Skagafjarðar Útför fíugmannanna gerð síðJegis s dag Júlíus Tómasson, flugstjóri F. 9. september 1936 — D. 19. febrúar 1968 Þetta er fáorð vin arkveðj a við útför Júlíusar Tómassonar, flugstjóra. Hann fæddist 9. september 1936 og fórst í flugslysi á Reykj avíkurflugvelli 19. febrú- ar 1968. Þá fórst einnig Gísli flugmaður, bróðir hans,- Faðir þeirra bræðra er á lífi hér í Reykj avík. Að loknu gagnfræðapróíi 1953 stundaði Júlíus ýmis störf. Hann lauk flugmannsprófi árið 1957. Júlíus réðist til starfa hjá flugfélaginu Loftleiðum vorið 1959. Nú síðustu árin var hann flugmaður og flugstjóri á stærstu vélum félagsins, vin- sæll og vel látinn hjá sam- stgrfsmönnum. Eiginkona Júlíusar var Þór- unn B. Jónsdóttir. Þau áttu þrjár dætur, Karen Júlíu, 7 ára, Ástu Ragnheiði, 5 ára, og Þórunni Brynju, 4 ára. Heim- ili þeirra bar vott um smekk- vísj og ræktarsemi Júlíu&ar.- Það er sárt að sjá á bak.slíb- um manni í blóma lífsins. Missir ættingja og ; venzla- manna er þyngri en tárum taki. En þetta fólk á sér líka huggun sem er meiri en öll sorg. Það er varanleg gæfa og gleði að hafa átt Júlíus að fé- laga og vini. Sú minning fyrn- ist aldrei. Ættingjum, eiginkonu Júlíus- ar og dætrum og föður þeirra Gísla, votta ég samúð. Minningamar skulu lýsa þeim öllum til æviloka. Þorvaldur Þórarinsson. Aðalfundur Krabbameinsfélags Skagafjarðár var haldinn á Sauðárkróki 21. febr. 1968. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Ólafur Sveinsson yfirlæknir er- indi um störf og árangur þeirra Ieitarstöðvar, sem Krabbameins- félag Skagafjarðar, fyrst allra slíkra félaga úti á landi, hefur starfrækt f sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki. Prá því starfið hófst í maí s.l. hafa verið skoðaðar 306 konur. • í dag verður gerð frá Fríkirkjunni útför bræðr- anna Gísla Tómassonar flugmanns og Júlíusar Tómassonar flugstjóra, sem fórust í flugslysi á Reykjavíkurflugvelli mánudaginn 19.. þ.m. At- höfnin í kirkjunni hefst kl. 1,30 síðdegis. Úr þjóðgarðinum á Skaftafelli í Öræfum. Til Öræfa er áætluð hjá F.í. sjö daga sumarleyfisferð, auk þess sem þangað verður komið í hringferðunum um landið. — (Ljósm. Þjóðv. vh). Júlíus Tómasson Gísli Tómasson lýðsfélögunum að berjast í þágu hátekjumanna, sem muni fá margfalt meiri kaup- hækkun fyrir tilverknað vísi- tölubóta. Það eru ekki verk- lýðsfélögin sem ráða tekju- skiptingu á fslandi heldur stjórnarvöldin, og Morgunblað- ið hefur ævinlega beitt sér fyrir sem rnestum tekjumis- mun. Vilji rikisstjómin nú stuðla að aukinni tekjujöfn- un er hægurinn hjá að lækka kaup gróðamanna og hátekju- fólks, þar á meðal ráðherra, og nota þá upphæð til Jæss að rétta hlut láglaunamanna. Sú aðgerð væri þeim mun sjálf- sagðari sem efnahagsráðstaf- anir ríkisstjómarinnar hafa frá því í haust haft ]>að meg- ineinkenni að níðast séirstak- lega á þeim sem haía lægstar tekjur í þjóðfélaginu. Engar vörur hafa hækkað eins mik- ið í verði og hversdagslegustu matvæli, mjólk, fiskur, kjöt og kartöflur. l>ví hafa þyngst- ar byrðar verið lagðar á það fólk sem notar meginhluta tekna sinna til matvælakaupa, en hátekjumenn hafa hlut- fallslega borið mun léttari byrðar, raunverulegur kjara- munur hefur aukizt. Væri ekki ráð að hátekju- mennimi.r í forustu Sjálf- stæðisflokksins staðfestu í verki umhyggju Morgunblaðs- ins fyrir láglaunafólki með því að leggja hluta af tekj- um sinum í sérstakan launa- jöfnunarsjóð sem notaður væri til þess að koma í veg fyrir að verkfallsátök þurfi að hefjast? ó- ímunnberanlegur Morgunblaðið boðar mjög þá kenningu að kjarabarátta verkafólks sé runnin frá Al- þýðubandalaginu og eigi jafn- vel rætur sinar í ágreiningi innan þess, hinir seku menn séu Hannibal Valdimarsson, Eðvarð Sigurðsson, Bjöm Jónsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Nú bregður allt í einu svo við að verk- lýðsfélög þau sem Túta for- ustu stjórnarstuðningsmanna eru talin alls ómerk. Morgun- blaðsmenn virðast til dæmis hafa gleymt því að þeir háfa á undanfömum árum talið sig vera áð vinna síendur- tekna sigra í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, sem nú gengur til kjarabaráttunnar ásamt öðr- um verklýðsfélögum í Reykja- vík. Hinn landskunni forustu- maður Sjálfstæðisflokksins, Guðjón Sigurðsson, er nú aldrei nefndur á nafn í Morg- unblaðinu. Allt er þetta til marks um þá staðreynd að Morgunblaðs- menn gera þá kröfu til flokks- bræðra sinna i verklýðsfélög- unum að þeir haldi að sér höndum í kjarabaráttunni. Ræki þeir hins vegar skyldur sínar við verklýðsfélögin er þeim ekki hampað lengur, heldur eru þeir taldir nafn- laus peð á skákborði vondra kommúnista. A- heyrnarfulltrúar Morgunblaðinu þykja það í gær fim mikil að Einar Ol- geirs^on skuli mæta sem á- heymarfulltrúi á ráðstefnu sósíalistískra flokka í Ung- verjalandi um þessar mund- ir. En hvað segir blaðið um þá sérkennilegu staðreynd að varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, Guðmunduir H. Garðarsson, er þessa dagana staddur sem áheyrnarfulltrúi á þingí hinna kommúnistísku verklýðssamtaka í Sovétríkj- unum? — Austri. Starfið er unnið í samvinnu við leitarstoð Krabbaimieinsféla,gs ts- lands. f skýrslu formanns kom það fram, að félagar era nú 753 og er þvi Krabbameinsfélag Skaga- fjarðar eitt fjölmennasta krabba- meinsfélag á la.ndinu. Tekjur félagsins á árinu vora auk árgjalda, rausnarlegar gjafir frá einstaklingum. Minningar- spjöld Krabbameinsfélags tslands eiu seld á 3 stöðuim í héraðinu. Erindreki Krabbameinsfél. Isl. lands, Jón Oddgeir Jónsson, flutti kvcðjur frá stjórn Krabba- meinsfélags lslands og þakkaði stjórn og starfsfólki Krabba- meinsfélags Skagafjarðar vel um.in störf á árinu. Formaður var endurkjörinn, en hann er Valgarð Björnsson hér- aðslæknir á Hofsósi. Aðrir í stjórn félagsins era: HelgaKristj- ánsdóttir, frú, Silfrastöðum, Sig- ríður Guðvarösdóttir, frú, Sauð- árkróki, Þóra Þorkelsdóttir, frú, Fjalli og Ölafur Sveinsson, lækn- ir, Sauðárkróki. Friðrik J. Friðriksson héraðs- læknir, sem hefur verið í stjóm félagsins frá upphafi baðst und- an endurkjöri. Ferðafélag Islands hefur sent frá sér áætlun um sumarleyfis- og skemmtiferðir árið 1968. Eru áætlaðar 117 eins til tólf daga ferðir og hefjast áætlunarferð- irnar 31. marz og Iýkur 15. september. Verður þetta sum- arið fitjað upp á ýmsum nýj- ungum og farnar nokkrar leið- ir sem ekki hafa verið á á- ætlun áður. Fyrsta ferð starfsársins er helgarferð 31. marz, skíðaferð á Kjöl, en síðan era áætlaðar 1%—2% dags ferðir í ýimsar áttir um hverja helgi fram til 14. september að farið verður á Krakatind, auk hinna föstu helgarferða félagsins í Þórs- mörk, Landmannalaugar,, um Kjalveg og til Veiðivatna frá júní fram í september. Þá verða einnig miðvikudagsferðir í Þórsmörk i júlí og ágúst./ Um páskana verður farið í 3ja og fimm daga Þórsmerkur- ferðir og fdmm daga ferð að Hagavatni og um hvítasunn- una era áætlaðar íjórar ferðir — á Snæfellsnes, í Þói-smörk, Landmannalaugar og til Veiði- vatna. Um verzlunarmanna- helgina verða farnar sex 2 Vz dags ferðir. Sumarleyfisferðir era áætlaö- ar alls 19, 4—12 daga, sú fyrsta 8. júní um Barðastrandarsýslu og sú síðasta hringferð um Hofsjökul kringium mánaðamót- in ágúst/september. Helztu nýjungar í ferðum Feröaíélags islands í sumarera t.d. ferð til Drangeyjari og um Ölafsfjarðarmúla og Stráka-göng við Siglufjörð. Ennfremur má nefna hringferð urn landiö, þannig að ekið verður frá Rvík norður og austur um land og allt vestur í öræfasveit, en flog- ið þaðan tjl Reykjavíkur. Sama dag fer ánnar hópur flugleiðis frá Reykjavík til Fagurhólsmýr- ar og ekur síöan í bílnum lil baka sömu leið og fyrrmefndi hópurinn kom, þ.e. austur um Skaftafellssýslur, vestur Norð- urland og suður.. til Reykjavík- ur. Tekur hvor ferð 9 daga. ★ Þá verður gerð ferð inn á Lónsöræfi, ekið á jeppum og gengið síðasta hluta leiðarinnar í Víðidal. Þá er 'ferð á Hom- stpandir og hringferð um Hofs- jökul með öðra sniði en áður hefur verið. Treg til verkfalla Morgunblaðið telur í gær upþ ýms yerklýðsfélög sem ekki hafa enn boðað verkföll og segir í framhaldi af þeirri upptalningu: „Þessar stað- reyndir sýna glögglega, að verklýðsfélögin ganga treg til þéssara stöðvunaraðgerða", og fyrírsögnin yfir forastugrein- inni hljóðar svo: „Verklýðs- félögin treg til verkfalla". Af þessum málflutningi rits.tjór- anna verður það ljóst, eins og raunar oft áður, að þeir i eru ákaflega fjarlægir lífi og við- horfum verkafólks á íslandi. Þeir virðast ímynda sér að verkföll séu yfirleitt einhver gleðiátburður; menn hafi hingað til gengið fagnandi til þeirra líkt' og einhverrar skemmtunar; tregða til verk- falla sé eitthvert nýtt og ó- venjulegt einkenni á viðhorfi verkafólks um þessar mundir. Allir aðrir vita að alþýðusam- tökin á íslandi hafa aUtaf verið treg til verkfalla; til slikra aðgerða hefur aldrei verið gripið nema af knýjapdi þarf, nema af óhjákvæmi- legri félagslegri nauðsyn. Tregða alþýðusamtakanna birtist m.a. í'því að þau hafa að þessu sinni ekki boðað verkföU til þess að sækja neinn nýjan félagslegan rétt; þau neita aðeins að una því að samningar séu brotnir á verkafólki með nýjum og ó- I bættum verðhækkunum dag hvem. í rauninni eru það ekki alþýðusamtökin sem hafa boðað til verkfallanna, heldur þau stjórnarvöld sem neita að standa við gerða samninga og hátíðleg loforð. En þólt alþýðusamtökin séu treg til verkfalla hefur sú tregða ekki áhrif á samstöð- una þegar aðgerðir eru óhjá- kvæmilegar. Krafan um visi- tölubætur lsta marz var sam- þykkt einróma á síðasta Al- þýðusambandsþingi, og mun þó talið að fylgjendu.r stjórn- arflokkanna hafi slagað hátt upp í helming fulltrúa á þvi þingi. 40 verklýðsfélög með um 16.000 félagsmenn hafa íylgt þeirri almennu ákvörðun eftir i verki, og hefur sjaldan tek- ist víðtækari samstaða í sögu íslenzkrar verklýðsbaráttu, og í Reykjavik hefur einhugur manna úr öllum flokkum naumast nokkru sinni verið meiri en nú. Og Morgunblaðs- menn munu enn sem fyrr fá að kynnast því að þótt ís- lenzkir verkamenn séu sein- þreyttir til vandræða er festa þeirra þeim mun meiri þegar átök reynast óhjá- kvæmileg. I verki í Morgunblaðinu í gær er boðuð sú kynlega kenning að með kröfunni um vísitölubæt- ur sé láglaunafólkið í verk- Þakkir frá útgerð- arstjóranum í Huii Geir Zoega, umboðsnianni brezkra togara, hefur borizt eft- irfarandi bréf frá Mr. Charles Hudson, forstjóra Hudson Brothers Trawlers Limited í Hull, eigendum togarans Ross Cleveland, mieð beiðni um að koma eíni þess á framfæri við alla þá tsleindinga, sem hlut eiga að máli. Bréfið er svo- hljóðandi: Ég leyfi mér að láta i ljós þakklæti mitt og samstarfs- manna minna fyrir aðstoð þá, sem Islendingar veittu þegar togarimn Ross Cleveland fórst með allri áhöfn, að einum manni undanskildum, á ísa- fjarðardjúpi hinn 5. febrúar. Engin orð fá lýst aðdáun okk- ar og þakklæti til starfsfólks sjúkrahússins á tsafirði fyrir aðhlynniin.gu þá, sem það veitti Hairry Eddom, eina manninum, sem komst af. Einnig ber okkur að þakka skátum, slysavarnardeildum, ís- lenzkum sjómönnum, ski'ða- mönnum og öllu fólki f ná- grenninu fyrir aðstoðina, sem aUir veittu af svo fúsum vilja. Ungi smalinn, sem farn Harry Eddom, og fjölskylda hans verðskuldar sérstak't þakk- læti okkar fyrir aðhlynininguna, sem honum var veitt. Einnig erum við mjög þakklát umboðs- manni okkar, Guðmundi Karls- syni, fyrir frábæra aðstoð. öllu þessu fólki flytjum við innilegt þakklæti. Yðar einlægur Charies Hudson. ÞÚ LÆRIR MÁLIÐ í MÍMI Fjölbreyttar sumarleyfis- ög skemmtiferðir F. f. 1968 é

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.