Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 8
2 SfÐA — ÞJÓBVmiiNN — Midváfcudagur 28. £öb®óair 1068. SAKAMÁLASAGA Eftir J. B. PRIESTLEY 21 — Eigið þér við — að ég ætti að spyrja Donnington — — Fjarstæða er þetta. Hann myndi ekki hlusta á yður. Hann myndi aldrei viðkenna að sonur hans hefði látizt af öðru en slysförum. Hann myndi hóta yð- ur málsókn fyrir meiðyrði. — Maggie, ég held við ætt- um að fara. sagði Salt læknir og valt hálfpartinn út úr stóln- um. Hann var dæmalaust ólið- legur við að setjast í stól eða s-tanda upp úr stól, þótt hann væri alls ekki feitur. — Herra Aricson, þakka yður fyriraðvilja taka á móti yður. En ég get ekfci látið sem ég skilji hvað þér eruð að fara. Hann benti Maggie að ganga til dyra á undan, og síðan sneri hann sér við og sagði: — Þið virðizt vera að tryggja ykkur fyrir hneyksli sem er ekkert hneyksli. Ég má ekki ljóstra neinu upp, þótt ekki sé neinu upp að ljóstra. Þér eruð að hjálpa Donnington að halda hlíf yfir engu. Nú voru þau komin fram í and- dyrið. — Það getur ekki verið neitt að, en það má ekki frétt- ast. Jæja, ég skal reynaaðkyngja þessu öllu saman — þótt það kunni að taka tímann sinn — ef þér viljið aðeins spyrja Donn- ington einnar spumingar frá mér. Hann sneri sér við og horfði hvasst á Aricson. — Að- eins þetta: Hvar er Noreen , Wilks? Góða nótt. 2 Þau voru aftur komin í fbúð Salts læknis, inn í ringulreið- ina af bókum og plötum, og far- in að drekka góða, kínverska teið. Hann hafði boðizt til að aka henni beint heim frá Aric- son; hann hélt hún væri þreytt, og hún var það; en klukkan var ekki nema rúmlega tiu, móðir hennar væri enn á fót- um, t>g hún gat ekki hugsað sér að þurfa að svara ótal spum- ingum — án þess a<ð mega minnast á Noreen Wilks — áður en hún væri búin að fá nætur- svefn eða tala við Alan- Og meðan Salt læknir var að búa til teið, hafði hún hringt heim og sagzt koma seint, og móð- ir hennar hefði miklu fremur verið reið en leið. Hún hafði farið' til lögreglunnar, og þótt þeir hefðu ekki beinlínis verið ruddalegir þar, þá höfðu þeir neitað að taka hana alvarlega. Ef lögreglan ætti að gera sér- stakar ráðstafanir í hvert skipti sem eiginmanns væri „saknað“ í einn eða tvo daga, þá yrðu lögreglustöðvamar fljótlega eins og vitlausraspítalar. Og hún gat ekki komið þeim í skilning um að Edward Culworth væri allt annars konar maður en eigin- menn;mir sem þeir hefðu í huga. Og hvað þóttist Maggie svo sem vera að gera? Og Maggie svar- aði því til að hún væri í Birk- den vegna föður síns og væri að gera sitt bezta. Og hún v<ssi ekki fyllilega hvað Alan var að gera; oð það var að minnsta kosti engin lygi. — Er það rétt af mér, spurði hún Salt lækni meðan þáu drukku te!ð, — að levna mömmu þessu um Noreen Wilks? -*■ Já, Maggie. Ef móðir þín væri þess konar kona, sem þú gætír savt frá hverju sem væri, þá myndirðu ekki þurfa að spyrja spumingar. Hún svarar sér sjálf. — Jæja þá. En bað get ég sagt þér, hélt hún áfram næst,- um þrjózkulega, — ég er sann- færð um að það var ekkert — þú sk!lur, kynferðislegt — á milli hans og Noreen Wilks. — Ég er ekki sannfærður, en bó, halls<st ég einnig að þeirri skoðun. í rauninni þekki ég föð- ur þinn alls ekki — — Hann er ákaflegá sam- vizkusamur, vinnusamur, hóg- vær, feiminn bóksali — — Það var og. Og Noreen var ung, jafnvel eftir aldri-Nei, það er eitthvað annsð. Ef til vill hefur hann þekkt foreldra henn- ar — eða annað þeirra- Meðal annarra orða, fór hann oft til Birkden? — Nei. Ég held ekki. Kannski einu sinni eða tvisvsr í mánuði. Honum féll ekki yið Birkden. Ég held hann hafi komið hingað á mánudaginn til þess að spyrjr ast fyrir um Noreen Wilks. En af hverju datt þér í hug að hann hefði farið í verksmiðju- klúbbinn? — Látbragð barþjónsins og Dews, þegar ég kynnti ykkur Culworthsystkinin svo vandlega. Ba<rþjónninn lokaði á sér and- litinu. Dews álítur sjálfan sig slyngan lygara og hann hélt sér væri óhætt að sýna yfirlæti. Jæja — og ættu þau að gera það. Ég á vjð, hvort nokkuð sé athugavert við hann? sagði Salt læknir og tókst næstum að ná raddhreim og fasi Dews. — Hann smjattaði á þessu — beið eftir því að geta hlegið með bar- þjóninum þegar við værum far- in. — Þú hefur svel mér gott minni- Ég hefði ekki getað mun- að nákvæmlega hvað hannsagði — og hvemig hann sagði það. — Ég myndi sóa dýrmætum tíma, Maggie, ef ég hefði ekki hugann við efnið. Ég er viss um að faðir þinn fór í verk- smiðjuklúbbinn einhvem tíma á mánudaginn, þegar hann var' búinn að tala við Peggy Pear- son í Lyceum. Auðvitað veit ég ekki hvað gerðist eftir það. Þetta skýrir dálítið sem hafði vaÆizt fyrir mér áður en þú komst í dag. Ég gat ekki skilið hvernig þessir verksmiðjunáungar — utan klúbbs og innan — voru svona fljótir að taka við sér. Svarið er þetta: — Það var ekki ég sem kom þeim af stað í gærmorgun. Faðir þinn byrj- aði á mánudaginn. Síðan kom eitthvað fyrir — — Fyrir föður minn? hróp- aði Maggie skelfd. — Eitthvað sem faðir þinn er flæktur í — já. Ekkert hræði- legt — hafðu engar áhyggjur. — Hvernig veiztu, að svo er ekki? ^ — Vegna þess að maður eins og Dews myndi ekki þora að hylma yfir það. Hann myndi vera dauðskelkaður. En hann veit eitt- hvað um foður þinn sem við vitum ekki. — Mamma sagðist hafa farið til lögreglunnar í kvöld, og þeir neituðu að taka hana alvarleea. — Hún getur ekki ætlazt til að þe!r geri það. Þið vitið báðar, að þetta er ólfkt föður þínum, en lögregian veit það ekki. En -annars ætla ég að tala við Hurst yfirlögregluþjón á morgun, og hann afgreiðir mig ekki með hlátninum einum. — Búðin er lokuð síðdegis á morgun. Má ég koma til þín? Ég verð að fá að fylgjast með því sem gerist — og ég er viss um að faðir minn er á einhvem hátt flæktur í þetta með Nor- een W;lks. Ég skal reyna að vera ekki til trafala. Og kannski er eitthvað sem ég get gert? Hún leit hálfbiðjandi á hsun. — Viltu annan tebollg? Ágætt. Já, sagði hann um le!ð ög hann tók við bollanum hennar. — Ég verð feginn að sjá þig. Kannski hef ég' bráðlega börf fyrir vitni. Þa<ð getur farið að volgna íkring- um mig. Kannski á ég eftir að standa einn gegn öllum bænum. Og hyað sem því líður, þá er ég enginn einsetumaður að eðlis- fari og ég er stundum e!nmanna. Ég vonast bá eftir þér um hálf- tvöleytið, Maggie. — Þakka þér fyrir. Hún var bæði að þskka fyrir teið, sem hann rétti henn;, og heimboðið. — Mér er satt að segja ekkert um að tala um Noreen Wilks. Mér er ósjálfrátt illa við hana — vegna pabba — og einhverra hluta vegna þá fer um mig hroll- ur þegar ég hugsa til hennar. En trúirðu í raun og veru hon- um herra Hurst — Aricson — þegar hann sagð!st ekki vita hvað hefði orðið um hana? — Já. Hann veit það ekki. Það er ég viss um. En það er dálítið annað. Ég sá votta fyrir því. Hann víll ckki vita það. Það þyrði ég að sverja, Maggie. Hann er manngerð sem vill fylgjast með öllu — en ekki í þetta sinn- Hann hefur lokað hugaisnn og sett hemgiJás fyrir. En það er ekki þar með sagt að ég geti farið rninna ferðai og komizt að því hvað varð um Noreen. Með einhverju móti reyn- ir hann að koma í veg ftmir það. Maggie tæmdi bollann ogsetti hann á bakkann. — Nú veit ég hver,s vegna það fer hrollur um mig út af þessari sitúlku. Þú talar um hana eins bg hún væri dáin. Hann kinkaði Rolli. — Ég held hún sé það. Hana langaði allt í einu mest af öllu heim í rúm. — Ég ætti líklega að fara núnai. Eða finnst þér ég ætti að hringja í Alan hjá þessum kvenmanni? — Ég er á móti því, Maggie. Gefðu honum tækifæri. — Tækifæri? Hvað þá — til þess að verða ástfanginn af svona kvenmanni? N — Hann gæti valið verr? — Hvemig þá? Símaimellu? — Hún er ekki eins harðsoð- in og hún vill vera láta, sagði Salt læknir. — Það kæmi mér ekki á óvart, þótt hún væri hér vegna þess að einhver náungi fór illa með hana annars stað- ar — sennilega í London- — Er þar með ssigt að hún þurfi að haga sér eins og gála — eins og lausakona? Hafði hún komið upp um sig með þessari upphrópun? Bjó nokkuð undir hinu snögga augnaráði Salt læknis? Sennilega ekki. — Það er ekk- ert víst að bróðir þinn hafi neitt illt a<f því að gera sig fffl. Auk þess getum við ef til vill haft gagn af henni. — Uss — þvættingur. Ég myndi ekki treysta henni. Nú verð ég að fara, Salt læknir. Allt í einu er ein,s Pg ég sé slitupp- gefin. Það hefur of mikið gerzt í dag. Og ég nýt þess ekki — eins og ég held að þú gerir megnið af tímanum. Ef hann hefði maldað í mó- inn, þá bjóst hún eins við að hún hefði öskrað. En hamn gerði það ekki; og þótt hann væri ósköp hlýlegur á svipinn, þá mælti hann ekki orð, ekki einu sinni þegar , þau voru hálfnuð og hún fór að skæla á auman og vesældarlegan hátt og fáein huggunarorð hefðu verið velþeg- in; hann hélt aðeins áfram að akai með kalda pípuna i munnin- um, og sennilega var hann alltaf að hugsa um þessa ófétis Nor- een Wilks. Attundi kafli. 1. Salt læknir fékk sér stóran kaffibolla í morgunverð Pg litla sneið af ristuðu brauði, sem hann smurði með smjöri og hun- sogi. Þegar hann hafði matazt, var klukkan næstum níu. Hann gekk út fyrir til að líta á morg- uninn, sem meira að segja í Birkden var haustlegur, fagur, dapurlegur. Ungur maður að nafni Gooch, sem bjó ,á annarri hæð, en var oft að heiman að selja raftæki, gaf sig á tal við hann íyrir utan aðaldymar. — Góðan daginn, Salt læknir. Hve- nær ætlið þér að yfirgefa okk- ur? BIIANJFS A-1 sása: Með k|öti9 með fiski. með hverjn sem er SKOTTA Hún var á leiðinni upp stigann þegar síminn hringdi og ákafinn var einum of mikill. Auglýsið í Þjóðviljanum ÚTSALA - ÚTSALA Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar- innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið góð kaup. ALLT Á AÐ SELJAST! VERZLUN GUÐNYJAR Grettisgötu 45. Stéttarfélag verkfræðinga AÐALFUNDUR Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðiniga verður haldinn í dag í Tjamarbúð uppi kl. 20,30. Dagskrá: Venjulí?g aðalfundarstörf. Félagsmenn fjölmennið. Stjómin. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTA N Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100. Hemlaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Símí 30135.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.