Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvdfcujiagur í 28. febrúar 1968. Otgeíandi: oameinmgarflokkur aiþýðu — Sósialistaflokkurinn.; Ritstjórar: tvar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingaslj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 175Ö0 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Hverjir vilja kauplækikun? £ skrifum sínum um verðtryggingarmálið þruglar Morgunblaðið í síbylju þá fullyrðingiu að „fólkið vilji ekki verkföll“. Þrátt fyrir þennan linnulausa áróður fyrir Vinnuveitendasambandfið svonefnda er það staðreynd, að hin víðtækustu verkföll hafa verið boðuð í marz. Morgunblaðið hefiur undan- fama daga reynt að gera sér mat úr því, að verka- lýðsfélögin á Vestfjörðum og ýmsum öörum stöð- um höfðu þá enn ekki boðað verkfall. Það virðist ætla að verða skammgóður vermir fyrir andstæð- inga verkalýðshreyfingarinnar. Eins er'með stærsta verkakvennafélag landsins, Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík, sem nú hefur boðað'verk- fall. Tilraunir Morgunblaðsins, Vísis og Vinnuveit- endasambandsins að sýna verkalýðshreyfinguna klofna og ósamþykka um kröfuna um verðtrygg- ingu launa hefur mistekizt. Forystumenn verka- lýðsfélaga úr öllum stjórnmálaflokkum standa að verkfallsboðun í marz til að knýja frarmþetta mikla hagsmuna- og réttlætismál íslenzkrar alþýðu. Sú samstaða kom þegar fram á þingi Alþýðusam- bandsins og Verkamannasambandsins, og þeir verða áreiðanlega fáir forystumenn verkalýðsfé- laganna sem rjúfa þá samstöðu og sitja hjá meðan félagar þeirra í öðrum verkalýðsfélögum berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum, sameiginlegum réttindum. Og Morgunblaðinu hefur ekki tekizt að koma með einn einasta forystumann Sjálfstæðis- flokksins í verkalýðsfélögum sem gefi þá yfirlýs- ingu að hann og hans félög vilji ekki verðtryggingu launa, vilji ekki að hann og hans félagsmenn njóti þeirrar sjálfsögðu verndar sem verðtryggingin er. j^Jorgunblaðið reynir eftir megni að hræða fólk frá kröfunni um verðtryggingu með því að með samþykkt hennar muni allt atvinnulíf á íslandi fara á hausinn! Éngum hugsandi manni er sá áróð- ur bjóðandi að t.d. 5% kauphækkun frá 1. marz ráði slíkum úrslitum um rekstur atvinnufyrirtækja í landinu. Það er ekki of hátt kaup sem valdið hefur atvinnurekstri í landinu erfiðléikum, heldur röng og hættulég stjórnarstefna Bjama Benediktssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og kuimpána. Þeir hafa stefnt í atvinnuleysi og vandræði með hinni fáránlegu stjórnarstefnu sinni og vanrækslu gagnvart undir- stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Þeir hafa boðað það sem fagnaðarerindi í atvinnumálum íslendinga að ofurselja ætti auðlindir íslands erlendum auð- hringum á sem flestum sviðum en látið mikilvæg- ar greinar sjávarútvegsins drabbast niður. Þeir hafa stefnt þjóðinni út í atvinnuleysi, enda þótt stjómartími þeirra hafi lengst af einkennzt af upp- gripaafla og æfintýralegum hækkunum á verði ís- lenzkra útflutningsvara. Það er . stjórnarstefnan „viðreisnin“ alræmda, sem veldur atvinnuleysi og erfiðleikum atvinnuveganna, en ekki það að kaup verkamanna og annarra launþega sé of hátt. Verði nú verkfallsátök, er það vegna þess að Bjami Benediktsson, Gylfi Þ. .Gíslason og*kumpánar sviptu verkamenn verðtryggingunni nú í vetur. Það er sú tilefnislausa og fólskulega árás sem verkalýðshreyfingin svarar nú með afli samtaka sinna. — s. á viku Tvær listkynningar Gunnar Eydal formaður listkynningarnefndar SFHÍ skýrir frá starfi nefndarinnar Bókmennta- og li.stkynnin.g- arnefnd Stúdentafélags Háskóla Islamds hefur starfað af miklum þrótti í vetur og nýlega máðum við tali af formammi nefndar- innar, Gunnari Eydal og femg- um hann til að segja okkur aðeins nánar af starfimu. „Þetta er í ,fyrsta sirnm sem starfið hefur verið reglubund- ið, og við höfum leitazt við að kynma það sem mú er að gerast á sviði bókmennta og lista, fremur en eldri verk og stefn- ur. 1 allan vetur hafa verið tvær Jistkynmingar á viku að undanskilduim mánaðartíma, þegar allt lá niðri vegna prófa. Á hverjuim þriðjudegi er plötu- kynming í Hátíðasalnum og listkynning af ýmsu tagi á föstudagskvöldum. Þá hefur nefndim gengizt fyrir nokkrum leikhúsferðum og sýningum á kvikmyndum Þorgeirs Þorgeirs- sonar, sem hefur sem kumnugt erátt í erfiðleikumaðfámymdir sínar sýmdar í Rvík. Fyrir sýn- inguna ræddi Þorgeir all ítar- lega um stofnum íslenzkrar kvikmyndastofnunar, sem legði áherzlu á að sýna úrvaismynd- ir og stuðnimg við íslenzka kvik- myndagerð. Þá sá mefndin um síðdegisihóf himm 1. desemiber. Þar voru frumflutt Guðsbama- ljóð Jóhannesar úr Kötlum við tónlist Atla Heirnis Sveinssom- ar. Listkynnimgin 1. desember var tekin upp í fyrra á vegum B-listans, en æskilegra verður að telja, að sitúdemtafélagið hafi allan veg.og vanda af há- tíðahölduim þonnan dag eins og var í ár og verður vomamdi fastur liður framvegis“. Hvernig er plötukymmimgun- um hagað? „Þar er um að ræða sam- stairf milli tónlistamefndar sem skipuð er af Háskólaráði og SFHl, og hefiur það gefiztmjög vel. Þetta er kymmimg á plötu- safni skólans, sem segja máað hafi legið ónotað og rykEallið upp á síðkastið, þar til í vetur. Oftast nær ræðir eámhver úr hópi stúdemta um verkim og höf- undana". Listkymmimgarmar á fösibudög- um hafa verið vei umdirbúmar? „Já, við lögðum fram starfsá- ætlun i jan. sem spannar yfir allt síðara misserið. Þassar kymm- ingar eru á hverju föstudags- kvöldi í Tjamarbúð. 1 bók- Gunnar Eydal menmtum má nefma kynmimgu á Asturias, en þá flutti Thor Vilhjálimssón gagnmerkt erindi um síkáldið og verk hams, og Framhald á 7. síðu. ■',:; :■/ ' ’ ■" m ■"***:,,:.w, mm wwm. . « *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.