Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 3
1 Miðvikudagur 28. febniar 1968 — ÞJÓÐVTLJTNN — SÍÐA 3 Þarna lá við að stíflan brysti undan straumþunganum. Flóiin miklu í gær Framhal<^ af 1. síðu. yfir flauminn á bílum sínum, meira að segja höfðu verið þama tveir Volkswageneigendur, sem urðu sármóðgaðir er lögreglan vildi ekki leyfa þeim yfir. Með- an við stóðum við á Hólmsárbrú biðu þar stórir bílar sem ætluðu austur að Klaustri en einnig þeim var snúið við. Stíflan í hættu Eins og aðrir vegfarendur snerum við einnig við á þessum stað og ókum nú niður í Árbæj- arhverfi eftir dálitlum króka- leiðum, því aðalæðin frá þjóð- veginum var lókuð, og þaðan niður að neðri Elliðaárstíflunni, sem við höfðum frétt að riðaði til falls. Hafði lónið ofan stífl- unnar vaxið margfalt. Flæddi vatnið yfir stíflubrúna og hlöðnu garðana báðum megin stíflunn- ar af ógurlegum krafti. Óttuð- ust starfsmenn rafveitunnar þama að stíflan brysti þá og þegar og höfðu þeir opnar allar lokur á henni, en stórir jakar stífluðu opin alltaf öðru hverju. Að því er Ámi Valdimarsson vélstjóri, sem starfað hefur við Rafstöðina í 15 ár, sagði blað- inu síðar í gær, var flóðið þarna að vaxa allan daginn fram á kvöld, að vöxtur virtist réna. Var þó ekkert'farið að sjatna enn. Stóð á tímabili í gær til að sprengja skarð í hlöðnu garð- ana sitt hvoru megin stíflunnar, Víða er ástandið ískyggilegt á Suðurlandsundirlendinu eins og nú horfir af vatnagangi og eins og veðurspáin hljóðar í nótt og morgun, sagði Selfosslögreglan í viðtali við Þjóðviljann í gær. 1 fyrsta lagi hafa orðið miklar skemmdir á vegum og hindrar vatnagangur flutninga á mjólk og heilu bæjarhverfin eru þegar orðin umflotin og núna skömmu fyrir miðnætti er aðeins einn metri þangað til Ölfusá flæðir yfir bakka( sína og eru stór bif-. vélaverkstæði kaupfélagsins í mikilli hættu — énnfremur yfir- vofandi skemmdir á Tryggva- skála og mörgum húsum á syðri bakka árinnar- Mikill vatnagangur hefur ver- ið í uppsveitum í dag og eru til dæmis í Biskupstungum heilu bæjarhverfin umflotin vatni e.ins og Apðslvnitshverfi og Bræðra- tunguhverfi og þá flæðir Svína- vatn yfir veginn ofan við bæihn Svínavatn og ber jakaihröngl upp ó veginn — er það haf*t eftir Einari, vegavinnuverkstjóra að hann muni ekki eftir svona flóð- ■ um á þessum slóðum í 20 ár. en það tókst ekki þar sem garð- amir voru svo gegnfrosnir og klökugir, en einmitt það mun einnig hafa orðið til þess að flóðið vann ekki heldur á þeim og þeir brustu ekki. í gærkvöld var þó rofið skarð í stífluna til öryggis, þar sem vöxtur var þá aftur hafinn í ánni. Úti í ánni þama við stífluna voiru ýmis tæki, dælur, olíu- geymar og gufuborinn dýri á grynningum í miiðju flóðinu. Fiskur úr ánni hafði sumsstað- ar kastazt á land og upp á ■grynnihgar. Stífluhúsið var um- flotið og þurfti ljósmyndarihn að vaða þangað á klofháum Stígvélum. Talsvert er af hús- um þarna riiðri við ána í nám- unda við stífluna og gætu þau komizt í hættu ef enn vex í henni, en eins og fram kom í veð- urfréttum í gærkvöld var þá spáð áframhaldandi rigningu og slagveðri í nótt og dag. Gamla brúin farin? Uppi við Selás, nokkru fyrir ofan stífluna, á mótum Vatns- endavegs og Vatnsveituvegs, er gamla Elliðaárbrúin og flæddi straum,urinn yfir hana og hafði grafið frá undirstöðum hennar, svo það var aðeins tímaspursmál hvenær hún færi af. Var allt eitt vatnsflæmi fyrir ofan brúna og flæddi yfir veginn svo ekkj varð lengra komizt þá leiðina, en í miðju vatninu sást á þak klak- Þá er vegurinn ófær í Lauga- dal og eru menn kviðnir hér í neðri sveitum, þar sem fyrirsjá- anlegt er að mikill vatnagangur í uppsveitum á eftir að flæða frarri hér í neðri sveitunum og er búizt við að Hvítá flæmist yfir bakka sína og eru þá bæj- arhverfi I Flóanum í hættu eins og Ólafsvallahverfi á Skeiðum og bæjarhverfi í Hrunamannat- hreppi og Gaulverjarbæjar- hreppi. 1 Geta orðið miklar skemmdir á íbúðarhúsum og gripahúsum af vatnagangi á þeim slóðum. Hækki til muna í ölfusá verða Kaldaðarnes og Kálfhagi alltaf umflotnir vatni og fleiri bæir í ölfusi eru í hættu eins og Arn- arbæli, Egilsstaðir og Auðshoit. Eins og ég sagði áðan eru menn kvíðnir fyrir morgundeg- inum, sagði lögreglan á Selfossi og eiga menn von á versnandi óstandi eins og nú horfir. Þegar torvelduðust mjólkur- flutningar til mjólkurbúsins á Selfossi og mér lízt illa á mjólk- urbirgð;r Reykvíkinga á næst- unni, ságði lögreglan. húss, sem Raíveitan á þama og hesthús voru þama umflotin og ekki hægt að komast í þau. Sumsstaðar voru bílar umflotn- ir eða hálfir í kafi. Á landareign hestamanna í Reykjavík þama fyrir ofan. Kardimommubæ svokölluðum, voru mörg hesthús umflotin vatni og voru þar margir hesta- menn saman komnir í gær til að freista þess að bjarga hross- unum út úr húsunum. Reyndu menn að fara á jeppum, sund- ríða eða vaða, þótt talsverður straumur væri þama og erfitt um vik. » Maður nær drukknaður Einn mannanna sem reyndj að komast til baka frá hesthúsun- um lenti i straumnum og barst með honum langa leið, synti í byrjun, en dró brátt af honum. Tókst nærstöddum naumlega að bjarga manninum og var hann fluttur allþjakaður á sjúkrahús, þar sem hanri var ekki talinn Úr allri hættu í gærkvöld. Annar maðtir lenti einnig í Elliðaánum á þessu svæði í gær, en tókst sjálfum að komast upp úr. Umferð um Elliðaárbrýr bönnuð Síðdegis í gær versnaði á- standið enn við Elliðgárbrým- ar og var þá fyrst bönnuð öll umferð flutninga- og steypubíla og annarra þyngri farartækja og um kvöldmatarleytið í gærkvöld öll umferð yfirleitt og voru þá sendir þangað tveir sjúkrabílar og tveir lögreglubilar til að vera til taks ef á þyrfti að halda í Árbæjarhverfi, sem nú er ein- angrað orðið frá öðrum bæjar- hlutum. Fjöldi manns hafði safn- azt þarna saman í gærkvöld til að skoða verksummerkin, marg- ir illa klæddir og með böm sín með sér. Suðurlandsvegur ófær á fjölda staða Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk í gær frá Vegagerðinni og víðar var á- stand þjóðveganna á Suður- og Suðvesturlandi mjög slæmt, eink- um á Suðurlandsvegi, sem flæddi yfir á mörgum stöðum, og var þegar um hádegi orðið ófært milli Selfoss og Reykjavíkur. Lá vegurinn undir vatni á gtúru svæði hjá Gunnarshólma eins og áður er sagt, og sömuleiðis á Sandskeiði. Útvegir voru víðast illfærir eða ófærir. Miklar v.egaskemmdir urðu í Árncssýslu, þar sem voru gíf- urlegir vataavextir, og einnig í Rangárvallasýslu og Skaftafells- sýslunum báðum. Var Hruna- mannavegur í sundur við Laxá, iíiskupstungnabraut við Minni- Borg í Grímsncsi og Laugar- vatnsvegur var víða í sundur. Á Selfossi var ástandíð mjög slæmt og var Ölfusá þar að flæða upp á bakkn sína og enn í vexti. Arnarbælishverfi í Ölfusi Ovænlega horfír á Selfossi Undirstaðan undir annarri Elliðaárbrúnni í gær. og K aldaðarneshverfi í Sandvík- ( urhreppi voru orðin einangruð, j einnig Auðholtshverfi í Biskups- tungum og Bræðratunguhverfij og óttuðust bændur þar að skap- ast kynni sama ástand og í ( janúar í fyrra. Undir Eyjafjöllum var láglendi ! allt undir vatai og víða höfðu myndazt miklar uppistöður og vatn runnið yfir vegi. Austan við Grímsá í Varmadal var j komið um 15 metra skarð í veg- inn og fleiri minni austar. Veg-. urinn frá Hvolsvelli í Landeyj- ar var ófær og Fljótshliðin ill- fær, en Landvegur mikið skemmdtrr. Markarfljót flæddi yfir bakka sína austan við Litla Dímon og vegurinn austur að Jökulsá á Sólheimasandi var mjög illfær, var þó í gær hægt að k'omast til Víkur á stórum bílum. Tungufljót i Skaftártungu var í gær í örum vexti. Flæddi vata yfir veginn við Hemruhamra og grafið hafði úr veginum við Hrífunesheiði. Öfært var í Álfta- ver. Á Mýrdalssandi hafði graf- ið undan brú og miklar skemmd- ir höfðu orðið á vegunum í ná- grenni Hornafjarðar og á Lóns-, heiði. Ófært til Borgarfjarðar Vesturlandsvegur er mjög ill- fær í nágrenni Reykjavíkur, um Mosfellsheiði og Hvalfjörð og víða alveg ófært um Borgar- fjörðPMiklar vegaskemmdir hafa orðið í Borgarfirði og flæðir Bjamaxdalsá yfir veginn hjá Dalsmynni í Norðurárdal á tvéim stöðum, en Norðurá ílæðir yfir veginn hjá Hvammi og er veg- urinn um Norðurárdal því ófær. Hvítáv flæðir yfir veginn hjá Hvítárvöllum og hjá Ferjukoti og er mikill jakaburður í Hvítá. Borgarfjarðarbraut hjá Hesti er ófær, þar sem Grímsá flæðir yf- ir veginn með jakaburði. Var leiðin frá Reykj avík. upp í Borg- arfjörð því algjörlega ófær i gær. f Lundareykjadal flæðir Tunguá yfir veginn og í Reyk- holtsdal lokar Reykjadalsá veg- inum fyrir framan Reykholt. Vegir um Hálsasveit. Lunda- reykijadal og Hvítársíðu eru mestu ófærir. Vegurinn um Bröttubrekku er iokaður. en vegurinn um Holta- vörðuheiði var ruddur í gær. Um Dali var sæmileg færð að Bjarkarlundi en þaðan ófært vesturum til Barðastrandar. Á Snæfellsnesi voru stór skörð í vegum viða og hafði einkum Ennisvegur skemmzt mikið og sífelldar skriður á hann í allan ! gærdag, svo umferð þar var stór- hættuleg. Höfðu Vegamálaskrifstofunni í gær ekki borizt fréttir af skemmdum á vegum á Vestfjörð- um, Norðurlandi eða Austfjörð-1 um, en búizt var við að víðar | hefðu Vegir skemmzt en þar sem hér hefur verið talið. Að því er starfsmaður Vega- eftirlitsins sagðj Þjóðviljanum er engin leið að meta vegatjón- ið að svo stöddu. Reynt verður að gera við þjóðvegina eftir mætti um leið og vatnið sjatn- ar. en útvegir munu sitja á hak- anum. Beóljandi straumur í Elliðaám. Nesti í baksýn. - - s g * Þannig voru göturnar í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.