Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.02.1968, Blaðsíða 10
VerkfallsboSanir herast á hverjum degi 50 féiög með nær 17 þúsund félaga hafa nú boðað verkfáll □ í dag hefur Torfi Hjartarson, ríkissáttasemjari boðað til sáttafundar milli deiluaðila út af kröfu verkalýðssamtakanna um vísitölubundið kaup. □ Hefst sáttafundur klukkan kortér yfir tvö í dag og mæta fjölmennar viðræðunefndir frá báð- um aðiluim. □ Verkfallsboðanir berast nú óðum frá verka- lýðsfélögum um land allt til þess að fylgja eft- ir kröfunni um verðtryggt kaup hjá verfeafólki. □ Hafa fimmtíu verkalýðsfélög á landinu nú gengið frá verkfallsboðunum með tæp sautján þúsund meðlimi innan vébanda sinna. í gær boðaði til dæmis Félag rafvirkja hér í Reykja- vík verkfall miðað við 7. marz — ennfremur i er vitað um fjögur verkalýðsfélög á Vestfjörð- um, sem munu boða verkfall '7. marz. □ Hér í Reykjavík hafa 18 félög með um 11300 félagsmeðlimi þegar boðað verkfall og vitað er um fleiri verkalýðsfélög, sem fylgja í kjölfarið eins og raunar víða út um land. Reykjavík Átján verkalýðsfélög í Reykja- vík höfðu boðað verkfall í gaer. Hafa þessi félög um 11 3(fÓ fé- lagsmeðlimi innan vébanda sinna- Flest þeirra hafa boðsð verkfall næsta mánudag eða 4. marz naestkomandi. Eftirtalin fé- lög hafa boðað verkfall hér í Reykjavík: A. S. B„ félag af- greiðsíustúlkna í brauð ogmióik- urbúðum, B'freiða.stjórafélagið Sleipnir (bílstiórar á áætlunar- Bifréfðum), Bókbindarafélag ts- lands, Félag járniðnaðarmanna, Félag bifvétavirkia. Félag blikk- smiða, Félag kjöþ'ðnaðarmánna. Félag rafvirkja. (7. marz), tíið íslenzka prentarafélag, Iðja félag verksmiðjufólks í Reykiavík, Mjólkurfræðingafélag tslands, Nót, sveinafélag netagerðar- manna, Starfsstúlknáfél. Sókn. Sveinafélag pípulagningarmanna (6. rriarz),. Sveinafélag skipa- smiða, Trésmiðafélag Reykjavík- ur, Verkakvennafélag’ð Fram- sókn (5. marz) og Verkamanna- félagið' Dagsbrún. CSamkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemj- ara í gærdag). Þá munu fleiri stéttarfélög i Reykjavík hyggja á verkfalls- boðun og er væntamleg allsherj- arafkvæðagreiðsla hjá bökurum, þá heldur Félag húsgagnasmiða fund á morgun og vænta má tíð- inda frá Málarafélagi Reykjavík- ur og Félagi húsgagnabólstrara svo að nokkur félög séu nefnd. En þegar er þetta orðin lang- víðtækasta samstaða um verk- fallsboðun. sem náðst hefur í Reykjavfk. Hafnarfjörður og Árnessýsla Þá hafa boðað verkfall Verka- mannafélagið Hlíf og Verka- kvennafélagið Framtíðin í Hafn- arfirði og Verkalýðsfélag Akra- ness og Verkalýðsfélag Borgar- ness. Öll verkalýðsfélögin í Ár- nessýslu hafa boðað verkfall. Þau eru Félag byggingariðnað- armanna á Selfossi, Verkalýðsfé- lagið Þór á Selfossi og Ökuþór á sama stað, Jámiðnaðarmanna- félag Árnessýslu, Verkalýðsfélag Hveragerðis (5. marz eða 6. marz), Verkalýðs- og sjómanna- félagið Bjarmi á Stokkseyri, Verkamannafélagið Báran á Eyr- arbakka. (Samkvæmt upplýsing- um frá ríkissáttasemjara í gær- dag). Vestfirðir Samkvæmt viðtali við Snorra Jónsson, framkvæmdastjóra ASÍ í gærdag, þá munu eftirtalin verkalýðsfélög á Vestfjörðum boða verkfall miðað við 7. marz: Verkalýðsfélag Patreksfjarðar, Verkalýðsfélagið Vöm á Bíldu- dal. Verkalýðsfélagið Brynja á Þingeyri, ennfremur Verkalýðs- félagið Baldur á ísafirði. Þjóðviljinn hafði samband við Hermann Guðmundsson, stöðv- arstjóra pósts og síma á Súg- andafirði í gærdag, en hann er fjórðungssáttasemjari fyrir Vest- firði. Hermann kvað ekkert af þessum verkalýðsfélögum hafa ennþá tilkynnt um verkfallsboð- un til sín um miðjan dag í gær, en þau þyrftu ekki að gera það fyrr en á miðvikudag samkvæmt lögboðnum fyrirvara. Norðurland Samkvæmt viðtali við Steindór Steindórsson, menntaskólakenn- ara og fjórðungssáttasemjara fyrir Norðurland, f gærdag höfðu eftirtalin félög tilkynnt um verk- fallsboðun til hans á Norður- landi: Verkalýðsfélagið Eining á Ak- ureyri, en félagssvæði Einingar nær nú yfir Akureyri og flest sjávarplássin við Eyjafjðrð og ennfremur út í sveitirnar í Eyja- firði, Bílstjórafélag Akureyrair, Verkalýðsfélagið á Skagaströnd og Verkamannafélag Raufarhafn- ar miðað við 4. marz. Þá vom að berast inn úr dyrunum verk- fallsboðanir frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Ólafsf jarðar og Verkakvennafélaginu Sigurvon á sama s-tað, sagði Steindór. Þá er vitað um Verkakvenna- félagið ölduna á Sauðárkróki, ér sendi verkfallsboðun suður til ríkissáttasemjara miðað við 4. marz, ennfremur Vöku á Siglu- firði. Austurland Samkvæmt viðtali við Kristin Júlíussón, bankastjóra á Eski- firði og fjórðungssáttasemjara fyrir Austiírland höfðu eftir- greind verkalýðsfélög á Austur- landi tilkynnt til hans verkfalls- boðun. Verkamannafélágið Ár- vakur og Verkakvennafélagið Framtíðin á E'skifirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarð- ar, Verkalýðsfélag Vopnfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvfirðinga. Verkalýðsfél. Norð- firðinga og Verkamannafélagið á Borgarfirði eystra og Verka- lýðsfélag Reyðarfjarðarhrepps. í gærkvöld ætluðu verkalýðs- félögin á Egilsstöðum, Seyðis- firði og Breiðdalsvík að ræða verkfallsboðun í stjórrium og trúnaðarmannaráðum og senni- lega lík'a á Djúpavogi og myndu þessi félög þá tilkynna um verk- fallsboðun miðað við 7. marz, en hin félögin miðað við 4. marz. Miðvikudagur 28. febrúar 1968 — 33. árgamgur — 49. tölublað. Hæstaréttardómur í Brandsmálinu: Skipstjórinn hlaut 6 mánaða fangelsi Ráðstefnan í Búdapest: fínróma stuðningi lýst við frelsisbaráttuna í Vietnam Sókn gegn Saigon enn haldið áfram SAIGON 27/2 — Þrátt fyrir þá ritskoðun sem bandaríska herstjórnin hefur sett á skeyti fréttamanna frá Suður-Viet- nam hafa þaðan borizt fréttir sem gefa til kynna að þjóð- frelsisherinn haldi áfram sóknaraðgerðum sínum og bein- ist þær einkum gegn Saigon og nágrenni. BÚDAPEST 27/2 — Ráðstefna kommúnista- og verklýðsflokka sem nú stendur yfir í • Búdapest Vatnsmengun ásvæði vatns- veitu Rvíkur Síðdegis í gær barst Þjóðviljanum eftirfaxandi fréttatilkynning frá borgar- lækni og vatnsveitustjóra: „Vegna gifurlegrar úr- komu hefur yfirborðsvatn komizt i Gvendarbrunna. íbúar á svæði vatnsveitu Reykjavíkur eru þvi á- minntir um að neyta\ekki vatnsins nema það hafi áð- ur verið soðið. Tilkynnt verður þegar vatnið er aftur orðið neyzluhæft“. Borgarlæknir og vatnsveitustjóri. hefur einróma samþykkt ályktun þar sem lýst er fullum stuðn- ingi þeirra allra við frelsisþar- áttu víetnömsku þjóðarinnar. Bandariski fulltrúinn á ráöstefn- unni sejn skýrði frá þessu á fundi með blaðamönnum tók fram að hann hefði verið flutn- ingsmaður tillögunnar. I opinberri tilkynningu um störf ráðstefnunnar sem gefin var út í dag var frá því skýrt að á henni ættu sæti full'trúar 62 flokka. Auk þess eru á ráð- stefnunni áheymarfulltrúar frá Noregi, ísrael og íslandi. Einar Olgeirsson er fulltrúi Sósíalista- flokksins íslenzka. I ,,Scintefa“, aðalmálgagni Kommúnistaflokks Rumeníu, var í dag enn ítroloið sú margyfir- lýsta skoðun flokkisins að sjálf- stæði hvers flokks innan hinn- ar alþjóðlegu verklýðshreyfingar mætti í engu skerða og ekk,i gera neinum flokki hærrá undir höfði en öðrum. Þetta er túlkað sem gaignrýni á þá ákvörðun þeirra flokka sem fyrir ráðstefnunni standa að senda Kommúnista- þandalagi Júgóslavíu ekki boð um þátttöku. Þannig barst um það skeyti í morgun að þjóðfrelsisherinn hefði gert sex árásir með sprengju- vörpum og flugskeytum á hinn mikilvæga flugvöll Tan Son Svíþ/óð lýsir stuðningi við álit Ú Þants % NEW YORK 27/2 — Ríkisstjóm Svíþjóðar varð í dag fyrst allra stjóma aðildarríkja SÞtilaðlýsa fullum stuðningi sínum við þá skoðun sem TJ Þant fram- kvæmdastjóri lét í ljós á laugar- daginn að samningaviðræður milli stjórna Norður-Víetnams og Bandaríkjanna myndu geta haf- izt innan mjög skamms frá því að Bandairíkjamenn hættu loft- árásum sínum á Norður-Víetnam. 1 orðsendingu frá Torsten Nilsson utanríkisráðherra sem sænski fulltrúinn hjá SÞ afhentí Ú Þant í dag var komizt svo að orði að mat sænsku stjórnarinn- ar á líkum á samningaviðræð- um væri mjög á sömu leið og framkvæmdastjórams. Nilsson ræddi fyrir fáeinum dögum í Stokkhólmi við sendiherra Norð- ur-Víetnams í Moskvu. Sl. mánudag vax kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli Bern- hards Newtons skipstjóra á tog- aranum Brandi GY 111, sem frægur varð í fyrra er hann að- faranótt 29. apríl sl. strauk á skipi sínu úr Reykjavíkurhöfn með tvo lögregluþjóna innan- borðs, sem hann hafði lokað inni í káetu. Hafði togarinn verið tekinn að veiðum innan fisk- veiðilandhelginnar 5 dögúm áð- ur og mál skipstjórams tekið fyr- ir í sakadómj Reykjavíkur 28. apríl og lögregluþjónamir sett- ir á vakt í togarann um kvöld- ið til þess að gæta hans meðan á málsrannsókn stæði. Hæstiréttur dæmdi skipstjór- ann, Bernhard Newton, í 6 mán- aða fangeisi að frádregnum gæzluvarðhaldstíma 30. apríl til 5. mai 1967 én í héraðsdómi hafði skipstjórinn verið dæmdur í þriggja mánaða varðhald. Þá var skipstjórinn dæmdur til að greiða kr. 400 þúsund í sekt til landhelgissjóðs og 8 mánaða varðhald til vara, ef sektin verð- ur ekki greidd. Var sektin hækk- uð úr 300 þúsund krónum frá héraðsdóminum og stafar það m. a. af gengisbreytingunni en sekt- arákvæðin eru í löguin miðuð við gullkrónu. Ákvæði héraðsdómsins um upptöku og málskostnað voru staðfest af hæstarétti en ákærða gert að greiða allan kostnað af áfrýjun málsins, þar á meðal saksóknarlaun í ríkissjóð kr. 40 þúsund og laun verjanda síns fyrir Hæstarétti kr. 40 þúsund. Skemmdir urðu á 2 húsum / Hufnurfírði — er vatnsflaumur streymdi í kjallarana Nhut, skammt fyrir utan Saigon, en þar eru aðalstöðvar banda- rísku herstjórnarinnar í Suður- Víetnám. Engar nánari fréttír voru sagðar af þessum árásum, enda ha€ði .verið tekið fram í gær að ritskoðunin ætti einkum við um fréttír af bardögum við Tan Son Nhu<t og herstöðina við Khe Sanh. Þá var einnig skotið sprengj- um að aðalstöðvum herstjóra Saigonstjórnarinnar í höfuðborg- inni og hæfðu sex þeirra. Fimm Saigonhermenn eru sagðir hafa fallið í þeirri árás. Harðastir bardagar munu þessa dagana vera háðir á óshólmum Mekongfljóts. Þá hefur það frétzt að Banda- ríkjamenn hafi orðið varir við brynvagna, ' annaðhvort bryn- varðar bifreiðir eða skriðdreka, rúma 100 kpi frá Saigon og myndi það þá vera í fyrsta sinn sem þjóðffelsisherinn hefur yfir slíkum vopnum að ráða á þeim slóðum, en Lang Vei virki Bandaríkjamanna skammt frá Khe Sanh var fyrir skemmstu toltíð með hjálp skriðdreka. Frá Khe Sanh fréttist að hald- ið sé uppi láflausri skothríð á herstöðina og flugvélar þær sem þar reyna að lenda og sam- kvæmt einni frétt hefur þjóð- frelsisherinn þar nú fengið full- komin loftvamaflugskeytí af sov- ézkri gerð. Mikið hvassviðri og rigning var i Hafnarfirði í fyrrinótt og gær- niorgun. Flæddi vatnsflaumur yf- ir götur og varð að loka nokkr- um þeirra á tímabiii í gær. — Nokkrar skemmdir urðu á tveim- ur húsum er vatn 'flæddi inn í kjallara þeirra. — Var minnstu börnunum gefið frí í Barnaskóla Hafnarfjarðar í gær vegna veð- urs. Vatn flæddi inn í kjallara hús- anna að Ölduslóð 16 og öldu- túni 14. Eru þetta tveggja hæða hús með kjaliara og býr fólk í báðurn kjölluriunum. Meiri skemmdir urðu á Ölduslóð 16, þar svaí fólk í 2 herbergjum og vaknaði upp við heldur vond- an draum um 6 leytið í gærmarg- un, er vatnið var tekið að flæða, inn. Lögreglan dældi vatninu úr kjöllumnum en talsvert tjón mun hafa orðið þar á teppum og öðnu. Barst mikið af sandi með vatninu. Víða urðu skemmdir á götum í Hafnarfirði í gærmorgun. Öx svo mikið í Læknum. að flæddj yfir neðri brúna og þurfti að loka Lækjargötunni af þeim sök- um og fleiri götum var lokað í bænúm í gær á meðam gert var við þær. Eins og fyrr segir var mikið hvassviðri og rigndng í Hafnar- firði í gær og ofsaveður var þar snemma í gærmorgun, á tfman- um frá 4 til 8. t'engu minnstu bömin í Lækjaskólanum sembúa fjærst skólanum að vera heima þennan dag. 1 7, 8 og 9 ái'a hekkjunuim mættí yfirleitt helm- ingur nemenda. Þrír yngstu árgamgar af nem- er.dum Digranesskóla og Kárs- nesskóla í Kópavogi fengu einnig frí í skólanum í gær vegna veð- urs. Var ekki búizt við að staett yrði fyrir bömin í rokinu á Kópavogshálsi. Samningar tókust í fyrri- nótt í deiiu bótasjómanna í fyrrakvöld kl. 20.30 hófst sáttafundur í deilu sjómanna og útgerðarmanna um bátakjara- samninga en samningaumleitanir hafa staðið yfir síðain um ára- mót. Fundurinn stóð til um kl. 3 í fyrrinótt og lyktaði honum með samkomulagi. Aðalatriði samkomulagsins eru þau, að líf- og slysatrygging hækkar úr kr. 200 þúsund í kr. 400 þúsund. Þá hækkar togveiði- prósenta til áhafnar á 150-500 lesta skipum úr 32.5 prósentum í 33 prósent. Loks skulu sjómenn fá 1100 kr. í fatapeninga á mán- uði, ef hluturinn nær ekki sam- anlagðri kauptryggingu og fata- peningum. , Það eru sjómannafélögin í R- vík, Hafmarfirði, á Suðumesjum, Snæfellsnesi, Akranesi og við Eyjafjörð, sem að þessum nýjy. saminingum standa en félögin í Vestmannaeyjum, á Vestfjörðum og Austfjörðum eru ekki aðilar að þeim. Eins og áður segir hafa samn- iingaviðræður staðið yfir í um tvo mánuði og hefur sáttasemj- ari ríkisins haft málið til með- ferðar. Aðalfundur MFÍK á morgun □ M.F.Í.K. heldur aðalfund í Félagsheimili prentara við Hverfisgötu, fimmtudaginn 29. febrúar, kl. 8.30. □ Furtdarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Upplestur: Vil- borg Dagbjartsdóttir. Kaffi. — Félagskonur eru beðnar um að mæta vel og stundvíslega. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.