Þjóðviljinn - 20.03.1968, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1968, Síða 4
I 4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJXNN — Midvifoudagiur 20. marz 1968. Útgefandi: Sameimngarflokkur alþýðu - Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjórn, aígreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Síml 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Að ioknu verkfaiii ^jtaða verkalýðshreyfingarinnar hefur skýrzt við verkföllin miklu undanfarnar vikur. Alþýðu- samband Íslands rís í vitund þjóðarinnar sterkara, samhentara en áður. Afturhaldsríkisstjóm Bjarna Benediktssonar ætti að hafa lært það sem hún virtist hafa gleymt, að verkalýðshreyfingin á ís- landi er vald sem ekki verður skákað til hliðar þegar ætlun ríkisstjórnarinnar er að níðast á þeim sem sízt mega við auknum byrðum. Aldrei áður hefur jafnstór hluti verkalýðshreyfingar alls lands- ins staðið í baráttu. % 'J’ilefni verkfallsátakanna var einnig ótvírætt: Ríkisstjómin, stjóm Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, taldi sig hafa vald til að ráðast gegn verkalýðshreyfingunni, láta meirihluta sinn á Alþingi afnema með lögum verðtryggingu kaups, atriði sem allir kjarasamningar í landinu höfðu verið byggðir á frá júnísamningunum 1964. Verka- lýðsfélögin mátu það sem einn mestan sigur þeirra samninga að þá tókst að knýja ríkisstjórnina frá afturhaldskreddunni að ekki mætti greiða bætur á laun vegna hækkandi verðlags. Þegar ríkisstjóm- in afnam einhliða þetta meginatriði júnísamning- anna frá 1964 var henni sagt það skýrt, að verka- lýðshreyfingin hlyti að snúast gegn þeirri árás og kref jast verðtryggingar á ný. En Bjarni Benedikts- son og Gylfi Þ. Gíslason, samráðherrar þeirra og hver einasti alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, virtu þær aðvaranir að vettugi. Það gæti bent til að ráðherramir og þingmennim- ir hafi metið rangt viðnámsþrótt og einingu verka- lýðshreyfingarinnar. Jgiðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands lét svo um mælt á Dagsbrúnarfundinum að þetta væri eitthvert erf- iðasta vamarstríð sem verl^alýðshreyfingin hefði orðið að heyja um langt skeið, og hann teldi að verkalýðshreyfingin hafi unnið dýnmætan varnar- sigur í einu víðtækasta verkfalli sem ofðið hefur á íslandL Verðtryggingin er á ný grundvöllur samninga, óheillaverk ríkisstjórnarinnar stendur ekki lengur. En aftúrhaldinu tókst að klípa af verðtryggingunni og skerða hana, tókst að fram- kvæma nokkuð af þeirri kjaraskerðingu sem kreddufraéðingar Bjama Benediktssonar og ríkis- stjómin kröfðust. J-Jeildarstjói n stórverkfalls þarf margs að gæta í mati sínu á samningsstöðu og hversu langt verður komizt; nærri alltaf ræður það mat úrslit- um. Svo var éinnig nú. En mannleg og skiljanleg eru viðbrögð ungu verkfallsvarðanna í Dagsbrún sem kröfðust þess að bárizt yrði til þrautar um óskerta réttlætiskröfu verkalýðsfélaganna. Þar verður aftur haldið af stað,. og ekki með eitt bar- áttumál. Takist að efla og treysta svo alþýðusam- tökin, að hvergi finnist þar veikur hlekkur; takist að fylkja þar ungri kynslóð til átaka og starfs og áhrifa, hlýtur íslenzk verkalýðshreyfing von bráð- ar að snúa vöm í sókn, vamarsigruim í súknar- sigra. — s. , Lárus Pálsson leikari j i ln memoriam ’ .................................................................................................................................................................................................................................. ' ••••• • • •• •' :•••: ■:'' • ■ :' • • ' " Sú hörmulega og óvænta hel- fregn barst okkur til eyma þann 11. marz aö Lárus Páls- son hefði látizt þá um nóttina með skyiidilegum hsetti; nú er stórt skarð fyrir skildi, og „grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum“. Lárus Pálsson varð aðeins fimmtíu og fjögra ára. en fékk miklu og mörgu orljað um dagana, enda sð allra dómi einhver mikilhaefasti, snjallasti og ást- saelasti leikari og leikstjóri sem ísiand hefur alið, list hans ómótstaeðfleg og af guðs náð. Lárus Pálsson átti sér alltof stutta sögu, en atburðaríka og göfuga; skylt er að drepa lítil- lega á helztu ævistriði hans þegar hann er allur- Lárus fæddist í Reykjavi'k þann 12. febrúar 1914. sonur hinna á- gætu hjóna Jóhönnu Þ'Drgríms- dóttyr frá Ormalóni í Norður- þingeyjarsýslu óg Páls Óskars Lárussonar trésmíðameistara, en hann var'einn af mörgum og merkum bömum Lárusar Páls- sonar smáskammtalæknis eða hómópata eins og hann var tíðast nefndur, sjáiflærðs manns og listfengs á sínu sviði, þjóð- kunns og mikils metins um land allt fyrir lækningar sín- ar er á stundum gengu undr- um næst. Sonarsonur hans og alnafni gekk allt aðra br-.ut, en kafnaði ekki undir nafni, þvert á móti. Lárus varð stúd- ent úr .Menntaskólanum i Revkjavík vtirið 1934 og átti létt með að læra; við vorum skólabræður þótt ég væri tals- vert eldri. hann í gagnfræða- deild, ég í efri bekkjunum. Ég kynntist Lárusi dálítið á þess- um löngu liðnu árum ássmt bekkjarbróður hans Hermanni Einarssyni, en báð;r voru lág- ir vexti og rauðhærðir, en skemmtilegir svo að af bar og sýnilega skarpgáfaðir; ég fékk ekki varizt þe:rri hugsun að þessir komungu piltar hlytu að afreka margt og merkilegt er þeir yxu úr grasd. Sú spá rættist og þs<ð að marki, en nú eru báðir fallnir í valinn á sviplégan hátt og langt fyrir aldur fram. Lámsi Pálssyni stóðu eflaust ófáar leiðir opnar, en leiklistin átti snemma hug hans allan. Hann fór með aðalhlutverk á Leikkvöldi Menntaskólans og hlaut fyrir ósvikna aðdáun ailra er sáu, og ákvað síðan að helga Þalíu alla krafta sina, þótt flestir munu hafa talið það flan og flónsku í þá daga að ætla að gera sér leiklist að atvinnu á landi hér. Hann lauk námi frá ströngum og ágætum skóla Leikhússins konunglega í Kaupmannahöfn árið 1937, og starfaði siðan í Danmörku j þrjú ár, ýmist við sama leik- hús eða Riddarasalinn, litla en gagnmerka stofnun ungra og hugdjarfra listamanna, túlk- enda og boðbera framúrstefnu þeirrá tíma. Námið og starfið í Kaupmannahöfn varð Lárusi harla dýrmætt og ógleyman- legt, en hann hvarf heim til ættlands síns góðu heilli árið 1940 og tók þegar til óspilltra málanna. Ha<nn varð sjálfkrafa forustumaður f Leikfélagi Reykjavikur næsta gratuginn, hinir eldri og mikilhæfu leik- endur kunnu vel að meta djúp- stæða þekkingu hans, smekk- vísi, leiksnilli og ótvíræðar gáf- ur. Honum fylgd; gustur fersk- ur og nýr, hann færði þjóðinni margar gersemar leikrænna bókmennta, og ýmsa<r förvitni- legar og nýstárlegar, kom ís- lenzkri leikbst til hærri þroska. Og er Þjóðleikhúsið var loks vígt árið 1950 var hann í far- arbroddi fyrstu árin að minnsta kosti, vann mörg afrek og stór sem ekki gleymast; og við þá stofnun starfaði hann til hinztu stundar- Hann vair leikstjóri í ferðum Leikfélag.s Reykjavík- ur og Þjóðleikhússins til Norð- urlanda og stýrði auk þess oft- ar en einu sinni sýningum í norrænum leikbúsum við góð- an orðstír. Hann var sæmdur mörgum heiðursmerkjum heima og erlendis og „Silfurlampan- um“, verðlaunum Félags ís- lenzkra leikdómenda á liðnu vori fyrir frumlegai og frábæra túlkun á Jeppa á Fjalli, þeim margfræga, l frumsfæða og drykkfellda kotbónda. Jeppi Lárusar naut ærinna vinsælda og var síðasta h'lutverk hins dáða leikara. En eins og kunn- ugt er átti Lárus Pálsson við þungbær og þrálát veikindi að stríða öll hin siðari ár og hann var formaður Bandalags íslenzkra listamanna og um skeið formaður og gjaildkeri stéttarfélags síns, Félags ís- lenzkra leikara, tillögugóður og réttsýnn í hverju máli. Hann kvæntist Matthilde Maríe Ellingsen er lifir mann sinn; þau eignuðust eina dóttur, Maríu Jóhönnu gagnfræða- skólakennara, indæla og gáfaðá stúlku. Það«er ógemingur með öllu að telja upp hlutverk og leik- stjóm Lárusar Pálssonar í stuttri og fátæklegri minning- dvaldi langdvölum á sjúkra- "argrein og því síður að reyna húsum, en vann ósleitilega að vega þau og meta; en um þegar hlé urðu og heilsan betri mörg þeirra hef ég áður rætt á — snilli hanS) ’listrænn áhugi öðmm stöðum. Hann var mað- og innsýn jafnan söm við sig ur gagnmenntaður, skarpsýnn — um það er Jeppi á Fjalli ó- brigðult og ljóst vitni. Lárus Pálsson stofnaði merk- an leikskóla árið 1940 og rak hann í fjórtán ár, ófáir ágætir leikendur eiga farsælli og á- gætri kennslu hans og leiðsögn margt og mikið að þakka. Ýcmis forustustörf voru honum að sjálfsögðu á herðar lögð, og fjölgáfaður og hafði mest yndi af gimsteinum og gersem- um leikrænna bókmennta. kaus að glíma við stórvirki hinna æðstu meistara, þótt á stund- um væri við ofurefli að etja; en á meðal þeirra voru Shake- speare og Moliére, Ibsen og Strindberg, Holberg, Bemard Framhald á 9. síðu- Kveðja frá Félagi íslenzkra leikara Við andlát Lárusar Pálssom- ar leikara og leikstjóora er stórt skarð höggvið í íslenzka leikarastétt, skarð, sem vand- fyllt verður á komandi árum. íslenzk leiklist er ung list- grein Á rúmum mannsaldri hefur hún þróazt frá því að vera tómstundaiðja nokkurra áhugamanna í ört vaxandi starfsgrein. En örust hefur þróunin verið á sl. 25 árum. Þegar saga þessa (tímabils verðúr skráð, mun nafn Lár- usar Pálssonar bera þar einna hæst. Segja má að brotið hafi ver- ið blað í íslemzka leiklistar- sögu þegar Lárus Pálsson kom til landsins fyrir nær 28 árum eftir langam og glæsilegan námsferil í Kaupmannahöfn, þar sem hann og hafði get- ið sér frægðarorð sem ágætur leikari á erlendum vettvangi. í Norðurálfu og viðar geis- aði um þær mundir einn géig- vænlegasti hildarleikur, sem yfir þessa álfu hefur gengið. og dökk blika var á lofti. En í íslenzkum leiklistarmálum vöknuðu vonir, því vor var i lofti. Nýr glæsilegur liðs- maður hafði bsetzt í hópinn. sem átti eítir að sýna á eft- irminnilegan hátt, hvers hann . var megnugur. Lárus byrjaði strax að starfa hjá Leikfélagi Reykja- víkur, bæðj sem leikari og leikstjóri. Hann var gæddur þori og djörfung æskumamms- ins og honum fylgdi ferskur andblær,. sem blés nýju lífi í alla leikstarfsemi, bæði á leiksviðum þess,a lands og í leiklistarflutningi hjá Ríkisút- varpinu. Lárus starfar hjá Leikfélagi Reykjayíkur næstu tíu árin og var fyrsti leikarinm, sem var fastráðinn þar. Störf hans hjá L.R. verða seint fullmetin. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950, var Lárus fastráðinn þar og starfaði hann þar til hinztu stundar. Aðeins fyrir nokkrum dögum lék hann þar sitt síðasta hlut- verk, en það var Jeppi á Fjalli. — Þess gerist vart þörf að nefna öll þau mörgu og fjölbreytilegu hlutverk, sem Lárus túlkaðj á sérstæðan og stórbrotinn hátt. bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Öllum fslending- um, sem komnir eru til vits og ára, er það í fersku minni/ Ekki væri síður ástæða til að mimmast á þau morgu leikrit. sem hann stjómaði. og eng- inn hefur sviðsett jafn mörg leikrit á leiksviði Þjóðleik- hússims og hann, eða alls 25. Enn er ótalinm einn merkur þáttur í ævistarfi Lárusar, en það er afskipti hans af leik- listairmenntun. Hann stofnaði strax, er hann kom frá námi. leiklistarskóla og rak hann um margra ára skeið. Hann var afbragðs kennari og mjög vel látinn af nemendum sin- um. Enda varð árangurinn af náminu í samræmj við það. Segja má, að margir af þeim leikurum, sem staðið hafa í eldlínunni á leiksviðum Reykjavíkur, á undanfornum árum, séu nemendur Lárpsar. Leiklistin er list stundar- innar — stundar, sem er ör- stutt andartak i hinni enda- lausu rás tímans, og líður fyrr en varir. — Á leiksviðinu er það leikarinn. sem gæðir leik- 4>ersónumar lífi. Sýnir okkur margar mismunandi mann- gerðir í gleði og sorg. Þar stendur leikarinn einn og ber- skjaldaður fyrir fyaman á- horfendur. Engin lundanbrögð eða nútíma véltækni koma þar til i’greina. Þvi að sönn list er harður. húsbóndi — sem krefst þess að listamað- urinn gefi allt — fómi öllu Það er aðeins á valdi mikilla listamanna að ná sterkum og djúpstæðum áhrifum á áhorf- endum. Einn þessara fáu mianna var Lárus Pálsson. Nú er sviðið autt — aðeins eftir minningin um stórbrotinn listamann í hugum þeirra, er nobij li’star hans. Lárus átti við þungbær vpikindi að stríða hin síðari ár og dvaldi oft langdvölum á sjúkrahúsum. Hann æðrað- ist samt aldrei og varð oft að leika sárþjóður. Margsinnis kom hann í leikhúsið af sjúfcrahúsinu og fór þangað aftur að sýnin.gu lokinni. Á leiksviðinu lifði hann sínar hamingjustundir. .Sársaukinn hvarf — hann lifðj í -öðrum heimi. — Heimi, sem var ofar persónulegum raunum leikar- ans og þjáningum. Þar varð Lárus stór. Það lýsti af hinni stórbrotnu leikgáfu hans eins og af eðlum málmi. Slíkum stundum gleymir en.ginn. er til þekkir. Nú er rödd Lárusar hljóðn-' uð, ein fegursta og'kliðmýksta rödd. sem hljómað hefur á ís- lenzku leiksviði. Rödd, sém fól i sér evrópska leikhús- hefð os leikmenningu margra alda, en var að öðrum þræði ramm-íslenzk. Félagar Lárusar Pálssonar senda aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. fs- lenzkir leikarar þakka Lárusi liðin samstarfsár og meta að verðleikum þann mikla skerf. sem hann hefur lagt íslenzkri leiklist. Klemen7 Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.