Þjóðviljinn - 20.03.1968, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.03.1968, Blaðsíða 12
Umf. Reykdæla sýnir Pilt og stúlku á afmæli sínu Sl. sunnudag frumsýndi Ungmennafélag Reykdæla leikritið PWt' og stúlku eftir Emil Thoroddsen aft Loga- landi og er leikritið sýnt í tilefni af 60 ára afmæli fé- lagsinis sem stofnað var 23. apríl 1908 að Deildartungu. Andrés Jónsson Bárð á Búr- felli og Jón Þorsteinssbn Guðmund á Búrfelli. Ungmennafélag Reykdæla hefur öft fært upp leikrit og hefur Andrés Jónsson í Deild- artungu verið aðaUeikstjóri félagsins hin síðari ár en sið- asta verkefnið sem félagið setti á svið var Skugga- Sveinn er sýndur vatr árið 1966 undir stjórn Jónasar Ámasönar og Andrésar Jóns- sonar. Núverandi stjórn Ung- mennafélags Reykdæla skipa Kristján Benediktsson formað- ur, ílalldór Bjamason og Guðmundur Kristdnsson. Myndin er úr fyrsta þætti leikritsins. Leikstjóri er Hilmir Jó- hannesson en með nokkur helztu hlutverkin fara hessir leikarar: Haljdóra Þorvalds- dóttir leikur Ingveldi í Tungu, Steinunn Garðarsdóttir Sigríði dóttur hennair, Lóa Kristins- dóttir Ingibjörgu á Hóli, Kjartan Sigurjónsson Indriða son hennar, Hrafnhildur Sveinsdóttir Gróu á Leiti, ■ Þjóðviijinn hafði samband við fjórtán forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni víðsvegar um allt land í gærdag og innti þá eftir áliti þeirra á nýgerðum samningum A.S.Í. við atvinnurekendur. Við bárum upp svohljóðandi spurningu: ■ nvert er aut pitt a nygeröum samningum? ■ Hér á eftir fara svör hinna fjórt- án forystumanna hvaðanæva af landinu: Rætt við 14 forustumenn verkalýðssamtakanna HVAÐ SEGJA ÞEIR UM SAMNINGANA? Örn Scheving formaður Verkalýðsfélags Norð- firðinga, Neskaupstað: Þetta eru beinir nauðungar- samningar og auðséð, að hér hefur átt að láta sverfa til stáls. Ég tel samningana ósdgur fyrir verklýðshreyfinguna, án þess að ég sé þar með að gagn- rýna okkar menn, sem stóðu í þessu' við mjög erfiðar að- staeður, enda efast ég ekki um að þeir háfia gert það sem í þeinra valdf stóð. En þessar kröfur, sem settar voru fram, varu slíkar lámarkskröfur, að það var ekki hægt að hvika frá þeim og mér fiimst það mjög alvarlegt að ekki' ,skyldi nást full vísitöluuppbót á\dagvinnu- tekjumiar, og verst fyrir þá lægst launuðu.1 Þaffla hverfa 2,34% algerlega og sjást ekki framar. Þá er líka erfitt að sætta sig við sömu< krónutöluna á eftfrvinnuna. Alvarlegustum augum lít ég þó á það, að við erum alltaf að Óskar Garibaldason fjarlægjast æ meir það tak- mark, sem verklýðshreyfingin hefur sett sér, þ.e. að dagvinnu- tekjumar dugi til mannsæm- andi lífskjara. N Jón Ingimarsson formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri: Ég er eftir atvikum ánægður með þessa niðurstaðu, þótt ekki ynnist eins mikið og vonir stóðu til í upphafi. Miðað við þá erfiðleika sem við var að etja, er hægt að sætta sig við þetta og tel ég að það sé fyrst og fremst mikill ávinningur að hafa tryggt vísitölukerfið,- Aðalgallinn við samningana var að ekki skyldi fást betri hlutur handa þeim allra lægst launuðu, þannig að þeir sem eru neðan við 10 þúsund krón- ur í mánaðarkaupi fá ekki einu sinni krónutöluna, 300 kr.. aðeins prósentuna. Skúli Þórðarson formaður Verkalýðsfélags Akraness: * - Það er satt að segja ekki mikið sem fólk fær út úr þessu og dýrtíðin reyndar búin að taka það af okkur fyrirfram. en miðað við aðstæður og það sem á hefur genigið, hefði það kostað enn lengra verkfall að ná lengra og ég tel ekki að fólk hafi verið undir það búið. Auðvitað hljótum við' að leggj a höfuðáherzlu á að kaup- ið sé miðað við verðlag og því var mjög imikils virði að fá vísitöluna viðurkénnda. En sú skerðing hennar sem varð, er verst fyrir láglaunafólkið og því álít ég að nú sé næsti á- fangi að vinna ötullegaír að því að hækka lægstu flokkana. Óskar Garibaldason formaður Verkalýðsfélagsins Vöku, Siglufirði: Það hefur alltof lítið unnizt í þessu verkfalli og sú 1-agfær- ing og beina kauphækkun sem fæst er ósköp rýr. Það má vera að það sem fæst óbein- línis sé einhvers virði, nái það fram að ganga, svo sem bætt atvinnuástsind o-s.frv., og vitan- lega er gott að fá vísitöluna viðurkennda, enda vísitalan reiknuð af Hagstofunni algert lágmark. ' Ég bjóst svo sannarlega við að samnmgamir yrðu hagstæð- yari eftir svo langt verkfall. Ég .hefði viljað halda því úti a.m.k. viku enn, og tel að mest hefði unnizt á þeirri viku. Mér kom ekki annað til hugar en að þeir myndu halda sér við vísitölu- kröfuna óskerta fram í rauðan dauðann. Björgvin Sighvatsson formaður Verkalýðsfélagsins Baldurs, ísafirði oé forseti Al- þýðusambands Vestfjarða. Ég held að verklýðshreyfing- in, geti vel við unað. Að vísu er okkur vel Ijóst, að krafan sem tilgreind var sem lágmark náði ekki fram að ganga að öllu leyti, en það var mjög dýrmætt og fyirir öllu að fá þessa vísitölu viðurkennda, þótt hún sé skert. Betri er hálf- ur skaði en allur og ég tel að hægt sé að una þessu. Hins vegar er kaup láglauna- fólks ennþá alltof lágt og það verður að laga. Á ísafirði var mjög fjöl- mennur fumdur í Baldri á mánudag og voru samningam- ir samþykktir samhljóða. Jóna Guðjónsdóttir formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar: Það sem skiptir mesbu máli frá mínu sjónarmiði er að vísi- talam haldi áfram að mæla verðhækkanir á kaupið og er enginn vafi á því, að slíkt kerfi orkar sem hemill á dýr- tíðina og skapar lika vinnu- frið. En ég er óánægð að fá ekki fuUar vísitölubætur á kaupið og þurfa að ganga að þessum takmörkunum — það vonum við öll i 18 manna nefndinni. Ég hef orðið vör við það, að ýmsir gera lítið úr yfirlýsingu ríkisstjómarinnar út af sam- komulaginu. Ég vil ekki taka undir slíkan söng og finnst mér ýmis atriði aitihyglisverð Margrét Auðunsdóttir Guðjón Sigurðsson Guðjón Jónsson Jóna Guðjónsdóttir Bencdikt Davíðsson Jón Ingimarsson Skúli Þórðarson eins og til dæmis að flýta hús- næðismálalánunum um tvo mánuði — þeir sem áttu að fá slík lán í september í haust fá þau í júlí í sumar og þannig mætti teija. Það er engin á- stæða til þess að vantreysta ennþá úrbótum í atvinnumál- um að óreyndu. Hermann Guðmundsson formaður Verkamannafélagsins Hlífar: sem kjarabót fyrir líðandi stund. Þá er í öðru lagi ofarlega í mínum huga sú mikla samstaða stéttarfélaga, sem náðist í þess- um átökum og hefur verkalýðs- hreyfingin eignazt mikið vald með þessari samstöðu og getur í krafti þessa valds sagt öðrum fyrir verkum í þjóðfélaginu. Þessa samstöðu skulum við efla og styrkja til hagsbóta fyrir launþega í landinu. Ég tel þetta geysimikinn sig- ur fyrir verkalýðshreyfinguna eins t>g á stóð. Er þetta dýr- mætur varnarsigur og höfuð- markmiðið fékkst fram að láta vísitöhma mæla verðhækkan- ir jafnóðum á kaupið í fram- tíð’nni. Þetta atriði er núna bundið í samningum við at- vinnurekendur. Það var búið að svipta verkafólk þessum rétti með landslögum. í fyrsta lagi lít ég á þetta sem kjgrabót og í öðru lagi orkar þötta Sem hemill á dýr- tíðina. Mér fSnast það bæði skynsamlegt og hyggilegt að miða þetta við lægst launaða fólkið núna að þessu sinni. Það var meira í húfi að fá regl- una um vísitölutryggt kaup við- urkennda heldur en að halda til streitu stórum hluta af launastiganum eins og núna er í haginn búið. Við héldum fjölmennan Hlíf- arfund í gærdag og voru samn- ingarnir samþykktir þar ein- róma — í rauninni sprengdum váð utan af okkur húsið og í lokin hrópuðum við ferfalt. húrra fyrir verkalýðshreyfing- unni. Sigurður Einarsson formaður Verkalýðsfél. Þórs á Seifossi: Menn hér eru mjög óánægð- ir með þessi úrslit, þótt allir geri sér að vísu grein fyrir, að hér var við ramman reip að draga. Þetta er vamarsigur og þó ekki nema að hálfu leyti; Mikilvægust er auðvitað verðtrygging laúnanna, en vísi- talan er skorin við alltbf lág- an taxta og hefði að mínum dómi átt að miða við sem lág- ■mark 13 þúsund króna mán- aðarlaun, miðað við það sem þarf til lífsframfæris núna. Hér á Selfos&i hafa ekki far- ið fram fundir í verklýðsfélög- unum, en stjómir og trúnaðar- mannaráð aflýst verkföllum. En hótt menn séu vægast sagt óánægðir, býst ég þó við, að samningaimir verði samþykktir á fundum félaganna nú í. vik- unni, það er ekki mögulegt fyr- ir lítil verklýðsfélög að standa ein á móti. Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnadar- manna: Benedikt Davíðsson formaður Sambands bygging- armanna: I þessum samningum náðist sð vísu ekki frám ki-afan úm fullar greiðslur vegna verð- hækkana. En það verður maður að líta á sem mjög stutt tíma- bundið fyrirbærr.. Hitt er aðal- atriðið að með samningunum fékkst í verki viðurkenning á því, að launþegar eiga fullan rétt á bótum vegna 'verðhækk- ana. Með gerð þessara samninga vonar maður, að stjómarvöld- um hafi skilizt, að verkalýðs- hreyfingin uni því ekki, að brhtnir séu á henni samningar eða að þær ráðstafanir verði framvegis gerðar, sem lækki kaupmátt launa. Samningagerð 18 manna nefndar ASl er bersýnilega gerð fyrir ákveðnar starfsstétt- ir og samkomulagið um vísi- tölu aðlagað þeirra kjörum. Launakjör jámiðnaðarmanna voru áður sérlega léleg og þörfnuðust sérstakrar leiðrétt- ingar- Niðurstöður þessarar samningagerðar gerir þönfiina á leiðréttingu á kaupi og kjör- um járniðnaðarmanna enn brýnni. Ég held að bið verði á því, atj járniðnaðarmenn láti samn- ingsumboð i hendur nefndar, sem svipað er samsett og sú samninganefnd er nú fór með umboð fyrir verkalýðsfélögin, a.m.k. fjórir nefndarmanna voru frá félögum, sem ekki voru í verkfalli og greiddu þar atkvæði um grundvallaratriði. Guðjón Sigrirðsson Margrét Auðunsdóttir formaður Iðju, félags verk- formaður Starfsstúlknafélagsins smiðjufólks: Sóknar: Það sem skiptir mestu máli í mínum augum er að fá regl- una um vísitölutryggt kaup viðurkennda. þó að peningaleg- ur ávinningur sé elcki mifcill Mér finnst við géta unað við þetta samkomulag enda er- um við Sóknarstúlkur fyrir neðan tíu þúsund króna mörk- Framhald á 3. síðu. DiomnuiNN Miðvikudagur 20. marz 1968 — 33. árgamgur — 55. tölublað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.