Þjóðviljinn - 19.07.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.07.1968, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. júlí 1968 — ÞJÓÐVTLJHsTN — Síf>A g Frásögn AAERVYN JONES úr New Statésman: f síðastliðnufn fúánuði var gefin út í Frakklandi bók sfem kölluð er Le Livre Nóir dés Jburfiéés de Mdi og ér það safn lýsiúga á ruddaskap frönsku lögreglunnar og annarra liðs- sveita, sem hafðar voru til að halda uppi röð og reglu, í ó- eirðunuin frá 3. til 10. maí. Annað safn vitnisburða um sarna mál héfur verið gefið út fjölritað og lýsir þag at- burðunum, sem gérðust aðfaranótt hins 24. maí en þá köihust bardagar á götunum í annað skipti í hámark. í síð- asta tölublaði New Statesman er sagt frá þessum vitnis- burðum. Allur framburður er komi rm £rá fórnarlömbum eða sjónar- Vóttuim. Stúdentasambandid og sámband keniniara í æðri skól- ufn féra ábyi'gð á útgáfuwni, en ffáifniburðum vitna söfnuðu fé- lagsfræðingar og segir Mervyn Jónés í grein í New Statesman að hanin hafi hitt nokkra þedrra að miáli fyrir skömmu og dragi ekki hlutlægni þieirra í efa. Enda megi sjá á sjálfum handritunum sem skrifuð eru á ýniiskonar pappír og að sjálf- sögðu með hinum f jölbreyttustu rithöndum að óhugsandi sé að þéssi vitnisburður væri tilbú- inn með stuttum fyrirvara. En það er erfitt að fá fluil- ar saninanir fyrir þessum í'uddaskap — sannanir sem op- inber frönsk rannsókh mundi taka giidar af tvedm ástæðum : önnur er sú að löggæzlusvédt- unum er meinilla við að fólk fylgist með þeim að störfum og sérstaklega að myndir séu af þeim teknar eins og þessi vitn- isburður sýnir: Xokkrir Brasilíumenn, leik- arar og Ieikhúsfólk, stóðu á hó- telsvöium ... Sem fólkið fylgd- ist með ofbeldisaðgerðum lög- reglunnar kom það auga á kvik- myndara, sem kom frá Rue de la Harpa. Hann staðnæmdist í dyrum bókabtiðar og fór að filma ... Lögregluþjónn hand- tók hann og reyndi að grípa vélina af honum, Honum var misþyrmt á hinn ruddalegasta hátt, missti gleraugun af sér en reyndi að halda í myndavél- ina... Tveir 1 jósmyndarar, sem báru blaðamannaarmbönd um handleggina fóru að taka mynd- ir af handtöku kvikmyndarans. Lögreglan réðist að þeim með kylfum .. . Lögreglumaður á horni breiðgötunnar henti hand- sprengju upp á svaiimar þar sem Brasiiíumennirnir voru . .. Hin ástæðan er sú að svona atvik verða eiinku m mörgurm klukkustundum eft.ir að mann- fjölda hefur verið dreift. Þietta gerðist eftir götubaixJaga: Maður sem var greinilega meðvitundarlaus lá í götuvígi. Öryggislögreglumaður stóð yfir ltonum og lanidi hann með kylfu hvað eftir annað á sama tíma og kviknað hafði í götu- víginu. Rauðakross maður sem bar merki á húfu sinni, brjósti og baki svo að hann var auð- þekkjanlegur jafnvel iangt að, nálgaðist og reyndi að tosa hin- um særða í burt. Öryggislög- regluþjónninn lanidi hann beint í andlitið, sló hann niður og hélt siðan áfram að berja á þeim meðvitundariausa. Stúdeait skýrir svo frá: Klukkan fimm að morgni var andrúmsloftið óþolandi (vegna gass) í Rue Gay-Lussac. Ég fór með kærustuna, sem var að kafna og hafði brunaverki í augunum inn í hús við götuna. Við vorum nokkrir félagar sem leituðum þarna skjóls hjá konu sem þarna bjó. Um klukkan sex kom borgaralega klæddur lögregluþjónn þjótandi inn og hafði hann skamnibyssu á lofti, hann hafði neytt húsráðanda til að opna dyrnar með því að hóta henni málssókn fyrir að hyima yfir með uppþotsmönnum. Hann lét okkur standa fram á stigapalli meðan hann lét um 30 öryggislögreglumenn taka sér stöðu í stiganum frá fjórðu hæð og niður og voru þeir með kyifurnar á lofti. Það var hroða- legt að komast niður... Ég reyndi að vernda unnustu mína eftir mætti... TJti á götunni vorum við tekin og látin ganga í röð tíl iögregiustöðvarinnar með hendur á höfðinu. Ég reyndi að fá CSR (öryggislögreglu-) mennina tfl að hætta að berja unnustu mína, benti þeim á að hún væri ekki nema 45 kg og gætí því greinilega ekki hént götusteinum. Þetta æsti þábara upp og þeir héldu áfram að kalla hana hóru og sögðu að þeir skyldu sjá um hana. A lögreglustöðinni héldu þelr á- fram að berja okkur. Kona skýrir frá þvi hverrág hún leitaði skjóls í tómri íbúð með öðrum og þar á meðal vöru ung . hjón: Konan var komin þrjá mán- uði á leið. Þau fölðu sig í baft- herberginu, en CSR-mennimir brutu dyrnar upp og stukku á þau með ópum og öskrum. Ég var f felum í næsta herbergi, en fyrir eitthvert kraftaverk komu þeir aldrei þangað inn. Ég gat heyrt hvemig unga stúlk- an hrópaði: Ég er vanfær, og hvernig hún var lamin um leið og þeir öskruðu á hana: „Þú sbalt nú brátt finna fyrir því, hóra“. Ég sleþpi smáatriðum. Ég gæti haldið áfram og skrif- að 10 síður. Þeir börðu mann hennar næstum því í rot, börðu annan pilt og fóru með þá, en skildu óléttu stúlkuna eftír í dyrunum þar sem hún var að líða út af öll í sárum á höfðinn og hafði fengið taugaáfall. Þeg- ar ég hjálpaði henni á fætur hrópaði hún: „Maðurinn minn, maðurínn minn, þeir drepa hann. Hann var höfuðkúpubrot- inn fyrir“. Við fórum fram á stígagang og dyr á annarrihæð opnuðust. Þar var maður sem sagði okkur að koma inn í hvelli ... Við dvöldum þar í myrkri fram tii kl. fimm að morgni, húsið var umkringt. Allan þenn- an tíma gátum við séð þá halda áfram að berja særða menn, handtaka fólk sem var eitt á heimleið og loks hentu þeir handsprengjum inn í íbúðimar. Við gátum ekki fengið neána hjúlp fyrr en klukkan fimTw. Ólétta stúlkan fékk hriðir og hjúkrunarkona sem skoðaðí hana sagði að hún ætti á hættu að missa fóstrið. Það var farið með hana á spítala og siðan hef ég ekkert af henni frétt. Hjúkrunarkona var handték- in og flutt í fangabúðir við Beaujon: Við komum út úr vögnunum og vorum barin, síðan gengtim við milli tveggja raða af CSR- mönnum og komst ég á svaaði sem girt var með gaddavír. Ég beið þar í rigningunni. öðru hverju komu CSR-vagnar með rnenn og konur, sem höfðu ver- Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.