Þjóðviljinn - 19.09.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1968, Blaðsíða 7
* : :.V-; > ??>■#»>><< ■ {<<<: .«SÍ :*v í [■Í5>»>>>>S;. <•: :• • . > A 'M v' • ■ •. • . :• ■■ '•■ •:■:•. •■•. VILBORG HARÐARDÓTTIR SKRIFAR FRÁ TÉKKÖSLÓVAKÍU SÍÐARI HLUTI \ Á villigötum Eins og á&ur er sagt eru götu- skilti og húsnúmer horfin, en þetta var skorað á fólk að fj ar- l*g.ia til að villa um fyrir inn- rásarmönnum. Þess í stað sjást víða prentuð götuheiti og heita nú margar götur orðið Svoboda Tríöa, Dubcékova Trída, Cís- arska ulice o.s.frv. Hvernig tek- izt hefur með þessu að villa íleiri en Rússa hefur þegar kornið fram og í leit að fólki sem við þekkjum áttum við eftir að rekast enn betur á þetta. Vinkona min á heima í götu sem heitir Natousová og er í hverfinu Smíshov Þangað tók ég leigubíl til að heimsækja hana. En bílstjórinn þekkti ekki götuna og þar sem engin sknlti né númer voru á húsunum lent- um við i mestu vandræðum. Fólk sem við spurðum til vegar yppti öxlum og íylgdi þar með boðorðunum tíu, sem fræg urðu á stríðsárunum hér og hafa nú verið tekin upp aftur: Ég veit ekki, ég heyri ekkf, ég gegi ekki, ég skil ékki, ég rnan ekki, get ekki o.s.frv. og enda á ég gleymi ekki. Loks tókst bílstjóranum Fimarrtudagur 19. septerriber 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J voru líka bræður. CCCP=SS sést víða, einnig SSSR með fyrstu tvö essin skrifuð rúna- letri eins og merki SS-foringja nazist.a: H S R. Hakakrossinn er teiknaður inn í rauðu stjöm- una og á hamars- og sigðar- merkinu er sigðin orðin að eit- urnöðru. Það mætti fylla margar blað- \ síður með áletrununum, svo ekki sé talað um spjöldin eða vegg- blöðin, þar sem mjög viða kem- ur fram Svejksk kímnigáfa Tékkanna, sem er illþýðanleg. Dæmi: Auglýsing. Skipti á ó- bundnum Lenín fyrir bundinn Bresnéf. í blöðum sem komið haf út leynilega eftir innrás- ina, ber einnig mikið á þessu, þrátt fyrir aivöruna. Vomandi gefst siðar tækifseri til að segja betur frá þessari útgáfustarf- semi sem er kapítuli útaf fyrir sig. LITAZT UM ÍPRAG PRAG —- Loks komum við á aðaljámbrautarstöðina í Prag. Hvað nú? Enginn býst við okk- ur, eniginn tekur á móti okkur, þvi að ekki var hægt að senda skeyti um komu okkar. Við höf- um ekkert hótelherbergi. Ekk- ert. Og eftir allar sögumar um útlendingaeftirlit Rússa fer heldur betur um okkur þegar við sjáum að fullt er af þræl- vopnúðum sovézkum hermönn- um á stöðinni. Hljóta þeir ekki að sjá, að við erum útlending- ar? ( leit að næturstað Við ákváðum að biðja for- eldra tékkneskrar kunningj a- konu á Islandi að skjóta yfir okkur skjólshúsi um nóttina. Við höfum heimilisfangið, en vantar síipanúmerið. En í síma- klefum jámbrautarstöðvarinn- a-r eru engar símaskrár. Ekki heldur í símaklefunum utan- húss. Það er sama hvemig við reynum, hvergi er símaskrá. — Síðar var okkur sagt, að síma- skrár hefðu verið fjarlægðar úr öllum opinberum símaklefum til að gera hemámsvöldunum erfiðara fyrir ef þeir ætluðu að handtaka menn. Það var orðið dimmt og okk- ur tókst ekki að ná í nokkum leigubíl svo við gengum af stað með ferðatöskurnar. Ætluðum að reyna að komast í síma í einhverju veitingahúsi, þurftum líka að fá .okkurv að borða, því enginn veitingavagn var í lest- inni. E.n hvemig sem við reynd- um, var ekkert einasta veitinga- hús, ekki smákrá, opin. Öllu Slíku var lokað kl. 5 vegna hins ótrygga ástands. Vegna viðgerða við Smetana- leikhúsið og byggingar þing- hússins við hlið þess var gat- an lokuð og við urðum að ■^beygja af leið. Og nú hófst hálí- gerð martröð. Hingað til höfð- um við hájdið, að við þekktum Prag sæmilega vel, síðan við bjuggum hér. En nú voru göt- umar illa lýstar, aðeins eitt og eitt götuljós á stangli og það sem verra var: engin götuskilti, Heiðursvörður við Venesláusarstyttuna. engin húsnúmer. Við vissum varla hVar við vorum! Allt í einu stóðum við fyrir framan útvarpsstöðina. Við höfðum auðvitað heyrt um á- tökin þar í fréttunum. Samt fór hrollur um marni við að sjá sundurskotnar rúðumar og skotbrot í veggjum og okki sízt gapandi tómar gluggiatóttir brunninna húsa í kring. í al- gerleiga óupplýstri hliðargötu við útvarpsstöðina stóðu marg- ir skriðdrekar. í næstu hliðar- götu líka. Þeir voru þá okki komnir longra burt on þetta, þótt sagt hcfði verið í fréttun- um, , að þeir væru horfnir af götunum-'i Prag. Okkar sannleikur og þeirra Við hröðuðum okkur burí, kotnumst loks að raun um, hvar við vorum stödd og héldum þá að húsi alþjóðlegu stúdentasam- takanna, þar scm við eigum vini. Þar var búið að taka nið- ur skilti samt/akanna, ©n á hús- veggnum stóð: Long live Dub- cek! Auðvitað var enginn að vinna, en næt.urvörður vísaði okkur á hótel í næstu götu, sem auðvitað hét ekki lengur Zítna, heldur Svolx>dová Trida. Kona sem við hittum á leiðinni fylgdi okkur á hótelið, en sagði, að eiginlega væri útgöngubann og ætti íólk ekki að vera á ferli eftir myrkur. Samt swum við í sömu götu hóp tékkneskra ung- menna á tali við sovézka her- menn í skjóli skriðdrekanna. Svona viðræður'eru mjög al- geng sjón hér þessa dagana og reyna Tékkamir að leiða her- mönnunum fyrir sjónir, hve inn- rásin og hemámið sé ranigt, að héb hafi engin gagnbylting ver- ið í vændum og engin hætta á henni. Dátamir svara, sumir æstir, flest.ir þó rólegir. „Okk- ar sannleikur og þeirra • sann- leikur“. sagði maður sem ég spurði um hvað væri verið að tala. í byrjun var fólk hvatt til slíkra samræðna við her- náméliðana, en þegar í ljós kom. hve tilgangslaúsar þær voru, varð stefnubreyting og fólk beð- ið að skipta sér ekki af þeim. Það er einkum unga fólkið, sem enn reynir að tala við hermenn- ina. Þeir standa m.a. á verði fyrir utan allar ritstjómarskrif- stofur blaða hér, nema Rudé Pravo, sem endurheimti sitt hús tyrir nokkrum dögum og er ný- lega farið að koma út þaðan. Önnur blöð eru enn gefin út neðanjarðar, eins og það er kallað. Þá hafa sovézkir haldið sjónvarpsstöðínni þar til í fyrradag, útvarpsstöðinni einn- ig, en útvarpað er annars staðar frá allan daginn. Aðalpósthús- ið hefur einnig verið umsetið og að því að sagt er ríkir ströng ritskoðun á pósti sem úr landí fer. Gengið um mið- borgina Við búum nú rétt við miðbæ- inn. Það fyrsta sem við sjóum Við Venesláusarstyttuna. Þjóðminjasafnið í baksýn. frá hóteldyranum er lítil gata, full a£ sovézkum skriðdrekum og brynvörðum bílum, — 'ég taldi 11 — ásamt tilheyrandi liði. Snúa drekamir rassinum i okkur, en byssunum að her- búðum tékkneskra í stórhýsi hinu megin götunnar. Fyrsta morguninn okkar hér, 30. ágúst, fórum við auðvitað strax í gönguferð urh miðbæ- inn. Ég cviss um að ég fer ekki með ýkjur þegar ég segi, að á hverju einasta húsi og í hverjum einasta búðarglugga voru áletranir, málaðar eða á spjöldum. Sums staðar ljóð, til- kynningar og teikningar. Einn- ig em límd upp dagblöðin sem koma út leynilega, Tékkar vilja ekki seg.ia ólöglega. í Na Prikope og Václavské Námestí voru alls staðar hóp- ar fólks fyrir framan spjöldin að lesa og skrifa upp. Ég spurði hversvegna það væri að skrifa l>etta upp. „Við vitum ekki hvað það fær að vera þama lengi“, svaraði ungur maður. Af máluðu áletrununum er langmest af Farið heim, bæði á tékknesku og rússnesku, líka á skrítinni ensku: Rús go home og Rús go to Heel. Við biðum eftir ykkur í 6 ár. nú munum við ekki gleypia ykkur í 100 ár, sjáum við á tveim stöðum. Len- in vaknaðu, Bresnéf er orðinn brjálaður! Moskva 1800 km. Drepist hernámsliðið! Drepist svikararnir! Sums staðar em skrifuð upp nöfr, svikaranna: Indra, Bílak o.s.frv. Einnig núm- er á bílum, sem fólk átti að vara sig á. Svo er að sjálf- sögðu mikið af hyllingu til for- ingjanna. Mest ber é Dubcek og Svoboda, en nöfn þeirra eru á öðru hverju húsi og myndir af þeim í búðargluggum. Lifi Dub- cek, lifi Svoboda. — Við erum með ykkur. Einnig Lifi Pavel lifi Smrkovský, Cernik, Cisar, Kriegel... Á einum stað sjáum við málað á þýzku: Ulbricht. það sem þú styður nú, mun snúast gegn, þér. Fyrir neðan hefur verið bætt við: Þjóð þir getur ekkert að þessu gert. Stingandj áletrun: Kaln og Abel Plakat í Prag: A gröfina er lelrað Frjáls Tékkóslóvakia. — Vfirskrift er: Og aftur erum við vinir til eilífðarnóns. Og ná- unginn til vinstri táknar Sovét- ríkin. að sannfæra fólk um að ég væri hvorki svikari, njósnari né Rússi og reyndist þá auðvelt að finna bæði götu og húsnúmer fyrir okkur. í Opletalová-götu, se»n er í miðbænum, éttum við í sams- konar erfiðleikum með að finna húsnúmer kunningja okkar og datt þá í hug að fara inn í hvert hús og lesa á póstkassana. En heldur var það til lítils, þvi auð- vitað höfðu öll nöfn verið fjar- lægð af kössunum, jafnvel skrif- að eitthvað annað. eins og t.d. í einu húsinu, þar sem á 21 póstkassa stóð æ Og aftur nafn- ið Josef Novák. Það var herra Jösef Novák. Josef Novák 97 ára, Josef Novák elzti, Josef Novák junior, Josef Novák þetta og hitt. Við skemmtum okkur konunglega við að lesa þetta. Hinum megin við Opletalovu er fallegur, stór garður. þar sem rússneskir hermenn hafa nú að- setur og er garðurinn fullur af skriðdrekum, flutningabílum og hessum brynvörðu byssubílum sem ég kann ekkj sð nefna. Allt Framhald á 9. síðu. I I * 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.