Þjóðviljinn - 10.04.1969, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.04.1969, Blaðsíða 3
F1imimitiuda©iir 10. april 1960 — ÞJÓÐVTLJENTN — SlÐA J Klofningur vofir nú yfir í Kommúnistafl. Finnlands Myndin er tekin ad lokinni kosningu forystumanna Kommúnista- flokks Finnlands. Hinn endurkjörni formaður Aarne Saarinen er til vinstri, varaformadurinn Erkki Salomas og nýi framkvæindastjór- inn Arvo Alto lengst til hægri. ■ Fréttamönnum sem fylgd- ust með þingi Kommúnista- folkks Finnlands um páskana ber saman um að yfirvofandi sé að flokkurinn klofni í tvennt. Nær helmingur þing- fulltnia sem verið hafa í and- stöðu við stefnu flokksstjóm- arinnar og títt eru kenndir við „stalínisma11 gek'k af þinginu og efndi til sérstaks fundar. Engin málamiðlun tóks milli hinna andstæðu fylkinga og litlar líkur eru taldar á að hún takist úr þessu. Það kom ekki á óvart að í odda skarst á þinginu. Allmikillar 5á- nægju hefur gætt innan flokksins að undanförnu með stefnu og störf flokksstjórnarinnar og afstöðu hennar bæð! til innlendra og er- lendra máia. Þannig hefur gætt óá- nægju meðal margra óbreyttra flokksmanna með stjórnarsamstarf flokksins viö sósíaldemókrata og Miðflokkinn (gamla Bændaflo! k- inn) og engum duldist heldur að mjög vom skiptar skoðanir í flokknum um afstöðuna til innrás- ar Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu í fyrra. Stjórn flokksins lýsti andúð sinni á inn- rásinni, en minnihluti falltrúa í framkvæmdanefnd hans kvaðst ó- varð víst að hún var staðráðin að láta hart mæta hörðu. Þetta kom strax fram á þann h."... að flokksforystan sem hafði nauman meirihluta þeirra manna sem mætú, vom til þings (tæp- lega 280 af 479) lét strax skerast í odda þegar flokksforystan ve- fengdi kjörbréf rúmlega 40 fulltrúa sem taldir voru til andstöðunnar. Ágreiningur varð um á hvern hátt sem hefur verið framkvæmdastjóri flokksins síðan árið 1944, hafði fyrir þing''" tekl'5 tram að hann myndi ekki taka við endurkjöri. í stað hans var kosinn Arvo Aalto, 37 ára gamali frá Norður-Finn- landi. Aaltonen og sumir helztu samstarfsmenn hans voru að sjálf- sögðu ekki kjörnir í hina nýju miðstjórn. í framk\ æmdanefndinni verða Mótmælaaðgerðir stúdenta við Sonningverðlaunaveitingu KACPMANN AHÖFN 9/4 — Stúdentar við Kaupmannaliaínar- háskóla hafa ákveðið aðgcrðir sínar er Halldór Laxness tekur við Sonning-verðlaununum í há- tíðasal háskólans 19. april nk., en sem kunnugt er skoruðu þeir á nóbelsskáldið að neita að taka við verðlaununum. Að því er „PoJitiken" sfcý'rir frá í gær ætla stúdentarnir eikiki að sikipta sér af hinum opiniberu hátíðahöldium við afhendingu verðlaunainina, en beita sér hins- vegar fyrir öðrum siamikomum, þar sem þeir sýna hug sinn til verðlauniaveitinigiarinnair. Hafa stúdentamir myndað svo- Nýtt barnaleikrit Næstkomiandi sunnudag frum- sýnir Ferðaleikhúsið ísienzkt bamaleikrit, Týndi konungsson- urinn, æ'vintýraleik eftir Ragn- heiði Jónsdóttur. Sýnt verður í veitingahúsinnu Glaumbæ við Tjömin.a, en þar er hið ágætasta leiksvið og ævintýralegt um- hverfi. Leikstjóri er Kristín Magnús Guðbjartsdóttir en leik- endur eru Emilía Jóna'Sdóttir, Sveinn Halldórsson, Baldur Ge- orgs (töifraima'ður), Jónína Ólaifs- dó'ttir, Hrainhildur Guðmunds- dóttir, Ema Gísladóttir, Þórunn Sveinsdóttir, Leiíur ívarsson, Gunrnar Kvaran, Sævar Helgason og Kristín Magnús. Fjórir dreng- ir úr Kópavogi leika á hljóðfærd undir stjóru Bjöms Guðjónsson- ar. Búninigar og sviðsmyndir eru eftir Molly Kennedy. Á sunnudag verða tvær sýn- ingar, kl. 3 og 5 og rennur allur ágóði af fynri sýninigunnd tii bamaheimiiisins að Tjaldianesi. kallaða óopinbena Sonndng-nefnd, sem stendur fyirdr aðgerðum þeirna. Bfna stúdentar í lœlkinis- fræði, sólfraeði og samíélaigisfræð- um til mótmælagöngu um götur Kauipmannahafnar síðdegds og lýkur göngunni mieð fundi á Vor Frue Plads, þar sem fiuiltnium alira stjómmálaflokikanna hefur verið boðið að filytja ræður, auk þess sem fuiltrúar leigjendafélag- anna, verkallýðsfélaganna og stúdentaleiðtogar fá þar tækifæri til að láta f Ijós áldt sitt. Um kvöldið halda stúdenitar fund í hátíðasal háskóilans og verður þar lesið upp úr fyrri verk.um Hallldórs Laxness, þar sem hann gagnrýnir aðra rit- höfunda fyrir þjónustu við Maimmon. Aðalræðumaður fund- I arins verður rithöfundurinn Hans Scherfing og mag. a.rt. Bente Larsen tailar uim bókmenntir og þ.ióðfélagsgaignrýni. en að lokum verða almennar umræður um bókmenntir, háskóila og þjóðfé- lagið. Verkfallið Framhald af 1. sdðu. fell), Verkalýðsfélag Borgamess (219), Verkalýðsfélag Stykfeis- hólms (217), Samtalls er þefcta 31 félag með 18867 félagsmerm. Hér er þó aðeins um að ræða full- gilda félaig.smienn, en verlcfallið nær að sjálfsögðu til aukafélaga í verkalýðsfélögunum ölluim, þannig að sá fjöldi, sem verkfalU- ið mær til ei- vafalaust yfir 20 þúsundir launafólks. Eins og af framantöldu sést nær vinnustöðvunin til aiUira starfsgi-eina á Reykjaviku 1-svæð- inu, þ.e. í Reykjavík. Haftnarfirði, Kópavogi, Gai-ðahreppi, Seltjam- arnesi, Mosfellssveit og Kjós. Utan þessa svæðis er stöðvun í Borgarnesi, á Siglufirði og á Ak- ureyri og við Búrfell. Stöðvunin verðu.r þvi almenn á Reykjavíkusrsvæðinu þannig að hvers kyns þjónustustarfsemi stöðvast utan þeirra verzlana þar sem kaupmenn geta unnið sjálfir, en þær munu allstór hlnti af verzlunum á svæðinu. Þó verða verzlanir opnar í Hafnarfirði, en Verzlunarmannafélagið þar miun ekki hafa haldið fund firá því að kjaradeilan hófst í öndiverðuim febrúar! Deildarhjúkrunarkonur óskast í Landspítal'anum, lyflækningadeild, eru lausar 2 deildarhjúkrunarkonustöður. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona Landspítalans. sími 24160. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg. 29, fyrir 27. apríl 1969. Reykjavík, 9. apríl 1969. Skrifstofa ríkisspítalanna. sammála þeirri fordæmingu. Það kom reyndar á daginn skömniu áður en þingið hófst að andstæðingar flokksforystunnar æduðu að láta sverfa til stáls. Blaðið „Kansan Uutiset", málgagn finnska Lýðræðisbandalagsins, sem ko..,múnistar eru helzta uppistað- an í, hafði skýrt frá því að þeir hefðu verið boðaðir til sérstaks liðsfundar til að samræma aðgerð- ir sínar á flokksþinginu. Blaðið sagði að fyrir því fundarhaldi hefði staðið öðrum fremur Aimo Aalto- nen, fyrrverandi fo, 5ur flokks- ins. Aaltonen bar á móti því að nokkur slíki.r liðsafnaður væri fyr- irhugaður, en reyndin varð sú að þegar í upp'.þingsins ko. í í Ijós að vel skipulagÖL.. hópur þingfull- trúa var staðráðinn í áð storka flokksforystunni, og jafnsner .a Öldungadeildin á móii gagneld- flaugakerfinu? WASHINGTON 9/4 — Einn helztj fulltrúi Repúblikana í utan- ríkisnefnd öldungadeMdar Banda- ríkjaþings, George Aiken, sagöi í dag, að sennilega felldi öldunga- dcildin frumvarpið um hið um- dcilda gagneldflaugakerfi. Sagði Aiken, að upplýsingar þær er fulltiúar landvarnaráðu- neytisins hefðu gafið við atihögun öldungadeildarinnar á tillögu Nixons forseta um áframihaldandi uppbyggingu gagmflauigavarnar- kerfisins hefðu dregið úr stuðn- ingi meðal öldungadeildarþing- miamnanna. Þjóðleikhúsráð Framhald af 10. síðu. róðstafanir til að eflla íslenzka leikritagerð. J'afnfnamt her að leggja á það þumiga áherzlu, að Þjóðleikihúsinu verði gert kleift að senda ieikflokka oftar um landið með úrvalsleikvenk, bæði að aumírá og vetrarlagi.“ málið skyldi afgreitt og andstæð- ingar forystunnar töldu að á sinn hluta hefði verið gengið (notuðu sér það tækifæri, segja talsmenn forystunnar) og ákváðu að ganga af þinginu og lýstu allar þess á- kvarðanir fyrirfram ómerkar og ó- gildar. Engu að síður kusu þeir fufltrú- ar sem eftir voru á þinginu r./ja miðstjórn. í þessari. miðstjórn sem 35 eiga sæti í voru tuttugu og ein- um betur kjörnir til hennar í fyrsta skipti, að varamönnum meðtöld- um. Aarne Saarinen var endurkosinn formaður flokksins. Ville Pessi, nú 15 í stað 12 manna áður, og lnin einkennis, einnig af því að hinum svonefndu „stalínistum" hefur verið bægt frá. Aaltonen og félagar boðuðu um helgina að þeir myndu efna til .ýs þings síðar í mánuðinum. Sá skiln- ingur er lagður í þann boðskap, að þeir hyggist æda að s.ofna nýjan flokk. Sérstaka athygli vakti að full- trúi Kommúnist. flokks Sovétrí':)- anna á þinginu gerði ítrekaðar til- raunir til að fá „stalínista" og „moskvumenn" til að sættast við flokksforystuna, en þeir höfðu .il- mæli hans a'i engu. ísrae/smenn hófu 12 sinnum skothríðina yfír Súezskurð NEW YORK og TEL AVIV 9/4 Odd Bull hershöfðingi, yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóð- auna fyrir botni Miðjarðarhafs- ins segir í skýrslu til Öryggis- ráðsins í dag, að í gær hafi ísra- elskar hersveitir tólf sinnum haf- ið skoihríð á Súezsvæðinu og svarað hafi verið í sömu mynt af hálfu Egypta. Vélbyssur, handsp.renigjur, eld- flaugar, skriðdirekar og fleiri vopn voru notuð við bardagana og bvað eftir ainnað var skothríð hafin að nýju af öðrum hvorum aðilanum eftir að eftirlilssveifcum SÞ haíði tekizt að koma á vopna- hléi. Segiir Bull hershöfðingi i skýrslu sinná, að ísraelsmenn hafi tilkynnt sveitum SÞ.að einn ísra- elskur liðsiforingi hafi falMð og þrír hermenn særzt, en Egyptar segist ekki hafa mdstt neinn. f Tel Aviv var skýrt svo £rá í kvöld. að allt hafi verið með kyrrum kjörum við Súezskurð- inn í dag eftir skotihríðina á f Amman vair tilkynnt að jórd- anskar hersveitir hefðu stöðvað árás ísraelskra eftir að skipzt hafði verið á skotum í 35 mín- útur í dag í norðurhluta Jórdan- dals. Sasði talsmaður Jórdaníu- hers að ísraelsmenn hefðu byrj- að skothríðina með sprengjuikasti á jórdanskar hersveitir 15 km sunnian Sjeik Hussein-brúar. Enginn fél'l úr liði Jórdania, sagði hann. Skothríð lögreglu á verkamenn BATTIPAGLIA, ítalíu 9/4 — 26 ára kona og 18 ára piltur voru skolin til bana af lögreglunni við hörð átök milli hennar og vcrka- manna í suðurítalska bænum Battipaglia í kvöld. Staðfesti lög- reglan lát þeirra en auk þess herma fregnir að átta ára dreng- ur hafi orðið fyrir skoti og látizt og um hundrað manns særzt er lögreglan réðst gegn verkamönn- um, sem mótmæltu lokun rikis- rekinnar tóbaksverksmiðju í bænum. 600 verkamenn liöfðu atvinnu í tóbaks verksmiðj unni. Mikið lögreglulið var sent til aðstoðar frá náigrannaborgunum Sailerno og Napoli efitir að verka- mennirnir höfðu loíkað veigumn og járnbrautarsporum og stöðvað þannig alla uimíerð. ÞJÓDARFYRIRTÆKI AR IFARARBRODDI Fátt er nauðsynlegra fyrlr þá þjóð, sem bygglr eyland og vill vera sjálfstæö, en að eiga skip, til þess að flytja vörur að landinu og afurðir frá þvi. Reynslan hefur sýnt, að þegar íslendingar misstu skip sín, misstu þeir einnig sjálfstæði sitt. Góðar samgöngur eru lífæð framleiðslu og frjálsrar verzlunar. Eimskipafélagið er þjóðarfyrirtæki, hlutafé þess er um 41.500.000.00 krónur og hluthafar nálega 11.500 Þeir sem æskja þess að kaupa hlutabréf félagsins, góðfúslega snúi sér til aðalskrifstofunnar í Reykjavík eða umboðsmanna félagsins úti á landi. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.