Þjóðviljinn - 20.05.1969, Side 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 20. maí 1969.
Vietnamráðstefnan
hafin í Stokkhólmi
Stokk'hólmi 16. maí.
í dag hófist í Stokkihólmi ráð-
stefna um Vietnamstríðið —
EMERGENCY ACTION CON-
FERENCE, sem haldin er að til-
•hlutan sænsku Vietnamnefnd-
arinnar INTERNATIONAL
. LIAISON COMMITTEE. Þátt-
takendur eru á þriðja hundrað.
Verður reynt að sikýra frá þvi
helzta, sem fram kom á ráð-
•stefnunni í nokkrum greinium
í Þjóðviljanum.
Hinn heimskunni hagfraeðing-
.ur og sósíaldemókrati, Gunnar
Myrdal, setti ráðstefnuna.
Minntist hann m-a. á hiná ör-
lagaríku ákvörðun Johnsons að
gefa ekki kost á sér til endur-
kjörs. Hann hefði gengið út
.. frá jrvi sem gefnu, að hann
naeði ekki endurfcjöri. Hann
minntisit á stöðvun loftárása
á Norður-Vietnam, en ekki
maatti gleyma þvi, að jaifnframt
hefðu loftárásir á Suður-Víet-
nam verið stórauknar. Hann
kallaði þetta stríð óréttlsetan-
legt og það yrði að stöðva.
Sem betur færi væri almenn-
ingsálitið í Vestur-Evrópu
þannig stemmt, að ekkert
bandalagsríki Bandaríkjanna
sæi sér fært að senda þeim
Missti meðvitund
Matráðskona hjá Sameinuðum
verktökum í Hvalfirði datt úr
tröppum fyrir utan einn bragg-
snn rétt eftir hádegi í gær. Var
kornið að konunni 1 yfirliði og
þegar brugðið við og hún flutt
á sjúkrahúsið á Akranesi sam-
Jsvæmt upplýsimgum frá lögregl-
tinni á Akranesi.
liðsstyrk, ekki einu sinni Eng-
land í sinni erfiðu efnahagslegu
aðstöðu. Vestur-Þjóðverjar vildu
gjama senda fimm divisjónir,
að því tilskildu, að Kanar borg-
uðu, en þyrðu ekki.
— Það er talað um frið með
fullri sæmd (Honourable Peace).
Styrjöld þessi hefur alla tíð
verið svo langt frá allri sæmd
sem hugsazt getur- Ef generál-
amir í Pentagon vita nokkuð í
sinn haus, þá vita þeir hvemig
þeir eiga að hafa sig á brott
með allt sitt hafurtasfc. Ræðu
Nixons nú fyrir skemmstu kall-
aði hann fyrsta skrefið í áttina
að því að ifflytja hersveitimar
brott-
Madame Nguycn Thi Binh
sem er fultrúi Þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar við samningaviðræð-
umar í París, nefndi ýmsar töl-
ur um það, hvemig stríðið í
S-Vietnam hefði færzt í auk-
ana eftir að Nixon tók við. Hún
taldi upp hina tíu punkita Þjóð-
freísisfylkingarinnar. Þar af er
vert að nefna sérstaklega: Sátt-
málinn, sem gerður var í Genf
1954 verði virtur. Bandaríkin
hverfi á brott með herlið sitt og
hafhjrtask. I Suður-Vietnam
verði stofnuð samsteypustjóm,
og lýðræðislegar og frjálsar
kosningar til löggjafarþings
verði haldnar. Sameining hinna
tveggja vietnömsku ríkja verði
gerð í áföngum og með frið-
samlegum hætti. Ástunduð
verði friðsamleg sambúð við
allar þjóðir, meira að segja
Bandaríkin, og hvprugt hinna
vietnömsku rífcja gangi í hem-
aðarbandalag við eitthvert stór-
veldi.
Rögnvaldur Hannesson.
Hjarta-
lag Eggerts
Það vakti að vonum mikla
athygli þegar Benedikt Grön-
dal tók að lýsa hjiairtala'gi Egg-
erts G. Þorsteinssonar í eld-
hiúsumræðunum. Benedikt
komst sivo að orði að Eggert
hefði „með einu pennastriki"
breytt ,jeglugerð“ um ait-
vinnuleysisbætur og hæktoað
bæturoair til mikilla muna. en
ástæðan fyrir þeirri ráða-
breytni hefði verið sú ein að
Eggert hefði „hjartað á réttum
stað“. Margir hatfa orðið til
þess að bendia á að Eggert
breytti engri „reglugerð", held_
ur varð hann að gef a út bráða-
birgðalög um hætokun at-
vinnuleysisbóta á sáðasta degi
ársins 1968 vegn.a bess að hann
hafði ekki komið því í verk að
leggja frumvarp um þetta efwi
fyrir alþingi; enntfremur hafa
margir minnt á það að líffæra-
skipan Eggerts skipti engu
máli í þessu samibandi, heldur
hafði verið samið um hækkun
bótanna eftir verkföllin i mairz
í fyrra; verkafólk hafði keypt
hækkunina með þvi að slaka
til á kröfu sinni um fullar vísi-
tölubætur. Afskipti Eggerts
voru raunar í því einu fólgin
að draga efndimar á laimg-
inn.
Menn hafa lengi vanizt því
að leiðtogar Alþýðuflokksins
ástundi þær athafnir sem
skáldið kallaði „að verma sitt
hræ við annarra eld“ — hvað
Skyldi Alþýðublaðið til dæmis
oft hafa flutt þá kenningu að
Emál Jónsson hafi atf hjairta-
gæztou slnni gefið verkafólki
þann atvi nnuleysi stryggin gia-
sjóð sem fékkst 1955 eftir eitt-
hvert harðasba verkfall sem
hér hetfur verið háð? Þótt siík-
uir m álefniaþj ófnaður sé lær-
dómsríkur er l>ó ennþá fróð-
legra að gera sér girein fyrir
því hugarfairi sem býr á bak
við ummæli Benedikts Grön-
dals um hjartalag félaigsmála-
ráðherrans. Forustumenn Al-
þýðutflokiksiins virðast telja að
félagsleg barátta sé einskan.ar
góðgerðastarfsemi, miskunn-
arverk; þeir virðast líta á
sjálfa sig á svipaðan hátt og
yfirstéttarkvinnur sem „hjálpa
fátætoum" sér til dundurs eða
sanntrúaðir toaþólítoar sem
telja það óhjákvæmilegan
hluta af kirkjugöngu að toasta
aurum í betlara.
En barátta verklýðsihreyf-
ingarinn«r er ekki í því fólg-
in að fara fram á nein góð-
verk. Forsenda fyrir starfsemi
alþýðusamtatoanna er það við-
horf að aillir menn eiigi að
hafa sama rétt og að skipu-
leggja verði þjóðfélaigið til að
tryggja það jafnrétti. Þegar
verklýðshreyfing berst fyrir
atvinnuleysistryggingum og
sómasamlegum bótum er hún
ekki að skírskota til hjarta-
gæzku manna sem virðast
haldia að þeir séu hafwir yfir
aðra. heldur er hún að sækja
þjóðfélagslegan rétt. Kennimg-
in um hjairtalag Eggerts G.
Þorsteinssonar sýnir flestu
öðru skýrar hversu mjög leið-
togar Alþýðuflokksins hafa
fjarlægzt hin sósialísku sjón-
armið verklýðshreyfinigiariinn-
ar. — Austri.
Sex þingmenn til
Sovétríkjanna
Sex aliþingismenn fara á
fimmtudag í kynnistför til Sov-
étríkjanna í boði Æðsta ráðsins,
sovézka þingsims. Munu þedr
dveljast í Sovétríkjunum um
tveggja vikna skeið og ferðast
um. 1 sendinefndinni eru Gils
Guðmundsson frá Alþýðuibanda-
laginu, Birgir Finnsson frá Al-
þýðuflokiknum, Eysteinn Jónsson
og Ingvar Gíslason frá Fram-
sótonarflokknum og Guðlaugur
Gisilason og Sveinn Guðmunds-
son frá Sjálfstæðisflokknum. Síð-
ar mun von á sovéztori þdng-
mannanefnd hingað til lands í
boði Atþingis Islendinga.
4-H starfsemi
í Saltvík
I sumar verður gerð tilraun
með svokaildaða 4-H starfsemi í
Sadtvik á Kjalamesi. Er þar átt
við þjálfun og keppni í ýrnsum
starfsíþróttum og verður fyrst um
sinn einfcum fengizt við jarð-
rækt í Saltvík.
4-H starísemi er mdkið iðkuð í
Bandaríkjunum og Noregi en
lielztu boðberar jjcssarar nýjung-
ar hér á landi eru séra Sigurður
Hautour Guðjónsson og Gísli
Gíslason í Langholtssöfnuði. Má
því með sanni segja að kirkjan
láiti sér ekki nægja að „sfcokka",
er. eins og menn minnast hóf
ennar söfnuður hér í borg mikila
skoktoherférð fyrir stoemmstu.
Á fundii með borgarstjóra, þar
sem m.a. var staddur æstoulýðs-
málafulltrúi borgarinnar fékkst
ekfci upplýst gjörfa hvað h-in
fjögur standa fyrir. Hinsvegar
miun vera til svipuð starfsemi er
nefnist 4-M og standa þá m-in
fyrir manneske, miljö, masfcin og
motion. Miðar þetta kerfi víst að
því að gera menn hæfari í starfi
og hressiari í hvívetna.
Samningarnir
Fraimihaíld af 1. síðu.
og atvinnuleysistryggingasjóður-
inn 1955 og sjúkrasjóðurinn 1961.
Ein mesta meinsemd okkar
þjóðfélagis er of lágt kaupgjald,
kaupið verður að stórhæktoa. En
vígstaða okkar núna var etoki til
þess að stórhætotoa kaupið. Við
vorum i vamiarbaráttu að reyna
að hrinda þeiirri árás sem sam-
einað vald ríkisstjómiarinnar og
atvinnuirekiendia lagði til gegin
okkuir. Það er samsbaða verka-
lýðshreyfimgarinnar, sem hrinti
þessari árás og það var Dagsbrún
sem að síðustu setti á þann þrýst-
ing sem réði úrslitum.
Ég er sannfærður um að bar-
áttuiaðferðiir okkar voru rétt-ar,
endia þótt margt beri að sjálf-
sögðu að athuiga í því sambandd.
Vertoamenn vocru ekki við því
búndr í vetur að fara út i lang-
vinna verkfallfJbaráttu. Miðað við
stöðun a í vetur hefði þessi út-
kornn scm við höfum nú íyrir
framan otokur þótt ótrúlega góð.
Að síðustu lagði Eðvarð fram
þá tillögu stjómnr og trímiaðar-
maiwniaráðs Dagsbrúniar að samn-
ingamir yrðu samjjykkti r.
Að lokinni ræðu formanns tóku
margir til máls og gagnrýndu
margir ræðumenn samningana
mjög eindregið. Kom fram tililaga
á fundinum um að hafna þeim
en að lofcum var samtoomulagiö
samþykkt með yfirgnæfandi
meiriihluta atkvæða fundar-
manna.
Meðal ræðjmanna var Guð-
mundur J. Guðmundsson vara-
formaður Dagisbrúnar. Hanm.
sagði m.a-: Þessir samningar nú
eru aðeins tfrestur til undirbúm-
ings nýrra aðgerða, sótonarað-
gerða. Lífeyrissjóðurinn er einn
þýðingarmesti áfanginn í xétt-
indiaibaráttu okkar.
Ég hef engan vilja til þess að
fegra þessa samminga — en þá
má Mka sverta um of. Nú enu
þáttaskil, fundurinn á að sam-
þykkja samndmga. En þetta er að-
eins frestun. Það er óþolandi
að ár etftir ár sfculi ríkisstjórm
og atviwnurekendum líðast að
ráðast á kjör okkar á þennan
hátt og hasla þeim átökum vöIL
Fegrunarvika í Rvík
ana 9.-75. fúní
Fegrunarncfnrl Rcykjavíkur-
borgar hefur fallizt á tillögu
borgarráðs um að efna til fegr-
vnarviku í borginni 9.—15. júní.
Hefur þegar verið gert merki
vikunnar og á það að tákna hús
og gróður.
Ymis félög og fyrirtæki í R-
vik hafa umdirbúið fegrunarvik-
una og hreinsunairdeild borga.r-
innar hefur hafizt handa um að
hrednsa tóðir og opin svæðd.
Vinnuskódi. Reykjaivtíkurborgar
tekur og þé.tt í að fegra borgina.
I tiiliefni af fegrunarvikunni fer
nú fram teiknisamkeppni í
barnaskólunum í því skyni
að opna auigu barnanna fyrir
gildi smyrtilegs umlhverfis. Verða
þrenn verðlaun veitt fyrir beztu
teikninigamar og eru þau ferð til
Afcureyrar, bækumar Faigra ver-
cld eftir Tómas Guðmundsson og
Svipur Reylcjavíkur etftir Áma
Öla.
Kom þetta fram á fundi með
borgarstjóra, Geir Haillgrímssyni
í gær. Minntist borgarstjóri á að
frágangi lóða í borginni væri
víða ábótavant og gat þess að
a skrilfstotfu borgarverkfræðings
og garðyrkjustjóra væru veittar
upplýsingar og ýmiskonar fyrir-
greiðsla varðandi frágiang lóða.
KR Rvíkurmeistari
Reykjavíkurmótinu i knaibt-
spymu la/uik í gærkvöld með leik
Fram og Vals ei- varð jafntéfli
0:0. KR varð því Réykjavíkur-
meistari, hlaut 7 stig, Valur
hlaut 6 stig, Fram 5, Víkingur 2
og Þróttur ekkert.
Þinglausnir á /augardaginn
Þinglausnir fóru fram á laug-
ardag. Hafði Alþingi staðið í
173 daga og alls haldið 250
fundi- Afgreidd voru 70 stjórn-
arfrumvörp af 75 og 16 þing-
mannaframvörp af 84. Af 67
þingsályktunartillögum voru 17
afgreiddar sem álylctanir Al-
þingis. Fyrirspurnír komu fram
66 og voru allar ræddar nema
4 og ebi sem tekin var aftur.
Tala preníaðra þingskjala var
815.
Tvennar kosningar fóm fram
í sameinuðu þingi á laugardag-
inn. Kosið var í stjóm Áburð-
arverksmiðjunnar samikvæmt
hinum nýju lögum um þetta
ríkiistfyrirtæki- Voru kosnir í að-
alstjóm þessir menn:
Guðmundur Hjartarson, Gunn-
ar Guðbjartsson, Hjörtur Hjart-
ar, Tómas Vigfússon, Halldór
H. Jónsson, Grímur Jósalfatsson,^
Pétur Gunnarsson.
Landsdómur
Þá var einnig kosið í Lands-
dóm t.il sex ára, en Landsdóm-
ur á að fara með og dæma mál,
sem Alþingi ákveður að höfða
gegn ráðherrum út af embæbtis-
rekstri þeirra. í dóminum eiga
sæti 15 menn, fimm hæstarétt-
ardómarar, yfirsakadómarinn í
Reykjavfk og prófessorinn í
stjórnskipunarrétti við Há-
skólann, og svo ótta menn kosn-
ir hlutfallskosniwgum af sam-
einuðu Alþingi.
Þessir voru kosnir sem aðal-
menn i Landsdóm: Helga
Magnúsdótir frú, Blikaistöðum,
Mosfellssveit; Reynir Zoega
vélstjóri, Neskaupstað; Andrés
Ölafsson prófastur, Hólmavík;
Sigmundur Sigurðssbn þóndi,
Syðra-Langholti; Sveinbjörn
Sigurjónsson skólaistj., Reykja-1-
vík; Geir Sigurðsson kennari,
Reykjavík; Jón Á. Jóhannsson
skattstjóri, ísatfirði og Ragnar
Ólafsson hæstaréttarlögmaður,
Reykjavfk.
Breytingum á
leiðakerfi
SVR frestað
Fyrirhugað var að gaigngerar
breytingar yrðu á leiðakeríi
Strætisvaigna Reykjavíkur í
ræsta mánuði. Nú hefur verið
ákveðið að fresta þessum breyt-
ingum þar til sumarleytfum er
lokið. Má þvi búast við að breyt-
ingamar komist f framkvæmd
seinni hluta sumars eða eikki fyrr
en í haust.
Togaramir
Framhaild atf 12. síðu.
lýsingar haft býðiwgu jatfnvel
þótt ekki yrði af kaupunum.
Kanadastjóm veifcti lán til
smíði 12 sfcuttogara en starfsemi
fyrirtækisins sem gerði þá út,
fór út um þúfur af einhverjum
orsökum. Fimm af þessum tog-
urum hafa þegar verið seldir. Em
togaramir af tveimur stærðum,
182 tonn og 504 tonn og kosta
10—25 miljónir króna. Var það
aðalverkefni þremenninganna að
rannisiaka gæði togaranna, sem
eru 2ja, 3ja og 4ra ára.
Sagði borgarstjóri að sú ráð-
stötfun að kanna moguleika á
kaupum togaranna, i stað þess
að hefja smíði á togara hér
heima. byggðist á því að hér væri
um einsbakl. lá-gt vecrð að ræða
og ef atf kaupunum yrði myndi
skapast abvinwa við fiskvinnslu
Jýrr en ella-
Drengur slasast
I gær var lítil drengur að hjóla
niður Þórunwarstrætið á Akiur-
eyri og datt þá af hjólinu og
meiddist á höfði. Drawgurinn var
fluttur á sjúkrahús og gert að
meiðslum hans þar.
Enginn bíll eða annað ökuitæki
var þama í grennd-
Skólafólkið
Framhiaild atf 12. síðu.
r.r ráðstafanir þeim til hagsbóta
og miá teljast furðuilegt sleifarllag
cð etokert sltfkt hefur verið gert.
Þeir í borgarráði halfa lótið sér
til huigar koma, eins og borgar-
stjóri komst að orði, að ef tekst
eö útvega viðbótarfjármaign væri
hægt að dreifa atvinnulausu
skólafólki í vinnuflokka borgar-
AA-samtökin
• AA-samtökin. Fundir eru
sem hér segir: — I félags-
heimilinu Tjamargötu 3c,
miðvikudaiga ldLuktoan 21,00
fimmtudaga Idukkan 21.00
föstudaga Mukkan 21.00. — T
safnaðarheimili Langholts-
kirkju laugard- klukkan 14.00.
I safnaðarheimili Neskirkju
laugardaga kL 14.00 Vest-
mannaeyjad. fundur fimmtu-
daga klukkan 8.30 I húsl
KFUM. — Skrifstofa AA-
samtakanna er i Tjamargötu
3c og er opin alla virka daga,
nema laugardaga, frá kiukkan
5 til 7 síðdegis. — Sími 16373.
ólfssonar.
Járniðnaðarmenn
FramhaBd af 1. síðu.
þrátt fyrir stöðvun Isaiga, svo að
ástæðan sýnist vera sérstakur
fjandskapur og ofstæki í garð
járniðnaðarmanna sem launþega.
Á þessu stigi miálsins vil ég
etoki láta uppi álit mitt á ný-
gerðu saimikomulagi 16 manna
nefndarinnar, sagði Guðjón.
En það er efst í huiga járnión-
aðarmanna að hefja ekki vinnu
bjá smiiðjunum næstu daiga án
þess að nýir kjarasaimniwgar hafi
verið gerðir milli aðila. saigði
Guðjón að lofcurn.
Þjóðviljinn náði einnig tali af
Eenedikt Gröndail, formanni
Vinnuvei tendasambands íslands
í gær við undirritun samkomu-
laigs 16 manna netfndarinnar.
Hvenær aiflýsið þið verklbamni
Meistarafélags jámiðwaðar-
manma?
Það gerum við annað hvort í
k.völd eða á morgun, sagði Bene-
dikt. Ég hef einmitt gert réð-
stafanir til þess að taka það mól
fyrir í kvöld.
{gntinenlal
Önnumst allar viðgorðir á
dráttarvélahjólbörðum
Sondum um allt land
Gúmmívinnusiofaa h.f.
Slcipholti 35 — Reykiavlk
Sími 31055
Karlakórinn Vísir
Santsöngur
í Austurbæjarbíói í dag, þriðjud. 20. maí, kl. 7 e.h.
Söngstjóri: GeirharSur Valtýsson.
Einsöngvarar; Guðmundur Þorláksson, Kristinn
Georgsson, sr. Kristján Róbertsson, Sigurjón
Sæmundsson, Þórður Kristinsson.
Undirleik annast Elías Þorvaldsson, Rafn Erlends-
som, Sverrir Elefsen, Þórhallur Þorláksson.
Aðgöngumiðar hjá Lárusi Blöndal, Eytmundsson og
Tösku- og hanzkabúðinni, Skólavörðustíg og Aust-
urbæjarbíói frá kl. 4. — Verð krónur 125,00.