Þjóðviljinn - 23.09.1969, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.09.1969, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVJUINN — Þriðjudagur 23. 6©ptelmlber 1069, Fundur frjálslyndra á Hellisandi: j Málehin fengin frá „Þjóðviljaklíkunni Hellissandi, 14. september. Það vekur jafnan athygli okk- ar hér úti á landsbyggðinni, begar það skeður, að stórir menn úr Reykjavík hengja upp aug- lýsingar í gluggum verzlana okkar og boða til fundarhalda. Svo var og, er upp kom tvílit auglýsing frá svonefndum Sam- tökum frjálslyndra, sem boð- uðu fund um stjómmál hér á Hellissandi laugardag 13- þ.m. Þvi miður komst ég ekki á þennan fund fyrr en hann var hafinn, sökurn anna. Tapaði ég því að mestu af framsöguræðum, en náði öllu sem á eftir kpm, þ.e- fyrirspurnum, greinargóðum svörum og ýmsum fróðlegum innskotum. Hygg ég að sá hluti fundarhaldsins hafi verið gagn- legastur fyrir leikmenn sem mig, þar eð framsöguræður eru jafnan sjálfum sér líkar, form- fastar, langdregnar og oft ill- skiljanlegar- Þama var að sjálfsögðu mik- ið talað um vonda kommúnista,^, Þjóðviljaklíku og eitt nýtt fyrir- brigði í mannsmynd, svonefnda „niðurrifsmenn“, sem aðallega voru bendlaðir við Alþýðu- bandalagið, þ.e. forystumenn þess- Aldrei kom það samt skýrt fram, hverjir það væru sem hlotið hefðu þessar nýju vegtyll- ur. Lúðvík Jósepsson var til dæmis yfirlýsbur uppbyggingar- maður og ágætismaður og sömu- leiðis Einar Olgeirsson- Rögnvaldur nokkur Ólafsson, framkvæmdastjóri hér, þekktur uppbyggingar-, ágætis- og fhaldsmaður, stóð upp á fund- inum og lýsti því yfir að varð- andi vonda kommúnista, Þjóð- viljaklíku og margt flleira, sýnd- ist sér komumenn, sér til hinn- ar mestu ánægju, vera á ná- kvæmlega sama máli og hann sjálfur, hverju samsinnt var að- eins með fögru brosi og koll- kinkan frá Jóni Hannibal&syni. Þetta kom mér mjög á óvart og þykir mér ýmsir gamlir vinir mínir, (ég nefni engin nö/fn) sem eru félagar þessara nýju sam- taka, vera orðnir anzi snúnir, ef þeir eru orðnir sammála íhaldinu í mörgum veigamiklum atriðum. Einn vondur maður, Skúli Alexandersson, kvaðst vilja láta það koma fram, að hann, eins og aðrir AB-menn, vildi ekki viðhafa það orðbragð um komu- menn, sem þeir klíndu á bakið á sínum gömlu félögum- Skúli Frambald á 9. siðu. Tvö- falt hlutverk Því virðist engin takmörk sett hversu lágkúrulegt hug- arfar Bjama Beneddktssonar verður þegar hann sezt við að skrifa Reykjavíkurbréfin sdn; þá verður eftirlætisiðja hans jafnan hártoganir og út- úrsnúningar af fráleitasta tagi. Tökum lítið dæmi. Fyr- ir nokkru var Morgunblaðið staðið að því að komn eins fram við utanríkisráðherra Svía og það hegðar sér jafn- aðadega við íslenzka sósíal- ista. Hafði blaðið eftir ráð- herranum ummæli. sem allir er edtthvert skynbragð bera á utanríkisetefnu Svía vissu að hlutu að vera uppspuni. enda lýsti ráðherrann síðar yfir því að viðtalið væri til- búningur einn. bann hefði aldrei sagt það sem eftir hon- um var hiaft. Ekki fékkst Morgunblaðið þó til þess að biðiast afsökunar, og þegar Þjóðviljinn áfelldiat slíkt sið- leysi var eitt sinn m.a. kom- izt svo að orði: „Ma varla minna vera en að Bjami Benediktsson skipi ritstjórum Morgunblaðsins að biðjast af- sökunar opinbertega.“ Þegar hártpganameistairinn leggur úf af þessum ummœl- um í fyrradag tekst honum aldeilis að spinna lonann. •Hann' segir að krafa Þjóðvili- ans sé sú „að forsætisráð- herra eigi i krafti stóðu sinn- ar og valds að fyrirskipa Morgunblaðinu það, sem þar seffir" Þanniff vilji ritstjóri Þ.ióðviljans að upp se tekin ritskoðun á fslandi: „Hugur hans dvelst fyrir austan jám- tjald, og honum finnst þess vegna ástandið þar bl.ióta einnig að eiga við bér“ o.s.frv. o.s.frv. f Þjóðvilj.anum var ékki minnzt einu orði á forsætis- ráðherraembættið né kraft beirrar stöðu. Það var talað um Bjarna Benediktsson. Bjarni er sem kunnugt er for- maður Sjálfstæðisflokksins, og eitt meginverkefni hans er samfelld afskipti af Morgun- blaðinu; bann skriíar sjálfur reglulegar greinar í blaðið. hefur daglegt samband við rit- stjórana um efni þess og er svo íhlutunarsamur að enginn blaðamaður losnar við af- skipti bans. Þjóðviljinn var sannarTeffa eklki að fara fram á að Bjarni Benediktsson þreytti daeflegu háttemi sínu. aðeins að hann notaði það einusinni til fnamdráttar heið- arlegri blaðamennslu. En það var til of mikils mælzt. Bjami er auðsjáanlega mjög ánægð- urf með hið tvöfalda hlutverk sitt. Sem forsætisráðherra getur bann verið kurteis og stimiamjúkur við norræna kol- lega sína. á sarrua tíma og bann skipar húskörlum sín- um á Morgunblaðinu að leggja þá í eineltj með upp- lognum staðhæfingum. „öf friálsræði** Tökum armað dærcá. 13da september birti Þjóðviliinn miög skemmtilegt og fróðlegt viðtal við fréttaritaira sinn á Suðureyri við Súgandaf.iörð. Gisla Guðmundsson. Gísli hafði áður verið fréttaritari Morgunblaðsins á stiaðnum og bafði af því beldur óskemmti- leffa reynslu. Fréttir hians voru ekki áðeins ritskoðaða.r af ráðamönnum Morgunblaðs- ins. heldur voru þær falsaðar. birtar í nafnj bang frásaiffnir sem hann bafði alls ekki sam- ið. Auk þessara la?rdómsríku dæma kom Gísli víða við í viðtali sínu við Þjóðviljann og sagði m.a.: „AUt smygl á að stoppa og setja þar við ströng viðurlög. Verðl.agsieft- irlit þarf að vem mjög strangt. f því stairfi þurfa að vera strangir og greinargóðir menn, ekkj kaupmenn. Við íslendingar lifum við of mik- ið frjálsræði. Það þarf að hefta okfcur hæfilega mikið. Það verðu.r að fyrirbygigja öll svik, þar á roeðal skattsvik og allan fjárdirátt og óreiðu. Það þarf að hreinsa landið af þeirri viðurstyggð.“ Hvað skyldi nú dr. Bjaima Benediktssynd, forsætisráð- herra, fyrrverandi prófessor við Háskóla íslands, geta orð- ið úr þessiu? Jú; í Reykjavík- urhréfi sínu í fyrradiag rífur hann út úr samhengi eina setnimgu: „Við fslendingar lifum við of mákið frjáls- ræði“. Hann minnist ekki einu orði á að setningin sé bundin umhverfi sínu og tek- in úr viðtali við nafngreind- an mann, fyrrverandi frétta- ritaira Morgunblaðsdns, held- ur Iætur sem svo, að þarna sé Þjóðviljinn að gera grein fyrir almennri og alffildri reglu. Skyldi fyrirfinnast nokkur annar forsætisráð- herra í viðri veröld sem á- stundiar þyílika iðju? — Austri. Fædd 21. apríl 1918 — Dáin 28. ágrist 1969 Elín Elíasdéttir Nokkur kveðjuorð Sorgartíðindin berast óvænt. Þegar sú fregn' barst hingað norður að Elín Elíasdóttir hús- móðir, Gnoðarvogi 28 í Reykja- vík, hefði andazt í Landspítal- anum 28. ág- s-1., urðum við vin- ir hennar slegnir bæði hryggð og undrun. Missir þeirra er mikill, en huggun er það öllum að þeir sem mikið hafa misst hafa einn- ig mikið átt, og að orðstír þess fólks sem bætir og fegrar það líf sem við lifmm, hann deyr aldrei. Ella mín, við vinir þínir vilj- um með þessum fátæklegu lín- um færa þér kveðjur okkar að leiðarlokum og þakkir fyrir sam- fylgdina- Eiginmanni þínum og bömum flytjum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi styrkur þinn og lífsgleði ávallt fylgja þeim. K. F. FELAG JÁRNIÐNAÐAR- MANNA FÉLAGSFUNDUR verður haldinn fimmtudaiginn 25. sépt. 1969 kl. 8.30 e.h. í samkomusal Landsmiðj- unnar v/Sölvhólsgötu. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Atvinnumál. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Tiikynning Vér viljum hérmeð vekja a'thygli heiðr- aðra viðskiptavina vorra á því að vörur sem liggja í vörugeymsluhúsum vorum eru ekki tryggðar af oss gegn bruna, frostum eða öðrum skemmdum og liggja því þar á ábyrgð vörueigenda. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Svo ekammt var síðan hún hafði verið hér, jafn frísik í fasi og full aif lífsgleði og ávallt áð- ur. En þannig mun samspil lífs og dauða. Skjótt getur sól brugð- ið sumri, og kveðjustundimar komið fyrr en nokkurt okk- varir. Ella, eins og við vinir hennar og venzlafólk kölluðum hana jafnan, fæddist á Bíldudal 21. apríl 1918- Foreldrar hennar voru Elías Jónsson, bóndi og sjómaður þar vestra, t>g kona hans Guðný Friðriksdóttir, systir Áma heit- ins Friðrikssonar fiskifræðings- Ella heitin var sfcirð við kistu föður síns, og var nefhd eftir honum. Elías andaðist ungur, og voru böm hans öll, fimm talsins, í æsku þegar þessir at- burðir gerðust, það elzta þeirra Líney Elíasdóttir, nú húsmóðir á Siglufirði, aðeins sex ára göm- ul. önnur böm þeirra hjóna voru Jón sem fórst með m/b Atla frá Hafnarfirði 1933, Sig- urður kennari í Reykjavík, og Guðbjörg sem lét lífið í hinu hryggilega sjóslysi þegar m/b Þonmóðuir. frá Bíldudal fórst. Guðný Friðriksdóttir giftist síðar Jónasi Bjamasyni frá Bíldudal og eignuðu&t þau tvær dœtur, Steinunni og Láru, báð- ar húsmæður í Reykjavík. Um tvítugt fluttist Ella til Reykjavi'kur og þar giftist hún eftirlifándi manni sínum Herði Gíslasyni árið 1940. Böm þeirra eru Alfreð járnsmiður, Guð- björg húsmóðir og Sigurgísli, öll í Reykjavik. LITAVER J 22-» 13028Q-322GZ |_J \ L NYLON-FILT-GÓLFTEPPI MEÐ GÚMMlUNDIRLAGI KR. 345.00 PR. FERMETER Vegna sérstaklega hagkvæmra magninnkaupa ge'fur LITAVER viðskiptavinuim sínum kost á einstaklega hagkvæmum gólf- 'teppakaupum. LITAVER leggur áherzlu á að verzla með BEZTU fáanlegu vörutegundir á LÆGSTA vöruverði. Þannig verða við- skiptin öllum hagkvæm. — Þetta vita þeir sem iii ótsrí ^ ■'te >toi ^■.■1 ^ ! I líta viö í LITAVERI Þar eruð ÞÉR ávallt VELKOMINN! I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.