Þjóðviljinn - 11.10.1969, Qupperneq 4
Q SlÐA — ÞJÓÐVILJINN —, Laugardagur 11- október 1969
J
— málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Utgefandl: Útgáfufélag Þ|66viljans.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.). Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttarlt8tjórl: Slgurður V. Friðþjófsson.
AuglýslngastJ.: Olafur Jónsson.
Framkv.stjórl: Elður Bergmann.
Rltstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Slml 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 150.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10,00.
Vopn ríkisstjórnarinnar
Ekki verður um það deilt að atvinnuleysið á ís-
landi er skilgetið afkvæmi stjórnarstefnunnar,
óhjákvæmileg afleiðing þeirrar staðreyndar að at-
vinnuvegir landsmanna voru afræktir á mesta
góðærisskeiði sem þjóðin hefur lifað. Hins veg-
ar kunna að vera skiptar skoðanir um það hvort
ríkisstjórnin hafi vitandi vits stefnt að a'tvinnu-
leysi, þótt enginn þurfi að draga í efa að langlærð-
ir sérfræðingar hennar þekkja mætavel þá hag-
fræðikenningu að engin leið sé að hafa hemil á
verklýðshreyfingunni nema með „hæfilegu at-
vinnuleysi“,
HvaS sem slíkum forsendum líður er það augljóst
mál að ríkisstjórnin hefur haft afar takmarkað-
an áhuga á því að uppræta atvinnuleysið eftir að
það hafði numið land á nýjan leik. Þegar árið 1967
var á það bent af kunnugum mönnum að veruleg-
ur atvinnuskortur væri framundan, en stjómar-
völdin fengust ekki til að taka neitt mark á slík-
um aðvörunum. Þvl dundi a’tvinnuleysið yfir
haustið 1967 og var mjög alvarlegt þann vet-
ur. Ríkisstjórnin hélt hins vegar að sér
höndum þar til verklýðshreyfingin efndi til
verkfallsaðgerða vorið 1968; þá birti ríkisstjórnin
í verkfallslok langa loforðaskrá og setti á laggim-
ar nefnd sem átti að beita sér fyrir ráðstöfunum
til þess að vinna bug á atvinnuleysinu. Um þau
fyrirheit er það að segja að þau voru svikin, hvert
eitt og einasta, og nefndin lognaðis't út af. í fyrra-
haust skall atvinnuleysið síðan yfir á nýjan leik,
margfalt umfangsmeira en veturinn áður. Það var
þó ekki fyrr en í janúar 1969 að ríkisstjórnin hafði
uppi ný fyrirheit; nú var stofnað mikið nefnda-
kraðak í Reykjavík og úti um allt land, og útveg-
aðir fjármunir sem námu 340 imiljónum króna og
áttu að endast í ’tvö ár. í sambandi við þessi fyrir-
heit skorti sízt af öllu háþróaða auglýsingatækni í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi, ásamt yfirlýsingum
um að nú skyldi atvinnuleysið upprætt gersam-
lega. En efndimar hafa síðan birzt mánaðarlega
í skýrslum um skráða atvinnuleysingja; í sumar
hefur það gerzt í fyrsta skip’ti síðan á kreppuárun-
um fyrir stríð að menn hafa engin verkefni feng-
ið um hábjargræðistímann. Og nú horfa menn
fram til vetrarins imeð meiri ugg en nokkm sinni
fyrr.
|Jndan þeirri ályktun verður ekki vikizt, að ríkis-
stjómin hafi ekki haft áhuga á því að uppræta
atvinnuleysið. Ástæðan fyrir þeirri afstöðu er aug-
ljós; ráðherrarnir og sérfræðingar þeirra hafa haft
hug á því að nota atvinnuleysið sem tæki til þess
að framkvæma þá stórfelldu tilfærslu á fjármun-
um sem fylgt hefur tveimur síðustu gengislækk-
unum. Kjarasamningamir 1968 og 1969 voru gerð-
ir undir fargi atvinnuleysisins, og því varð árang-
ur alþýðusamtakanna mun minni en rök stóðu til.
Þessar staðreyndir þurfa samtök launamanna að
muna í samskiptum sínum við ríkisvaldið. — m.
næstu viku
• Sunnudagur 12- október 1969:
18,00 Helgistund. Séra Þorsteinn
L. Jónsson, Vestmannaeyjum.
18,15 Stundin okkar. — Þórunn
Einarsdóttir segir sögur og
syngur með bömum úr Haga-
borg. Fyrsti skóladagur bama
í Breiðageröisslkóla og Isaks-
skóla. Helga Jónsdóttir, Sofi-
ía Jakobsdóttir og Þórunn
Sigurðardóttir syngja. Villii--
valli í SuðurböCum, 11. bátt-
ur. Þýðandd: Höskuldur Þrá-
insson. Kynnir: Klara Hilm-
arsdóttir. Umsjón: Andrés
Indriðason og Tage Ammen-
drup-
19,10 HLÉ. —
20,00 Fréttir. —
20,25 Þáttur úr ballettinum
Coppelía. — Ballettinn var
endursaminn a£ Colin Russ-
ei og tekinn upp í sjónvarps-
sal. Með aðalhlutverk fer
Ingibjörg Bjömsdlóttir. Aðr-
ir flytjendur eru kennararog
nemendur listdansskóla Þjóð-
leikhússins'-
20,55 Kvennaguilið Clark Gable.
Mynd um frægðarferil hins
dáða kvikmyndaleikara. Þýð-
andi: Dóra Hafsteinsdóttir.
21,45 Hrun Usherhallar. Sjón-
varpsleikrit. Þýðandi: Ingi-
björg Jónsdóttir. Myndin fjall-
air um dularfulla og voveif-
lega atburði á fomu ættar-
setri og er eklki ætluð börn-
um.
22,35 Dagskrárlok.
• Mánudagur 13. október 196!):
20,00 Fréttir.
20,30 I leikihúsinu. Umsjónar-
maður er Stefán Baldursson-
20,55 Worse skipstjóri: Fram-
haldsmyndaflokikur í fimm
þáttuim gerður eftir sögu
Alexainders Kiellands. Þýð-
andi: Jón Thor Haraidsson.
2. þáttur. — Björgunin. Tore
Breda Thoresen færði í leik-
form og er leikstjóri- — Per-
sónur og leiikendur: Worse
skipstjóri: Lasse Kolsitad.
Maddama Torvestad: Ragn-
hild MicheJsen, Sara: Inger
Lise Westby, Henrietta: Maor-
it Haimdahl, Hans Nielsen
Fennefos: Ame Aas, Lauritz:
Kyrre Haugen Bakke, Gar-
man konsúll: RoJf Bemtzen.
21,40 Framfarir í læknavísind-
um. Mynd um hina öm þró-
un þessara vísinda og fram-
tíðarhorfur á þvi sviði. Þýð-
andi: Ölafur Mixa læknir.
22.30 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 14. október 1969.
20-00 Fréttir.
20.30 Ob-la-di, ob-la-da
Skemmtiþáttur (Nordvision —
Finnska sjónvarpið.)
20.50 Á flótta. Bamsránið. Þýð-
andi Ingiþjörg Jónsdóttir.
21.40 Skáldaþing. Fyrri þáttur.
Þessum umræðum _verður
sjónvarpað beint úr Sjón-
varpssal. Umræðuefni er rit-
höfundurinn og þjóðféJaigið.
Þátttakendur eru rithöfund-
amir Guðmundur Daníelsson,
Hannes Pétursson, Jóhannes
úr KötJum, Thor Vilhjálms-
son og Þorsteinn frá Hamri-<f>
Umræðum stýra Eiríkur
Hreinn Finbogason og Ólafur
Jónsson.
Dagskrárlok óákveðin.
Miðvikudagur 15. okt. 1969.
18-00 Gustur. Tryggðatröll. Þýð-
andi Ellert Sigurbjömsson.
18.25 Hrói höttur. Of mangir
jariar. Þýðandi Ellert Sigur-
björnsson.
18-50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.30 Suðrænn sjómannaskóli.
Mynd um fiskimannaskóla
fyrir unga drengi á Kúbu.
Þýðandi og þulur Höskuldur
Þráinsson. (Nordvision —
Sænslca sjónvarpið).
20.50 Heimsókn i í Tivoli.
Skyggnzt inn í hinn litríka
skemmtigarð í hjarta borgar-
innar við Sundið.
21.05 Miðvikudagsmyndin:
Gangið í bæinn (Don't Bother
to Knock) Brezk gamanmynd,
Leikstjóri Frank Godwvin.
AðaJhlutverk: Richaird Todd,
Njoole Maurey , og Elke
Sommer. Þýðandi Ingibjörg
Jónsdóttir. Ungur maður fer
í ferðalag og lætur. ýmsa hafa
lykila að íbúð sinni.
22.40 Dagskrárloík.
Föstudagur 17. október 1969.
20.00 Fréttir-
20.35 Apakettir- Spilagosar.
Þýðaindi Júlíus Magnússon.
21.00 Það er svo margt ...
K-viiíimyndaþáttur Magnúsar
Jóhannssonar.
21.30 Fræknir feðgar. (Bonanza)
Forvitna konan. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22-20 Erlend málefni. Umsjón-
armaður Ásgeir Ingólfsson.
22.40 Dagskrárlok.
WRITERS
W0RKSH0P
í ráði er að stofna til umræðufunda um smásög-
ux þær, sem væntanlegir þátttakendur hefðu hug
á að selja á erlendum mörkuðum.
Frú AMALÍA LÍNDAL, ritstjóri tímaritsíns 65“
mun skýra þetta nánar sunnudaginn 12. október
kl. 16 í Café Höll, uppi.
fslenzk frímerki
ný og notuð kaupir hæsta verði RICHARD RYEL
Háaleitisbraut 37 (áður Kópavogi).
Sími: 84424. — (Bezt á kvöldin).
BLADDREiFING
Þjóðviljann vantar blaðbera í éftirtalin
borgarhverfi:
Ásvallagötu
Laufásveg
Þingholt
Talið við afgreiðsluna í síma 17-500.
Laugardagur 18. október 1969-
16.00 Endurtekið efni: Réttur er
settur. Þáttur í umsjá laga-
nema við . Háslkóla Islands.
Fjallað er um málarekstur
vegna meiðsla, sem óJögráða
drengur olli á leikfélaga san-
uim, og ábyrgð foreldra í siík-
um tilvikum. Áður sýnt 22.
febrúar 1969.
17.00 Þýzka í sjónvarpi. 2.
kennslustund enduirtekin. 3.
kénnslustund frumflutt. Leið-
beinandi Baldur Cngólfsson.
17.40 Aðeins gegn lyfseðli.
Mynd um lyfjafraimleiðslu og
þær rannsóknir, sem þar
liggja að baki. Þýðandi Jón
O- Edwald lyfjafræðingur.
18.00 Iþróttir.
20.00 Fréttir.
20.25 Smart spæjari- Staðgéng-
illinn. Þýðandi Bjöm Matthí-
asson.
20.50 FugJaflói. Griðlaind fugia í
hættulegu nábýli við vaxandi
bórg. Þýðandi og þulur Ósk-
ar Ingimarsson. (Nordvision
— Norska sjónvarpið.)
21.15 Vetrarmynd frá Kænu-
garði. Rúsnesk mynd um-
lagasmið í fögru umhverfi
Kænugarðs.
21-35 Ekki er aJlt sem sýnist.
(The Goddess) Bandarísk
kvikmynd frá 1958. Leákstjóri
Jóhn Cromwell. Aðalhlutverk
Kim StanJey, Loyd Bridges og
Steven Hill. Þýðandi Rann-
I veig Tryggvadóttir. Lítil telpa
elzt upp við ástleysi, sem síð-
ar hefur afdrifarík áhrif á
einkaJif hennar.
23-20 Daigskrárlok.
ÚTB0Ð
Kópavogskaupstaður óskar éftir tilboðum í
frágang lóðar við leikskóla við Bjamhóla-
stíg.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
minni gegn 2000,00 kr. skila'tryggingu.
Tilboðum skal skila á föstudag 17. þ.m.
Baejarverkfræðingur Kópavogs.
RAUÐARÁRSTÍG 31