Þjóðviljinn - 12.10.1969, Síða 2

Þjóðviljinn - 12.10.1969, Síða 2
/ 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudaigur 12. október 1969 alagið er eini stjórnmála fíokkur íslenzkrar alþýðu Ræða Brynjólfs Bjarnasonar á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins □ Síðustu dagana hefur Þjóðviljinn bir’t frá- sagnir, ræður og ályktanir frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins, sem haldinn var á Akur- eyri um síðustu helgi. Við birtum hér ræðu Brynj- ólfs Bjamasonar, sem hann hélt á flokksráðs- fundinum. Ræða Brynjólfs vakti mikla athygli á fundinum og því fór Þjóðviljinn þess á leit við hann, að ræðan yrði birt í blaðinu. < Það stendur nær öðrum en mér að ræða vamdamál Alþýðu- bandalagsins á þessari stundu. Ég var kosinn á þennan fund af slysni fyrir atbeina hins hálýð- ræðislega „punktakerfis“ og gegn mínium mótmælum. I>egar ég kveð mér nú hljóðs, á ég lít- ið annað erindi en að óska þess- um flokfci allra heilla á þeirri mjög svo vandasömu siglingu, sem framundan er- Þar halda aðrir um stýrisvölinn og ég vil ekki truíla þá, hvað sem ég kynni að gera, ef ég þætti&t sjá, að þeir væru að sigla heint á blindsker. Forsaga þessa flokks gerir vanda hans enn meiri og hlýtur að valda honum erfiðleikum, sem nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir. Það var barizt í meira en áratug um framtíð þeirrar hreyfingar, sem varð til á sjötta áratugnum og bar nafn þessa flokfcs. Þetta var hörð barátta, sem ásamt ýmsum öðr- um erfiðleikum beinlínis reið Sósíalistaflokknum að fullu- Það var því ekfci margra kosta völ, þegar Alþýðubanda- lagið var stofnað sem flokkur . og varla nerna einn kostur- Ég var einn þeirra, sem frá upphafi leit svo á, að þetta hafi verið röng leið og barðist gegn henni eins og ég gat allan tfimann með- an deilan stóð. Fjarri sé það mér að fara að rifja upp þessar deil- ur nú, ekkert væri fráleitara, enda þótt þær hljóti að verða viðfangsefni sögunnar. En nú höfum við vissulega í önnur hom að líta. Hitt er staðreynd, sem fávíslegt væri að loka augunum fyrir, að þegar Alþýðubandalag- ið var gert að flokki, varð það ekki til þess að sameina íslenzka alþýðu á stjómmálasviðinu, heldur klotfnaði út úr fylfcing- unum bæði til hægri og vinstri. Sósíalistafilokknum tókst að sameina vinstri menn á ákaf- lega breiðum grundvelli, ménn með mjög ólíkar lífssfcoðanir, jafnvel í grundvallaratriðum. En hann reyndist ekki þeim vanda vaxinn að halda þessari --------------------------------$ KENT Með hinum þekkta Micronite filter er eftirspurðasta ameríska filter sígarettan fylkingu saman með réttri sam- fylkingarpólitík, og endirinn varð sá, að hann gafst upp við hana og hlutaðist til um að stofna stjómmálalflokk úr mið- hluta og meginhluta hennar. Það segir sig sjálft, að slíkur flofck- ur á við mikla erfiðleika að ■ etja. Hantn er ekki nógu sam- stæður og stefna hans er ekki fast mótuð. Langvinn og hat- romm innri barátta liðins tíma torveldar þá óbrotgjömu sam- heldni, trausta félagsanda og ó- rjúfandi vináttu milli samherja, er þróast þegar menn leggja sig alla fram í baráttu fyrir sam- eiginlegri hugsjón og hverjum foruistuflokki verkalýðsins er un. fram allt nauðsynleg. Hin hat- ramma barátta fyrri ára hefur orðið til þess, að margir ágætir baráttumenn með langa reynslu að bafci hafa blátt áfram gefizt upp- Og hvorki Alþýðubandalag- ið né verkalýðshreyfingin hafa sýnt þé redsn, er skírskotar til þeirrar æsku, sem hlýtur að talca við af okkur í baráttunni fyrir umbyltingu þjóöfélagsins. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir öllum þessum örðugleikum til þess að sigrast á þeim. En jafnframt verðum við hini'r, sem vildum að önnur leið yrði farin, að gera okfcur ljóst, að Alþýðubandalagið er nú ' eini ■ stjómmálaflokkur ís- lenzkrar alþýðu. Og þessvegna ber okfcur skylda til að leggja fram krafta pkkar til þess að gera Alþýðubandalagið að þeim fonjstuflokki, sem íslenzk al- þýða þarf svo mjög á að halda. Við megum ekki láta neiríar gamlar væringar trufla þessa fyrirætlim eða draga.úr þvi, að við gegnium þessari skyldu. Og ' við verðum að leggja okkur fram til þess að fá alla góða sósíalista til þesis að skilja þetta og sameinast í Alþýðubanda- laginu þrátt fyrir allt, sem þeir haifa út á það að setja- En mest er þó um vert, að æsfcan geri sér þetta ljóst- Hvað er nauðsynlegt til þess að Alþýðubandalagið geti orðið sHkur forusituflokfcur? Það yrði ákaflega langt mál að gera grein fyrir þvi, og það sfcal heldur ekki reynt hér. Mig langar samt að drepa á nokkur mjög veiga- mikil atriði. I fyrsta lagi þarf Alþýðu- bandalagið að haifa fast mótaða stefinu, sem getur orðið íslenzkri alþýðu leiðsögn bæði í hinni daglegu hagsmunabaráttu og í baráttunni fyrir hinu sósfalisfca Iokatakmarki. Góð stefnusikrá er að vísu ekki aðalatriðið, heldur stefnan sjálf í framkvæmd. En stefiniuiskrá, sem tekur til grund- valláratriða, .er þó til alls fyrst- Rétt áður en Sósíalistalflokkur- inn var lagður niður samþyfckti hann stefnuyfirlýsingu, sem hét „Leið Islands til sósíalismans “ Hún var samþykkt einróma og var einsikonar svanasöngur hans. Ég held að um margt væri hægt að sityðjast við þé yfirlýsingu- En mest er um vert, að Alþýðu- bandalagið beiti því, sem sígilt er í ránnsóknaraðferðum marx- ismans til þess að gera sér grein fyrir íslenzkum veruleika og móti stefnumið sin og starfsað- ferðir á þeim grundvelli. í þeim skilningi þarf hann að verða marxiskur flokkur. Og það sem sker úr um alvöru flokksins og það, hvort honum tekst að halda trausti fódksins, er ekki stefnan á pappírnum, heldur hitt, hvort hann fyigir henni af fullum heilindum í starfi og fram- kvæmd- 1 öðru lagi þarf AlþýðUbanda- lagið að verða sannlýðræðisleg- ur flokkur. 1 Alþýðubandalag- inu eru óvenjumargir heitir ját- endur lýðræðisins og hryllir jafnvel við þeirri skerðingu þess, sém allir forvígismenn marxism- ans hafa talið nauðsynlega á vissu umskiptatímabili. Og það hafa verið fundin upp ný form til þess að tryggja lýðræðið, svo sém „punktakerfið“, sem varð til þess, að ég komst á þennan fund. En það er þó ekki fyrst og fremst lýðræðið að forminu til, sem ég á við, heldur hið virka lýðræði, það lýðræði, sem tryggir að sem allra flestir flofcksfélagar séu virkir, virkir í starfi og virkir í, því að móta stefnu flokksins í hverju rnáli; lýðræði, er lætur hvem mann finna til þess að þetta sé hans flokkur, sem hann ber ábyrgð á; lýðræði, sem gerir hið áleitna skrifstofu- og toppavald útlægt og kemur sífellt í veg fyrir þró- un þess. Það þarf að leggja alla áherzlu á, að allt flókkslífið verði einmitt með þessum hætti og finna leiðir til þess að slíkt lýðræði geti notið sín. I þriðja lagi þarf flokkurinn í öllu starfi sínu að tengja sam- an dægurbaráttuna og markmið- ið. Hann verður að eiga sér stjómlist, sem metur hverja at- höfn og hver einstök átök f hag.smunabaráttu,nni frá lang- sýnu sjónarmiði hinna sósíalisku markmiða flptoksins. Hann verð- ur jafnan að standa í broddi fylkingar, þar sem baráttan er hörðust, en ekki lalla á eftir. Hann verður að vera á verði fyrir þeirri sffellt yfirvofamdi hættu stórs flokks og stórrar verkalýðshreyfingar, að þau verði að meira eða minna Ieyti innlimuð f kerfið, hinn marg- slungna vef hins kapítaliska valdakerfLs. I fjórða Iagi verður flokkur- inn að standa í btoddi fylking- ar í þjóðfrelsisbaráttu Islend- inga og slaka þar hvergi á. I þessu efni sem öðrum má hann aldrei falla fyrir freistingum hentistöfnunnar. Það er fyrst og fremst hlutverk hanra að gera allt, sem í hans valdi stendur, til þess að þjóðin haldi vöku sinhi og það ríður á að hann forðist allt, sem orðið gæti til þess að slæva vakandi vitund hennar- Það er meira um vert en stundarárangur, sem oft er ekki annað emsýndarárangur og andstæðinigunum veitist auðvelt að gera að engu, þegar tæfcifæri býðst- I fimmta lagi þarf Alþýðu- bandalagið að reka samfylking- arpólitrfk af fullri djöirfung. Það verður að leggja alla stund á að sameina alla þá, sem eru okkur sammála í þjóðfrelsismálunum og brýnustu haigsmunaimálum fólksins, enda þótt menn greini á um önnur atriði. Þessi sam- fylking þanf að ná bæði ‘il þeirra, sem eru til hægri og vinstri við þennan flakfc og þar má ekkert flokksstæriliæti né hleypidórriar standa í vegi. Til dæmis er margt ágætra manna til vinstri, sem áður fylgdu Sósíalistaflokfcnum, en hafa van- trú á Alþýðubandalaginu vegna þeirra átaka, sem voru undan- fari stofnunar þess sem flokks. Ég álít að Alþýðubandalagið eigi að leggja sig mjög fram til að ná samvinnu við þessa menn- 1 sjötta lagi verður flokkurinn Brynjólfur Bjarnason. að vera trúr hinni sósíalisku al- þjóðahyggju og einangra sig ekki frá öðrum flokkum, sem í fullri alvöru stefna að sarna marki, enda þótt hann kunni að greina á við þá 1 mjög veigamikium atriðum- Það væri að skerast úr leik og gefast upp við að nota þau litlu tækifæri, sem við kunn- um að hafa til þess að korna því fram, er við álítum réttan málstað'. Þegar við þurfum að gagnrýna bræðraflobka, eigum við að vera hiklausir og ákveðn- ir í þeirri gagnrýni, en hún verð- ur að vera rökstudd og málefna- leg, en aldrei bera keim af smá- borgaralegri sefasýki og allra sízt þeirri hentistefnu, sem felst í því að þvo okkur hreina í aug- um þeirra manna, sem haldnir eru af hatursáróðri Morgun- blaðsins. Enda þótt hlutur okk- ar sé ekki stór á alþjóðavett- vangi, hefur það mikið gildi fyr- ir okkur sjálfa hvemig við tök- um á þessum málum og skýrum þau. Efcikert er eins fljótvirk að- ferð tdl þess að glaita. traiusti beztu sona íslenzkrar alþýðu og óheiðarlegur málflutningur. Og ekfcert er eins traustvekjandi og heiðarlegur og málefnalegur mélflutninigur. Islenzkri alþýðu er mikil nauðsyn að fá sem sann- asta mynd af ástandinu í heim- inum hverju sinni, og það er sfcylda okkar að leggja okkur alla fram í þedm efnum. Þetta eru aðeins nokkrir allra- stærstu drættirnir. Mér þykir rétt að segja þetta, úr því að ég stend hér á annað borð, enda þótt ég geri mér engar grillur um að orð mín hafi mikil áhrif hvorki til né frá. En ég er viss um, að ef Alþýðubandalagimu tsekist að fylgja þessari megin- stefnu með árangri, þá á þáð mifcla framitíð fyrir höndum. Ég minntiist í upphafi á erfið- leikana- En ástandið er þannig á Islandi nú sem stendur, að möguleikarnir eru gifuriegir. Maður, sam jafnan hefur fylgzt vel með öllum straumum hjá alþýðu manna, sagði mér fyrir nokkru, að ef við ættum flokk, sem hefði alla þá kosti til að bera og það almenna traust, sem Sósíaljstaflokkurinn halfði 1942, þá væri unnt að vinna annan eins stórsigur í kosningum og Sósíalistaflokkurinn vann þá. Ég gæti bezt trúað, að þetta væri ekki mjög fjarri sanni. úmoÐ Laxárvirkjun, Akureyri, óskar tilboða í stöðvar- hússkrana, vatnsvél, rafala, rafbúnað. loka, lokur o.fl. vegna Gljúfurvers, nýrrar virkjunar við Laxá í S.-Þingeyjarsýslu. Útboðslýsinga má vitja til Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen s.f., að Ármúla 4, Reykjavík. Frestur til að skila tilboðum rennur út 15. janú- ar 1970. íslenzk frímerki ný og notuð kaupir hæsta verði RICHARD RYEL Háaleitisbraut 37 (áður Kópavogi). Sími: 84424. — (Bezt á kvöldin). BLADDRBHNS Þjóðviljann vantar blaðbera í éftirtalin borgarhverfi: Ásvallagötu Laufásveg Þingholt Talið við afgreiðsluna í síma 17-500. KOMMÓÐUR — teak og eik Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.