Þjóðviljinn - 14.10.1969, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.10.1969, Blaðsíða 7
Þrlðjudaigur 14- ototóber 1969 —ÞJÖÐVTLJINN — SÍÐA ’J Fréttabréf frá Súgandafirði Axel Cortes SÚGANDAFIRÐI, 9. okt- 1969- Hér kemur þá fyrst yfirlit yf- ir aifla þann, sem kominn var á land fyrstu níu mánuði árs- ins. Á vetrarvertíðinni voruhér venjulega sex bátar fyrir landi- Aflamagn hvers mánaðar er hér svohijóðandi: Janúar 307,790 tonn. F^brúar 565-540. Marz 969.626. Apríl 432.400. Maí 287.571. Júni 541-870. Júilí 578 688- Ágúst 561,061. Scpt- ember 422.177 tonn. Eru þetta samtals 4-666.723 tonn- 72 miliónir Skiptaverðmæti aflans varð kr. 25.425.373,32. En raunveru- legt verð að viðbættum 27% varð kr- 31-938-830.02. Mismun- urinn á sikiptaverði og hinu raunverulega verði var'ð þvi hvorki meira né minna en kr. 6.513.456,70. Samkvæmt boðorð- um stjórnarvalda skiptist sú upphæð þannig: Kr- 2-542.537,33 í stofnfjársjóð sikipaeigenda. Og kr. 3.970.919,37 beint til útvegs- manna sjálfra- Móse var einn að semja hin tíu boðorð, sémöll voru réttlætanleg. En hvað þurfti marga menn til þess að semja þetta eina vetrarboðorð, sem varð svo einræðiskennt, hábölvað og óréttilætanlegt, að mörgu eða öllu leyti? Útflutningsverðmæti aflans mun láta nærri að verði kr. 72.000.000,00 með verðlagi því, sem nú er óbreyttu. Vinnulaun til verkafól’ks urðu þessa níu mánuði ársins 11,5 milj- kr. Aðkomubátar Afli aðkomuskipa var þetta tímabil sem hér um ræðir, eða frá 10. jpní til 30. sept. svo hljóðandi: (Hér eru taldir þeir helztu): Tonn: Arsæll Sigurðsson 30-515 Jón Þórðarson, (Patr.) 171.490 Þorri, (Patreksfirði) 138.090 Þrymur (Patrcksfirði) 174.000 Vestri (Patreksfirði) 38.965 Svanur (Patreksfirði) 5-950 Pétur Thorsteinss. (Bíld.) 73.625. Alls lönduðu aökomuibátar, smáir og stórir, 698 tonnum. í>ar af Patreksfirðingar 528-495 tonn- um. Það er eins og máltækið segir, að eins dauði er annars brauð. Ég er ekki að meina, að Patreksfiröingar séu dauðir, langt frá því- En allar líkur benda á það, að stórkostlegir erfiðleikar séu þar nú eða hafi verið yfirstandandi í fjái'hags- málum að eimhverjú leyti. Aðkomuibátafiskurinn, sem landað var hér í sumar, jók mjög mikið vinnu hér í byggð- arlaginu, enda má líka fullyrða, að aldrei hafi eins mikið af ung- lingum verið hér í vinnu eins og í sumar, bæði héðan úr byggðarlaginu og eins voru mjög margir aðkomuunglingar, sem fengu hér vinnu. Nú er þetta fólk allt farið í skólana. Þess vegna er freikar fámennt vinnuaflið hér eins og stendur. Bamaskólinn hér er líka byrj- aður, og mæður eiga því mjög erfitt ennþá að fara í vinnu af þeim sökum. Sláturtíð er nú lfka ýfirstandandi, og heimilin leggja mjög mikla vinnu f að afla sér matar til vetrarins- Verzlanir, sérstatalega önnur þeirra, hefur selt skipum mat t>g fleira og þar með stóraukið rckstur sinn. Hafnarsjóður hafur líka haft mjög gott af þessum aðkomuskipalöndunuim. — Það er tekið vörugjald af hverju fisktonni, som landað er hér á hafnarsvæðinu, kr- 20,00 á tonn- Og enn fromur er svo útflutn- inigsgjald, þegar fiskinum er skipað út fullunnum. Svo eru það hafnairgjöld, brygigjugjöild og lestargjöld og enn fremur ljósa- gjöld- Ljósfn hafa til þessa verið af skorpum skammti, seinit kvei'kt á kvöldin og snomma dautt á morgnana. Sjómenn eru óá- nægðir með þá ráðstöfun sveit- arstjórans. Bkki veit ég, hvort þessi meinlegi sparnaður er kenndur á sveitarstjórnamám- skeiðum. Vatn er hér einnig til sölu, og þegar allt kemur í ljós, þá mun það sennilega veradýr- asta vatn, sem selt er í heimi. Vatnið kastar kr. 20,00 pr. tonn — minnsta gjald er kr. 20,00. Að auki er svt> tekið afgreiðslu- gjald, sem er frá kr. 50,00 upp í kr- 200,00 á bát- Dæmi eru til tfrá þvf í sumar, að einn Mtri hafi kostað 2 kr. Mönmum finnst þetta afgreiðsluigjald afar ó- sanngjarnt. Hver fær þessa auikaþóknun er ek'ki gott að vita. Sveitarstjórinn afgreiðir vatnið- Hafnarnefnd Hafnamefnd er hér einnig á staðnum. Það em ötulir menn og röggsamir, því stigar þeir, sem koma áttu, þegar höfn- in var geirð, og áttu að festast á stálþilið, em ekki sjáanllegir enn — að minnsta kosti ekki með bemm augum- Og það gota þeir mienn séð, sem vilja á ann- að borð sjá, að ef maður féllur í sjóinn við kantinn og enginin er til þess að aðstoða við björg- un, þá er sá maður þegar dæmd- ur til dauða. Hvort Vitamála- skrifstofan hefur látið taka verkið út, er mér ekki kunnugt um, enda mun þeim mönnum ekki hætta búin, þótt stigalaust sfálþil sé hér vestur í Súganda- firði. Fálkaorðan — ? Innsiglingaljósin, sem áttu að setjast úpp og vísa sjófáirend- um á hafnarmjmnið, vom strax sett í sjúkraskýlið og liggja í því enn í góðu yfirlæti. Lákilegt þykir, að hafnamefndarfonmað- ur eða nefndin öll séu að bfða eftir Fálkaorðu fyrir vel unnin störf í þágu hins ósýnilega. Lína og grálúða Ég hætti nú að skýna frá hinu ósýniloga og ruglingsleg- um drauimum manna um Fálka- orðu. Tek þá fyrir það sem sýnilogt er, eða næsita mál á dagskrá. Aðallega vom það tveir bátar, sem stunduðu róðrahéð- an með línu í septemlber og komu dagloga að landi. Það voru þeir Hersir, sem fiskaði 27.932 tonn í 14 róðmm, og Stefnir, som íiskaði 52.625 tonn í 20 róðmim. Ólafur Friðbertsson, sem stundaði grálúðuveiðar í mest- allt suimar, landaði engu hér heirna í septemibermánuði. Fisk- .kauiþmanni lízt vfst ekki svo vel á grá 1 ú<5ubransann. — Afli Ólafs Friðbertssonar er núorð- inn nálægt 1110 tonnum frá áramótum, þar aif hefur hann landað annars staðar 187 tonn- um, allt grálúðu. Af öliuim aifla hans munu vera um 405 tonn grálúða. Hann hætti veiðum 29/9, en byrjar að ölluim Mk- indum bráðlaga aiftur róðra, og þá landar hann daglciga. Friðbert Guðmundsson er næstur með 697 tonn í 129 róðmm. Hann hætti vedðum 15. september. Sif er þriðji báiturinn með 634 tonn í 126 róðrum. Hann hætti veidum 19. septemiber. Báðir þessir bátar hafa verið í viðgerð oig þrifum og byrja bráðlega róðra aftur. Guðmundur fm Bæ fískaði á handfæri frá því hann kom hingað uim miðjan júlí — um 83 tonn. Garðar, sem var sknáður GK 61, kom hingað 21. septem- ber. Hann ber nú .naflndð Björg- vin IS 515 og er nú tilibúinn til róðra. Ég hef áður lýstþeim bát og getið kaupanda hans. Smábátar em nú nakkrir hættir veiðuim — veröa bráðiega settir á land upp. Enn em þó nokkrir, sem hadda áfram- ★ Landheigisthiólfín, sem hið háa Alþingi samþykkti veiðarí, vom tekin til meðferðar kl. 24, hinn 1. okt. — og að sögn ajó- manna eru þau vel notuði, m. m. Landað hefur verið hér ur einum bát af þeim slóðum. — Helmiinigur aflans var koili. ★ Flutningaskip kama hér nakkmm sinnum eftir fískaf- urðum. Nokkuð ber á þvx, að þau eru hór helzt um hefgar. Toilgæzla er hér engin ástaðn- uan. Það er víst ekki í verka- hring hreppstjóra að annast slík störf. Það kemur líka nakkrum sinnum íýrir, að vinnuvikan styttisf a£ þeimsök- um . . . ★ Vinna á vegum hreppsins hefur í sumar eins ogendranær verið mjög lítiL Einn eðatveir menn vom þó eitthvað að gera um tíma í suimiar. Hús haía heldur engin veriö smiðuðþetta ár- Atvinna bygigist hór því eingöngu eins og aUtaf áður á sjávarútvegi og þeim mönnum, sem þann atvinniuveg stunda. ★ Tveir menn fóru héðan til Aimarífcu á vegum Sölumiiðstöðv- ar hraðfrystihúsainna. Ekki er fiuilUjóst, hvort sú ferð veldnr nokikurri fískvei'ðishækkun til sjómanna næsta ár. ★ Áætlunarforðir tU Isafjarð- ar í flugi eru nú aðeins þrisvar í vifcu: mánudaga, miðviku- daga og föstudaga. Taðarfar hefur verið næstum þvi í heila vikú óhemju stirt, og því ekk- ert verið farið ,á sjó. Tillaga að lokum Og að lokum þctta: 27% eða 6.513.456,70 kr. voru teknar samkvæmt fcbrúarlögum af hlut sjómanna, þcim scmlögðu afla sinn á land hér í Súganda- firði 9 fyrstu mániiði ársins. — Ég legg því tíl, að allir há- launamenn (ég undantek sjó- mcnn) sklli til baka nú við næstu áramót 27% af árslaun- um sínum, og það verði iagt í Fiskvciðasjóð til eflingar ís- lenzkum sjávarútvegi. Ég læt hér svo staðar numið að sinni- G. G. Alþingi minnist Péturs og Skúia □ Á þingsetningarfundinum sl. fostudag minntist ald- ursforseti þingsins, Sigurvin Einarsson; tveggja nýlát- inna þingmanna á þessa leið: Frá því að við alþingismenn skildumst hór að loknu þingi í maímánuði síðastliðnum, höf- um við orðið að sjá á bak tveimur úr okkar hópi. Við söknum og minnumst Péturs Benediktsson.ar alþingismanns og landsbankastjóra og Skúla Guðmundssonar alþingismanns, fyrrverandi ráðherra og kaup- félagsstjóra. Pétur Benedikts- son veiktist snögglega og and- aðist í Borgarsjúkrahúsinu hcr í Reykjavík 29. júní síðastlið- inn. 62 ára að aldri. Skúl Guð- mundsson lézt að heimili siínu, Laugarbakka í Miðfirði, síð- astliðinn sunnudag, 5. október, tæpra 69 ára að aldri. Pétur Benediktsson var fædd- ur i Reykjavík 8. desember 1906. Foreldrar bans voru Benedikt alþingimaður Sveins- son Víkings gestgjafa í Húsa- vík Magnússonair og kona hans, Guðirún Pétursdóttiir bónda í Engey Kristinssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1925 og lögfræðiprófi firá Há- skóla Isl'ands 1930. 1. júlí það ár varð hann ritari í utanrík- isráðuneyti Dana * og staríaði síðan í utanríkisþjónustu þeifira um 10 ára *keið, lengst af í Kauproannahöfn, en vann við sendiráð Dana á Spáni á árinu 1936 og við sendiráð Dana í Bretlandi 1939- 1940. Hann varð fulltrúi ísJenzku við- skiptaneíndarinriar í London í fébrúar 1940, ,var skipaður sendifulltrúi fyrir fsland í Bretlandi í apríl það ár og síð- ar á því ári sendifulltrúi hjá norsku ríkisstjórninni í Lond- on. f desember 1941 var hann skipaður sendiherra í BreUandi og skömmu síðar sendiherra hjá norsku ríkisstjóminni í London. Af þeim störfum lét hann í ársbyrjun 1944. Hann yar síðan sendiherra í Sovét- ríkjunum 1944- 1951, í Pól- landi og Tékkóslóvakíu 1946 - 1951, í Frakklamdi og BéLgíu 1946-1956, á Ítalíu 1947- 1956, í Sviss, Spáni og Portúgal 1949 -1956 og á írlandi 1951-1956. Hann var fiulltrúi íslandis í Efnahagsstofnun Evrópu firá upphafi hennar 1948 til 1956, fiulltrúi á ráðhemrafundum NATO og ýmsum fiundum Evr- ópuráðs. f nóvember 1955 var hann ráðinn bankastjóri Lands- banka ísJands, tók við því sitarfi í maímánuði 1956 og gegndi því til dauðadags. Hann átU sæti í bankaráði Alþjóða- bankans í Washington frá 1956, í stjórn Hins isJenzka fomriitafélaigs frá 1959 og var formaður þess síðustu árin, var formaður Samtaka um vestræna samvinnu firá stofn- un þeirra 1958 til 1965, for- maður Stúdentafélaigs Reykja- víkur 1959 -1960, var í físki- matsráði frá stofnun ]>ess 1960, í fríverzlunarnefnd 1961 - 1963, í stjóm SöJusambands is- lenzkna fiskframleiðenda firá 1962 og í stjórn Hjartavemd- ar frá stofnun þeirra samtaka 1964. Hann varð alþingismað- ur í Reykjaneskjördœmi sum- arið 1967 og átti sæU á tveim- ur síðustu þingum. Pétur Benediktsson átti ætt- ir að rekja til þjóðkunnra gáfu- og dugniaðarmanna. í foreldrahúsum kynntist hann vel mörgu þvi, spm eíst var á baugi á þeim árum í stjórn- málum og sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Hann var þing- skrifari á Alþingi jaínframt háskólanámi 1926 - 1928. A ð námi loknu starfaði hann all- lengi í utanrikisþjónustu Dana. Hann var því vel búinn und- ir það starf, er hann gegndi í utanríkisþjónustu ísfendinga um langt árabil, og þar vann hann fyrir þjóð sina að mörg- um mikilvægum samningum um viðskipti og samstarf við aðrar þjóðir. En hann baus að hverfa heim til ísfamds um fimmtugsaldur eftir fiarsælt Framhald á 9. síðu. f. 3/12 1914 — d. 4/10 1969 Kveðja Þagar okkur berst óvænt andlátsfregn vina okkar eigum við stundum örðugt með að sætta okkur við þá hugsup, að sá sem skyndilega var á burtu kiallaður sé ekki lengur á með- al okkar, og að við eigum þess okki framar kost að hitta hann í þessu lífi. Þannig fór fyrir mér er ég frétti hið sviplega andlát vin- ar míns, Axels Cortes. er lézt 4. þ.m. að heimili sínu, en þá fyrir þrem dægrum höfðum við báðir setið á heimili son- ar hans, og sat þá Axel með sonarson sinn, Axel, eins árs gamlan, á hnjám sér, og voru nafnarnir kátir. Það er oft stutt milli skins og skúra þessa mannlífs. Axel Cortos fæddist i Reykja- vík 3. des. 1914. Voru foreldr- ar hans Emanuel Cortes yfir- prentari í Gutenberg-prent- smiðju, er 1 fluttist hingað ung- ur prentari firá Stokkhólmi. þar sem hann var fæddur, og kona bans Björg dóttir Jóhannes- ar Zoega trcsm íðameistara í Reykjavík, en Zoega-ættin er gömul og kunn hér í borg. Sjö voru böm þeirra hjóna, Karl lézt bam að aldri, en upp komust, auk Axels, Gunnar læknir og Óskar hljómlisitar- maður, báðir látnir, en eftir lifia Thor prentari, Emma fóta- sérfræðingur og Margrét hús- firú, öll hér í borg. Sem ungur maður haíði Ax- el mikinn áhuga á íþróttum, fjaUgöngum og yfirleitt öllu firjálsu og heilbrigðu útilífi. Axel nam myndföldun hjá Geir Konráðssyni kaupmianni og húsgagnasmið, og að loknu prófi vann hann þar um ára- biL Þá vann hann mörg ár við tnésmíðar hjá fsl. aðalverktök- um, en síðustu árin starfaði hann á húsgagnaverkstæði Bitrgis Á'gústssonar, en áður hafði hann öðfiazt réttindi í búsgagnasmíði. Árið 1938 kvæntist Axel Kristjönu Jónsdóttur, Magn- ússonar trésmiðs írá Hrauni í Ölfusi. Eignuðust þau tvo syni, Garðar, t>g Jón Kristin, kvæntan Jódísi Si'gurðardóttur. Eftir að leiðir þeirra hjóna skildu bjó Axel hjá Emmu systur sinni er að fraroan get- ur, að Njálsgötu 76. Fór vel á með þeim systkinum, og er nú söknuður hennar mikiU. við fráfiall góðs bróður. Til þeirra systkina þóitti öllum gott að koma, og ékki voru þeir fáir dagarnir og nætumar, er litli Axel var „lánaður“ þangað í mjúkar hendur afa og afa- systur. Milli Axels og sona hans ríkti alltaf mikill kmrleik- ur og vinátta sem aldrei bar sfcuggia á, enda lét hann sér mjöig annt um þá báða, og vildi styðja þá í öllu er til velfiaim- aðax mætti verða þeim og bömum þeirra, Sigrúnu og Axel. Það var honum þvi mik- il gleði er hann í apríl s.l. fór til Englands er Garðar sonur hans lauk prófi firá Kgl, Afca- demíunni í London og Trinity tónlistarskólanum í sömu borg. Frá upphafí námsferils Garð- ars hafði Axel stutt son sinn af fómfúsum og föðurlegum kærleika, bæði fjárhags- lega og með hvatningar- orðum. X þeirri ferð varð bann sjálfur heyrandi og sjáandi að upphafi ferils sonar síns sem hljómlistarmanns, er Garðar , stjómaði við sýningar á óper- ettu, sem færð var upp í Lond- on. Þessa get ég hér, vegna þess að mér fannst Axel anda léttar eftir heimfcomuna, er hann hafði séð ósfcadraum sinn og sonar síns verða að veruleifca, og efcki skyggði á gleðina, er Gaxðar fcom heim tdl sitarfa í á'gúst S.L Ekki má skilja þetta svo að hinn sonurinn hafi orðið út- undan, nei, milli þeirra feðga og tengdadóttur rífctu miklir kærleitoar og vinátta, enda lét hann sér mjög annt um heim- ili þeirra. Þó að ég hafi uim nokkurt skeið kannazt við Axel heitinn, hófust náin kynni okkar að- eins fyrir fáum árum er tengd- ir hófust, en dóttir mín er tengdadóttir Axels heitins. Með okkur Axel tókst strax góður kunningsfcapur er varð að góðri vináttu. Mín reynsia og stooðun er sú að hvorki tengdir né frænd- semi getí. eitt út af fyrir sig gert neina að góðum vinum, en Axel var sá maður sem hverj- um manni var gott að eiga að vini, glaður, traustur og skemmtílegur. Öll dagleg fram- . koma hans mótaðist af hlý- leik og sérstakxi háttprýði við hvern sem var. Þá var hrein- leiki hans eftirtektarverður, bæði í klæðnaði og hans innri maður við náin kynni, enda var maðurinn allur fagurskap- aður. Skoðanir hans voru fast- mótaðar, og lét hann ekki hlut sinn, þó í hógværð væri, er rætt var hvort heldur dægur- mál, þjóðmál eða annað, er hann taldi máli skipta, og sam. vizka hans bauð honum. Hún var áreiðanlega hans mestí hús- bóndi. Samkvæmt henni lifði hann, þess vegna vildd hann aldrei í neinu svíkja sjálfian sig né samferðarmenninia. T.d. neyttí hann aldrei áfeng- is, og er ég spurði hann, hvers vegna bann gerði það ekfci, svaraði bann: „Ég tel að það sé emgum tíl , góðs, en fjölda manns til ills, hvers vegna skyldi ég þá svíkja sjálfan mig?“ Eirin af starfsfélögum hans hiá Birgi Ágústssyni hringdi til mín og vildi að það kæmi fram að þar ríkti söknuður við fráfall góðs vinar og starfsfé- laga. en um vinnu Axéis þar sagði hann: „Hún var jafn fág- uð og hann var sjálfur". Kæri vinur: Við hjónin er- um þakklát fyrir að hafa hitt þig á lífsleiðinni. Slíkum mianni se^m þér er gott að kynn- ast. Samúðarkveðjur sendum við öllum aðstandendum. Sigurður Árnason. Tvö innbrot f fyrrinótt voru framin tvö innbrot, annað í Faco á Lauga- vegi, þar sem stolið ‘ var tveim skmnjökkum og 1000 kr- í peningum, hitt í Tjamarbar, þar sem stolið var nokkru af vindlum, sígarettum og skipti- mynt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.