Þjóðviljinn - 14.10.1969, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1969, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJIINN — Þri.ðjudagiur 14. október 1968. Tveir landsleikir í hand- knattleik um næstu helgi Fyrsta sinn sem norska iandsliðið leikur á íslandi Um næstu beiligi eða dagana 18. og 19. október leika íslend- ingar tvo laindisleiki í hand- knattleik við Nor&menn. Eru þetta 3. og 4. landsleikur í hand- knattleík milli landanna. Fyrsti leikurinn fór fram 12. marz 1958 í Osló og sdgruðu Norð- menn þé með 25 gegn 22. Tæpu ári sáðar eða 9. febrúar 1959 léku löndin á ný og aftur í Osló. Fóru leikar þá svo, að Norðmenn sigruðu með 27 gegn 20. Eru bvi liðin rúm 10 ár síðan Island lék gegn Noregi síðast. Þessir leikir eru einnig fyrstu heimaleikimir gegn Nor- egi. Iað Norðmajnna, sem kemur nú til IsOands veröur þannig skipað (í avigum fjöMi lands- leikja): Markverðir: Pál Bye (24), Kai KiUerud (12), Jarl Berentsen (0). Aðrir leiikmenn: Per Graiver (32), Arnulf Bæk (36), Pál Oapp- elen (16), Jan Cato Nabseth (0), Jan Otto Kvalheim (14), Finn Urdal (11). Inge Hansen (32), Jon Reinertsen (32), Jan-Egil Uthberg (27), Haraid Tyrdal (11), Svedn Sletten (7), Per Ankre (0). Stjórnandi liðsins er Kjell Kleven. Formaöur norska hand- knattteikssaimbandsins, Odd Svartberg, er fararstjóri flofcks- ins. Norstoa liðið átti imijög góöa leiki á sáðasta keppnistimabili og sigruðu þeir þá bæði Svia og Dani. 1 undankeppni H5Æ 1970 á Noregur aö ledfca gegn Bejgiiu, Bafa Norðmenn búið sig máög 'vel undir þá keppni og æft af kappi í smmar. Tóku þeir m- a. þátt í keppni sern íta» fór-á Spáni i júlí s. 1. í sambandi við dómararáð- stefmu alþjóðahandiknattleiks- samnbandsins ásamt landsliðwm Spánverja, Búimena og Frafcka. Tófc fortmaöur landsliðsnefndar, Hannes J>. Sigurðsson, þátt í þessari ráðstefnu og taldi hann Norðmennina þá vera í góðri þjálfun. Landsliðsnefnd H. S- 1- kom saman um helgina og valdi liðið, sem mœta á Norðmönn- uim. Er Iiðið skipað eftirtöldum mönnum (í sviguim fjöldi lands- leikja): Markverðir: Hjalti Einarsson FH (31), Birgir Finnbogason FH (1). — Aðrir leikmenn: Bjarni Jónsson Val (6), Björgvin Björg- Hilmar Björnsson, stjórnar lið- inu. Leifcir þessir við Norðmenn eru liðir í undirbúningi ísJ. landsliðsins undir leiki við Austurríki í undankeppni HM 1970, sem fram fara í næsta mánuði- Dómarar í Jedkjunum eru Povl Ovdal og Age Arman frá Danmörku og hafa þeir báðir dæmt hér áður við góðan orð- stír. Geir Hallsteinsson leikur sinn 25. Iandsleik í síðari leiknum gegn Norðmónnum og hlýtur að launum gullúr frá HSÍ. vinsson Fram (4), Einar Magn- ússon Víking (10), Einar Sig- urðsson Fíi (21), Geir Halt- steinsson FH (23), Ingólfurösk- arsson Frain (30), ÖlaXur tl. Jónsson Val (8), , Sigurbergur Sigsteinsson Fram (11), Stefán Jónsson Haukum (11), Viðar Simonarson Haukum (3). Fyrirliði liðsins er Ingólfur Óskarsson. Landsliðsiþjálfarinn, Aðgöngumiðasala hefst á ... þriðjudag, í bófcaver?3ux(um Lár- usar Blóndal í Vesturveri og á Skólavörðustíg 2 og frá kl. 12 á laugardag í LaugairdalshöH- ,inni og frá kl. .10 .f.h.«á sunnu- dag. LandsHeikurinn á laugar- dag hefst kl. 15,30, en á undan leika landsiið pilta og Þróttur og hefst sá leifeur kl. 14,30- A sunnudag hefst landsledkurinn Framhald á 9. síðu. Greinargerð um benzínstöðvar við Silfurtún Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi greinarg. hrepps- nefndar Garðahrepps um byggingu benzínstöðvar við Silfurtún: Vegna mótmæla nokkurra í- búa í Silfurtúni við byggingu benzínstöðvar við það hverfi, svo og vegna einhliða frétta- flutnings um það mál, biður sveitarstiórn Garðahrepps um birtingu á eftirfarandi svo að staðreyndir málsins megi verða þeim liósar, sem ekki hafa fengið réttar upplýsingar til þessa: 1. — Frá því Silfurtún var skipulagt hefur verið gert ráð fyrir að yerzlunarbygging yrði reist á svæði því, sem til þessa hefur verið óbyggt. milli Hafnarfjarðarvegar og Silfur- túns. Árið 1956 var samþykkt teikning að 112 ferm. verzlun- arhúsi. ásamt biðskýli. Árið 1961 var samþykkt teikning að 470 ferm. verzlunarhúsi ásamt benzínafgreiðslu. Hvorugt þess- ara húsa var þó byggt Sam- þykkt sú, sem gerg var í bygg- ingarnefnd hinn 20. ágúst sl. og staðfest af hreppsnefnd hinn 8. september, fól ekki í sér breytingu á skipulagi, þótt benzínstöð væri ætlað meira rýrni en áður hafðí verið talið þurfa. 2. — í mótmaríUjskjali, sem sent var hreppsnefnd, er að því fundið, að mál þetta skuli ekki hafa verið borið undir íbúa hverfisins. Skoðanakannanír um mál, sem kunna að varða íbúa eins hverfis meira en önnur. eru varla framkvæm- anlegair. Þá eru ekki líkur á, að þær leiði til meiri einingar en virðist vera um þetta til- tekna mál, þar sem vitað er, að skoðanir ibúa Silfurtúns um það er mjög skiptar, þótt ann- að hafi verið látið í veðri vaka. 3. — í mótmælaskjali. sem lesið var yfir fréttamönnum og birt í sumum blöðum, er mótmælt byggingu „benzinsölu,, „sjoppu". smurstöðvar og þvottastöðvar í íbúðahveríinu". Samþykki' hefur aðeins verið veitt fyrir byggingu benzínsölu og þvottastæðis. „Sjoppa" verð- ur þarna ekki þótt selt kunni að verða öl, tóbak og sælgæti. Smurstöð hefur aldrei verið ætlimin að byggja. Þvottastöð ekki heldur. en þvottastöð er annað en þvottastæðd. Benzín- slöðin verður ekki byggð í íbúðarhverfinu heldur við það. Mun hún standa við tengigötu og þjóðveg en ekki íbúðargötu. Hér er því skotið yfir markið i mótmælum. 4. — Talið er „hreint ábyrgð- arieysi að beina Umferð frá einni mestu umferðaræð lands- ins inn f íbúðarhverfið og stór- aukin ¦ með því slysahætta". Aukinn; umferð er ekki beint inn í íbúðarhverfið. Þeir sem erindi eiga að srtöðinni, fara bangað. en ekki inn í hverfið. Ekki verður séð. að slysahætta. aukist frá því sem nú er, þeir. sem eiga leið í strætisvagn. uanga eftir . Goðatúni út á Hafnarfjarðarveg. Þegar benz- ínstöðin tekur til starfa verður biðstöð vagnanna færð til norðurs. fbiiar Silfurtúns mtmu þá ganga eftir stíg norðan stöðvarinnar í stað þess að ganga eftir umferðargötu. Lýs- íng á þessu svæði verður auk- in til muna. 5. — Krafizt er, að tillaga að breyttu Skipulagi á þessum stað verði auglýst og íbúum gefinn kostur á að tjá sig um hana. Eins og áður er sagt, er hér ekki um að ræða breytt skipulasr og þvi ekki tilefni til auelýsingar. Ef hins vegar farið væri að kröfu þessara íbúa og ekkert byggt á svæðinu, væri um breytt skipulag að ræða. Væri bá löndeipanda meinuð afnot þau af landinu, sem skipulag hefur gert ráð fyrir. Slíkt hef- ur í för með sér skaðabóta- skyldu, sem hluti íbúa tiltek- ins hvenfis getur ekki þvingað hreppsnefnd til að leggja á alla breppsbúa. 6 — Lögð er sérstöfc áherzla á, að svæðið verði prýtt blóm- um og lágvöxnum runnum. Slíkt mætti eflaust gera á nyrðri hluta svæðisins, og hafí. þetta verið hugmynd íbúanna frá fyrstu tíð, hefði þeim ver- ið innan handar að koma því á fraimfæri við sveitarstjóm og landeigendur fyrr. Það rennir ekki stoðum und- ir það, að þetta bafi verið ósk þeirra þegar þess er gætt, að surnir þeirra manna, sem nú berjast fyrir blómaræktinni, hafa verið ötulastir baráttu- menn fyrir byggingu verzlun- ar, og þá að sjálfsögðu á þessu sama svæði. 7. — Mótmælt er, að verð- gildi húsa sé rýrt og útsýni spillt. Yfirleitt hefur verið tal- ið, að verðgildi húsa vaxi. ef þjónustustöðvar eru í grennd. í dreifðri byggð sem einbýlis- húsahverfum, er oft erfitt að koma við rekstri þjónustu- stöðva. Því kemur á óvairt, að íbúar skuli siá hendi móti þjónustu, þegar hún býðst, einkum þegar líkur benda til að aukin þjónusta fylgi f kjöl- farið. Hins vegar feann sifeHd- ur áróður, þótt hann sé byggð- ur á röngum forsendum, að rýra verðgildi eigna á þessum stað. Það er því ábyrgðarhluti að halda því fraim, að verið sé að byggja „sjoppu", þvottastöð og smurstöð sem vafalaiust myndi rýra verðgildi næstu húsa, ef byggt yrði. Útsýni er ekki spillt, frekar en búast mátti við, þar sem á þessum stað var alltaf ráðgert að byggja. Skiljanleg eru von- brigði manna, sem haft bafa óhindrað útsýni í áraraðir, þegar bygging rís í næsta ná- grenni. Þetta verða þó ymsír að sætta sig við. Oft hefur komið fyrir, m.a. í Silfurtúni. að bílskúrar og viðbyggingar faáfa risið, mörgum árum eftir að íbúðarhús á viðkomandi lóðum bafa verið byggð. Hafa slífear byggingar þá oft skert útsýni frá næstu búsum, an Framhald á 9. síðu. wmmtim&m mamsmm á- róðursherferð Eims og menn hafa tekið . eftir lætur Morgunblaðdð sér ekki nægja að bjóða fram daglegan skaimmt af almenn- um beilaþvotti, heldur rekur það jafnaðarlega upp áróð- urshrinur, helgaðar sérstök- um verkefnum. Oftast beinast þær gegn illum koramum og hátterni þeiirra, en stundum eru tekin til atfauigunar önn- ur örlagarík vandamál, til að mynda skólamál og tilhögun á kartöflusölu. Kunnugir herma að áróðursherferð af þessu tagi hefjist á því að háldinn sé ritstjórnarfundur á Morgunblaðinu; þar birtist Matthías Johannessen síðan sem hershöfðingi, skiptir verkefnimi milli liðsmanna sinna og eggjar þá með hæfi- legum skammti af baráttu- gleði og tiifinpingasemi. Aug- ljóst er af Morgunblaðinu að nýverið hefuir verið haldirm slíkur herstjórnarfundur og befur sennilega verið áhrifa- meiri og tilfinningasamairi en allir hinir fyrri. Þar hefur bershöfðinginn mikli falið mönnum sínum að taka upp harðskeyttan áróður fyrir leikritinu Fjaðrafoki í Þjóð- leikhúsinu og hefja jafnframt grimmilega gagnsókn gegn hverjum þeim sem dragi í efa að þetta leikrit sé eitt af önd- vegisverkum í gjörvöllum heimsbókmenntunum, og þótt víðar væri ledtað. Að undan- förnu hefur þessi herferð mót- að ' Morgunblaðið í sivaxandi mæli. Stjórn- laus traktor Jóbann Hjáhnarsson, menn- ingarleiðtogi Morgunblaðsins, reið á vaðið eins og sjálfsagt var og sparaði hvorki, lofið um Fjaðrafok né lastið um þá sem ekki kunnu að meta snilldairverkið; krafðist hann þess að stuðningur við leik- ritið yrði gerður að mæli- kvarða á það favort menn mættu sfcrifa 1 blöð hér á landi og koma fram í út-' varpi. í fyrradag taka svo aðrir við. Gísli Sigurðsson kemst svo að orði í F.abbi sínu í Lesbókinni um gagn- rýni í blöðum hér á landi: „Nartið og illkvittnin segir einkum til sín, þegar ein- hverskonar hugverk eru. ann- airs vegar . . . Þegar verst gegnir er ekki nokkurt miark takandi á þeim óartarskrif- um". Sérfræðingur Morgun- blaðsins í útvegsmálum, Ás- geir Jakobsson, er hins vegar miklu beinskeyttari. Hann skrifar heilsíðugrein um þá sem ekki kunna að meta Fjaðrafok og gengur að verk- efni sínu af svipuðum dugn- aði og hann væri að slægja þorsk. Hann segir að leiklist- argagnrýnendur á.íslandi séu hópur samsærísmanna: „allir vinstri sinnaðir og allir sænsk sinnaðir enda sumir lærðir í því landd og allt voru þetta því framúrstefnumenn í bókmenntum." Samsæri þess- ara manna var um skeið þeim mun árangursríkara sem þeim tókst að ná áhrifum á Morgunblaðinu sjálfu meðan Sigurður A. Magnússon féfek að skrifa í það blað: „Svo var það einn daginn. fyrir all- mörgum árum að inn á blað- ið laumaði sér ungur maður á þeim försendum að hann sé frjálslyndur hægri maður, og undir þessu flaggi fékk hann að æða eins og stjórn- laus traktor um síður blaðs- ins í mörg ár og ráðast á fullorðna og hægri sinnaða höfunda að geðþótta sánum". Ku- Klux-KIan Ennfremiur segir Ásgeir Jakobsson í Morgunblaðs- greininni í fyrradag að þess- ir illu, sænsksinnuðu vinstri- menn hafi að undanförnu „tekið til að samræma dóma sína og myndað með sér skipulagða aftökusveit, eins- koniar Kuklux-Klan. Þetta hefur þeim haldizt uppi um hríð vegna hræðslu höfunda við aftökusveitina. Þeir hafa reynt að heiðra skálkinn svo hann skaði þá ekki. Klanið terroríséraði mannskapinn og gætti þess líka, að ætla sér af í hryðiuverkunum og valdi fórnardýrin mátulega urn- komulaus til þess, að almenn- ingur lét sig málið engu skipta". En nú telur Ásgeir að komdð sé að enda þessar- ar sláturtíðar: „Það getur ekki verið til svo vitlaus mað- ur í landinu að bann sjái ekki, að leikdómarnir um leikrit það, sem ritstjóri Morgunblaðsins leyfði sér að semja og nú er sýnt í Þjóð- leifehúsinu eru rakalaus þvættingur og níð. Orsökin til þess að dómararnir verða svona afgerandi hlutdræigir í þessu tilviki að öEum er aug- ljóst, er ekki fyrst og fremst afstaða til forms, svo sem tíðkast, heldur pólitísk og persónuleg óvild. Nú sjá allir að hér eru að verki ofstækis- menn og dóma þeirra er ekki að marka og hefur aldirei ver- ið að marka." Og Á9geir Jak- obsson fanykkir enn á og tek- ur upp líkingamál sem hann sækir í bófcmenntategund þá sem honum virðist fau.gstæð- ust „Nú faafa þau gleðitíðindi gerzt að tveir helztu klan- mennirnir misstu rýtinginn fram úr erminni fyrir allra augurn . . . Dómarnir í Vísi og Alþýðublaðinu bera þess greinileg merki, að þar er verið að dæma ritstjóra Morg- unblaðsins, Matthías Johann- essen persónulega, en ekki höfundinn, sem slíkan . . . Klanmennirnir reiddu rýting- inn svo hátt yfir þessum bat- aða andstæðingi, að þeir ráku bann í bakið á sjálfum sér, en Matthías stendur 'eftir 6- skaddaður." Er þessi lýsing Ásgeirs ekki tilvalið efni í nýtt leik- rit banda Matthíasi? Hann gæti þar enn fjallað um Iitlu manneskjuna, umkomulausan höfund sem ber fram buigverk sitt einn og óstuddur af öll- um máttarvöldum, varnarlaus í stórum og grimmum heimi. og lendir í höndum hryðju- verkamanna oh aftökusveita sem fægia rýtinga sína án afláts. Endirinn, þar sem glæpamennirnir befja upp rýtinga sína af svo óstjórn- legu afli að þeir lenda í sjálf- um þeim ep fórnardýrið stendur óskaddað eftir, yrði ekki aðeins sannur og fagur skáldskapur. heldur legði bann og næsta fróðlegar þrautir á leikendurna. Þeir væru visir til að kaupa kvik- myndaréttinn í Hollywood. Rétti maðurinn Þannig befur Ásgeir Jak- obsson sfcilað verld sínu í hinni nýju áróðursherferð Morgunblaðsins, og hershðfð- inginn hlýtur að vera afar ánægður með hiýðni liðs- manna sinna. Við lesendurn- ir bíðum hins vegar óþreyju- fullir eftir framhaldinu í Vel- vakanda og Staksteinum, í Vettvangi og forustugreinum og annarstaðar á síðum Morg- unblaðsins. Sérstaklega munu margir hlakfca til að lesa djúp- bugsaðar og snjallar kannan- ir E^jólfs Konráðs Jónssonar og Styrmis Gunnarssonar á listrænu gildi Fjaðrafoks. Hershöfðinginn veit hins veg- ar fullvel að orðin ein hrökkva skaimmt, og því hefur bann einnig lagt á ráðin um aðrar athafnir. Þannig lagði Sigurð- ur Bjarnason á það mikla á- herzlu á síðasta útvarpsráðs- fundi að Ólafur Jónsson yrði tafarlaust gerður brottrækur frá þeirri stofnun en Jóhann Hjálmarsson ráðinn til verka í bans stað. Ér ékki að efa að Sigurði verður að þeirri ósk sinni, nú eins og löngum fyrr þegar hann hefur flutt hliðstæð skilaboð. En er ekki hugmyndin um Jóbann Hjálm- arsson full fljótráðin? Er' ekki Morgunblaðið í fyrradag órækt sönnunargagn urni að Ásgeir Jakobssion væri rétti maðurinn tE þess að fjalla um menningarmál í útvarp- inu; hann yrði í senn full- gildur má^svari fyrir hús- bónda sinn og Sjálfstæðis- flokkinn og mundi auk þess geta fært hlustendum sér- stæða skemmtun. — Austri. s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.