Þjóðviljinn - 29.10.1969, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.10.1969, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — 'ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 29. októlbsr 1969. Svar Héraðsnefndar Þingeyinga við greinargerð Laxárvirkjunarstjórnar Vegn-a greinargerðax írá L.ax- áirvirkjunarstjórn, varðamdi Gljúfurversvirkjun í Laxá, er birtist í dagblöðunum 16. sept- ember s.l., vill Héraðsnefnd Þingeyinga í Laxárvirkjunar- málum gera eftirfarandi at- hiugasmdir: Rangfærslur Laxár- virkjunarstjórnar í greinargerðinni segir, að hún sé fram komin „vegna mót- mæla ýmissa samtaka í Suður- Þingeyjarsýslu gegn fyrirhue- aðri virkjun Laxár við Brúar“. — Strax í upphafi greinargerð- arinnar gætir þannig rang- færslu. Engin mótmæli hafa komið frá nefndinni gegn tak- markaðri virkjun Laxár, hins vegar höfum við mótmælt bví, að Laxárdal verði sökkt, og verulegur hluti bergvatnsins frá Skjálfandafljóti verði tek- inn og því veitt norður yfir Mývatnssveit til Laxár. Talað er um i greinargerð- inni, að á þessu ári hafi risið upp „hópur manna“, til að mótmæla þessum aðgerðum „á þeim forsendum, að hér sé hag 300 bænda stefnt í hættu“. Þessi „hópur manna" er m.a. allir sýslunefndarmenn Suður- Þingeyjarsýslu ásamt sýslu- manni, allir fulltrúar á fundi Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga, allir stjórnarmenn í búnaðarfélögum í viðkomandi hreppum, allir sveitarstjórnár- menn í fimm hreppum. allir bændur i Laxárdal, allir bænd- ur í veiðifélagi Laxár. flestir bændur í Aðaldal og flest- ir alþingiskjósendur Mývatns- sveitar. Eru þá áðeins taldir þeir, sem hafa látið álit sitt í ljósi með undirskriftum eða atkvæðagreiðsilum. Þar sem mál þessi voru ekki kynnt af hendi Laxárvirkjunarstjómar. komu þau fyrst til almennrar umræðu hér i sýslu á síðast liðnum vetri. Mjög erfitt hefur reynzt að fá vitneskju um fyr- irætlanir virkjunarst.iórnar. Hún virtist jafnvel reyna að halda málinu leyndu. þó bað væri bæði lagaleg og siðferðis- leg skylda hennar að ræða bað við alla. sem hagsmuna eiga þar að gæta, áður en lagt væri í mikinn kostnað við áætlana- gerðir. Ekki er rétt með farið, að við höfum talið hagsmunum 300 bænda stefnt í hættu. Hið sanna er, að við höfum bent á, að á umræddum vatnasvæð- um búi yfir 300 bændur, og gætu „breytingamar haft áhrif á hag flestra þeirra beint eða óbeint“. eins og segir í álits- gerð okkar til landbúnaðarráð- herra. Þama gætir, sem víð- ar í greinargerðinni, tilhneig- ingar til rangfærsiu. Staðhæfingar Laxár- virkjunarstjórnar Laxárvirkjunarstjóm segir, að rannsóknir hafi farið fram á þvi „af færustu sérfræðinp- um, sem völ er á“. að virkiun við Laxá sé bagkvæmari en all- ir aðrir virkjunarmöguleikar á Norð-Austurlandi. Þessdm full- yrðingum mótmælum við af- dráttarlaust. Engin rannsókn hefur enn farið fram á virkj- unarmöguleikum Skjálfanda- fljóts og rannsókn við Jökulsá á Fjöllum er ekki lokið. Loks er sá möguleiki að virkja jarð- gufu í Námaskarði, Reykja- hverfi og á Þeystarreykjum. en í Námaskarði er ein borhola virkjuð nú þegar. Slíkur eip- stefnuakstur í andstöðu við hedlt hérað og alla sanna unn- endur náttúruvemdiar getur ekki átt rétt á sér. Stjóm Laxárvirkjunar full- yrðir, að jarðstífla sé öruggari en steypt stífla, og virðist undr- andi á því. að Þingeyingar skuli draga þetta í efa. Virkjun- armenn færa þó engin rök fyrir því gagnstæða. Vita þeir ekki, að erlendis hafa. miklu fleiri jarðstiflur bilað en steyptar, þótt ekki hafi kom- ið landskjálftar til? í nýjustu útgáfu af Encyclopædia Brit- anica, 19. bindi, bls. 208 stend- ur: „Stíflugarðar geta verið af tveimur aðalgerðum, af stein- steypu eða af jarðefnum. Hvor leið er valin fer eftir undir- stöðuaðstæðum og gerð fáan- legs byggingarefnis. Þar sem vöi er á traustu undirstöðu- bergi á hóflegu dýpi, er stein- steypugarður æskilegri, en kostnaðurinn verður meiri, þar sem mjög djúpt er á undir- stöðu“. Þetta segir forseti Bri- tish Institute of Civil Engin- eers, maður með langa og fjöl- breytta reynslu í heilu heims- veldi. Landskjálftahættan Ábyrgir menn geta ekki lok- að augunum fyrir landskjálfta- hættunni í Þingeyjarsýslu. Lax- árvirkjunarsvæðið er merkt í mesta áhættuflokki á land- skjálftakorti íslands og_ sagan ber þvi ljóslega vitni. f land- skjálftunum miklu 1725 mynd- aðist sprunga á mótum Mý- vatnssveitar og Laxárdals og Laxá hvarf um tíma í jörð niður. Árið 1814 var þarna mikill laindskjálfti og aftur 1872, þegar Húsavik hrundi til grunna utan tvö hús, en þá myndaðist svo breið jarð- sprunga í Húsavíkurhöfða. allt í fjall upp, að brúa þurfti sprunguna, til þess að hægt væri að koma hestum yfir. Ár- ið 1908 geysuðu landskjálftar enn og 1934 gerði svo mikla landskjálfta, að jörðin gekk í bylgjum undir fótum manna. Auk þess má benda á, að Lax- árdalur er gömul jarðsprunga með tveim hraunlögum og laos- um jarðlögum á milli, sem getur reynzt mjög torvelt að þétta. Aðaldælingax munu því harðlega mótmæla hvers konar mannvirkjagerð, er stefnt-gæti lífi og eignum sveitarbúa í hættu. Hve há stífla mátti koma í Laxá samkvæmt lögum frá 1965? Laxárvirkjunarstjóm fullyrð- ir, að 18-20 m há stífla í Lax- árgljúfri muni ekki tryggja nægilegt vatnsrennsli til virkj- unarinnar vegna ís- og krapa- mjmdunar í Laxárdal. Þetta er staðhæfing. sem ekki er á rök- um reist. Heimamenn í Laxár- dal nákunnugir ísmyndunum árinnar telja, að uppistöðulón með einungis 15 m stífluhæð mundj tryggja virkjunina gegn ísburði. Tveggja til þriggja km langt lón yrði þá ofan við stífl- una, og þar sem það yrði ísi- la.gt mestan hluta vetrar, mundi það stöðva allt krap- og ísrek að virkjuninni. Hvað með aðrar truflanir en ístruflanir í Laxá? Við viljum benda á, að Lax- árvirkjunarstjóm hefur litta framtakssemi sýnt við að draga úr rafmagnsitruflunum á vetr- um, svo sem með því að gera nauðsynlegar lagfæringar á eldri stíflunni í Laxá, sem er þannig gerð, að segja má, að krapinu úr ánni sé beinlínis veitt inn á vélar virkjunarinn- ar, í stað þess að beina því framhjá. Það sama má segja um vatnsmi.ðlunartuminn í Laxá II, sem aldrei hefur kom- izt í verk að einangrn, en ís- myndun í honum hefur valdið rafmiagnstruflunum í Laxár- veitu Allar skaðabætur vantar í útreikninga Laxárvirkjunarstjórn viður- kennir. að tjón muni verða í Laxárdai af völdum Gljúfur- versvirkjunar, og sex jarðir muni verða óbyggilegiar. Við teljum sönnu nær. að allaæ jaxðir í dalnum fram í Ljóts- staði verði óbyggilegar, alls 12 lögbýli vegna hánnar fyxirhug- uðu 57 m háu stíflugerðar. J afnframt þvi mundi hin fagra og kostaríka veiðiá í dalnum verða eyðilögð til fiskræktar. en hún er þar um 28 km löng. Auk þess bættist við jafnlöng veiðiá með Kráká, ef gert yrði fiskgengt framhjá virkjunum í Laxárgljúfrum. Maétti ætla, að allt þetta stóra veiðisvæði með ákjósanleg skilyrði til lax- veiða í Laxárdal og þó nokk- urri í Kráká, gæti borið allt að því 40 laxveiðistengur á dag með góðri fiskrækt. Er auð- sætt, bvers virði slík veiði- hlunnindj gætu orðið. Þessa miklu möguleika virðist Laxár- virkjunarstjórh ekki meta að neinu, þr.átt fyrir það. að skylt er að meta og bæta missi á möguleikum að fullu Laxár- virkjunarstjóm heldur því fram í greinargerð sinni. að bændur í Laxárdal hafi sýnt skilning á hinum fyrirhuguðu virkjunarframkvæmdum. Það er rétt, að þeir hafa ekki viljað standa á móti takmarkaðri virkjun með 18-20 m stíflu- garði sem hámarkshæð. Virkj- unarstjóm lætur þess hins veg- ar ógetið, að Laxdælingar hafa oftar en einu sinni mótmælt öllum framkvæmdum, sem ganga lengra og nú siíðast stofnað til samtaka gegn á- gengni virkjunarstjómar. Mat á flóðahættu og veðr- áttu á íslandj f greinargerð Laxárvirkjun- arstjórnar er því haldið fram, að fyrirhuguð stífla í Laxá muni minnka flóðahættu neð- au virkjunar. Augljóst er þó, að stórkostleg vatnsaukning við mesta rennsli í Laxá. samhliða flóðum framan Reykjadal, hlýtur að stórauka flóðahættu neðan virkjunar. Þasr tölur. er Laxárvirki- unarstjóm tilfærir um vatns- borðsbreytinguna. gefa ekki rétta mynd af því, sem getur gerzt. Þær mælingar. er fram hafa farið eru einungis bráða- birgðamælingar, sem Sigurjón Rist, vatnamælingamaður hef- ur viðurkennt að gæfi ekki til kynna hvað gerist við lang- varandi vatnsaukndngu í ánni og eftir að hraunið í kring hefur mettazt af vatni. TJpp- gefnar tölur eru aðeins meðal- tal og gefa því enga mynd af mestu flóðum í Laxá á mestu álagstímum fyrirhugaðrar virkj- unar. Ennþá fráleitari em hug- myndir Laxárvirkjunarstjórnar um íslausa svæðið neðán virkj- unar. Virðist stjómin ekkj vita. að frostharðar stórhríðar geti komið á ána ísalausa, en þá vill oft reka í hana með hinum verstu afleiðingum fyrir fisk- stofninn og klaksvæðin. Gæti þá svo farið, að Laxá sitífl- aðist svo giörsiamlega. að hún hlypi öll úr farvegj sínum og legðj þykíka íshellu yfir dalinn. í greinargerðinni er því hald- ið fram, samkvæmf álitsgerð hinnar svokölluðu „Laxár- nefndar", að straumhraðinn í ánni eftir breytinguna mundi verða innan þeirra marka. sem nauðsynleg eru, þar sem lax hryngir. Er þetta ha-ft eftir veíðimálastjóra. Hvað sem þessum ummælum líður, er rétt að vekja athygli á. að ekki er minnzt á hitt, sem þó er ekki síður mikilvægt, að vafnsdýpt- arbreytingamar á hrygningar- stöðvunum gætu valdið stór- tjónj á klakinu f ánni og hef- ur veiðimálastiórj staðfést það í viðtali við okkuT. Gerðardómur í Soesmálinu í saimbaíndi vlð þetta mætti benda á niðurstöðu nýfallins. gerðardóms í Sogsivirkjunar- málinu, þar sem virkjunin er dæmd í miljóna skaðabætur vegna tjóns á veiði, en þar seg- ir m.a.: Reynsla er fen.gin fyr- ir því erlendis, að rennslis- truflanir af völdum arkuvera valda dauða á lífverum í ám og vötnum, bæði sem afleið- ing af daglegum og árstíða- bundnum sveiflum í rennsli og við þurrkanir. Slíkar rennslis- sveiflur og þurrkanir geta haft áhrif til hins verra á hrygningu og uppeldi fiska, svo og á fiskigöngur og á veiði. Rennslistrufianir í Sogi af völd- um orkuveranna við Ljósafoss og írafoss svo og undirbúning- ur að byggingu írafossstöðvar- innar hefur valdið truflunum á eðlilegu klaki og uppeldi lax- ins í Sogi svo og á vedði. Af- leiðingin er minni laxagengd í Sog heldur en ætla verður, ef Sogið hefði verið óvirkjað óg kemur hún f-ram í minni veiði í Sogi en ella, svo og veiði- truflunum og minni veiði í Ölfusá“. Þessi niðurstaða er undiirit-.-j, uð af Gissuri Bergsteinssyni, hæstaréttardómara, Gunnlaugi E. Briem, ráðuneytisstjóra, dr. Unnsteini Stefánssyni, efna- fræðingi, Þóri Steinþórssyni, skólastjóra og Þór Guðjóns- syni, veiðimálastjóra. ÁHt náttúrufræðinga Laxárvirkjunarstjóm telur, að lónið í Laxárgljúfiri muni geymia hita frá sumrinu fram á bafust til hagsbófa fyrir fisk- ræktina í ánni. En það er eikki h-aust- og vetrarhitinn, sem sikiptir hér m'áli. Athyglisverð- ari er sú staðreynd, að lónið hlýtur að geyma kulda frá vetrinum firam á sumar, svo að laxagöngum gæfi seinkað að miklum mun til stór tjóns fyr- ir veiðiréttareigendur, en vöxt- ur alls fisks í ánni yrði þeim mun hægari yfir sumarið, sem hitastigið er lægra. Helgi Hall- grímsson og fleiri náttúrufræð- ingar hafa bent á. að við rotn- un slýs. jurtagróðurs og gróð- urmolda-r af mörgum ferkíló- metrum algróins lands, geti myndazt mikil eiturefni í lón- inu með stórhættulegum og ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt dýralíf í ánni, allt til sfjávar. Mývatn og Kráká — Suðurá, Svartá og Svartárvatn Laxárvirkjunarstjórn heldur því fram, að hin svokallaða Suðurárveita sé sk-aðlaus fyrir Mývatnssveit, jafnvel að hún verði tjl bóta. Mývetningar eru á annarri skoðun, og má þar vitna til skjalfestra mótmæla þeirra, sem send hafa verið al- þingismönnum kjördæmisins. Einnig má vitna til álitsgerðar stjómiar Búnaðarfélaigs fs- lands, en þar segir, að 18 lög- býli munj vera í hasttu, ef af þessum vatnsflutningum verði. Að okkar dómi verður vart bú- ið á flestum þessara býla, eft- ir vatnsflutningana. Verkfræðingur Laxárvirkjun- arstjórnar í þessu máli (Si.g. Th.) var þráspurðu-r að því, hvernig hugsað væri að hemja þett-a aukna vatn í farveginum, en hann neit-aði að gefa nokkr- ar upplýsinvar þar að lútandi og sarði það ekki koma nefnd- inni við. Þarna er um að ræða allt að 10 km leið um marflatt land, hallinn ca. 30 - 40 cm pr. km, og farvegur Krákár jafnan bakkafullur við eðlilegt rennsl- ismiagn. Laxárvirk.junarstjóm segir, að þama sé aðeinsspum- ing um kostnað. En hvers vegna má ekki skýra frá því. hvemi-g þessi vatnsflutningtir um láelendið er fyrirhugaður? Botn árinnar er víðast hvar hærri en landið í kring, þeg- ar blábakkanum sleppir, enda flæðir áin yfir allt þetta land á vetrum og myndar 1-3 m þykkt íslag yíir allt sléttlendið Getux þá hver og einn gprt sér í hugarlund hvað sú íshella yrði umfangsmikil, eftir „að vatnsmagn Svartár og Suður- ár yrði komið til viðbótar. Virkjunarstjórn talar nú um 16 rúmmetra viðauka vatns, og er það ekki lítið vatnsmaign, en í viðtali við Sigurð Thorodd- sen sl. vetur, taldi hann nauð- synlegt að fá 23 rúmme-tra til að fullnýta virkjun við Brúar. Þegar þess er gætt, að skurð- inum úr Suðurá í Svartárvatn er ætlað að flytja 17 rúmmetra og a-llt venjulegt afrennsli Svartárva-tns kemur svo til við- bótar, er sýnt, að ekki er gott að treysta þessum tölum. Á húsöndin að fylgja geirfuglinum? En þetta er ekki eina hætt- an. sem Mývatnssveit getur sta-fað af þessum hættulegu vatnsflutningum frá vatna- svæðj Sk.jálfandafljóts. Mývatn sjálft, þessi fuglaparadís og gimsteinn islenzkrar náttúru, er líka í stórkostlegri hættu, sökum hins kalda. aðflutta vatns og aukins sandburðar. Augljóst er. að hinum nýja vatnaflaum-i er stefnt til Mý- vatns, til þess að hægt verði að nýta þsð síðar í nýja virkj- un úr Mývatni. enda síðasta stig allra þessara umbrota nefnt „Mývatnsvirkjun". Það óhappaverk mundi þá reka smiðshöggið á þessar, að því er vifðist, vanhugsuðu ráða- gerðir. Við viljum minna á, að upp- eldisstöðvar húsandarinn-ax eru við Mývatnsósa og niður. Lax- árdal — þær einu í Evrópu. Yrði Suðurárveitu beint í Laxá, mundu þær verða eyðilagðar samkvæmt álitsgerð Arnþórs Garðarssonar, fuglafræðings. Örlög húsandarinnar yrðu þá hin sömu og geirfuglsins forð- um, sem íslendingum va-r til lítils sóma. 5 aura vjrkjun Suðurár Bollaleggingar um 5 aura verð á Suðurárveiturafma-gn- inu verða ekki teknar alvar- lega, eða á Suðurárveita ekki að taka þátt í kostnaði sjálfr- ar virkjunarinnaT við Brúar. vélu-m jarðgöngum og stíflu- gerð? Þarna er um haldlausar og villandi fullyrðingar að ræða. þax sem ekki er tekið tillit til margra þátta, sem hljóta að korna til útgjalda og gera veituna miiklu óhag- stæðari en látið er í veðri vaka. Má þar nefn-a allar skaðabætur vegna ei-gnaupp- töku og margvíslegra sketmmda. Við æskjum þess vissulega, að sem ódýrastrar raforku verði aflað fyrir þetta svæði, en það má þó ekki verða á óbætanleg- an kostnað náttúruverðmæta í Framhald á 9. síðu. Fundur Tékknesk- íslenzka félagsins Á fundi j Norræna húsinu í kvöld (tniðvikudag) scgir Bjöm Svanbergsson frá för sinni til Tékkóslóvakíu nú í haust. Hér á myndinni er Björn (t.v.) að ræða við Antonín Foukner forstjóra stofnunar þeirrar sem sér um að halda uppi sambandi við er- lend vináttufélög. , Tékknesk-íslenzka félagið gengst fyrir fundi í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. vegna lýðveldisdags Tékkóslóvakíu sem var í gær. Á dagskrá verð- ur: 1. Ámi Bjömsson cand. mag. flybur ávarp í tilefni dagsins. 2- Heyrt og séð í Tékkósló- vakíu. Bjöm Svanbergsson segir frá, en hann var fyrir sikömmu boðinn þangað í kynnisferð sem fulltrúi Tékknesk-íslenzka fé- lagsins. 3. Tékknesk-íslenzkur kvart- ett leikur tónlist frá Tékkósló- vakíu. 4. Upplestur úr tékkóslóvösk- um nútímabáknruenntum. Guð- rún Gunnarsdóttir leikkona les þýðingiar á Ijóðum eftir Míro- slav Holub. 5. Happdrætti. Dregið verður um fjölda fagurra muna frá Tékkóslóvaikíu, sem félaginu hafa borizt að gjöf. Happdrætti þessi haifa jafnan verið einkar vinsæl, og er nú óvenjumargt eigulegra gripa á boðstólum. Kaffistofa Norræna hússdns verður opin. Fúndurinn er og öllum opinn. Allir þeir, sem af einlægni hafa fylgzt mieð baráttu þjóða Tékkóslóvakíu að undanfömú, eru hvaittir til að vatta þeim hollustu sína með því að sækja fundinn. (Frá Tékknesk-ísienzka íélag- inu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.