Þjóðviljinn - 23.11.1969, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.11.1969, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐ'VTUIN’N — Svmnudiagur 23. nóvemiber 1969- T Vilji þjóðin halda verður hún að sameina kraftana Hér er birtur síðari hluti greinargerðarinnar sem fylgir frumvarpi Magnúsar Kjartans- sonar um áætlunaráð ríkisins. Nefnist þessi hluti greinar- gerðarinnar „Ásetlunarbúskap- Átökin um stefnuna í efna- hagsmálum munu skera úr um þróun hins íslenzka þjóðfélags- Eins og rakið hefur verið hér að framan, leiðir markaðsbú- skapurinn til þess, að erlendir aðilar fá vaxandi ítök í etfna- hagskerfinu hér á landi; yfir- ráð yfir mikilvægum fram- leiðsluþáttum flytjast úr landi- Vilji þjóðin hins vegar halda efnahagslegu sjálfstaeði sínu, verður hún að finna leiðir til þess að sameina krafta oina- Slík einbeiting er einnig for- senda þess, að unnt sé að hraða þeirri alhliða iðnvæðingu, sem er nú brýnust nauðsyn íslend- inga. Náttúrleg sikilyrði fyrir etfna- hagsþróun á Islandi eru fólgin í auðlindum hafsins, fall- og varmorku, legu landsins, íbúum landsins o- fl- En það eru ofcki þessi náttúruskilyrði, sem sfcera úr um þróun þjóðarbúsins, held- ur geta þaú orðið til hagsbóta eða hindrunar- Það eru félags- legar og pólitískar aðstæður, sem skera úr, þau öfl, sem ráð- andi eru í þjóðfélaginu, og stefna þeirra. Forsendur efnahagsþróunar (63 -.tíí-i Það er mikill missfcilningux, að hráefini og orka skeri úr um það, hvemig þjóðfélag er á vegi ;statt- Austur-Þýzkaland, þar sem efnahagsþróun hetfiur arðið einna örust eftir síðari heims- styrjöld, er til að mynda hrá- efnarýrt og orkusnauitt land- Farsendur efnahagsþróunarinn- ar þar em markviss stjóm, sem styðst við verkalýðshreyfing- una, og vertomenning á háu stigi- Svipuðu máli gegnir um Japan, þar sem einnig er hörg- ull á hráefini og orku. Hin frá- bærilega öra þróun þess ríkis styðst við ungt og framsækið iðnaðarauövald og háþróaða verkmenningu, Hliðstætt dæmi nær okkur er iðnþróunin í Dan- mörku, þar sem alger skortur er á hráefnum og náttúrlegum orkulindum- Vemlegur hluti af ríkjum þeim, sem ráða yfir mestu af auðlindum og orku, stendur hins vegar á lágu þró- unarstigi, vegna þess að ráðandi þjóðfélagsöffl em þróttlaus og spillt og oft háð erlendum að- ilum. Þegar vélvæðing er komin á hátt stig, verða verkmenning og æðri menntun forsemdur efna- hagsþróunar. Slík þróun hérlend- is mundi gera ofckur kleift að sjá f sífellu nýja möguleika á hagnýtingu íslenzkra gæða; verkmenning, þekking og rann- sóknir opna leiðir til allra átta- Iðnvæðing er sannarlega ekki fólgin í nokkmm stórfyrirtækj- um í eigu útlendinga, heldur er fbrsendan sú, að Islendingar kanni sjálfir getu sína og skipu- leggi störf sín. Starfsáætlanir mesinverkefnið Vemlegur hluti af fram- kvæmdum hérlendis er í hönd- um opimberra aðila- Þær fram- kvæmdir koma ekki af hálfum notum, nema þær séu skipu- lagðar í heild- Allar aðrar meiri háttar fram- kvæmdir eru f jármagnaðar með almannafé á vegum bankakerf- isins og opinberra f járfestingar- sjóða- Þjóðfélagið ræður þannig yfir kerfi til þess að stjóma fjárfestinigu og framltovæmduim. Það eru ekki hin náttúrlegu skilyrði sem skera úr nm þróun þjóðaxbúsins á lslandi, heldur félags- legar og pólitiskar aðstæður, þau öfl sem ráðandi eru í þjóðfélaginu og stefna þeirra. en það kerfi er ekki notað- Þvi einkennist fjárfestingin af til- viljunjum og gíUndróða. Til þess að tryggja markvissa stefnu á þessupn sviðum verður að koma upp stofnun, sem halfi forustu um áætlunargerð, edns UNIROYAL DEKK HF. hjólbarðaverkstœðí að Borgartúni 24 ' ' .... V- ■ ; I Önnumst allar viðgerðir á vörubíla- og fólks- bíladekkjum - Höfum flestar stærðir dekkja frá Uniroyal og Ohtsú DEKK? HJ ÓLBARÐAVERKSTÆDI BORGARTUNI 24 SIMI 25260 og lagt er til með þessu frum- varpi um áætlunarráð ríkisins. Ráðið verður sjálft að hafa á hendi áætlunargerð um heildar- þróun þjóðarbúsdns, en aðrar stofnanir geta farið með áætl- unargerð í ákveðnum greinum eða á tiltefcnum landssvæðum, svo að starfið greinist sem mest út í þjóðlífið. Meginverkefnið verður að vinna að starfsáætlunium fyrir helztu atvinnugreinamar, rann- saka þróunarfcDsti þeirra og til- kostnað þjóðféiagsins. 1 þvi starfi fæst niðurstaða um meg- inafköst þjóðarbiúsins í heild. Undirstöðuverkefnið verður að fjalla ium útflutningsgreinamar, því að þær sjá landsmönnum fyrir tæknibúnaði með innflutn- ingi, og þær geta á skemmstum tíma tryggt þjóðarbúinu fjár- muni til firamikvæmda á öðrum sviðum- I þessu sambandi er fróðlegt að íhuga þá sérstöðu Islendinga, að hér gegnir dæmi- gerður léttaiðnaður, eins og fisk- veiðar eru, sama hlutverki og þungaiðnaður í stærri þjóðfé- Iögum; hann sér okkur fyrir vélakosti, byggingarefnum, oli- um o- fl. Þetta hefur þann kost í för með sér, að sfcekikja í ^ fjárfestingu í sjávarútvegi hefur" ekki jafnháskalegar affleiðingar hér á landi og skekkja í þunga- iðnaði erlendis, þar sem slíkar villur eru afar kostnaðarsamar og hafa áhrif um langt skeið. Mistök hér á landi eru ódýrari, og ofitast er unnt að lagfæra þau, án þess að mjög mikið tjón hljótist af. Þetta er ein af ástæð- unium fyrir því, að stjómleysið hefiur ekki riðið þjóðarbúskap Islendinga að fuilu, en eigi að tryggja samfelldari og örari þró- un effitirleiðis, verða festa og langæ stefnumið að kwna til- Næst útflutningsatvinnuve^- unum korna verkefni eins og skipasmíðar og viðgerðir, vega- gerð og samgöngumál, orkubú- skapur o. s. frv. Markmið þeirra mótast í fyrstu að verulegu leyti af útflutndngsgreinuinum, bótt þróun þeirra verði smátt og srnátt sjálfstæðari, ma- þegar þær verða þess megnugar að taka vaxandi þátt í ujtflujtningl Kannanir og rannsóknir Svæðaóætlanir hefðu sáðan starfsáætJlanir einstakra greina að forsendu. Þar yrði tfijallað um efnahagsJegar forsendur og myndunarskilyrði byggða, en svæðin mundu hvert fyrir sig fjalla um innri skipuIagnLn.gu og þjónustusitarfsemi. Á þeenan hátt kæmi einnig grundvöllur fyrir markvissum fjárhagsáætl- unum bæjarfélaga- Þegar samdar eru greinaáætl- aniy, verður að styðjast við kannanir og rannsöknir og skipu- leggja þær. Niðurstöður af því starfi opna ný svið, en vekja einnig þá spumingu, hvemig hagkvæmast sé að skipuleggja greiriína í heild og að hverju skuli keppt í því sambandi- Þó verða áætlunarstofnanir einnig að gera sér grein fyrir því, hvemig bezt sé unnt að hraða tækniþróun og bæta skipulag- Skiptir þá meginmóli að ákveða framibíða'rmarkmið, en skoða síð- an dæmið frá framtíð til nútfð- ar, því að þanriig er hægt að forðast mörg hliðarspar- Að sjálfsögðu verða þeir aðilar, sem í greinunum starfa, að leggja hönd að þesjsu verki; verkefni þeirra verður að bera þróun grednarinnar uppi og skipuleggja fyriirtæki sín í samræmi við hana. Aukið lýðræði í efnahagsmálum Með áætiunarbúskap mundi- lýðræði í efnahagsmálum aukast til muna. I fyrsta laigi má nefna, að Aliþingi og rifcisstjóm tæfcju beinni þátt í þvl en nú að móta stefmuna í atvinnumáluim,. Bank- amir yrðu efcká heldur tæki ör- fárra forréttindaaðiíla, eins og nú er, heldur yrðu þeir að lúta á'fcveðinni heildajrstefnu í at- höfnum sínum, þótt þeir (hjéldu að sjólfsö'gðu eðllilegu svigirúmi, Með tilkomu svæðisáætilana flyttist verulegt framfcvaamda- vald til einstaikra landshluáa- Jafnfraimt þyrfti að aiufca at- vinnulýðræði innan eánstakra fyrirtækja til muna, svo að 'hug- myndir og þetoking starfsHiðs fiengi að njóta sán- Áætlunargerð er efcki í því fólgin að semja tiltekið plagg til birtingar. Hún er stöðug eða reglulbundin fcönnun, sem ledðir til þess, að -samidar eru starfs- skrár eftir eðli mólsins hverju sinni. Starfséætlanir geta náð til mislangs tíma í samræmí við aðstæður og greinar þaer, sem um er fjallað- Þær eru ékki heldur bindandl og óumibreytan- legar- Þeim er setlað það hlut- verk að rannsaka alla þróunar- kosti og tryggja það, að unnt sé að 'taka áfcvarðanir í Ijósí sem fyllstrar vitnes&ju. Arsáætlun er í því fólgin að tengja saman þessa þefckingu oS ájstand líðandi stundar. I verki yrði framkvæmdaáætlun rikis- . .tps tiltölulega fiastsfcDrðuð. Áætln.. un um önnur svið kveður á um stefnw, sem hið opinbera beáitir' sér fyrir, en þankar, ráðuneyti og aðrir hliðstæðir aðilar verða að framkvæma undir effitiriiti rífcisstjómar. Þar yrði að sjálf- sögðu gert ráð fyrir ófyrirsjáan- legulm eða ótfyrirséðum aibburð- utm og gert ráð fyrir sveigjan- lellka á öllumj þeim, Kviðum, þar sem sfláfcrar óvissu getur gætt. Enda þótt áætlunarráð og aðr- ir þeir aðilar, sem að áætlun- argerð starfa, vinni að áætlun- um um ýmis svið, er það eftir seim áður hlutverfc rítoisvaldsdns að stjóma landinu og tryggja fyrir sitt leyti framkvæmd áre- áætlana — að öðrum kosti væru þær til lítils. öll rekstrarform yrði að hagnýta og éfla eftir þvá, hvert hæfði bezt hverju fram- leiðslustigi í einstökum grein- urn- Gjaldeyrismál, tollamál, verðlagsmól og skattamál yrðu háð þessum sjónarmiðum og fylgjast yrði með starfsháttum banfcafcerfisins og samskiptum þess við efnahagslífið. Stundum er sagt, að hagkerfi Fraimhaíid á 9. síðw. KOMMðÐUR — teak og eik Húsgagnavezzlun Axels Eyjólfssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.