Þjóðviljinn - 08.01.1970, Page 5

Þjóðviljinn - 08.01.1970, Page 5
Fjmmtujdaigur 8. janúar 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g ■f- LúSvik Jósepsson: Alþýðubandalagið eini flokkurinn sem fslenzk alþýða getur treyst Lúðvík Jósepsson al- þingismaður, formað- ur þingflokks Alþýðu- bandalagsins, ritaði i síðasta tölublað Aust- urlands á liðnu ári grein þá sem Þjóð- viljinn endurprentár nú. Eins og jafnan áður fögnum við nýju ári með nokkurri eftir- væntingu um leið og við kveðjum gamla árið, sem ef að líða. Nýtt ár — árið 1970 ■—hvað skyldi það bera í skauti sínu? Ætli það verði gott ár, hamingju- ríkt ár — ár friðar og framfara — skyldi það verða betra en gamla árið, sem nú er senn liðið? Nýja árið er okkur enn hulið, við vitum ekki hvernig það verð- ur. En við skulum rifja upp nokkra atburði frá árinu sem nú er að líða og reyna að átta okkur á, hvað hefur verið að gérast. Ef til vill má eitthvað af þeim at- burðum.Iaéra. Af erlendum vettvangi Enn ber hæst fréttir af stríðs- átökum víðsvegar að úr heimin- um. Enn er barizt í Vietnam og í Iöndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Og enn geisar borgara- styrjöldin í Nígeríu og Bíafra, og enn halda Portúgalar áfram ný- lendustyrjöld í Angola og Suður- Afríkumenn nýlendustyrjöld í Vestur-Afríku. Og enn heldur gríska fasistastjórnin uppi hern- aði gegn grískum lýðræðissinn- um. Stríðsátök voru í öllum þess- um Iöndum í byrjun ársins 1969 og eru það, enn í lok ársins. Á árinu 1969 hafa þó orðið umtalsverðar breytingar í sam- skiptum þjóðanna til hins betra frá því sem áður var. Segja má, að árið hafi ein- kennzt af vaxandi þunga almenn- ingsálits, sem krafizt hefur friðar og lausnar á alþjóða deilumálum. Um allan heim hafa hópar þeirra, sem farið hafa út á götuna og krafizt friðar í Vietnam, orðið stærri og öflugri. í sjálfum Bandaríkjunum hafa miljónir manna hópazt út á göt- urnar og krafizt þess, að banda- rískir hermenn yrðu tafarlaust fluttir heim frá Vietnam. í Bretlandi, Frakldandi, Þýzka- landi, Japan og fjölda mörgum öðrum löndum hafa sams konar kröfugöngur verið farnar. Þungi almenningsálitsins hefur verkað. Bandaríkjaforseti hefur látið undan og hver þingmaður- inn af öðrum í bandaríska þing- inu hefur krafizt meiri og áþreif- ánlegri aðgerða í átt til friðar og samningsvilja. Bandarískir hermenn og frétta- menn, sem verið hafa í Vietnam, ganga nú fram á sviðið hver af öðrum og afhjúpa grimmdaratði stríðsins og lýsa sök á hendur bandarískum herforingjum fyrir stríðsglæpi. Það er orðið Ijóst, að Banda- ríkin geta ekki haldið áfram stríðinu í Vietnam. Þau hafa tap- að því stríði bæði á orustuvellin- um og hjá alþýðu manna um all- an heim. Hér á landi eru þó enn til menn, sem í vonleysi reyna að réttlæta fyrri afstöðu sína til þessa hroðalegasta stríðs sem sög- ur fara af, á milli eins mesta her- veldis í heiminum og fátækrar bændaþjóðar. Sóknin fyrir friði er ekki tak- mörkuð við Vietnam. Hún nær einnig til annarra stríðslanda og hún vinnur hvar- vetna á. Áhrif þessarar sóknar friðar- aflanna koma m a. fram í breyttri stefnu í Þýzkalandsmál- unum. Nú eru horfur á því, að breytt stefna verði tekin upp í Vestur-Þýzkalandi gagnvart Aust- ur-Þýzkalandi og Póllandi. Og líklegt má telja, að vesturveldin breytj sinni fáránlegu og ein- strengingslegu stefnu gagnvart Austur-Þýzkalandi og viðurkenni það brátt I raun, m.a. með bein- um viðskipta- og menningar- samningum við austur-þýzku rík- isstjórnina. Á árinu sem nú er að líka, hafa samskipti risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, breytzt mikið. Þau hafa komið sér saman um mikilvægan áfanga varðandi bann við út- breiðslu kjarnavopna og þinga nú um allsherjar afvopnun. Samkomulag þessara stórvelda í stað beinna og óbeinna átaka, eða deilna um hin viðkvæmustu alþjóðamál, er út af fyrir sig fagnaðarefni, því vonandi leiðir samstarf þeirra ekki til sam- komulags um aukið áhrifavald þeirra yfir öðrum þjóðum. Það verður að vera verkefni annarra þjóða og þá ekki sízt hinna mörgu smáþjóða, að koma í veg fyrir allar tilravmir sem miða að yfirdrottnun þjóðar yfir öðrum þjóðum, hvort heldur sem slík yfirdrottnun á sér stað í krafti hervalds, fjármagns eða menntunar. Af innlendum vettvangi Árið 1969 hófst með verkföll- um og miklu atvinnuleysi víða um land. Atvinnuleysið náði há- marki í febrúarmánuði og voru þá skráðir um 6000 atvinnulausir karlar og konur. Þegar lengra leið á vetur og vetrarvertíð komin í hámark, minnkaði atvinnuleysið og í ver- stöðvum varð yfirleitt næg at- vinna fyrir alla. Vertíðaraflinn var góður; þó nokkuð misjafn eftir verstöðvum. Sumaraflinn varð einnig góður, einkum á Norður- og Austur- landi. > Verð á útflutningsvörum fór hækkandi á árinu, og er orðið mjög gott nú í lok ársins. Tíðarfar var gott á Norðaust- ur- og Austurlandi, en með af- brigðum votviðrasamt á Suður- Iandi. Telja verður þó þegar litið er á árið sem heild, að það hafi verið hagstætt til framleiðslu, enda framleiðsluverðmætin mun meiri en árið áður. Síldarafli varð lítill, og sérstak- Iega brugðust veiðarnar fyrir Austurlandi, en í staðinn jókst þorsk- og loðnuaflinn verulega. Afleiðingar gengisfellingarinn- ar frá því í nóvember 1968 fóru fyrst að segja til sín fyrir alvöru þegar líða tók á árið 1969- Verð- lag allt fór hækkandi. Lúðvík Jósepsson minnkað, einkum á smjöri og ostum. Talin er veruleg hætta á, að at- vinnuleysið verði að minnsta kosti jafn mikið í vetur og það varð á sl. vetri. Helztu ráð ríkisstjórnarinnar við þeim vanda sem upp er kom- inn, eru þau, að drífa landið í Efta — Fríverzlunarsamtök Evrópu. Með aðild íslands að Efta, er að því stefnt að fella niður á 10 árum alla innflutningstolla af þeim tegundum iðnaðarvara sem búnar eru til innanlands, þ.e.as. þó því aðeins að slíkar vörur séu fluttar inn frá Eftalöndum. Þetta þýðir t. d. í reynd, að niður verða felldir innflutningstollar af inn- fluttum húsgögnum, tilbúnum fatnaði, hreinlætisvömm, prjóna- vörum, skófatnaði, sælgæti, kexi Ríkisstjórnin gerir sér vonir um, að útlendingar vilji fremur reisa hér fyrirtæki og halda hér uppi atvinnurekstri ef ísland ger- ist aðili að Efta. Hún virðist ekki sjá aðra möguleika út úr því öng- þveiti í atvinnu- og fjárhagsmál- um, sem hún hefur leitt yfir þjóð- ina en þá, að treysta á forsjá er- lendra auðfélaga. Á árinu 1969 stofnuðu þeir Hannibal og Björn Jónsson nýjan stjórnmálaflokk. Margt furðulegt hefur fylgt þessari flokksstofnun. í byrjun deildu þeir félagar og stuðningsmenn þeirra um það, hvers konar flokkur nýi flokkur- inn ætti að verða. Sumir vildu, að flokkurinn yrði vinstri flokkur, aðrir töldu það mjög óheppilegt og vildu kalla flokkinn frjálslyndan. Niðurstað- an varð síðan, að flokkurinn var Kaupmáttur launa minnkaði jafnt og þétt. Innflutningur dróst saman, einkum bar á því að minna væri flutt inn af byggingavörum, bíl- um, rafmagnstækjum og ýmsum dýrari hlutum. íbúðabyggingar drógust enn saman frá því sem þó var orðið 1968 — og vinna við bygginga- störf varð því lítil. Margir byggingamenn leituðu til útlanda eftir atvinnu. í árslok er talið, að um 2000— 2500 manns séu atvinnulausir og auk þess eru 500 iðnaðarmenn í Svíþjóð og um 1000 manns hafa flutzt búferlum úr landinu á ár- inu. Samdráttur hefur orðið í við- skiptum á árinu. Sala á kindakjöti hefur stór- minnkað. Áætlað er, að af þeim sökum þurfi að flytja út 2500— 3000 tonnum meira en áður. Sala á mjólkurvörum hefur einnig o.fl. o.fl., séu þessar vörur keypt- ar frá Eftalöndum. Þessar vörur ættu því að lækka í verði, en þó er þess að geta að jafnhliða tolla- lækkuninni kemur mikil hcekkun á söluskatti á allar vörur og í heild mun því vöruverðið hœkka en ekki Iækka. Breytingar verða á verðlaginu láglaunafólki í ó- hag. Almennar nauðsynjavörur hækka allar, en einstaka vörur, sem áður voru hátollaðar lækka ef til vill eitthvað. Aðildin að Efta hlýtur að koma þungt við ýmis innlend iðnfyrir- tæki. Varla er t. d. við því að búast að innlend húsgagnafram- Ieiðsla, sem notið hefur 90*% verndartolls geti keppt við er- lenda framleiðslu þegar tollurinn er að fullu lagður niður og svip- að má segja um ýmiskonar fatn- aðarframleiðslu. Hætt er við að enn dragi úr atvinnu við ýmis- konar iðnaðarstörf og atvinnu- leysisvandamálið fari vaxandi. nefndur báðum nöfnunum. Nú er þessi nýi flokkur farinn að sýna stefnu sína í reynd. Fyrsta stórmálið, sem flokkurinn þurfti að taka afstöðu til, var tillaga ríkisstjórnarinnar um að- ild íslands að Efta Nýi flokkur- inn tók sömu afstöðu og ríkis- stjórnin til þess máls. Þannig Iagði nýi flokkurinn blessun sína yfir stefnu, sem miðar að: auknum áhrifum útlendinga í tslenzku atvinnultfi, minnkandi atvinnu í íslenzkum iðnaði, óréttlátari skattlagningu með hækkun söluskatts á nauðsynj- um en lcekkun á hæstu tollum, undirbúnmgi þess, að íslattd verði dregið inn í Efnahags- bandalagið. Þessi afstaða nýja flokksins er býsna athyglisverð. * Áður hafði flokkurinn lýst því yfir, að afstaða hans til Nató væri sú, að þjóðaratkvæði skyldi fara fram um þátttöku íslands í því bandalagi. — en stefna flokksins varðandi þátttökuna var engin. Nýi flokkurinn boðar því enga nýja stefnu, heldur gamla og þekkta íhaldsstefnu. í Iok ársins 1969 ríkir mikil óvissa í íslenzkum stjórnmálum eins og stundum áður. Ríkisstjórnarflokkarnir halda fast saman eins og áður. Foringjar Sjálfstæðisflokksins ráða fullkomlega öllum gerðum Alþýðuflokksráðherranna. Nú er t. d. boðað að næst eigi Alþýðu- flokkurinn að samþykkja þá gömlu kröfu íhaldsins að leggja fullkomlega niður allt verðlags- eftirlit, svo verzlunarstéttin geti m. a. náð til sín öllum tollalækk- unum. Sjálfstæðisflokkurinn get- ur látið Alþýðuflokkinn sam- þykkja gengislækkun og kaup- bindingu, hækkun söluskatts, af- nám vísitölubóta og annað þess háttar, hvenær sem er, það sýnir reynsla síðustu 10 ára. Nýlega skýrði Alþýðublaðið frá því, að tryggingabætur Tfygg- ingarstofnunar hefði lcekkað áð kaupmætti um 11-40% á nokkr- um árum. Sannleikurinn er sá, að ellilaun og örorkubætur og aðrar tryggingabætur hafa lækk- að að verðgildi um miklu meira en 40% sé miðað við verðlag á brýnustu nauðsynjavörum, en það eru þær vörur sem bótaþegar trygginganna nota sitt fé til kaupa á. Framsóknarflokkurinn hefur lítið breytzt frá því sem áður var. Enn er flokkurinn óákveð- inn og tvíráður í öllum stærri málum. Afstaða hans í Eftamálinu var furðuleg í mesta máta. Miðstjórn flokksins hafði gert ákveðna samþykkt gegn Eftaaðild og Tíminn hafði skrifað hverja greinina af annarri gegn aðild ís- lands að Efta. En þrátt fyrir það kom hver forystumaður flokksins af öðrum fram, rétt áður en málið var afgreitt á Alþingi, og mælti með aðild að Efta. Á Alþingi töluðu síðan nokkrir þingmenn flokksins algjörlega á móti aðild — formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson, virtist þó mjög óákveðinn. Og síðan varð niðurstaðan sú, að allir þingmenn flokksins sátu hjá við Iokaafgreiðslu málsins á Alþingi. Vegur Framsóknarflokksins hefur sannarlega ekki vaxið við framkomu í þessu þýðingarmikla stórmáli. Afstaða Alþýðubandalagsins til Eftamálsins var skýr frá upp- hafi. Flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins tók eindregna af- stöðu gegn aðild íslands að Efta og þá stefnu túlkuðu þingmenn flokksins á Alþingi. Friaimihjalld á 7. síðu. 1 i -i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.