Þjóðviljinn - 15.02.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.02.1970, Blaðsíða 3
 J&MWMðagW? IS. feímJöB- 1970 — SaÖÐtVHBJSISST — BÍBÁ-J Hœstiréttur Islands i hdlfa ðld Eitt umfangsmesta mál, sem fyrir Hæstarétt hefur komið, er olíu málið svonefnda. Þessi mynd var tekin er það var flutt þar í rétt- inum fyrir allmörgum árum. Prá vinstri: Hákon Guðmundsson hæ staréttarritari, Árni Tryggvason, Gizur Bergsteinsson, Þórður Eyj- óll'sson forseti réttarins, Einar Arnalds þáverandi borgardómari og Magnús Torfason prófessor. Tveir þeir síðasttöldu tóku sæti sem varadó'marar í þessu máli. Málflytjandi er Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins. Og málskjölin í stórum stöflum á borðum. „Það er vegsemd fyrir hina íslenzku þjóð, að hún nú aftur hefur fengið æðsta dóms- vald og allt dómsvald sinna ímála í sínar hendur, og það er vegsamlegt starf, sem þéssum dómstóli er falið, að kveða upp úr- slita-úrskurði í réttarþrætum borgaranna og leggja fullnaðardóma á misgerningamál, en hér sannast að vísu hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri, og „vandinn“, hann hlýtur að leggjast þunglega á dómend- ur og málflutningsmenn, því að í þeirra höndum eru úrslit hvers máls“. :.neij>annjg. Kristján Jónsson dómstjóri í upphafi fyrsta dómþings Hæstaréttar ís- lands. Síðan eru liðin 50 ár og á þeim tíma hefur samtals 8172 máliun verið stefnt fyrir réttinn, og hæstaréttardómarnir eru orðnir 6190 talsins*). Með stofnun Hæisteréttar Is- lands lauk mikilvægum þætti i sjólfstæðisbaráttu íslendinga, því ,að þá korrist æðsta dóms- valdið í íslenzkum málum aftur í hendur innlends dómstóilis, úr höndum erlendra valdihafa, sem farið höfðu með það 1 nær hálfa sjöundu öld. Ekki voru liðnir. fullir tveir áratugir frá því, er landsmann gengu Noregskonungi á hönd, þar til æðsta dómsvaldið var 1-comið í hans hendur. Síðar varð Dariakonungur ‘ handhafi æðsta valds í íslenzkum dómsmálum, en í lok 17. aldar, á níunda tug 'aldarinnar, urðu mi-klar br.eyt- ' ingar á æöstu framkvæmda- istjórn Islands. Þá varð Kaup- mannahöfn ekki einunigis aðset- ur löggjafarvalds landsins og æðstu umboðsstjórnar, heldur varð|Og hæstiréttur Danmerkur æðsti dómstóll í íslenzkum mál- um. Sú skipan mála hélzt síðan til ársins 1920, og má þó ekki gleyma þætti „Hins komungilega landsyfirréttar“ á þessu tíma- bili, en segja má að hann hafi veinð hinn raunverulegi æðsti dómstóll í málum íslendinga í heila öld og tveimur áratugum betur. Eandsyfirréttur L,andsyfirrétturinn varð til. á þeim tíma, er margháttuð þró- un átti sér stað í réttarfari norð- urálfuríkja og umbætur voru gerðar á skipan dómsmála í Nor- egi og Danmörku. Yfirdómur- inn var stofnaður með tilskipun frá 11. júlí 1800 og kom í stað lögþinganna og hins foma yf- irréttar. Var hann settur í fyrsta sinn 10. ágúst árið 1801, tók til starfa á rniðju næsta ári og var sáðan við lýði óslitið í H7V2 ár, kóm síðast samán 22. desember 1919. Var landsyfir- rétturinn sem fyrr sagði í raun og veru æðstl. dómstóll lands- ins, því að tiltölulegh fáuna mál- um var skotið’ til hæstaréttar í Kaupmannahölfn; virðast Is- lendingar yfirleitt hafa unað dómum Landsyfiirréttair bæri- leg'a, en svo var hitt og stað- reynd að málskot til hæsibaréttar í Höfn kostaði málsaðila alla- jafna mikið fé, þar eð menn þurftu ekki aðeins að gjalda málflutningslaun • heldur og borga miltið fyrir þýðingu dómsgerða á donsku. Þá var og öft langt aði bíða dómsniður- stöðu í þeim málúm sem áfrýj- að var ti'l hæstaréttar. Þanmig *) Skýringin á því að fjöldi stefndra mála iyrir Hæsta- •rétti er ekki sá sami og dómaf jöl'dinn er-siú í fyrst'ai lagi að í fyrri tölunni er ekkj aðeins talin aðalsök í máli, held.ur og gagnsök, sem sameinaðar eru í fliutningi og um þær genguir einn dómur. f annan stað eru alltaf nokkur mál fyrir Hæstarétti sem fel'ld eriu niður, þannig að dóm- ur gengur ekki í þeim. var til dæmis um dóm hæsta- réttar Danmerkur í síðasta ís- lenzka málinu sem hann fékk ti'l meðferðar. Málið var dæmt í yfirrétti 1. febrúar 1915, en dómur hæstaréttar í Kaup- mannahöfn gekk ekki fyrr en 29. nóvember 1921, nær tveim árum öftir að Hæstiréttur Is- lands tök til starfa. ' Til fróðleikis og gamans verð- ur hér á eftir tilgreindur fjöldi dóma Landsyfirréttarins, sem á- fi’ýjað vár ;til Hæstaréttar Dana eftir, síðústu aldamót: Hæstaréttarárið: 1901— 1902 7. 1902— 1903 0 1903— 1904 1 1904— 1905 • 2 1905— 1906 2 1906— 1907 0 1907— 1908 4 1908— 1909 X 1909— 1910 2 1910— 1911 1 1911— 1912 3 1912— 1913 0 1913— 1914 • 1 1914— 1915 . 1 1915— 1916 1 1916— 1917 0 1917— r-1918 2 1918— 1919 4 1919— 1920 7 Stofnun Hæstaréttar I dansk-.LslenVjku sambands- lögunum frá 1918 var svo kveð- ið á að hæstiréttur Danmerkur skyldi hafa á hendi æðsta dóms- vald í íslenzkum málum. þar til Islendingar kynnu- að ákveða að stofna æösta dómstól í land- inu'sjálfu. Sú ákvörðun var tek- in þegar á næsta ári, 1919, og var Einar Arnórsson prófessor fenginn til að semja lagafrum- varpið um stofnun Hæstaréttar. Jón Magnússon þáverandi for- sætis- og dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fyiir Allþingi sumarið 1919. 1 f.mmvaj'pinu var því. slegið föstu að úrslitadóms- vald í íslenzkum málum skyldi upp frá því vera innanlands og landsyfirréttur jafnframt lagð- ur ndður. Þá var kveðið svo á í frumvarpinu að í Hæstai’étti skyldu eiga sæti 5 dómendur 0» málflutningur fyrir réttinum skyldi vera munnlegur, en það var þá nýmæli í réttarfari hér. Nokkuð greindi menn á um einstök ó'kvaeði fnjmvarpsi'ns, einkum á'kváeði um munnlega málflutninginn, og vildu til dæmis dómendur Landsyfirrétt- arins halda sig áfram’við skrif- legan flutning mála. En Alþingi féllst ekki á S'koðun yfirdóm- enda. og samþykkti stjórnar- fru'mvai'pið óbreytt í öllu-m meginatriðum. Voru lögin stað- fest af konungi 6. október 1919 og til framkvæmda komu þau 1. janúar 1920. Skipan og starfshættir Nú gilda um Hæstarétt lög nr. 57 frá 18. apríl 1962. Þar segir í 1. grein: „Hæstiréttur Is- lands er æðsti dómstóll lýöveld- isins. — Hæstiréttur heíur að- setur í Reykjavík. Þó má halda dómþing annars staðar, ef sér- staklega stendur á“. ritara, sem skal hafa ltikið em- bættisprófi x lögum og full- nægja ad öðru leyti almennum d óm araski ly rðum. Ekki er ástæða til að rekja hér frekar ákvaeði einstakra kafla hæstaréttarlaganna. Þó skal lítillega greint fi*á fjórða kafla laganna. þar sem settar em reglur um dóma og úr- skurði réttarins. Þá á að kveða upp svo fljótt sem unnt er, þeg- ar málflutningi er lokið. Áður en dómur eða úrskurður er upp kveðinn í máli, skulu dómend- ur ræða með sér fyrir luktum dvrurn ástæður og niðurstöðu dóms eða úrskurðar, nema úti- visterdómur ,sé,. pg fer þá at- kvæðagreiðsla fram. Atkvæði semur sá dómenda, ,sein -forseti kveður til hverju sinni. Nú 'gi-einast dómendur í meiri- og minnihluta. og ákveður meii'i- hlutinn þá þann dórnara, er fmmvarp að dómi ’ semur, en minnihutjnn semur þá . sérat- . 'kvæði. Síðan gengúr dómur- inn ' í ■ heild eða þeir,, er sammála verða, ef ágreiningur verðúr. 'frá dómi eða úrskufði. Porspti.Hæstaréttar- stýrir.. .ráða- g'érðum. ber fvam soiirflingar og telur atkvæði. ’ Afl atkvæða ræður úrslitum. Hæstaréttardómar em að jafnaði ■ stuttorðir, en i lögum segir að í 'dómi skuli greina: 1. Nöfn aðilja, heimili og stöðu. ef unnt er. 2. Greinargerð um kröfur aðilja í einkamálum. Að því leyti sem gi'einargerð um málsatvik í hinni áí'rýjuðu dömsathöfn þykir ábótavant, slíal úr . því' bætt í forsendum hæstaréttardáms. Ef og; að þvi leyti sem niðúrstöðu áfrýjaðrar dómsafhafnar er breytt í Hæsta- rétti, skal hann rökstyðja breyt- íyrir Haestarétt 8172 málum s«m r greint og skiptast milli áva: 1920: 35 1921: 31 1922: 67 1923: 68 1924: 70 1925: 67 1926: 96 1927: 122 1928: 95 1929: 143 1930: 114 1931: 135 1932: 200 1933: 156 1934: 195 1935: 132 1936: .192 1937: 160 1938: - 128 1939: 133 1940: 118 1941: 113 1942: 137 - 1943: 139 1944: 168 1945: .177 ■ 1946: 190 ' 1947: 163 1948: - 182 , 1949: 189 1950: 137 1951: 217 1952: 231 1953: 212 1954: 230 . 1955: 194 1956: , 171 1957: 220 1958: 194 1959: 221 1960: 224 1961: 192 1962: 188 1963: . 167 1964: 214 1965: 217 Hæstirettur eins og hann er skipadur á hálfrar aldar afmælinu. Frá vinstri: Sigurður Eíndal hæsta- réttarritari, Logi Einarsson, Gizur Bergsteinsson, Einar Arnalds forseti’ réttarins, Gunnar Thorodd- sen og Benedikt Sigurjónsson. Dómendur Hæstaréttar ern fimm, skipaðir af forseta Is- lands. Þeir kjósa sér forseta til tveggja óra í senn. Vfki hæsta- réttardómari sæti eða forfallist, setur dómsmálaráð'herra að fengnum tiilögum dómsins dóm- ara í hans stað. prófessor í lög- um við Hóskóla ísiamds, hæsta- réttarlögmann eða héraðsdóm- ara sem fullnægir skilyrðum til þess að vera' skipaður dómai'i í Hæstarétti, en þau skilyrði eru auk aimennra dómanaskilyrða urn aldur, menntun, starfs- reynslu o fl.: Að viðkomandi hafi lokið embættisprófi í lög- urri með 1. einkunn, þafi náð 30 ára aldri og stundað 3. ár hið skemmsta nánar tiltelcin stöi-f (lagakennslu við Hás'kól- ann, málflutning og dómstörf). Hæstii'éttur skipar dómkium ingunp. Nú fellst Hæstiréttur á niðurstöðu áfrýjaðrar dómsat- hafnar, en eigi á fmisendur hennar, og gréinir hann þá rök sín í forsendum. Allir hæstai'éttardómar og úi-skurðir eru birtir í dóma safni réttarins, sem nú er orðið mikið að Vöxtum. Stefnur og dómar Með fáeinum undantekning- um verður öllum dómum. sem héraðsdómstólar hér á landi daama, skotið til Hæstai'éttar. bæði í einkamálum og opin- berum sakamálum. Hin síðari ár hefur dómurinn dæmt milli 150 og 200 mál árlega, en mál sem stefnt hefur verið fyrir réttinn eru heldur fleiri (sbr. neðanmálsgi'ein). I 50 ár hefui' alls vei'ið ste/fnt 1966: 257 1967: 206 1968: 238 1969: 248 1970: 29 Heildartala ar er komin í dóma Hæstarétt- 6190 og skipting milli ára þessi: 1920: 34 1921: 30 1922: 44 1923: 61 1924: 44 1925: 59 1926: 60 1927: 80 1928: 83 1929: • 94 1930: 96 1931: 109 1932: 128 1933: 147 Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.