Þjóðviljinn - 15.02.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.02.1970, Blaðsíða 5
Suímuöagur 15. febirúar 1970 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA g Rætt við þrjá skólanema um starfskynningu á Þjóðviljanum Blaðamennska og prentverk ■ Þrír nemendur Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli fylgd- ust með störfum á Þjóðviljanum x fyrri viku. Kynritu tveir þeirra sér blaðamennsku og einn störf préntara. Bekkjarsystkin þeirra voru einnig í Reykj avík sömu viku og kynntu sér mismunandi starfsgreinar. ■ Áður en þremenningamir heldu austur aftur var rabb- að við þá um það se’m fyrir augu og eyru bar og sitt- hvað fleira. Helffi Valberg var spurdur að því hvort áhuginn á blada- ménnsku hefði aukizt eftir viku- langa starfskynnin©u- . — Áhuiginn er á svipuðu stigi, en þekkingin kannski heldur ttneiri en fjvir viku, svairaði Helgi. — Mér þótti auðvaldast að vinna úr ýmsu efni, t.d. að stytta fréttatilkynningar. Ég rrotaði símiann liíka talsvert, hringdi í lögregluna úti álandi og safnaði efni í landsihoma- syrpu meö því að hringja í fréttaritara. Þ-að er ekkertlleið- inlegt að hringja, þ.e.a-s, fef einhverjar fréttir fást. EHna frétt sikrifaði ég um sýningiu í Norraena húsinu og við Vallþór fylgdumst með málflutninigi í bórgarstjórn og á Aliþingi, sem var heldur dauiflegt. — Býrð þú á Hvolsrvelli? — Nei, óg er frá Djúpadal, sem er rétt vestan við Hvóls- völll. Þar vinin ég á bifreiða- verkstæði hjé föður mínum á sumrin og um helgar- Það er prðið, lítið eftir af skepnum á’ báenumi^Ö köndur og 15 hross. — Gaignfraeðaskólinn á Hvols- velli er_ tiltölulega nýr? — Þetta er fjórða skölaórið síðan kennsla höfst þar. Að skólanuim standa Austur- og Vestur-Landeyjar, Hvolhr. og -<s> Sængurfatnaður HVÍTUR og MISLITUR LÖK KODDAVER GÆSADÚNSSÆNGUR ' ÆÐARDÚNSSÆNGUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 21 BlaSburður í>jóðviljann vantar blaðbera í Míðbæ Hverfisgötu neðri. ÞJÓÐVILJINN, sími 17-500. úr og skartgripir KORNELÍUS JÓNSSON skólavördiustig 8 Fljótshlíð. í skólahúsinu eru fjórar kennslustofur og smíða- stoía. Skólastjórinn heitir Trú- mann Krisitiansen og auk hans eru 3 fastakennairar við skól- ann og nokikrir stundalkennarar. Tilbreyting ad koma til Rvíkur Amar Þorbjarnarson er frá Grjótá i Fljótshlíð, Sem hann •segir að sé mieðelllbýtli: kindur eru 120, 13 kýr og 7 hnoiss- Hann hafði aldred komið í prent- smdðju áður eh hann hedmsótti prentsmiðju Þjóðviljans, enda engin prentsmiiðja á Hvolsvelli eða þar í grennd; sú næsta á Selfossi. — Ég hef aðalllega aðstoðað í umibrotinu þennan tíma, sagði Amar. — Hef gengið frá aug- lýsdnigum og framlhaldssögusíð- um, en imestur tími hefur sennilega farið i leiðréttingiar á spöltum. Prentaramir leiðr beindu mér og hefur áhuginn A stariinu tvimeedalaust aukizt þessa viku. É& he£ hug á að fára í Iðnskólann og verða prentari, en ég .veit ekki hvemig genigur að komast á námssiamning í prentsmdðju. — Kemurðu oft til Reykja- vikur? —■ Nei, þetta er mdkil til- breyting, þarna ausdur frá er hálfgert eymdaiflíf- 1 sfcólanum er sama og ekfcert fédagslíf á skólatíma og erfitt að komast þangað á kvöldin; t.d. er um hálftíma afcsfur heiman frá mér í sikólann. Á morgnanaer okkur ekið'þangað f skólabdl. Á Hvolsvelli voru sýndar nokkrar ág.ætar kvikmyndir fyrir áramót en sdðan hafa kvikmyndasýndngar legið niðri Hef ég notað tækifærið ogfar- ið nokkrum sinnum í bíó Reykjavík — og einnig Qlaumbæ. Danslleikir eru sjald gæfir á Hvolsvelli að vetri til Skrifa ritgerð um starfið Þau bekkjarsysdkinin eiga að skrifa ritgerð um starfsigrein þá er þau kynntu sér. Saigði Valþór Hlöðversson að ædilazt væri til að þau sfcrifuðu hlut lægt um greinina, en að sjálf- sögðu út frá eigin reynslu. Saigði hann að' þeir Helgi hefðu viðað að sér nokkru efni um blaðamennsku, bæði með því að spyrja stairfsfólkið og kynna sér starf Blaðamannaíélagsins og ýmislegt fleira. Verða adlar ritgerðimar geymdar í skólan- ,um öðrum nemendum til fræðislu. Vaillþór fiuttist 7 ára gamall af höfuðtoorgarsvæðinu og býr á Ey i Vestur-Landeyjum, og er faðdr hans rafvirki. —; Við ^erurn ndu sysdikinin. sagði hann, og hefur ástæðan fyrir þvi að við ffluttum úr bænum áreiðanlega verið villi- mannshættimir í ofckur bragðr- unum. Valþór taidi sig hafa lært heilmikið á þessari viku. — Ég var á fundi blaðamanna með Valþór hringir í fréttaritara blaðsins. Arnar fær tilsögn hjá einum prentaranna, Braga Einarssyni (t.h.) Helgi að störfum á Þjóðriljanum. (Myndirnar: ljósm. Þjóðv. A.K.) ritstjóra á degi hverjum, — hringdi í ýmsa aðila, tók við- tal við listakonjj sem sýndi á Mofckakaffi og skrifaði eina þingfrétt! Þrátt fyrir áhugann á blaöamennsku verð ég aö viöurkenna aö mér rann tví- vegis í brjóst í áheyrendasæri á borgarstjómarfundi, en þar - var ég í tvo kiukkutíma- Við verðum allir gagnfræðing- ar í vor, (ef við náum prófkað segja!) — og hef ég mikinn á- huga á að komast einhvem . bíma í blaðamennsku. — Þdð gefið út skólablað? — Já, við Helgi erum í rit- nefnd, blaðið hedtir Ormur og er fjölritað. Það er einmitt að koma út á næsdunm. 1 þvi blaði verða ýmsar greinar eft- ir nemendur m.a- um kristni og framferði Bandarfkjamanna í Vietnam. Nokkrar smásögur og stökur eru í blaðinu. Að öðru leyti er félagslíf í skól- anum ekki blómflegt. Listafé- lag var þó stofnað í vetur og heldur það kvöldvökur einsdaka sinnum. — R.H- Olgeir Fríðfínnsson sjötugur Hvað eftir annáð kémur það nú fyfjr áð við heyrum udári að okkur og éftir á, að félágarhir, sem staðið haifa í baráttu sóeí- alismans á Islandi i 30 til 40 ár, þeir, er voru á unga aldri eða bezta baráttualdrirtum a hetjutímabili íslenzkrar verk- lýðstoreyfingar 1930 - ’42, séu að verða sjötugir eða jafnvel átt- ræðir, — og við vitum ekkert fyrr en eftir á. Glúmur bóndi Hólmgeirsson í Vallnakoti, Jón klæðskeri Jónsson á Isafirði og Karitas okkar Skarphéðinsdótt- ir, — öll voru þau að vérða áttræð síðustu vikur og mán- uði — og svo mun vera um tugi annarra félaga, sem háð hafa sína góðu baráttu allan þénnan mikla umbneytingatima. Það er um þetta fólk, sem orð þau, er Krapotkin reit um útbreiðslu sósíalismians, eiga við: „Ég hef séð atburði, sem myndu vekja mestu aðdáun, ef ég segði frá þeim hér; en . jafnvel nöfnin á mönnunum, er við atburðina voru riðnir, eru varla þekkt utan fá- menns vinahóps og munu brátt gieymast, þegar þeir vinir eru dánir. Ég veit ekki, hvort er aðdáunarverðara: hin ótakmarkaða sjálfsfóm hinna fáu eða hin fjölmörgu smáu dæmi um fórnfýsi fjöldans. Hver blaðafjöldi, sem seldur er, hver fundur sem haldinn er, hver hundr- að atkvæði, sem vinnast við kosningar sósíalista, fela í sér svo mikla fómfýsi og starfrækslu, að enginn, sem utan við stendur, getur gert sér minnstu grein fyrir því. Og það, sem nú er unnið fyr- ir sósíalismann, hefur fyrr og verið unnið fyrir sérhvem framsækinn stjómmála- eða trúarflokk. Allar framfarir liðna tímans era slikum mönnum og slíkri fóm að þákka". Til allrar hairiingju er því svo farið hér heima öðruvísi en hjá þeim stórþjóðúnum, sém Krap- otkin á við, að hlutur hvers ein- staklings vei'ður miklu meiri og því oftar hafður í þeim héiðri sem ber sakir fámennis þjóðar vorrar. Þetta þjóðareinkenni vort þarf sósialistísk verklýðs- hreyfing ísiands ekki hvað sízt að rækta og efla. Og nú er einm af þeim gömlu, góðu baráttufélögum, sém orð Krapotkins eiga einnig við, að verða sjöiugur í dag, Olgeir Friðfinnsson í Borgamesi. Olgeir er faeddur að Borgum í Vopnafirði 15. janúar 1900. Foreldrar hans, Friðfinnur Kristjánsson og Guðrún Ólina Sveinbjömsdóttir, voru fátæk bændahjón með mikla ómegð, af 13 bömum komust 9 til ifull- orðinsára. Olgleir vissi því frá upphafi hvað örbirgð íslenzks almúga var og kynntist vinn- unni snémima. Harin hafði víða unnið, — svo sém á Borg á Mýrum ;hjá séra Eiriari og í Véstmannaeyjum og víðar, — áður en hann laust fyrir 1930 flutdist til Borgaméss og héfur búið þar síðam. Hefur hann sdiundað þar almenna verkamannavinnu. Kvæntur er hann Helgu Finnsdóttur úr Leir- ársveit og eiga þau eirin sóri bama, Ragnar bónda á Odds- stöðum í Lundareykjadal. Frá því ég man fyrst 'eftir samböndum okkar í ReykjaVik við hreyfinguna í Btxrgamesi hefur Olgéir Friðfinnssön verið hinn trausti, sístarfandi félági þar, alla tfð KomimúnistalÐlokks- iris, SÖsíalistaíflokfcsins og síðár. Hann hefur þblað með oktour súrt og sætt, staðið fast gegn ofsa Finnagaldursins, — sem eftirminnilfega kom við sögu. í Borgamesi, — unnið méð i vin- sældum nýsköpuinarinnar, — þraukað öll hin erfiðu ár Ihjaðn- ingayíganna síðan. Alveg .pér-. stakiega eiga þó blöð oktoar sósíalista • frá upphafí • honum mikið að þatoka. Um þrjaitfn ára skeið — ef ég man rétt — vanri hann allt-hvað harm mátti fyr- ir Þjóðviljann i Bórgamesí seffn umboðsmaður og áhugamaður. Olgeir hefur alltaf notið mik- ils trausts samherja sinna, setið í stjóm Verkamannafélagsins, verið fulltrúi Sósíalístafélagsins í Borgamesi á þingium Sósial- istaiflokksins, verið í flokks- stjóm Sósíalistaflokksins os. frv. Þeir fundu það ætíð félag- ar hans, að þar fór maður seffri gott var að treysta á jafnt í vöm sem sókn. Við samherjar þínir, íslenzk- ir sósíalistar, sendum þér bezdu hamimgjuóskir á þessum tima- mótum lífs þíns, Olgeir, og þökkum þér allt samstarfið, alla þá þrotflausu baráttu, sem þú hefur héð, og vonumst til þess, þó aldurinn fari nú að færast yfir okkur alla, gömlu sam- fýlgdarmennina, að enn megi hreyfing vor lengi njóta fóm- fýsi þinnar. elju og áhuga. — Lifðu hóill! Einar Olgeirsson. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mðrgum stærðum og gerðum. — Einkimn hagkvæmar fyrir sveitabæi. sumarbústaði og báta. Varahlutaþjónusta. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavélar fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.