Þjóðviljinn - 20.03.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.03.1970, Blaðsíða 2
I 2 SÍÐA — ÞJÖDVTLJIN'N — Pösfbudagur 20. marz 1970. Nítján á démaranám- skeiði í badminton Næsta þing ÍSÍ verður að end- urskoða áhugamannareglurnar Með það fyrir augum að leyfa mögulegar greiðslur til íþróttamanna Dagana 7. og 8. ‘ febrúar s.l. var haldið í Reykjavik dómara- námskeið í badminton á vegum Badmintonsambands fslands. Námskeiðið sóttu 19 manns, þar af 3 fná Akranesd, en 16 frá Reykjavíld Námskeið sem þetta hefur ekki verið haldið nú um nokk- urra ára skeið, en það var í alla staði mjög vel heppnað. , Landsdómararéttindi fengu ■þeir þátttakendur, sem undan- farin ár hajfa fengizt við dóm- arastörf, en aðrir fengu héraðs- dómararéttindi. Aðalstjómandi námskeiðsins var hinn gamai- kunni badmintonspilari Einar Jónsson, en með honum störf- uðu sem prófdómarar þeir Kristján Benjamánsson, Pétur Ó. Nikulásson. og Karl Maack. I undirbúningsnefnd voru, auk Einars, þeir Garðar Alfonsson t>g Óskar Guðmundsson. Eftirtaldir menn femgu dóm- araróttindi: Landsdómarar: Jón Ámaison, Bragi Jaikoibsson, Óskar Guð- Framhald á 9. síðu. f júlímánuði n.k. verður hin mikla iþróttaháttíð fSf, vegna 50 ára afmælis sambandsins, haldin hér í Reykjavík. Þá verð- ur um Ieið haldið 50. þing fSÍ, sem er æðsta vald íslenzkra íþróttamála. Án nokkurs vafa verða mörg og merkileg mál þar rædd og gagnlegay samþykktir gerðar. Vegna hinna miklu um- ræðna, sem crðið hafa að und- anförnu um hinar úreltu áhuga- mannareglur ÍSl, sem staðið hafa íþróttamálum okkar fyrir þrifum um árabil, hlýtur þessu máli að verða hreyft á þinginu. Þetta mál er að minni hyggju og fjölmargra annarra, það at- riði íslenzkra íþróttamála, sem hvað mest kallar á breytingu frá því scm nú er. Sá aldamóta- hugsunarháttur, sem ráðið hef- ur því að litlar sem engar breytingar hafa, átt sér stað á áhugamannareglunum um ára- tuga skeið, verður að hverfa og í staðinn koma hugsunarháttur þess fcíma er við lifum á. Krafan um breytingar á á- hugamannareglimuTn hefur feng- ið meiri hljómgrumn að undan- fömu en um langan tíma og er það vegna þátttöku íslenzka landsliðsins í heimsmeistara- keppninni í handknattleik fyrir stuttu. Handknattleiikur hefur um 12 ára bil verið sú eina íþróttagrein, sem við höfum get- að stært okkur af á heimsmæli- kvarða. Margsinnis á þessum árum höfum við unnið sæta sigra í Iandsflei'kjum í hand- knattleik og oft tapað með að- eins einu til tveim mörkum gegn sterkustu liðum heims. Sem betur fer, þá fór, auk landsliðsmanna okkar, um 50 manna hópur felenzkra hand- kr.attleiksunnenda til að horfa á HM í Frakklandi. Þessi hóp- ur sannfærðist allur um það, að íslenzkur handknattleikur er að dragast aftur úr og í hópn- um voru menn sem voru að fara í fjórða sinn tál að sjá heimsmeistarakeppni og vita því glöggt, hvað þeir eru að segja. Hvers vegna er þá felenzkur handknattleikur að dragast aft- ur úr? Höfum ’við ekki jafn góðan efnivið til að vinna úr og áður? Vissulega. En það sem er að ske er einfaldlega þetta: Allir leikmenn 10 beztu liðanna eru að meira eða minna leyti atvinnumenn í handknattlcik, en okkar menn aðeins áhuga- menn. Það gcrir gæfumuninn. Nú dettur mér ekiki í hug að halda þvi fram, að við getum eignazt atvinnumannalið í hand- knattleik, því fer fjarri. En við getum, með sameiginlegu á- taki og vilja ríkisvaíldsins og fjársterkustu fyrirtækja lands- ins, komið upp svo kölluðu hálf-atvinnumanna-liði í hand- knattleik og jafnvel í fleiri fþróttagreinum. Það myndi gera fþróttamöininum okkar kleift að leggja mun meira á sig við æf- ingar og einnig gert það mögu- legt, að til að myinda landslið okkar í handknattleik geti far- ið í keppnisferðalög fyrir stór- keppni eins og heimsmeistara- beppni og Ólympíuleika, en ein- mitt þetta tvennt er það, sem mest vantar hjá okkur. En hvaða hag hafa þá fyr- irtæki af því að styrkja íþrótta- menn? Okkar stærstu fyrirtæki eins og til að mynda fllugfélög- in bæði, svo dæmi sé nefint, eyða mlljónum króna í auglýs- ingar erlendis til kynningar á landi og þjóð. Ætli betri aug- lýsing sé til fyrir eina þjóð, en góðir íþróttamenn? Ég þori að minnsta kosti að fullyrða, að aldrei hefur fsland og fslend- ingar fengið aðra eins auglýs- ingu í Frakklandi eins og með- an á heimsmeistarakeppninni stóð og enn meiri hefði auig- lýsingin orðið hefði liðið verið betra og náð lengra en raun bar vitni. Öll helztu blöð lands- ins skrifuðu um ísiand og fe- lenzkan handknattleik dag eft- ir dag í hálfan mánuð, slik aug- lýsing hefði kostað miljónatugi fyrir þau fyrirtæld, sem mest Framhald á 9. síðu. Hvernig er málshátturinn? Wirkola „aðeins " / Z sæti • Þetta er norski skíðastökkvarinn Björn Wirkola, sem um áta- j bil hefur verið einn fremsti skíðastökkvari heims og stolt Norð- manna í skíðaíþróttinni. Á Holmenkollen-mótinu, sem háð var um síðustu helgi varð hann að láta sér nægja 7. sætið, Norð- mönnum til sárra vonbrigða. I- haldsfyrirtæki Sjónvairpið fluíti fyrir nokkrum kvöldum furðulegt viðtal við Maignús Jónsson fjármálairáðhiénra. Þar ræddi ráðherrann um „styrk“ tál ís- lenzku dagblaðanna. tíundaði í hverju hann væri fkSlginn og lýsti yfir þwí að hahn væri andvígur , .styrkveitingum' ‘ af þessu tagi en hefði verið of- urliði borinn af ráðríkum þingmönnum. Staðreyndin er hins vegair sú að dagblöðin á íslandi fá öldungis engan styrk; aðeins hefur verið tek- inn upp sá háttur að ginedða dagblöðunum fyrir þjónustu sem þau létu ríki og ríikis- stofnunum áður í té ókeypis. Þannig er nú á fjárlögum á- kveðin upphæð til kaupa á dagblöðum, en áður situnduðu ríki, ríikisstofnanir og meina að segja alþingi sjálft þá frá- leitu iðju að sníkja dagblöð- in, og nam það betl orðið hundruðum eintafca dafi hvem. í annan stað er nú tekið að greiða dagblöðunum fyrir birtingu á opinberum tilkynningum, ög er þar bó engan veginn um fulla greiðslu að ræða, svo mikla skæða- drífu sem dagblöðin fá dag hvem af fréttatilkynningum frá ráðuneytum og stjómar- stofnunum. Einniig njóta dag- blöðin sérstakra kjara í við- skdptum við pósit og símia, en þvl fer mjög fjarri að þau kjör vegi upp þá stórfel'ldu mismunun sem ríkisivaldið á- stundar með auglýsingasöfn- un í einokun artækjum siinum, hljóðvarpi, sjónvarpi og Lög- birtingaþlaði. í samskiptum dagblaðanna °S ríkisvaldsins hefur það eitt gerzt að tek- ið er að greiða fyrir þjón- usitu sem áðuir var sníkt og að viðurkennt er að dagblöð- in eiga rétt á endurgjaldi fyrir unnin verk eins og aðr- ir aðilar i þjóðfélaginu; hins vegar er ekki enn um nein- ar fullnaðargreiðslur að ræða. Hversu íráleitt tal ráðherrans um styrk er má m.a. markia af því að Morgu n blaði ð fær hæsta upphæð af hinum nýju greiðsium vegna útbreiðsiu sinnar, og þarf það blað þó engan veginn á „styrk“ að halda. Ef óhj ákvæmilegt reyn- ist að taka upp styrki til daigblaðanna til þess að trygigja prep.tfirelsi á fsiandi — edns og vel má vera — myndu slíkir styrkir að sjálf- sögðu einvörðungu renna til þeirra sem þyrftu á þvílíkum greiðsium að halda. Á ísiandi er aðeins eitt blað sem fær styrk úr ríkissióði, málgagn Hannibalista. Nýtt land frjáls þjóð. Það er eina vifcublaðið hér á landi sem nýtur þvílíkrar fyrirgreiðslu úr ríkissjóði. Sá styrkur er þeim mun athyglisverðari sem hann er veittur í algeru heim- ildarleysi; í fjárlögunum er hivergi að finna nofckurt á- kvæði sem réttlæti þá ölm- usu. Hins vegar hefur Magn- ús Jónsson fjáirmálaráðheirra margsinnis orðið ber að bví að nota fjármuni ríkisins sem einskonar varasjóð til þess að bjarga íhaldsfyrirtækjum, eins og dæmin um Sana og Slippstöðina á Akureyri sanna bezt. Fjármálaráðherrann lít- ur auðsjáanlega á Nýtt land frjálsa þjóð sem íhialdsfyrir- tæki af hliðstæðu tagi. — Austri. 4. MYND SVAR Verkakvennafélagið Framsókn marz heldur aðalfund sunnudaginn 22. 1970 í Iðnó kl. 2.30 e.h. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstorf. 2. Rætt um uppsögn samninga. 3. Önhur mál. Konur fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Verkakvennafélagið Framsókn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.