Þjóðviljinn - 19.04.1970, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.04.1970, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. apríl 1970 — MÖÐVILJINN — SÍÐA g Viðtal við AAagnús Magnússon Frambaild af 3. síðu. að byggja nýtt hús fyrir skól- ann? — Það hefur verið talað um það. en það strandar á þeirri einföldu staðreynd að skólinn hefur aldrei verið stofnaður, og eins og einn okkar ágæti borgiarfulltrúi sagðj nýlega, er ekki haegt að byggja yíir skóla sem aldrei hefur verið stofn- aður. Nú, það, að skólinn hef- ur aldrei verið stofnaður, er nokkuð fiókið mál, en í raun- inn; er það fjárhagsatriði. Rík- ið viU láta borgina greiða kostnað við skólann a.f fé því, sem ætlað er til sérkennslu samkvæmt skólakostnaðarlög- um, en borgin vili hins vegar, að Höfðaskóli sé rekinn eins og aðrir skólar. Borgin hefur hingað til annazt rekstur hans. Hún hefur að mörgu leyti gert vel við okkur, hvert einasta tækj og tól, sem við höfum beðið um, höfum við fljótlega fengið, en nú er svo komið, að við höfum ekki pláss fyrir nauðsynlegasta tækjakost, og húsnæðisskorturinn stendur starfserriinnj svo fyrir þrifum, að við getum ekki gert helming þess. sem við óskum að gera. — En getur borgin ekki tek- ið að sér rekstur skólans form- lega. fáist ríkið ekki til að við- urkenna hann? — Mér finnst hér verið að deila um keisarans skegg. Rík- ið vísar á skólakostnaðarlögin og segir, að borginni berj að greiða kostnaðinn þar af. Með því að taka formlega að sér rekstuir skólans telur borgin að verið sé að taka fé frá annarri hiálparkennslu. Svo finnst mér ekki ólíklegt, að orsök þessa þráteflis sé óttinn hjá ríkis- sióði við það, að önnur bæjar- félög fari fram á að fá skóla sem þennan, verði hann við- urkenndur. — Eru hér ef til vill aðeins nemendur úr Reykjavik? — Nei, siður en svo. Fólk hefur yfirgefið bú sín norður Árbækur F.f. Fraanhald a£ 7. síðu. Björnsson um fuglastofn þann er landið byggir. Segiir höfund- urinn í formála að alls ekki megi líta á rit sitt sem vís- indarit. „Ég hefi enga tilraun gert til þess að rita nákvæmar eða fultlnægjandi lýsingar, hvorki á fugHunuim sjálfum né á lifnaðurháttum þeirra. En ég hefi leitazt við að taka fram ailt það helzta, sem mestu móli skipti, til þess að auðveldara verði fyrir þann, sam bókina notar, að átta sdg á þvi, som fyrir augun ber“. Báðar árbæikumar eru ljós- prentaðar í Offsetmynduim sf. Jarðfræðikort Framihald af 7 .síðu . gerði á korti Þorvalds Thorodid- sens. Vissuilega hefur þekldnigu á jarðfræði Islands miðað áfram, síðan brautryðjendurnir í þeim fræðum birtu verk sín 1 byrjun þessarar aldar. Og nú að henni meira en hálfnaðri er hinu nýja jarðfræðikorti ætlað að talka við af þeirra kortuim og sýna í hnotslkurn megindrættina í þvi, sem nú er haft fyrir satt í jarðfræði Islands. i landi, selt fyrirtæki sín á Suð- vesturlandi og flutzt hingað, til þess að koma bömum sínum í þennan skóla. FRAMKOMAN ER MJÖG ÞÝÐIN GARMIKIL — En svo að við sleppum nú húsnæðismálunum í bili, Magn- ús, þá lan,@ar mig til þess að spyrja dálítið um kennsluna, sem hér fer fram. Hún hlýtur að vera mjög einstaklingsbund- in. — Já, vitanlega. Hæfilegur fjöldi i bekkjardeild eru 10 börn. Ef þau væru fleiri gæti kennari ekki sinnt hverjum einstaklingi sem skyldi. Bömin koma hingað 7 ára að aldri. Sum hver hiafa þá álíka mikinn þrosika og tæplega fjöeurra ára böm. og það er augljóst mál. að ekki þýðir að fara að kenna þeim að lesa þá þegar. Fyrsti veturinn er venjulega notiaður til að kenna þeim að skjmja form oa liti, lagg málfar þeirra. sem er oft heldur silæmt í fyrstu o.m.fl. Svo leggjum við á það ríka áherzlu þegar í upn- hafi að temja þeim frjáls- mannlega framkomu, en góð framkoma er þeim mjö>» nauð- synleg, svo að bau verði síður fyrir aðkasti. Fólk getur ekki greint nemendur héðan úr hópi annarra b'ama, þevar þau va*a og þroskast. Það er mjög vandasamt að kenna bessum börnum. Kennarinn verður að vera sér þess fnllkomles'a með- vitandi um það sem bann er að gera, þyí að smámisitök eeta orð’ð miög afdrifarík. Og hann verður að gæta þess vei að særa ekki börnin, því að það er ekkert viðkvæmiar-a en sálir bessara bama. Við verðum að beita allskvns uppeldis- og kennslufræðilegum aðf^rðum til þess að ná fram bví. sem í nemendunum býr. Framfar- irnar verða sjaldan örar. Þær kom.a yfirleitt hægt pgt síp’aþdi. og eins og ég piat um éðan. kemur stundum að því, að börn flytjast héðan í venjulepa barnaskóla. Við höldum eng- um hér lengur en þörf er á. — En mörg böm eru hérna allt skyldunámsistiigið? — Já, og jafnvel lengur. Við sitairfrækjum sérstafca kvölid- deild fyrir þá, sem hafia lokið námi hér, en ekki farið út í atvinnulífið. Hún á að vera smáuppbót og koma í stað 3. bekkjar unglingaskólianna. VERÐA FYRIR ERTNI OG ÁREITNI — Og það er dálítill hópur, sem kemst út í atvinnulífið? —i Já, meirihluti nemendanna getur tekið að sér einföld störf, svo framiarlegg sem líkamlegir sjúkdómar hindra það ekki. Mörg barnianna eru baldin al- varlegum sjúkdómum, sem stand,a þeim mjög fyrir þrifum. X einum bekk, sem ég kenni sjálfur, eru 6 nemenduæ af 10 líkamlega fatlaðir. Einn hefur lamazt, annar er flogaveikur, ein /telpan ar með alvarlegan hjartagalla, og önnur hefur gengið undir heilaskurð. Þau verða sennilega verr sett í at- vinnulífinu, þegar þar að kem- ur, því að ýfirleitt eru það líkamleg störf fyrst og fremst, sem til greina koma. — Það er þá ekki einungis spuming um mannúð að sjá þessum þörnum fyrir góðum skóla, heldur hefur það líka þjóðhagsiegt gildi. — Mannúðin er auðvitað að- alatriðið. Þessir borgarar eiga sízt minni rétt á aðhlynningu en aðrir. En það munax um hvern starfandi einstakling, og því liggur það í augum uppi, að það borgar sig fyrir þjóðfé- lagið að gera þetta fólfc vinnu- fært. Margir nemendur héðan bafa tekizt á hendux ýmis stÖrf, Þei.r hafa yfirleitt staðið sig vel, reynzt samvizkusamir og traustir. En þá kemur annað vandamál til sögunnar. Stund- um eru þeir ekki látnir í friði. Það er setið um að erta þá á vinnustöðum og víðar, og svo viðkvæmt sem þetta fólk nú er, á það mjög erfitt með að þola ertni og áreitnj og gefst oft hreinlega upp. INGJALDSFÍFLIÐ, ■ SPARTVERJAR OG HITLER — E.n hefur ekki skilningur og umburðarlyndi í garð þeirra farið mjög vaxandi? — Jú, mikil ósköp. Það hefur orðið gerbreyting á hugarfari fólks gagnvart afbrigðilegum börnum. Við vitum að þau hafa þurft að sæta hræðilegri meðferð frá alda öðli. Þú manst kannski eftir sögunni af Ingj- aldsfíflinu í Gísla sögu Súrs- sonar Því var veittur sá að- búnaður, að það var bundið við stein og látið bíta gras eins og búfé. Viða erlendis hefur að- búnaður afbrie'ðilegra verið enn hryllilegri allt fram á okkar daga. Jafnvel menntamenn gerðu lengi vel engan greinar- mun á vangefnu fólki oe veiku. Því var t.rúað að illir andar hefðu tekið sér bólfestu í því, Or< meðferðin var ; sam- ræmi við það. Spartverjar létu lífláta það Rómverjar notuðu það til að skemmta sér. og Hitler lét útrýma því. Á þessu má sjá að jafnvel í okkar mennt.uðu Evrópu hefur löng-^ um verið grunnt á mannúðinniA Núna er það auðvitað viður- kennd staðreynd, að þetta fólk eigj sinn rétt. og þjóðfélaginu beri að hlynna að þvi eftir megni og það margborgi sig að gera það.. Víða erlendis er hjálpairstarf fyrir afbrigðilega orðið mjög þróað, og það mið- ar einkum að því, að gera fólk siálfbjiarga og haming.iusiamt. Ég hef m.a. komið á hæli í Sviss. þar sem vangefnir unnu að vefnaði. C3eta þeima var svo takmörkuð, að þeir gátu aðeins slegið vefinn, en ekki skotið skyttunni. Þess vegna varu skytburniar sjálfvirkar, en fólkið dund- aði við að slá vefinn og virtist mjög ánægt yfir því að geta feneið útrás fyidr stiairfs- löngun sína. — Við eigum sennilega nokk- uð langt f land? — Við getum sjálfsaigt ekki gert eins miikið fyrir afbrigði- lega og stærri þjóðir, en það kostar ekki mikið að vera vin- samlegur og umburðarlyndur í þeirra garð og láta þeim liða vel í samfélagi okkar. Og það þarf heldur ekki að kosta of fjár, að búa þeim viðun- andi aðstöðu til náms og starfa, rífia þá upp úr þeseu ösku- buskuástandi, sem þeir bafa jafnan verið í. Þegar skólinn tók til starfa árið 1961 var ég mjög ham- ingjusamur og hélt að þessi mál væru loks að komast í sæmilegt horf, en nú er ég beinlínis að springa af óþol- inmæði. Eins og nú er 'ástatt með húsnæðismálin, getum við alls ekki aukið starfið og bætt eins og við viljum og gætum. Við erum alveg geymslupláss- lausir og getum ekki neins staðar komið fyrir nauðsynleg- ustu tækjum. Hér er lítil að- staða fyrir verklega kennslu. engin aðstaða til tónlistariðk- ana. sem er þessum börnum svo mikilvæg. Húsið er svo hljóðbært, að hvert einasta orð heyrist milli kennslustofa. Að- staða til leikja hér útivið er nánast sagt engin, aðstöðu til matreiðslukennslu vantar og þannig mætti lengi telia. Og við betta bætist sri staðreynd að fjöldi bama hefu.r fulla þörf fyrir að komast hingað. en við getum ekki tekið á móti þeim. Þau þurfa því að vera í öðr- um skólum. sem eru alls ekki við þeirra hæfi oe bað kann að' baka beim mikíð tjón að vera með sér miklu færari börnum fyrstu árin f skóla. — En þrátt fyrir þetta get.ið þið þó verið sæmilega ánægð með árangurinn af kennslunni? — Já. vitaskuid gleðst maður yfir hverium áfanga. og það vekur mikla ánæsiukennd, er maður verður þess var. að bömunum liður vel. Við erum miöff hreykin yfir þvf orði. sem nemendur okkar fá, þar sem þeir koma. að þeir séu sérstak- lega prúðir og kurteisir. Gæzlu- fólikið í Sundhöllinni segir. að þet.ta séu pniðustu bömin. sem banpað koma. og þeffar bau fá að fara í leikhús. er tekið sér- leaa t.il þesis hvað þau koma vel fram. En þegar maður h’i o'say um aIi+. F°m hæfft væri að oiera, ef aðstaðan væri sem skyldi. þá dremir heldur úr ánægjunni. — gþe - ODÝRT - ODÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDYRT H CC Q O H 8 £ Skófatnaöur Karlmannaskór, 490 kr. parið Kvenskór frá 70 kr. parið. Bama- skór, fjölbreytt úrval. Inniskór kvenna og bama i fjölbreyttu úrvali. Komið og kynnizt hinu ótrúlega lága verði, sem við höfum upp á að bjóða. Sparið peningana i dýrtíðinni og verzlið ódýrt. RÝMINGARSALAN, Laugavegi 48. Q O cC > Q O H cC 1 ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓÐÝRT - ÓDÝRT - TEIKNARl Löngumýri Fraimlhald af 6. síðu. ars, sem með þarf við kaffisölu. Munum að emda veturimn með kærleiksríkum hjálparhugsun- um og hefja sumarstörfin með sama hugarfari. Fjölmennum í Lindarbæ á sumardaginn fyrsta og styrkjum með þvi gott málefni. Ég vil svt> að lokum nota tækifærið og seinda hinu ný- stofnaða skagfirzka nemenda- sambandi húsmæðraskólans frá Löngumýri, á mínum heima- slóðum, vinarkveðju og heilla- ósldr með félaglsstörf og framtíð alla. Ingibjörg Jóhannsdóttir (Ifrá Lönguimiýri) Reynimel 22, Sámi 23172 R. Sængurfatnaður HVÍTTTR og MISLITUR LÖK KODDAVER GÆSADÚNSSÆNGUR ÆÐARDÚNSSÆNGUR bíði* SKÖLAVÖRÐUSTlG 21 Landsvirkjun óskar eftir að ráða teiknara sem fyrst. Umsóknir sendist skrifstofu- stjóra Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík. HúsráBendur! Geri við heita og kalda krana. WCk og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. Frimerki — Frímerki Hefi úrval af notuðum og ónotuðum ís- lenzkum- frímerkjum, útgáfudaga o.m.fl. Einnig erlend frímerki í úrvali. MATTHIAS GUÐMUNDSS0N Grettisgötu 45. TIL ALIRA FERRA Dag< viku- og mánaöargjald II Lækkuð leigugjöld 22*0*22 RAUOARÁRSTÍG 31

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.