Þjóðviljinn - 17.06.1970, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.06.1970, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikoidaigur 17. júní 1970. H.-K. Rönblom: Haustlauf hyldýpi Á mánudagsmorguin skýrðu blöðin frá því að Ehlevik hefði verið kosinn þingmaður með góðum meirihluta og fiokkur hans hefði við bæjarstjórnar- kosning'arnar unnið nýtt sæti og næstum annað. Sætið sem hafi næstum - unnizt, hefði - fallið , í hlut Surie' Vilhelmsson gagn- fræðaskólakennara. Súsanna sá ekki mikið af bróðuir sínum næstu dagana. Hann var á þönum um allan bæ. Hann fór á vinnustað Báclcs og ræddi við vinnufélaga hins látna. Og tvo daga í röð snæddi hann miðdegisverð þar sem Báck hafði vanið komur sín- ar. Hann varð að láta sór nægja kvöldin til að undirbúa sig und- ir kennslustundimar. En Báck hafði ekki verið lausmáll. Hann hafði hvorki opnað hjarta sitt fyrir vinnu- félögum sínum né kunningjum sínum á matstófunni. Einu upp- lýsingarnar sem teljast máttu nýjar, gaf verkstjóri Bácks hjá rafveitunni: — Á mánudaginn hætti hann klukkutíma fyrr en vanalega vegna þess að hann ætlaði að láta ljósmynda sig. Það var ekki um marga ljós- myndara að velja og Paul var svo heppinn að hitta strax á hfnn rétta. Jú, rétt var það, Báck hafði komið þangað þennan tíma sem hann átti frí. Nei, hann h^fði ekki sagt til . hvers hann ætlaði að nota myndina, en eitt- hvað lá hunum á, því að hún þurfi að vera tilbúin innan tveggja daga. En svo kom dauðs- faillið og þá seldi ljósmyndarinn þlöðunum myndir sínar i stað- inn. Það var auðvelt að gera sér í hugarlund til hvers átti að nota ljósmyndina. Báck hafði búizt við, að mynd af sér prýddi blaðaviðtalið. Það var nokkurt umhugsunarefni hvers vegna hann gerði allt þetta veður út af blaðaviðtalinu Paul leiddi þetta í tal við járnbrautarstarfs- mann, sem hafði oft matazt við sama borð og Back. Það var við gluggaborð og þaðan mátti horfa yfir steinlagðan bakgarð með ruslatunnum og þá fékik Paul nýja drætti í mynd sína af hin- um látna. Þessi fáskiptni og var- færni maður virtist hafa haft dulda löngun til að láta á sér bera. — Sumt fólk, sagði járnbraut- arstarfsmaðurinn, — fær umtal út af hreint engu. Það er víst eitthvað sérstakt í fari þess. En við sem gerum ekki annað en 39 HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. SímJ 42240. Hárgreiðsla. — Snyrtingar. Snyrtivðrur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyíta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðsíu- og snyrtistofa Garf enda 21. SlMI 33-9-68 passa okkar vinnu, — það er aldrei minnzt á okkur. Hann stakk gafflinum faglega í pylsubita. — Menn verða að pta sér fram. sagði Paul. — Ójá, sagði hinn náunginn heimspekilega. — Stundum finnst manni sem maður hafi látið tækifærin ganga sér úr greipum. Okkur sem komnir erum á fimm- tugsaldurinn dettur það stundum í hug. Báck færði það stundum í tal. — Jæja, sagðj Raul. rneð. áhuga. — Hann hefur litið þannig á málin. — Stundum. Ek'ki alltaf. En hvað var við þvf"að gera? Sá sem kominn er í deigluna, verð- ur aldrei umtalsverður framar. Ég lít svo á, sagði járnbrautar- starfsmaðurinn með þunga, — að kerfið byggist á óréttlæti. Sú uppgötvun að Báck hafði verið haldinn löngun til að láta á sér bera, vakti mikinn álhuga Pauls. Hann fékik þetta staðfest með því að beina spurningum sínum í ýmsar áttir. I jámvöru- verzluninni i-æddi hann stundar- korn í hljóði við Roland Eriks- son úti í horni. — Báck naut þess að sitja á fundum með rauða embættis- kragann um hálsinn, sagði Roland opinskátt. — Við yngri mennirnir erum ekki eins upp- næmir fyrir því. — En það styrkir sjálfsmeð- vitundina og sýnir að viðkom- andi er maður með mönnum, sagði Paul sem þekkti innstu leyndarmál reglunnar. • — Já, sennilega. Að minnsta kosti kunni Báck að rneta það. — Hann gerði sér vonir um að verða æðstitemplar með tíð og tíma? sló Paul fram með uppgerðar kæruleysi. — Hvernig vitið þér það? sagði Roland undrandi. Þetta gatf nýja mynd af Báck sem persónu. Á ytra borðinu hafði líf harií9 mótazt af hóg- værð. Hið innra hafði hann búið yfir vaxandi löngun til að verða þekktur og umtalaður. Hann hafði haldið þessari löngun leyndi, en hún hafði verið fyrir hendi og mótað manninn. Eftir fjörutíu ár hafði lífið ekki veitt honum vonir um annað en hærri embætti innan stúkunnar. Og svo einn góðan veðurdaig hafði undirsikriftin hans Wims komið fljúgandi inn í líf hans með samvizkuspumingu: hvað hafið þér gert við líf yðar? Rikisblað með lesendahóp upp á hundmð þúsunda stóð bakvið spuminguna og heimtaði svar. Fyrir Back hlaut þetta að hafa jafnazt á við sálfræðilega sprengingu. Rannisóknir Pauls uröu til þess að hann fór ínýjahringferð með- al emibættismannanna í stúk- unni. Þeir vom kurteisir og við- talsgóðir, en hann fékk engar upplýsinar sem máli skiptu. Honum fannst næstum sem þeir kærðu sig efcki um að óviðkom- andi aðili væri að snuðra i mál- efni þeirra. Þegar Rothman kom aftur úr ferðalagi sínu, var Paul- kominn á vettvang. — Ég talaði nýlega við Ehle- vik þingmann, sagði PauJ. — Hann hafði orð á því að hann hefði minnzt á væntanlegt blaðaviðtal við Báck við yður. — Já, hann nefndi það einn daginn þegar við hittumst. — Var það ekki noikkmm dögum fyrir lát Bácks? Já. þá misiminnir Ehlevik ekki. Leyfist mér að spyrja hvort þér, herra R'othman, haifið látið þær upp- lýsingarnar ganga lengra? — Hvað upplýsingar? Að það kæmi biaðaviðtal við Báck? Já, ég held ég hafi haft orð á því í samtali. Ég man það ekki svo gjörla. Síðan fór hann að ræða um hve æskilegt það væri að menntastéttir í öUum löndum heims lærðu esperanto. I óeigin- lagri merkingu skellti hann hurðinni á nefið á Paul. Súsanna sýndi systurlegt um- burðarlyndi og kvartaði ekki yfir því þótt hún væri skilin eftir ein heima dögum saman. Kvöld eitt kom Paul með pípur sínar og áhyggjur og leitaði á náðir hennar. — Má ég skrúfa fyrir útvarp- ið? spurði hann. — Það er að byrja fyrirlestur um dýralff í mómýrunum okkar. — Skrúfaðu bara, sagði Súsanna og stakk undan bréf- inu sem hún var nýbyrjuð á. — Hvað hefurðu verið með á prjón- unum? — Ég held ég Sé búinn að komast að því hvemig í öllu liggur með aðvörunina til Irene Carp. — Jæja! Hver sendi henni hana? — Óþekkti náunginn úr Blá- vík. — Njósnahetjan? — Við getum kallað hann það ef þú vilt. Ekki veit ég hvort hann er njósnari, en eitthvert ó- skemmtilegt hlutverk hefur hann trúlega leikið í sambandi við Bláví'kurslysið. Og Báck vissi um það en þagði. — Meðsekur að sjálfsögðu — Mútuþegi öllu heldur. En svo var honum boði upp á blaðaviðtal og þá gat hann ekki staðizt freiistinguna ög áikvað að leysa frá skjóðunni. Njósnahetj- an sá enga aðra leið en s'kipu- leggja'slys'sem þággaði endan- lega niður í Báck. Skilurðu þetta? — Skil ég víst. Haltu bara áfram. — Jæja, þegar njósnahetjan heldur að hættan sé liðin hjá, fær hann að vita, rétt eins og ég — að Báck hafi upp á síð- kastið haft Irene Carp-------hm -----ég á við, átt vmgott við — — Haltu bara áfraim. Ég veit allt um blómin og býflu'gurnar. — Að eitthvað hafi verið á milli þeirra. Það er óskemmti- leg frétt fyrir njósnahetjuna. Hann verður að gera ráð fyrir þeim möguileika að Báck hafi sagt ástmey sinni frá leyndar- málinu. — Já, það er skynsamlegt af honum að gera ráð fyrir því, sagði Súsanna' dftir nokkra í’hug- un. — Karlmenn hugsa aldrei áður en þeir tala undir slíkum kringumstæðum. Ef beir halda að þeir geri sig að meiri mönnum. þá láta þeir allt flakka. En — iliiií!iíí!ÍUiíiiíiíiiiííSilíiííllíiiiil!íiliili!!iiiílHi!iiii!!!iSíí!li!IHiiillliiiiiiíiiííiiiiiim!ilíiíiiiliillSiiíiliíiiilniííiiiii!i HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR JTEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *• SÍMI 83570 SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÖI.Ó-eldavélar af mörgvm staerðum og sjerðurn — Einkum hapkvæmar fyrir sveita- bæi. sumarbústaði og báta. V AR AHLUT AÞ J ÓNUSTA. Viljum sérstaklejfa benda á nýja gerð einhólfa eidavéiar fvrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI lÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069. Minninaarkok . ... . !l-'í • viffffffffffff iif mm %0m ; : • Slysavarnafélags • Krabbameinsfélags Islands. Islands. • Barnaspitalasjóðs • Sigurðar Guðmunds- Rringsins. sonar, skólameistara. • Skálatúnsheimilisins. • Minningarsjóðs Árna • F.iórðungssjúkrahússins Jónssonar kaupmanns. Akureyri. • Hallgrímskirkju. • Helgu ívarsdóttur. • Borgarneskirkjú. Vorsabæ. • Minningars.ióðs Steinars • Sálarrannsóknafélags Richards Elíassonar. Islands. • Kapellusjóðs Jóns • S.I.B.S. Steingrímssonar. • Styrktarfélags van- KirkjubæjarklaustrL gefinna. • Akraneskirkju. • Mariu Jónsdóttur. • Selfosskirkju. flugfreyju. • Blindravinafélags • Sjúkrahússjóðs Iðnað. tslands. armannafélagsins á c,'>lfossi Fást í MINNINGABÚÐINNI ■ Laugavegi 56 — Simi 26725. ■ ■ ■ Frá Raznoexport, U.S.S.R. MarsTrading Eampanyhf AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 sími 1 73 73 t 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.