Þjóðviljinn - 19.06.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.06.1970, Blaðsíða 5
Föstudagiur 19. júní 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g □ Ítalía — Brasilía, þetta eru löndin sem allur heimurinn talar um í dað, eftir að ljóst varð að þessi tvö lönd leika til úrslita í HM næsta sunnu- dag. Þar með er einnig- ljóst, að Jules Rimet-styttan, æðstu knattspyrnu- verðlaun heims, verður unnin til eignar á sunnudaginn, hvort landið sem sigrar. Þau hafa bæði unnið styttuna tvisvar, Brasilía 1958 og 196? Ítalía 1934 og 1938 og það land sem nær að vinna styttuna 3svar, eignast hana. Brasilía og Ítalía leika til úrslita Brasilía sigraði Uruguay 3:1 og Ítalía V-Þýzkaland 4:3 í ógleymanlegum leik „Ég er liakklátur fyrir að hafa fengið að sjá bennan leik sem á engan sinn líkan, a.m.k. hef ég aldrei séð neitt þessu líkt, í þau 30 ár cr ég hef fylgzt með knattspyrnu“ sagði þulur brezka útvarpsins BBC, eftir að leik Itala og V-Þjóðverja lauk með sigri Itala 4:3 eftir fram- lengdan ieik. Kinattspyrnuþulir BBC eru að jafnaði sparir á Iýsingarorðin í frásögnum sín- um af leikjum, enda ekki óvan- ir að sjá góða knattspyrnu, en I lýsi.ngunni á leik ftala og V-Þjóðverja skorti þá á stund- um Iýsingarorð til að tjá hrifn- ingu sína á Iciknum, svo stór- kostleg knattspyrna var þarna leikin. Það voru 90 þúsund á'horfend- ur á A ztokaileikvangi num í ■Mexíkóiborg er urdu þeirrar gleði. aðnjótandi að sjá 'þennan fráibæra leik ctg.að leik loknuim var íeiklmönnum beiglgja liiðanna klappað lof í lófa, þeiim sigruðu ekki síður en siglurvegurunum, fyrir að haifa sýnt allt það bezta s.em knattspyma hefur uippá að bjóða. Samkvæmt lýsinigu BBC vdru Þjóðverjaimir betri aðilinn i ;,aðátt“-leiknum og áttu sann- arlega.sikilið að sfeora fleiiri en þetta eina miauk, er þeir slkor- uðu á síðustu siefeúndu leiksins. ’ Það' var hinn gamiallkunhd leik- maður Schnelilinge(r er það gerði, en miark ftala - skoraði Boninsegna á 8. mtfnútu leáks- ins. Ef til vill var það -orsökin fyrir því að V-Þjóðverjamir ■fe'óttu Ænieira í leiknum,' að ftöil- imir voru að verja þetta för- skot sitt og lögðu því altta á- herzluna á vöminaL En með þessu jöfinunarmiarki V-Þjóð- verja, á síðustu sekúndunum, varð að firamttemgja Hieiknum í 2x15 miínútur. önnur eins framilenging heif- ur vart sézt áður i knattsipyrnu- leik. Þau 5 mörk sem þá voru skoruð, Siegja mieira en noklkur crð. Það vora ekki liðnar nema 5 mínútur af leiiknum þegar mairfcakónigiurinn Gerd Mulleir, skoraði annað mark Þjóðverj a og hver hefði • trúað því, að þessu sterka liiði tæikist ekki að hattda'því -fbrskioti, þær 25 mfn- útur sem eflfcir ldfðu ledksins. En annað varð uppá teningnum. Fjlóirum - miínútum síðar sóttu ftalimir og sókninni lauk með skoti frá bakverðinum Burg- nich, sem hafnaði í þýzka markinu, 2:2. Aðeins nokkrum miínútum síðar fékk snillimgur- inn Riva boltann og með frá- bæru skoti sendi hann boltann í mairkið 3:2 fyrir ítalíu. f síðari hluta framlengingar- innar sýndu Þjóðverjamir að þeir gefast ekki upp, og enn einu sinni sendi Muller boltann í markið og jafnaði þar með stöðuna 3:3. Allt ætlaði um koli að keyra á áhcrfendaipöllunum. enda hafði fólkið aldrei séð annan eins leik. En sögunni var ekkd lokið. ítalarnir höfðu ekki fyrr byrjað leikinn en Rivera einlók upp allan völlinn og sikoraði stórglæsdllegt miark, sig- urmiark ftalíu og trygigði þar mieð landi sínu sæti í úrslita- leiknum í 3ja sinn frá því að HM hófst. Brasilía — Urugruay 3:1 Brasilíumenn voru hinn ör- uggi sigurvegari í ledknum gegn Uruguay og bratust þar með undan þeim álögum, sem á þeiim hafa verið í knattspyrnu gagnvart Uraguay, sem hefur nær alltaf sigrað þegar þessi tvö lönd hafa leikið saman og má þar meðal annars minna á úrslitalei'k HM 1950, sem fram fór í Brasilíu er Uraguay vann Brasilíu 2:1„ tap sem Brasdlíu- menn hafa aldrei getað gleymt. Saigt er að þá hafi 30 manns fraimið sjálfsmorð í Brasilíu. En nóg um það. Uraguay skoraðd fyrsta mark- ið í leiknum gegn Brasilíu s.l. miðvikudaig og gerðist það um miðjan fyrri hállfleik, en rétt fyrir leikihlé jafnaði Brasilía og i siíðari hólfleiknum skoraðu Brasilíumenn tvö mörk til við- bótar og vora hinn öraggi sigur- vegari. Þar með er Brasilía komiin í úrslit í 4. sinn í þau 8 skipti er HM hefur farið fram. Rivera skoraði sigurmark Itala og tryggði þar mcð liði sínu sæti í úrslitaleiknum Lugi Riva. Verður hann hinn ó- krýndi konungur knattspym- unnar eftir þessa HM? Landsleikur í knattspyrnu við Frakka n.k. mánudag íslenzka landsliðið lítið breytt frá síðasta landsleik fslendingar mæta Frökkum í knattspyrnu n.k. mánudg, fer Ieikurinn fram á Laugardals- vellinum og hefst kl. 20. Með þessum leik eru Frakkar að endurgjalda heimsókn íslenzka landsliðsins til Frakklands á síðasta ári, en cins og menn muna léku ísland og Frakkland þá og lauk leiknum með naum- um sigri Frakka 3:2. Franska liðið leitour hér einn auikaleik, gegn liði skipuðu 21 árs og yngri og fer hann fram í Keflavík miðvi’kudaginn 24. júní. Dómari í landsleiknum verður stoozlkur, Anderson að nalfkii, en línuveiröir, Raignar Maignússon og Eysteinn Guð- mundsson og má geta þess, að ráðning dómara á þennan leik er fyrsta verkefni hins nýstofn- aða Dómarasamþands íslands. Franska landsliðið er skipað eftirtölduim leikmönnum: Markmenn: Dclhumeau Guy, f. 14/1 1947 — Stade de Poitiers — 10 landsl. Delachet Christian, f. 25/7 1949 — Olympique de Marseille — 2 landsl. Bakverðir: Burhard André, f. 6/11 1950 — Pierrots de Strasbourg — 7 landsl. Guicci Daniel, f. 27/12 1943 — U.S. Valenciennes Anzin — 3 landsl. Imiela Paul, f. 23/1 1943 — Amicns S.C. — 6 landsl. Le Roux Alain, f. 6/9 1947 — U.S.M. Malakoff — 2 landsl. Ribeyre Jean Claude, f. 24/9 1945 — Stade Brestola — 2 landsl. Erlendur Valdimarsson setti Islandsmet í kringluknsti Og Anna Lilja í hástökki 1,56 á 17. júní mótinu Óhagstætt veður hálf eyði- lagði 17. júnímótið í frjáls- íþróttum og varð árangur flestra keppenda eftir því, ef undan eru skilin afrek Erlends Valdimarssonar í kringlukasti, en hann setti Islandsmet, kastaði 57.26 m og Önnu Lilju. er setti lslandsmet í hástökki, stökk 1.56 m. Afrek Erlends í kringlukasti var langbezta afrek Islendings í frjálsíþrótt- um 17. júní. Þótt víðar hafi verið kcppt í frjálsíþróttum 17. júrí, cr enginn vafi á því að afrek Erlcndar er bezta afrekið enda frábær árangur. Eins og áður segir var vcð- ur mjög ó'hagstætt til keppni role og rigning, bæði 16. og 17. júní, en fyrri hluti mótslns fór fram þann 16. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu: I 400 m hlauipinu sigraði Haiukur Sveinsson KR á 62,6 sek. I 1500 m hlaiupi sigraði HaHttdór Guðfoijömsson á 4.13,8 mín. í 100 m hlaupi tovenna sigraði Kristín Jónsdöttir UMSK á 13.9 sek. I spjótkasii sigraði Páll Eiríksson, kastaði 57.49 m. I sleglgjutoasti sigraði Jón H. Magnússon toastaði 49.25 m. I lamigstökki sigr- aði FYiðrik Þór Óskarsson ÍR stökk 6,86 m. í 400 m hl. kvenna sigiraði Herdís Hall- varðsdóttir IR á 73 sek. I 110 Erlendur Valdimarsson setti glæsilegt íslandsmet í kringlu kasti á 17. júnímótinu, kast- aði 57.26 m. m grindahlaupi sigraði B'oirg- þór Maignússon KR á 16.3 sek. I hástökká sigraði Jón Þ. Ól- afsson stöikk 1.95 m. I stang- arstötoki sigraði Valþjöm Þor- láiksson stökk 4.15 m. Bjami Stdfánsson KR hljóp einn í 200 m hlaupi á tímanum 23.4 sek. I 800 m hlaiupi sigraði Halldór Guðbjömsson KR á 1.58.5 miín. Friðrik Þór Ósk- arsson ÍR sigiraði í þrístökki, stökk 14.24 m. I 3000 m hlaiupi sigraði Éirílkur Þorsteinsson KR á 9.34,2 mín. 1 100 m hl. siigraði Bjami Stefánsson KR á 11,5 sek. I kúluvarpi sigraði Guðmundur Hermannsson, kastaði 17.44 m. Sveit KR sigr- aði í 4x100 m boðhlaupi á 45.5 sek. Alda Helgadóttir sigrað'i í spjöitkasti kvemna, kastaði 35.02 m. ! 100 m grindaihlaupi kvenna siigraði Alda á 18.6 sek. Kristín Jóns- döttir sigraði í 200 m hlaupi ó 28.1 sek. Hafdís Ingimiairsdótt ir sigraði í langstökki, stökk 4.93 m. Sveit UMSK sigraði í 4.100 m boðhlaupi á 54.9 seik Einni grein, 5000 m hlaupi var frestað þar tifl á fimmtu- dag. Framverðir: Amsellem Claude, f. 28/6 1945 — F.C. Antibes ,— 1 landsl, Guignedoux Bernard, f. 31/1 1947 — Stade de "aintGer- main — 6 landsl. Verhoeve Alain, f. 15/11 1943 -»> A.C. Cambrai — 9 landsl. Framherjar: Hallet Gérard, f. 4/3 1946 — E.D.S. Montlucon — 20 landsl. Horlaville Daniel, f. 22/9 1945 — U.S. Quevilly — 21 Iandsl. Kohler Paul, f. 18/1 1944 — Pierrots de Strassbourg — 6 landsl. Di Caro Ange, f. 1/1 1949 — Olympique de Marseille — 3 landsl. Lechantre Piers, f. 2/4 1950 — Lille O.S.C. — 3 landsl. Viala Jean Pierre, f. 28/1 1943 — E.B.FN. Enginn landsleikur. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að leika í íslenzka landsliðinu: 1. Þorbergur Atlason, — Frani — 13 landsleikir. 2. Jóhannes Atlason — Fram — 5 landsleikir. 3. Einar Gunnarssson — I.B.K. — 4 landsleikir. 4. Guðni Kjartansson, — l.B.K. — 11 landsleikir. 5. Ellert Schram, — K.R. 20 landsleikir — fyrirliði. 6. Halldór Björnsson, — K.R. — 6 landsleikir. 7. Matthías Hallgrímsson, — I.A. — 8 landsleikir. 8. Haraildur Sturlaugsson, — I.A. — 2 landsleikir, 9. Guðmundur Þórðarson, — Breiðablik — 2 landsleikir. 10. Eyleifur Hafsteinsson — I.A. — 16 Iandsleikir. 11. Ásgeir Elíasson, — Fram 2 landsleikir. Varamenn: Magnús Guðmundsson, K.R. (markvörður) Þorsteinn Friðþjófsson, Val Þröstur Stefánsson, I.A. Erlendur Magnússon, Fram Þórir Jónsson, Val. Forsala aðgöngumiða hefst við Útvegsbankann í dag kl. 14 og er verð aðgöngumiðanna 200 kr. fyrir fullorðna, í stúku, 150 kr. í stæði og 50 kr. fyrir böm. — S.dór. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.