Þjóðviljinn - 19.06.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.06.1970, Blaðsíða 6
g SÍÐA — Þ.JÓÐVIL.JINN — Föstudagur 19. júní 1970. Ásmundur Sigurjónsson: (19. júní 1915: Konur fá kosningarétt) Það er í karlmannsins |}águ að styðja frelsisbaráttu konunnar Ásmundur Sigurjónsson að hefur víst ekki farið framhjá neinum lesenda Þjóðviljans, ekki einu sdnni þéim, vonandi fáu, sem láta sér nægja að lesa sinn daglega Austra áður en þeir snúa sér að þvi eina og sérstaka hugð- áréfni sem blaðið flytur þeim, hvort heldur það er framhalds- saga, íþróttir eða það lesmál Sem þeir telja sjálfir veiga- meira, að frásagnir blaðsins af málum sem sumir myndu telja öðrum mikilsverðari þeirra sem gerast í heiminum í dag, hafa ekki aðeins tekið mun minna rúmmál í blaðinu en áðux, held- ur hafa þser bæði iðulega verið snubbóttar og handahófslegar. Þar sem sá sem þetta ritar hef- Ur annazt þetta efni blaðsins öðrum fremur um árabil, finnst honum málið ver,a sér of skylt til að ræða það frekar að sinni a.m.k. — bætir aðeins við frómri ósk um að úr megi ræt- ast. ☆ ☆ ☆ EINU MÁLI sem lx> hefur ver- ið hvað umtalsverðast í fjöl- miðlum útlandBÍns, svo að það hefur stundum þokað til hlið- ar þessum enda- og tilbreyt- ingarlausu fréttum af mann- drápum, geimskotum og japli- ogjamli mannanna sem halda sjálfir að þeir stjómi heimin- um — þessu eina máli sem vissulega sætiir tíðindum hafa þó verið gerð svo góð skil í Þjóðviljanum, að sumum finnst sjálfsagt nóg komið — jafnvel miklu meira en nóg. Ég á hér auðvitað við þá nýju kvenna- hreyfingu sem á aUra síðustu árum eða jafnvel missorum hef- ur sprottið upp og þanizt út í mörgum ef ekki flostum hinna bróuðu auðvaldslanda. Ég sagði konum í Kvenfclagi sósíalista frá þessari hreyfin.gu fyrir svo sem hálfum öðrum mánuði og það sem birtist hér loksins eft- ir langa en eðlilega bið og þá í tilefni dagsins er á þeirri frá- sögn byggt. Að fenginni reynslu vil ég taka fram að þser bera enga ábyrgð á orðum mínum. Lærðir menn voru vanir að segja að máli sínu loknu dixi — ég hef taiað. Ég segi það strax ☆ ☆ ☆ ÞESSA NÝJU hreyfingu má með vissum rétti telja fram- hald þeirrar kvenréttindahreyf- ingar sem lifði sitt fegursta aUs staðar á vesturlöndum frá því á seinm hluta síðustu ald- ar og alllangt fram á okkar öld en hefur lengi verið að lognast út af þótit lífsmark sé meira með henni í sumum lönd- um en öðrum. En hin nýja hreyfing er um leið í uppreisn gegn fyrirrennara sínum, þótt hún setji sér sömu eða svipuð markmið og hin eldri gerði; hún er róttækari í þeim skiln- ingi að hún sættir sig ekki við þá hægfara þróun sem orðið hefur í réttindamálum kvenn,a á vesturlöndum á síð- ustu áratugum — þróun sem reyndar hefur verið svo hæ>g- fara að segja má að hún hafi algerloga staðnað — telur held- ur ekki að miarkmiðið, algert jafnrétti kynjanna, náist að óbreyttu þjóðskipulagi og án gerbreytingar á ríkjandi bug- arfari og viðborfum, jafnt hjá körlum sem konum. ☆ ☆ ☆ ÞAÐ VAR einn angi þessarar hreyfin,gar sem gekkst fyrir myndarlegu framlagi til kröfu- göngunnar hór 1. maí sl. og einkunnarorðin sem þar voru höfð á lofti að konan væri „Manneskja en ekki markaðs- vara“ báru mjög keim af bar- áttu og vígorðum hinnar nýju hreyfingar í öðrum löndum. (Einkunnarorðin virtust l>ó ekki hugsuð til fulls; í auðvaldsþjóð- félögum er auðvitað hver launamaður miarkaðsvaira, hvers kyns sem hann er). Hin nýja kvenfrelsishreyfing hefur víða fest rætuir, en upphaf henmar má ef til vill rekja til Banda- ríkjann.a og væri það í sam- ræmi við forystuihlutverk þeirra í þróun auðvaldsþjóðfé- lagsins, auk þess sem hin mikla þjóðfélagslega ólga í Banda- rikjunum Uiidanfarin ár, m.ann- róttindabarátta blökkumanna, uppreisn stúdenta og reyndiair annarra æskumanna, hin við- tæka barátta gegn stríðsstefnu stjómarvaldanna, hefur vafa- laust ýtt undir ha,gsm,un,a- og frelsissamtök kvennanna, þess þjóð-félagshóps sem aðalrjtstjóri málgagns danskra sósíaldemó- krata hefur kallað „öreigalýð þess velferðarríkis", sem flokk- ur hans teluir sér helzt til tekna að bafa til stofnað. HIN NÝJA kvenfrelsishreyfing í Bandaríkjunum er reyndar talin skiptast { tvo hópa sem ékki eiga samleið að öllu leyti. Annar hópurinn sækir hug- myndir sínar til bókar Betty Friedans „The Feminine Mysti- que“ („Þjóðsagan um konuna“) sem kom út 1963, en kenning- um hennar hefur Soffía Guð- mundsdóttir gert góð sikil hér í útvarpi. Hinn hópurinn, sem meira ber á, hin eiginlega kvenfrels- ishreyfing sem svo er nefnd („Women’s Lih“), telur enga von til þess að nokkuð fáist framgengt eftir þessum venju- legu og reyndar þaulprófuðu leiðum sem frú Friedan hefur enn ekiki alveg gefið upp á bát- inn. Áhiangendur hans koma flestar úr samtökum „nývinstri- manna“, „The New Left“, og róttækni þeirra, alger vantrú þeirra á að nokkuö munj á- vinnast að óbreyttu skipulagi stafar kannski aðallega af þeirri reynslu sem þær urðu fyrir af samvinnunni við karl- mennina í „nývinstrisamtökun- um“. Endia þótt þeir teldu sig hafa látið fyrir róða allar viðteknar hugmyndiir um eðli auðvaldsþjóðfélagsins, hafnað algerlega öllu gildismati þess, þá reyndust þeir hafa nákvæm- lega sömu afstöðu til konunnar, til starfshæfni hennar og dóm- greindar. og allir — eða nán- ast aJlir — kynbræður þeirra. Stúlkunum sem komu til starfa i hinutn ýmsu samtökum nývinstrisinna voru jafnan fal- in óæðrj störf enda þótt þær væru bæði vel menntaðar og starfsifúsar. „Þær fengu sjald- an að Ieggja annað tii barátt- unnar en að sópa gólf laga kaffi, vélrita á stensíla og sam- rekkja starfsbræðrum sínum“, segir í grein í ,,Ncwsweek“. ☆ ☆ ☆ EN VIÐ skulum hverfa frá Bandaríkjunum á nálægari slóðir, þar seim aðstæður eru allar líkari þeim sem við þekkj- um. Það er ekki lengra síðan en 2. apríl að Kaupmannahafn- arblöðin skýrðu frá því að hleypt hefði varið af stokkun- um nýjum kvennasamtökum sem aðallega væru skipuð ung- um stúikum og konurn. Þær voru sagðar róttækar og bar- áttufúsar og hefðu þær í hyggju að „koma með aðgerðum sem athygii vektu aftur á dagskrá hinu gamla máli um stöðu kon- unnar í þjóðfélaginu“. Þessar ungu konur nefndu sig „Rauð- hosumar”. („Rodstrompeme" sem hafa nú hlotið a.m.k. tvö önnur nöfn íslenzk, en ég ætla að nota mína þýðingu. um sinn a.m.k.). Það á við um Rauð- hosurnar dönsku eins og kven- firelsiskon'Uirnar í Bandaríkjun- um að þær eru flestar ef ekki allar komnar úr þeim miargvís- legu vinstrisamtökum sem sprottið hafa upp á undanförn- um árum, og það verður ljóst af grein sem nokkrar þeiirra birtu í „Information" 6. maí sl. að þær bafa orðig fyrir svip- aðri reynslu og þær bandarísku af starfsbræðrum sínum, sem sagt þeirri að þótt þeir þykist að engu leyti viðurkenna gildis- mat hins borgaraiega þjóðfélags eru þeir samt fiestir bundnir á klafa viðtekinna skoðana um „eðli og mcðskapað hlutverk“ konunnar. í króníku í „Inftxrmation" 21. apríl er saigt skilmerkilega frá sjónairmiðum hinna nýju samtakia og er hér að nokkru stuðzt við þá frásögn. FRAM AÐ þessu hefur staða konunnar í þjóðfélaginu verið skoðuð sem einangrað vanda- mál, utan við hina almennu stjórnmálabaráttu. Hún hefur ekki einu sinni verið sett í fé- lagslegt samhengi, heldur hefur jafnan verið lögð áherzla á að þetta væri vandamál sem kæmi öllum konum við, hver sem staða þeiirra væri annars í þjóð- félaginu. ★ Markmið kvenréttindiahar- áttunnar hefur verið ofur ljóst: Algert jafnrétti konunn- ar á við karlmanninn. Leið- in að markinu hefuir einnig veir- ið skýrt afmörkuð: Þingræðis- leiðin. Baráttunni hefuæ veirið hagað þanniig að komiast fyrir um hvar og hvernig konum væri mismunað, sýna firam á ranglætið og fá löggjiafarvaldið til að gera þær umbætur sem nauðsynlegar væru til að kon- an stæði jafnfætis karlrmannin- um. ★ Stofnun hinna nýju sam- taka vekur tvær spumingar: 1) Er miarkið og þá einnig leið- in að því óvefengjanleg? 2) Verður markinu yfirleitt náð í þessu þjóðfélagi? ★ Það hlýtur að vekja grun um að ekki sé allt með felldu að löng og linnulaus barátta fyrir ’jafnrétti kvenna á við karlmenn skuli ekki hafa komið neinu veru- legu til leiðar síðan konur fengu kosninga- réttinn á flestum vest- urlöndum í fyrri heims- styrjöld. Er nokkur von til þess að hægt verði að knýja fram þær jafn- réttiskröfur sem hin gamla kvenréttinda- hreyfing hefur barizt fyrir eftir þeim leiðum sem hún hefur farið? Það verður að teljast mjög ósennilegt því að þessi hreyfing er orðin að snörum þætti í þjóð- skipulagi sem má alls ekki við því að kröfur hennar nái fra’m að ganga. ~k Ástæðan til þess'að staða konunnar í þjóðfélaginu er nú afitur komin á dagskrá svo .að eftir hefur verið te’Alð'er þýí ekki eingöngu sú að til skjal- annia bafi komið ungir og duig- miklir starfiskraftar, heldur hin að vandamálið hefur verið tek- ið til en durskoðunar f,rá rót- um og lagt á það nýtf mat; það hefur verið fellt inn í stæirra samhengi, tengt h-inni almennu stjórnmálaibairáttu. ★ Hér er um gerbreytt við- horf að ræða. Markmiðið er í rauninni orðið annað. Það hef- ur fram að þcssu verið að afla konunni jafnréttis á við karl- manninn. Það er þá gengið út frá því scm vísu, að karlmaður- inn njóti allra forréttinda í þjóðfélaginu, hafi einokað í sína þágu þá aðstöðu sem eftirsókn- arverð er. En forréttindi og sér- staða karlmannsins eru aðeins eftirsóknarverð samkvæmt við- miðun ríkjandj þjóðskipulags. Vefengi maður gildismat þess, horfir málið öðruvísi við, Af því leiðir að það er ckki aðeins konan sem verður að brjóta af sér hlckkina, heidur eru kynin bæði hundin á klafa auð- valdsskipulagsins og þrælknð af þeim hlutverkum sem það ætlar þeim. ★ Þá jyrst er þess að vœnta að raunverulegar umbœtur jáist jram þegar karlmaðurinn gerir sér Ijóst að til nokkurs er að vinna jyrir liann að ajsala sér þeirri stöðu sem hann hej- ur nú í þjóðjélaginu. Það eru ekki kvenréttindin sem máli skipta. Það er heill mannjólksins alls, karla sem kvenna, sem í húji er. Konan getur ekki bætt stöðu sína ein sér. Fái hún ekki samjylgd karlmanns- ins getur hún í hœsta lagi vænzt þess að undirokun Engum getur dulizt að hin nýja kvenfrelsisbarátta á góðum byr að fagna á (slandi, þótt hin hefðbundna póli- tíska þingmálabarátta hafi tekið á sig hlé eftir kosningarnar 31. maí. í þeim kosningum duldist heldur ekkl hvar þær konur var að finna sem líta ekki á þjóðmálabaráttu einungis sem nauðsyn til að treysta pólitísk og efnaleg völd „ættar1’ eða „flokks”, eða áframhald á þeirri framabraut sem felst í að fá vinninga í brallkeppnum sem erlendir auðhringar setja annað veifið á svið fyrir saklausa og auðtrúa neytendur. Alþýðubandalagið bauð fram konur í efstu sætum í flestum kaupstöðum og náðu margar þeirra kosningu. En Alþýðubandalagsfólk hefur ekki látið staðar numið eftir kosningarnar. Grein sú sem birtist hér á opnunni í dag er fjórða greinin sem í blaðinu birtist eftir kosningar og fjallað er í um hinar nýju kvenfrelsiskröfur, og fleiri eru væntanlegar. Það er skylt að viðurkenna að ekki hafa greinarhöfundar allir verið á eitt sáttir um hvaða leiðír skuli fara til að tryggja konum mannsæmandi kjör og stöðu í þjóðfélaginu, en þrátt fyrir þann ágreining hefur öllum verið Ijóst að hvorki skortir áhugann á málefninu né raunverulegt samkomulag um það mark sem beri að keppa að. Slíkt fjör í málefnalegum umræðum mun vera alger nýlunda að nýafstöðnum kosningum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.