Þjóðviljinn - 19.06.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.06.1970, Blaðsíða 7
Föstudiwgur 19. júnf 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7 hennar verði með öðrum hætti en nú — og þá ekki endilega bœrilegri. * Karlmennirnir eiga að styðja kon- urnar í réttindabar- áttu þeirra, ekki kvennanna vegna, heldur í eigin þágu. Samkvæimt gildis- mati auðvaldsþjóð- félagsins standa þeir að vísu betur að vígi en þær, en ef því er hafnað eru forrétt- indi þeirra harla lít- ils virði. Það sem máli skiptir er að það er ævinlega til ills eins að draga fólk í dilka eftir kynferði og mis- mununin stendur fullum þroska hvers manns fyrir þrifum, karls sem konu. Ef á annað borð er á það fallizt að horn- rekustaða konunnar sé mótuð af karl- mannaveldi auð- valdsþ j óðf élagsins og að það þjóðfélag, sé það ekki staðnað með öllu, þróist a. m.k. ekki í þá átt að bæta mannlífið, verður niðurstaðan að umbylta verði öllu skipulagi saim- félagsins og ger- breyta viðmiðun þess. ☆ ☆ ☆ REYNDAH ÞARF enginn að fana í neinar grafgötur um það að mismunandi staða kynjanna í þjóðféliaigi vesturlanda er í meginatriðum bundin því skeiði samfél agsþróu nn r i nn nr sem það er á, þó>tt mismunandi að- Stasður og söigulegar erfðir hverrar jjjóðar skipti einnig nokkiru máli. (ístenzkar konur haf,a þannig, a.m.k. til skamms tíma, áreiðanlega gert sér fyllri grein fyrir sjálfstæðu mann- gildi sínu en kynsystur jxiirrn á meginlandinu. Ævaforn sáálf- stæðisvitund vietnamskra kvenna á einnig mikinn þátt í því að Vietnamar hafia staðið af sér allar þær hörmunga-r sem yfir þá hafa dunið í aldair- fjórðung, svo að nefnt sé dæmi af öðrum toga). ÞÖTT HINAR dönsku Ra.uð- hosur geri sér þannig fylli- lega grein fyrir þjóðfélags- legu eðli og sögulegum rö'k- um þess að konur hafa ekki fengið og gcta ekki gert sér vonir um að fá ]>að jaínrétti, sem þær hafa barizt lengi fyrir, innan ramma núver- andi þjóðskipulags, telja þær að ekki mogi biða ]>ess að j>v; verði umbylt, heldur verði þegar í stað að vekja fólk, jafnt konur sem karla, til vitundar um vandamálið, jafnvel með „hneykslanlegu" atferli og orðhragði, ef ann- að dugar okki; vekja umtal og umhugsun í ]>ví skyni að breyta viðhorfum fólks, enn siem fyrr jafnt karla sem kvenna. REYNSLAN frá þeim ríkjum sem tekið hafia upp sósialistiskt hagkerfi og nú búið við það áratugum saman, jafnvel hálfa öld, í þessum málum sannar regluna um að yfiirbygging hins fallna þjóðskipulags getur stað- ið íurðu lcngi uppi efitir að skipt hefur vorið um undiirstöð- ur. Vissulega hofur orðið ger- breyting á högum kvenna í hin- um sósíalistísku ríikjum öllum, og auðvitað njóta þær margra þeirra réttinda sem þorri kynsystra þeirra í löndUm a.uð- valdsskipuliagsins fier á mis við. Það er miklu algengara þar en hér að þeim séu fialin mikil- væg ábyrgðar- og trúnaðar- störf — og var um það að finn,a fróðlegan samanburð um þýzku ríkin i veSturþýzka tímiaritíhu’ „Der Spiegel“ (34 / 1969), þótt hann verði ekki rak- inn hér að þessu sihni. Engu að síður er það staðreynd að það er alger undantekning að konur geigni æðstu stjórnar- störfum í }>©ssum löndum. Á því or vandfundin önnur skýr- ing en sú að karlmannavcldið loði ]>ar við enn, ofitrú þeirra á eigin vizku og hæfileikia og kannski ekki síður vantrú kvenna á eigin gctu. Það skýtur þó óneitanlaga nokkuð skökku við í landi því sem eitt sinn laut stjóirn Katrínar miiklu — þólt heita ætti að vísu af smá- þýzkri funstaætt. Ekki stafar þetta af ofiannefndum ,,rökum“ um hið sórsta.ka liffiræðilega hlutverk konunnar. Aldrei var t.d. hinu víðlenda og ósam- stæða ríki Kabsbongaranna sfjórnað af meiri röggsemi en á dögum Maríu Teresáu og ól hún þó sextán börn, sem hún annaðist af einstaikri umhyggju. En þótt hún sýndi manni sín- um fuUa auðsveipni í hjóna- rúminu og einlæga ástúð alla- jafna annars, fór aldrei milli mála hvor réð í rauninni ríkj- um — og bar þó eiginmaðurinn Frianz I. keisiaranafnbótina. ÞESSI „RÖK“ kynnu þó að gefa nokkra vísibendingu um hvernig á því stendiur að konur haía ©kki komizt til æðstu mannvirðinga í löndum með sósialistískt hagkerfi. Samband kynjanna er ekki einvörðungu komið undir stöðu hvors þeirra um sig í þjóðfélaginu. hcldur er það einnig háð sínum eigin innri samslungnu rökum — samlífi manns og konu. Sá háttur sem viðtekinn er í hverju samfélagi manna — og reyndar annarra dýra — að hafa beri á kynferðislifi ein- staklinga þess mótar öll önn- ur samskipti þeirra. Það er tómt mál. held ég, að ræða um jafnréttisbaráttu kvenna, án þess að minnaist á þær reglur sem samlífi kynjanna eru sett- ar, og þar sem rit Engels um „Uppruna fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins" ©r nú nýlega komið út á íslenzku öðru sinni (í Úrvalsritum Marx og Engels) eiga allir kost á að verða nokikurs vísari um það mikilvæga mál. ☆ ☆ ☆ ÞÓTT ÝMS ný vilneskja bafi á daginn komið síðan hann samdi rit sitt, og hann einfaldi hlutina kannski stundum um of fyrir sór, stendur það enn fyrir sínu í öllum meginatrið- um. Engels rekur með hliðsjón af því sem vitað er um kynlif- ishætti svokallaðra „írum- sitæðra" þjóðfélaga (átt er við að þau sóu frumstæð í atvinnu- hátturn þótt þau eigi sér mjög forna og háþró'aða samlífsskip- an) hvernig „hjúskapairhring- urinn er sifellt þrengdur. í fyrstu tók hann til alls ætt- stofnsins, þar sem konur allar og kairlar lifðu j sameiginleg- um hjúskap. En svo hefst úti- lokunarstefnan og nær hún fyrst til nánustu ættingja, en síðan til hinna fjarskyldari, síðast jafnvel til tengdafólks. Hvers konar fjölhjúskapur reynist ófiramikvæmanlegur. Loks verða aðeins ein hjón eftir, laustengd enn sem kom- ið er. Þau eru sameindin og leysist hún upp, er hjónaband- ið yfirleitt úr sögunni. Það skilst af þessu einu að einstak- lingsleg kynást í nútímaiskiln- ingj á helzt til lítinn þátt í upp- komu sérhjúskaparins". Engels styður það rökum að móður- réttu-rinn hafi vorið upphafleg- ur, þ.e. ættrnkning haíi verið í móðurlegg, og það þá ein- faldleg veigna þess að fað- ernið var jaínan óvíst. Með ó- breyttum þjóðféliaigsháttum, aukinni verkaskiptingu og vax- andi auðæfum fór svo að veldi karimannsins jókst, en það leiddi til þess að móðurréttin- um var kollvarpað en það var, segir Engels: „heimssögulegur ósigur kvenþjóðarinnar. Karl- inaðurinn tók við stjórnartaum- unum, konan Iækkaði í tign, liún var þrælkuð, hún varð ambátt fýsna hans og einbert tæki til barneigna. Þessi nið- urlæging konunnar kemur glöggt fram hjá Grikkjum á hetjuöld þeirra . . • Smám sam- an hefur verið reynt að fegra þessa aðstöðu með alls kyns fagurgala, sums staðar hefur hún fengið mýkra snið, cn hún hefur hvergi verið afnumin“. ☆ ☆ ☆ Rétt þegar ég ætlaði að faira að lesa yfir þessar sex vikna gömlu hugleiðingar — og blaða- grein þolir sjaldnast að liiggjia svo léngi í salti — rámaði mig í stuttan kafla í ágætum „leið- arvísi um kynferðismál" sem Helgafell gaf út i umsjá Jóns G. Nikulássonar læknis fyrir rúmum . tuttugu árum en þar var eins og vera bar sagt frá aðferðum sem notaðar ©ru við samfarir karls og konu. Mér finnst að einföld og orðknöpp lýsing „leiðairvísisins“ geta ver- ið fróðleg til firekari skýringar á þeim kafla úr riti Engels sem rétt áðan var vitnað í, og varla ©r ástæða til að vara menn við að trúa á að hvílu- brögð geti leyst neinn þjóðfé- lagsvanda: „2.-3. (aðferð)“, segir í leið- arviísinum, „Bæði liggja: ann- að liggur á bakinu, hitt ofianá. 139. Fornaldaraðferðin. Eins og sjá má af lýsingum og myndum forsöigutímabilsins, allt frá elztu tímabilum manns- ins til loka fornaldar, var sú aðferð álitin eðlilegust, að mað- urinn lægi á bakinu en konan yfir honum og er hún þá virki aðilinn við samfariim'ar. Elzta mynd af samförum ©r firá stein- öld og sýnir karl og konu í þessari stillingu . . . Þegar miaðurinn liggur á bakinu er hann dæmdur til að'gcrðarieys- is og ©r ekki eins ógnandj og þegar hann á frumkvæðið sjálfur . . . Líkindin fyrir (frjóvgun) eru minni“. Konan sem hafði verið „hinn virki að- ili“ í samlífi kynjanna og hafði á því viss tök að forðast henni óæskileg frjóvgun, þótt þau væru vitaskuld ekki alger, var með áðurívitnuðum orðum Eng- els orðin „ambátt fýsna karl- mannsins og einbert tæki til barneigna". (Séu til einhverjir þeir lesendur Þjóðviljans sem hneykslast á að ég hafi tekið upp kafla um hvílubrögð til fioma úr viðurkenndu fræðslu- rití fyrir unga sem aldna, þá sannast með því það eitt að yf- irdrcpsskapur Viktoríutímans er þrátt fyrir alla aðra kosti sem þeir að vonum eiga í fari sínu mun sterkari þáttur í eðl- isfairi þeirra en viðhorf og kcnningar Engels.) En þótt mér þyki fyrir þvi að hrella menn nema þá til að víkka örlítið sjóndeildarbring þeirra. vil ég bæta þeiirri athyglisverðu þjóð- fræðilegu staðreynd við að sú aðferð við samfiarir manns og konu sem „leiðarvísirinn" telur grcinilega í andstöðu við „fom- aldiaraðferðina", þ.e. að „kon- an li.ggi á bakinu og miaðurinn yfir henni“ svo að orðalagi bóikarinnar sé snúið við. nefn- ist bvairvetna í óspilltum eða lítt spilltum „firu.mstæðum“ þjóðfélögum Austur-Álfu sem orðið hafa fyrir barðinu á „markaðs- og neyzlumenningu" vcstursins einu og sama orð- inu — „trúboðinn" og mætti nú fiara að vitna í Pál postula og þann óskunda sem pistlar hans, bæði rang- og réttfeðrað- ir, — hafa valdið meðal vestur- lendinga — og reyndar annarra ©innig — í bráðum 2.000 ár — og ©r mál að linni. Af því mér þykir fátt óárennilegra en að skipta mér af ritdeilu sem Skúli Guðjónsson á hlut að, þá langar mig aðeins til að smeygj-a því hér inn, að ég er nœr bandviss um að við gæt- um aldirci fiarið að deila um Pál postula, og allra sízt um álit hans á kvenþjóðinni. ★ Annað naál ©r það að kon- um aUsnægtalanda okkar tíma standa til boða aðrar og miklu öruggari aðferðir en „fomald- araðferðin" var tíl að komast hjá óæskilegri frjóvgun eða reyndar árvissum þungunum sem var hLutskipti formæðra þeiirra og er reyndar enn hlut- skipti hundiruða miljóna kvenna í hinum fátæka heimi. Ég held að það séu varia miklar ýkjur að pillan, lykkjan og hvað þær nú heita allar þessar nýju getn- aðarverjur mun; verða konun- um einna skæðustu vopnin í jafnréttísbairáttunni. ★ Eftir afnám móðurréttarins lá þróunin að heita máttí beint til þess einkvænis undir sjálf- skipuðu drottinvaldi karl- mannsins sem ©r nú höfuðregl- an í samlífi kynjanna víðast- bvar í hinum „siðmenntaða" heimi. Kynlifsmórallinn verður þessi, með orðum Engcls: „Svo kemur íram önnur andstæða innan hjónabandsins sjálfs. Það er annars vegair eiginmaðurinn sem leitar yndis og fegurðar með fylgikonum sinum, hins vegar eiginkonan vanrækt og einmana . . . Með sérhjúskapn- um koma upp í þjóðfélaginu tvær manntegundir alls óþekkt- ar áður. Það ©r friðillinn og kokkállinn. Karlmennirnir höfðu sigrað kvenþjóðina, en hinar sigiruðu voru svo veglynd- ar að taka að sér krýninguna. Hjónabiandsafibrot urðu nú fast þjóðíélaigslegt fyrirbrigði, hlið- stætt sérhjúskapnum og fylgi- laginu. Þau voru fordæmd, það var refsað fyrir þau, en þau urðu ekki upprætt. Öruggt faðemi barnsins byggðist eins og áður á siðferðilegri sannfær- ingu, er bezt lét. Lögbók Nap- oleons reyndi að leysa þessa Framhald á 9. síðu. I Hér er ein af áliangendum dr. Friedans úr samtiikum NOW að reyna að koma skeytingarlausum vcgfarendum í New York í skilning um að konur séu hæfari til annarra starfa en pikka á ritvél. Áhrifa NOW hefur gætt æ minna og minna að sama skapi og róttæku samtökin hafa eflzt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.