Þjóðviljinn - 19.06.1970, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.06.1970, Blaðsíða 9
Föstudagiur 19. júní 1970 — >JÓÐVIL.TINN — SÍÐA 0 Grein Ásmundar Framhald af 7. síðu. óleysanlegu mótsöign með á- kvæðd 312. gr. „L’enfant congu pendiant le mariage a pour pére le mari“. Þetta ©r loba- árangur sérhjúskaparins eftir þrj ár þúsundir ára“. Það er freistandi að halda áfra.m lengi enn tilvitnunum í rit Engels, en bæði er það að það yrði helzt; langt mál og öllum gefst nú kostur á að kynna sér það sjálfir. Þó skal hér tilfærður lokakafli hugleið- inga hans um það hvað ætla megi að við muni taka í „sam- lífsskipan kynjanna" þegar úr sögunni eru þeir þjóðfélags- hættir sem einkvænið þar sem karlmaðurinn er hinn drottn- andi aðili er vaxið upp úr. Rök- hyggjumaðurinn Engels lætur sér auðvitað ekki til hugar koma að samlífsskipan eins og ein- kvænið sem á sér ákveðnar sögidegar forsendur hljóti að hald;a®t um tíma og eilífð hvemig sem aðstæður breytast, en hann forðast allar fullyrð- ingar: „Það sem við getum sagt um samlífsskipan kynjanna í fram- tíðinni er að mestu neikvætt, fjallar mest um það sem hverfa ínun. En hvað nýtt bætist við? Það ræðst er ný kynslóð er vaxin úr grasi. Það verða karl- nienn, sem aldrei á æv; sinni liafa náð valdi á konu með peningum eða öðrum félagsleg- um valdatækjum. Og það verða konur, sem hvorki hafa gefizt mönnum á vald fyrir annað en ástar sakir, né synjað elsk- huga sínum um blíðuhót vegna ótta við fjárhagslegar afleiðing- ar. Og þegar þetta fólk er kom- ið til sögunnar, mun þai' kæra sig kollótt um, hvað við höld- um nú, að það ætti að gera. Það mun sjálft ráða gerðum sínum og móta almenningsálit- ið eftir þeim og þar með bú- ið“. Ég hef dvalizt alUengj utan þess sam var beint tilefni grein- arstúfsins, kvenfrelsisbarátt- unniar í hinum nýju formum sem hún hefur verið að taka á sig í námunda við okkur að undanförnu. En ég hef reynt að lýsa annars vegar dálítið rækilega klassískum sjónarmið- um marxismans til h-jónabands og kvenfrelsis, og hins vegar notað tækifærið til að minna aðeins á hvernig framkvæmd- in hefur orðið í hinum sósíal- istisku þjóðfélögum, einmitt vegna bess að þótt hin róttæka og nýja eða kannski öllu held- ur endu.mýjaða kvenfrelsis- hreyfing vcsturlanda telji, eins og áður var miargítrekað, enga leið til þess að lokasigur vinn- ist nema með afnámi auðvalds- skipulagsins og upptöku sósi- alistískra búskaparhátta, þá gera frumkvöðilar hennar sér fulla grein fyrir því, að það eitt er ekkj nóig og leiggja því megináherzlu að vekj-a allan almenning, konur sem karla, Terylenebuxur karlmanna aðeins kr. 795,00. Ó. L. Laugavegi 71 — Sími 20141. til vitiundiar um vandiamálið nú þegar í því skyni að breyta við- horfum hans. eins og áður var Saigt. Varla er að efast um að það verður bæði langsótt og erfitt verk, en margt bendir þó til þess að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi hér á vestur- löndum og reyndar í hinum sósíalistísku ríkjum líka sé móttækilegri fyrir þennan boð- skap en þær sem á undan henni fóru. Hin almenna uppreisn æskufólks á vesturlöndum gegn öllu gildismati auðvalds- þjóðfélagsins mun stórum auð- velda viðleitni hinna ungu kvenna og karla sem þær styðja. Enda þótt enn sé aðeins til vísir að slíkri hreyfingu hér- lendis þá hefur það ekki farið fram hjá neinum sem vilja sjá og heyra að ungar konur ís- lenzkar cru ekki eftirbátar kyn- systra sinna í öðrum löndum að neinu leyti og gera sér miklu betur Ijóst en mæður þeirra flestar að þær eiga réttmætar og ófrávíkjanlegar kröfur á hendur samfélaginu — og það sem mest er um vert: hafa bæði þor og þrautseigju til að bera þær þannig fram að eftir sé tekið. í stað afsökunar Þeiirri spurningu var vikið að mér. hálft í gamni hálft í alvöru, síðari Muta þjóðhátíð- airdaigsins þegar ég var að reyna að búa það sem hér á undan stendur sómasamlega í hendur samverkamönnum mín- um prenturum: Hvað kemur til að þú, óforbetranlegur karlmað- urinn, ert fenginn til að lof- syngja kvenfrelsið á þeim degi sem það hefur þó tileinkað sér. Eiginlega hélt ég mig eiga engin önnur svör við því en það sem hér skrifað stendur. En ég á aðra mikilvæiga réttlætin-gu: Ég er fæddiuir af konu, ég er konu gefinn, ég á fullorðna konu fyri,r dóttur og aðra dóttur sem verður það alltof fljótt. ás Aðalfundur Læknafélagrs íslands 1970, verður haldinn í Vestmannaeyjum 20. - 21. júní DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lágmarksstaðall fyrir sjúkrahús og fyrir lækna- miðstöðvar. 3. Framhaldsmenntun lækna. 4. Takmarkanir á némi í iæknadeild. 5. Önnur mál. Heilbrigðismálaráðstefna L.í. sunnudaginn 21. júní kl. 14-17 DAGSKRÁ: 1. Ráðstefnan sett af formanni L.í. 2. Læknamiðstöðvar, starfsemi og hlutverk. 3. Samband smærri sjúkrahúsa við aðalsjúkra- húsin í Reykjavík. 4. Mengunarvandamál. 5. Umræður og fyrirspumir. Ráðstefnan er haldin í samkomuhúsinu í Vest- mannaeyjum, litla salnum. Öllum heimil pátttaka í ráðstejnunni ejtir pví sem húsrúm leyjir. Stjóm Læknafélags íslands. Maðurinn minn og faðir okkar ÁGÚST JÓHANN ALEXANDERSSON Löngubrekku 13. Kópavogi, varð bráðkvaddur að heimili sínu þann 17. júní. Eiginkona, dætur og tenigdasynir. Um leiS og viS óskum starfsfólki okkar og landsmönnum öllum til hamingju meS þjóShátiSardaginn 17. júni viljum viS vekja athygli á aS viS starfrœkjum: HraSfrystihus Saltfiskverkun S kreiSarverkun FiskimjölsverksmiSju Kappkosfum aS veifa ávallf sem bezfa þjónustu. Fiskvinnslustöð Kaupfélags Austur - Skaftfellinga HornafirSi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.